Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1992, Síða 57

Bókasafnið - 01.04.1992, Síða 57
....... „Heiðbjört Gullregn. Þú þarft að hafa einhvern til að bjarga þér við og við. ‘ Ræningjahöfðinginn gaf ungfrúnni þýðingarmikið augnaráð. „Og nú verður þú að skrá þig sem lánþega," sagði ungfrú Heiðbjört glaðlega. „Þú verður að farameð bækur til aumingja ræningjanna." „Ef ég fæ mitt eigið bókasafnskírteini get ég kannski fengið þig að láni,“ sagði Ræningjahöfðinginn með ræn- ingjalegri framhleypni. Ungfrú Heiðbjört skipti um um- ræðuefni í flýti en hún roðnaði dálítið. Hún sendi Ræningjahöfðingjann með nokkrar bráð- skemmtilegar sögur. Hann var nýfarinn þegar lögregluþjónninn kom aftur. „Jæja,“ sagði hann og dró upp skírteinið. „Nú ætla ég að fá lánaðan Ræningjann, ef ég má.“ Hann var svo fullur af eftirvæntingu að það virtist synd að þurfa að valda honum vonbrigðum. Ungfrú Heiðbjört leit yfir í B-hillurnar. „Æ,“ sagði hún. „Ég er hrædd um að einhver annar sé búinn að fá hann að láni. Þér hefðuð getað lagt inn pönt- un.“ Lögregluþjónninn horfði fast á hilluna. Þá starði hann á ungfrú Heiðbjört. „Má ég þá leggja inn pöntun?“ spurði hann eftir augnabliks umhugsun. „Vissulega,“ sagði ungfrú Heiðbjört, „en ég verð að vara yður við að það getur orðið löng bið eftir honum. Það kann að vera langur biðlisti." Eftir þetta laumaðist Ræningjahöfðinginn reglulega í bókasafnið og skipti um bækur. Þetta var hættuspil en honum fannst það vera þess virði. Eftir því sem ræningjarnir lásu meira óx viska þeirra og menntun þar til þetta var orðinn vitrasti og menningarleg- asti ræningjaflokkur sem nokkur hefði getað hugsað sér. En hvað viðvék ungfrú Heiðbjörtu þá var það ekkert vafamál að hún aðstoðaði og var í vitorði með ræningjum, sem er ekki mjög gott afspurnar fyrir bókavörð, en hún hafði sínar ástæður. En svo gerðist það að hræðilegur jarðskjálfti reið yfir. Reykháfar hrundu um allan bæ. Allar byggingarnar hrist- ust og skulfu. Úti í skógi stóðu ræningjarnir steini lostnir og sáu hvernig trén svignuðu og könglarnir hrundu yfir þá eins og haglél. Loks nam jörðin staðar. Ræningjahöfðing- inn fölnaði. „Bókasafnið!" hrópaði hann. „Hvað hefur orðið urn ungfrú Heiðbjörtu og bækurnar?“ Annar hver ræningi fölnaði líka. Maður getur ekki ímyndað sér svo marga náföla ræningja í einum og sama hópnum. „Fljótir nú!“ hrópuðu þeir. „Til bjargar! Áfram nú! Bjargið ungfrú Heiðbjörtu. Bjargið bókunum!“ Þeir hlupu út úr skóginum og niður aðalgötuna hróp- andi og kallandi. Lögregluþjónninn sá þá en þegar hann heyrði heróp þeirra ákvað hann að hjálpa þeim fyrst og taka þá fasta á eftir. „Bjargið ungfrú Heiðbjörtu!" kallaði hann. „Bjargið bókunum.“ En þvílík sjón að sjá bókasafnið! Myndir höfðu fallið af veggjunum og blómin lágu á hliðinni. Kassar með stimpl- um höfðu hvolfst við og stimplarnir voru út um allt gólf. Bækur höfðu hrunið úr hillum eins og haustlauf af trjá- greinum og lágu á gólfinu í hjálparvana hrúgum. En hvergi sást ungfrú Heiðbjört. Þegar jarðskjálftinn reið yfir hafði ungfrúin í raun verið að raða bókum í gömlu geymslunni — þar sem geymdar voru allar gömlu, lösnu bækurnar. Eldgamlar alfræði- skruddur höfðu fallið yfir hana. Þegar jarðskjálftinn var 57

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.