Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1992, Síða 22

Bókasafnið - 01.04.1992, Síða 22
* Coxon, M.: Kötturinn sem týndi malinu sínu (2-6) Örn og Örlygur Doney, M.: Hver bjó mig til? (3-6) Iðunn * Ghobé, G.: Pönnukökukóngurinn (3-7) Mál og menn- ing Haller, B.: Fuglastríðið í Lumbruskógi (5-8) Skífan Janosch: Bréf til tígrisdýrsins (3-7) Bjartur Jón A. Steinsson og Jón Marinósson: Georg í Mann- heimum (3-8) Mál og menning ;:' Nordquist, S.: Jólagestir hjá Pétri (4-8) Örn og Örlyg- ur ;:' Olsen, I.S.: Drengurinn í tunglinu (2-5) Iðunn Pilkington, Brian: Afi gamli jólasveinn í sirkus (3-6) Iðunn ;:' Ragnheiður Davíðsdóttir: Egill og Garpur (3-8) Fróði ;:' Ray, J.: Barn er fætt í Betlehem (2-6) Forlagið Reiner, M.: Sköpun heimsins — undrasýn (4-8) Fjölvi Tíu endur á ferð og flugi. Þýð. á vísum: Kristján frá Djúpalæk (2-5)Örn og Örlygur Tíu ungir ökuþórar. Þýð. á vísum: Kristján frá Djúpa- læk (2-5) Örn og Örlygur ;:' Voipio, L. og Pekkala, V.: Karólína í draumalandinu (2-5) Mál og menning ;:' Voipio, L. og Pekkala, V.: Karólína í skemmtigarðin- um (2-5) Mál og menning ;:' Wyllie, S.: Mjóni rauðrefur (5-10) Örn og Örlygur Gildi bóklestrar A síðustu árum hefur talsvert verið talað um það að ólæsi og hálflæsi fari vaxandi hér eins og í öðrum nálægum löndum þrátt fyrir sífellt lengri skólagöngu. Hafa menn kennt ýmsu um, sjónvarpi, myndböndum, upplausn fjöl- skyldunnar, of miklum fjölda í bekkjum, slæmri kennslu o.s.frv. Sjálfsagt er nokkuð til í að minnsta kosti sumu af þessu. Flestir bókaverðir hafa allavega tekið eftir því að útlán barna og unglingabóka á bókasöfnum eru mun minni nú en þau voru fyrir 10-15 árum. Stundum hvarflar nú að mér sú spurning hvers vegna maður sé alltaf að streða við að koma börnum til að lesa? Af hverju mega krakkagrislingarnir ekki bara horfa á sitt sjónvarp og sín myndbönd, hrekkja kennara og vera ólæs eða hálflæs í friði? Til að svara því, ef hægt er, ætla ég að koma með tvær staðhæfingar. 1. Lestur bóka hefur gildi í sjálfu sér. 2. Það er mikils virði að lesa góðar bækur. Athugum aðeins fyrri staðhæfinguna. Segja má að lest- ur sé eins konar leikfimi fyrir hugann. Erlendar kannanir hafa sýnt að helst þurfa menn að hafa lesið allmikið (100- 300) bækur til að vera færir um að stunda framhaldsnám. Ég hef séð þessu líkt við íþróttir. Það er sama hversu vel einn maður er fallinn til hlaupa, hann getur ekki keppt nema hann æfi sig. Við megum heldur ekki gleyma að lestur er oft mjög góð afþreying, þó ekki sé um bók- menntalega þungavigt að ræða, og afþreyingu skyldi eng- inn lasta. Lítum á seinni staðhæfinguna. Ég las fyrir nokkru grein eftir hinn þekkta bandaríska barnabókahöfund Katherine Paterson (á íslensku hefur komið út eftir hana ein bók, Merki samúræjans, 1985). Greinin heitir Living in a peaceful world og birtist í maíhefti Horn Book Magazine árið 1991. Þar gerir Katherine grein fyrir því hvernig hún telur að góðar barnabækur geti stuðlað að betri heimi með því að eyða fordómum og ótta. Hún segir þar eftirfarandi sögu: Sagan af Ara „Ari var mjög skýr drengur og fimm ára gamall var hann farinn að lesa talsvert. Hann var dálítið smámæltur og kennarinn hans vildi senda hann til talkennara en for- eldrunum fannst þetta svo lítilvægur ágalli að þau vildu ekkert gera í málinu, enda héldu þau að Ari mundi vaxa upp úr þessu. Það var ekki fyrr en alllöngu seinna að þau komust að því að menn vaxa ekki upp úr smámæli og það er meira að segja oft mjög erfitt að laga það með þjálfun. En Ari virtist hamingjusamur og í góðu jafnvægi þó smá- mæltur væri svo að foreldrar hans hikuðu við að gera nokkuð sem gæti komið því inn hjá honum að hann væri að einhverju leyti gallaður. Dag nokkurn þegar Ari var tæpra sex ára fann mamma hans hann inni í herberginu sínu þar sem hann lá hágrátandi fram á borðið. Hún tók hann í fangið og spurði hann hvað væri að. „Ég get ekki haldið áfram að lesa“, stundi hann upp, „Drem (aðalper- sóna sögunnar Warrior Scarlett eftir Rosemary Sutcliff — innskot mitt) mistókst að drepa úlfinn“. Móðir Ara reyndi að sannfæra hann um að allt færi vel í sögunni og las upphátt fyrir hann þar til hann hafði náð sér og gat haldið áfram að lesa bókina. Þrem árum seinna barþað við í veislu heima hjá foreldrum Ara að kona, sem var tal- kennari, hvarf með Ara inn í herbergi hans. Þegar þau komu fram lýstu þau yfir að þau ætluðu að vinna saman að því að laga smámæli hans. Eftir tæpar þrjár vikur var Ari 22

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.