Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1992, Síða 24

Bókasafnið - 01.04.1992, Síða 24
máli. Stundum hefur þýðingin tekist prýðilega, svo sem þegar hagleiksmenn eins og Kristján frá Djúpalæk eiga í hlut, en stundum miður. Það er slæmt þegar þeir sem taka sér fyrir hendur að þýða ljóð í barnabókum kunna ekki íslenskar bragreglur og hafa heldur ekki hið „meðfædda“ íslenska brageyra. Bókarkápur Bókarkápur eru kapítuli út af fyrir sig. Enn hefur hvorki höfundum, teiknurum né útgefendum lærst það almennilega að bækur fyrir börn og unglinga verða að líta vel út og kápan þarf að höfða til lesenda. Títtnefnd bók, Kossar, er skýrt dæmi um þetta. Kápan er forljót. Ymsar ágætar bækur faila einnig í þessa gryfju, t.d. Fjólublúir dagar eftir Kristínu Steinsdóttur. Elsku höfundar og út- gefendur, farið nú að taka þetta svolítið alvarlega! Utgefendur Mig langar að koma með tvær ábendingar til útgefenda áður en ég lýk þessu spjalli. Utgefendur hafa með sér samtök. Geta þeir ekki látiðþað berast sín á milli hvaða barnabækur þeir hyggjast gefa út á næstunni? Það er nefnilega hvimleitt þegar út koma þrjár bækur um sömu söguhetjuna samtímis (nú er það Hrói Höttur) eða sama saga í ýmsum gerðum kemur út ár eftir ár. Og svo eru það þýðingar. Það er allt of tilviljanakennt hvort barna- og unglingabækur eru sæmilega þýddar. Gætu ekki útgef- endur athugað þann möguleika að fá góða íslenskumenn til að fara yfir þýðingar hjá sér? Eg veit vel að sum bóka- forlög gæta sín vel í þessum efnum og einnig að ýmsir snilldarþýðendur þýða barnabækur en þeir taki til sín sem eiga. Ég ætla að enda þessa grein á að segja ykkur hvaða barnabækur ég mundi verðlauna ef ég mætti ráða. Ég tek eina íslenska og eina þýdd; hvoru ári. 1990 (1-7) Nú heitir hann bara Pétur Varenka (8-12) Á baðkari til Betlehem Hrossin í Skorradal (13- ) Rugl í ríminu Ekki bara töffarar fyrir hvern aldursflokk á 1991 Stjörnusiglingin Jólagestir hjá Pétri Sossa sólskinsbarn Lítil prinsessa Fjólubláir dagar Leikur að eldi SUMMARY Children’s books in 1990 and 1991 : a review The article presents a critical overview of children’s books pub- lishing trends in Iceland during the past two years. In the first part there is a list of selected books published in this period with a special section for picture books for each year. Best books are marked with an asterisk and recommended age groups are also indicated. In the second part some particular issues like the value of book reading, criteria for selection, the quality of publishing, poetry for children, design of dust jackets are discussed and il- lustrated with actual case-studies. BYGGÐIR BORGARFJARÐAR Búnaðarsamband Borgarfjarðar hefur hafið útgáfu á byggðalýsingu fyrir Mýra- og Borgarfjarðarsýslu í fyrsta bindi verður saga Búnaðarsambands Borgarfjarðar og búnaðarfélaganna í héraðinu auk almennrar búnaðarsögu héraðsins II bindið kom út 1989, það hefur að geyma lýsingu sveita og jarða í Borgarfjarðarsýslu, ásamt litmyndum af ábúendum og bæjum III bindið er væntanlegt í haust, það hefur að geyma lýsingu jarða og sveita í Mýrasýslu í fjórða bindi verður nafnaskrá og ábúendatal Fyrsta bindið og áskrift að óútkomnum bókum fæst hjá: Búnaðarsambandi Borgarfjarðar, Borgarbraut 61, 310 Borgarnes, sími 91-71215, fax 91-72015 Einnig hjá flestum búnaðarsamböndum landsins BÚNAÐARSAMBAND BORGARFJARÐAR 24

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.