Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1992, Blaðsíða 51

Bókasafnið - 01.04.1992, Blaðsíða 51
Qiíébec, Upplýsingaleiðir í félagsvísindum, Upplýs- ingaleiðir í fjöltungu samfélögum, Upplýsingaleiðir í lögum, Upplýsingaleiðir í mannvís- indum, Upplýsingaleiðir í náttúruvísindum, Upplýsingaleiðir í viðskiptum, Upplýsingaleiðir í vís- indum og Uekni, Þjónusta fyrir börn. Einnig var hægt að velja úr um 50 námskeiðum í öðrum deildum. Ég varð að taka öll skyldunámskeiðin en fékk að taka sum þeirra út frá eigin þörfum og áhugamálum. Valnámskeiðin sem ég tók voru; Skráning og flokkun II, Skjalastjórnun, Upplýsingaflæði, Kerfisgreining, Tónlist- arsöfn, Forvarsla — varðveisla, Lyklun, Stjórnun (mann- leg samskipti innan stofnunar, tekið í stjórnunardeild), Markaðssetning upplýsingaþjónustu og Rannsóknarað- ferðir II. Val mitt miðaði að mestu við áhugamál og þær greinar sem ég hafði minnst lært um áður. Einnig varð ég að miða við námstímann þar sem ég tók námið á einni önn skemur en ætlast var tii. Vinnuaðstaða fyrir nemendur var mjög góð. Við deild- ina er tölvuver með um 30 skjám og á venjulegum skrif- stofutíma var tölvufræðikennari til staðar sem leiðbeindi nemendum þegar þess var þörf. Tölvuverið var opið frá kl. 7-23 alla virka daga og aðeins styttra um helgar. Þar var einhig CD-ROM tæki og tölvur til að leita með upp- hringisambandi eða beint í mörgum gagnagrunnum í Kanada og Bandaríkjunum. Einnig gátu nemendur leitað í Utlas, Dobis gagnagrunni kanadíska þjóðbókasafnsins og MUSIC gagnagrunni bókasafns McGill háskóla. Bóka- safns- og upplýsingafræðin hefur sérbókasafn með um 35.000 einefnisritum og yfir 400 tímaritaáskriftum, auk fágætra barna og unglingabóka. Bókasafnið er opið frá kl. 9-22 virka daga en styttri tíma um helgar. Auk aðgangs að sérbókasafninu hafa nemendur aðgang að öðrum bóka- söfnum skólans (bókasafn McGill háskólans skiptist í fjögur stór söfn og fjölda smærri safna, með yfir tvær milljónir eintaka). Einnig hafa nemendur aðgang að skjalasafni skólans sem hefur að geyma um 2400 hillu- metra af frumgögnum um 180 ára sögu skólans. Meistaraprófsnám krefst sjálstæðra vinnubragða og nemendur þurfa að eiga frumkvæði. Aðhald var þó mikið því alltaf þurfti að skila verkefnum og á sumum önnum þurfti ég að skila allt að 35 verkefnum, stórum og smáum, auk þess sem próf voru í lok hverrar annar. Námið fannst mér hagnýtt; flest það sem ég lærði hefur nýst mér á einn eða annan hátt jafnvel þótt ég hafi ekki skipt um starf eftir að heim kom. Fyrst og fremst hefur framhaldsnámið auk- ið víðsýni mína og bætt við faglegum sjónarhornum. Þess vegna mæli ég eindregið með því að sem flestir reyni að bæta við menntun sína og það að dveljast í öðru landi við nám er ekki lítil lífsreynsla út af fyrir sig. SUMMARY Study for a masters degree in library and information science at McGill University in Montreal, Canada This is the author’s account about her two years study for the degree of MLIS at McGill University in Montreal, Canada. Admis- sion requirements and other preconditions are described. There is a requirement of taking 18 courses of which 8 are core courses, the rest is elective. A list of the core and the elective courses are given. To attend related weekend lectures, a form of continuing education, is also expected. Study conditions, which included access to terminals and library collections, are considered excellent. Finally, the author expresses her personal views about the professional value of her graduate studies. Hjá Búnaðarfélagi íslands fást eftirfarandi bækur; Berghlaup eftir Ólaf Jónsson....................... Græðum ísland, Landgræðslan 80 ára................. íslenskur jarðvegur eftir Björn Jóhannesson ....... Áburðarfræði, 2. útg. 1991 eftir Magnús Óskarsson og Matthías Eggert ............................. Hvanneyri, menntasetur bænda í 100 ár eftir Bjarna Guðmundsson ....................... Fjárhundurinn, útg. Búnaðarfélag íslands .......... Frá heiði til hafs eftir Pórarin Helgason ......... Ættbók íslenskra hrossa eftir Þorkel Bjarnason..... Rit Björns Halldórssonar, útg. Búnaðarfélag íslands .. Saga Ólafsdalsskóla eftir Játvarð Jökul Júlíusson . Fjörutíu ár í Eyjum eftir Helga Benónýsson......... Fákar á ferð eftir Pórarin Helgason frá Þykkvabæ .... Járningar eftir Theódór Arnbjörnsson og Pál A. Pálsson .............................. Líffæri búfjár eftir Þórir Guðmundsson............. Landsmarkaskrá, ritstjóri Ólafur R. Dýrmundsson .... Verð kr. ib. 1.580 ib. 2.200 ib. 1.450 ób. 1.200 ib. 1.400 ib. 650 ib. 570 ib. 1.500 ib. 1.500 ib. 3.200 ib. 600 ib. 600 ib. 600 ib. 600 ib. 4.000 Fræðslurit Búnaðarfélags íslands: 1. Heyverkun................. 2. Girðingar................ 4. Endurræktun túna ........ 5. Æðarvarp og dúntekja..... 6. Ræktun kartaflna ........ 7. Vothey .................. 8. Framræsla ............... Dr. Halldór Pálsson, minningarrit .............. íslenskir búfræðikandidatar, 2. útgáfa.......... Sandgræðslan eftir Arnór Sigurjónsson........... Efnafræði eftir Þóri Guðmundsson og Gísla Porkelsson Kjöt og nýting þess ............................ Handbók í blárefarækt........................... Vélrúningur .................................... Fjárbók 200 kinda .............................. Fjárbók 100 kinda............................... Fjósbók, stærri................................. Fjósbók, minni.................................. Fjárkompa 225 kinda ............................ Fjárkompa 330 kinda ............................ Fjárkompa 450 kinda ........................... Fjárkompa 600 kinda ............................ Sauðfjárbók ..;................................. Vötn og veiði. Útg. Landssamband veiðifélaga ... Handbók bænda, nokkur eintök af eldri árgöngum Verð kr. ib. 2.600 ib. 2.200 ób. 450 ib. 450 ób. 300 ób. 450 ób. 300 ib. 650 ib. 450 ób. 450 ób. 350 450 500 600 700 450 300 ób. 220 ób. 220 ób. 220 ób. 350 ób. 450 ób. 350 ób. 350 Ef andvirði bóka, sem pantaðar eru, fylgja pöntuninni, verða bækurnar sendar kaupanda án auka- kostnaðar. — örfá eintök eru eftir af flestum bókunum. Bækur í sérflokki, flestar ófáanlegar annars staðar. Búnaðarfélag íslands, Bændahöllinni, sími 19200 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.