Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1992, Page 42

Bókasafnið - 01.04.1992, Page 42
Regína Eiríksdóttir bókasafnsfræðingur, Landsbókasafni íslands ISBN — Alþjóðlega bóknúmerakerfið Allt frá því að menn tóku að safna heimildum og raða þeim skipulega hafa þeir leitast við að koma á hjálp- artækjum til bókfræðilegrar stjórnunar. Bókfræðilegir gagnagrunnar eru eitt öflugasta tækið sem fram hefur komið í þessu skyni. Þó svo að bókfræðileg gögn hafi áður verið merkt á ýmsan hátt skapaðist með gagnagrunnunum þörf fyrir kerfi til að merkja hverja færslu á einstakan hátt. Eitt þeirra kerfa sem hönnuð hafa verið í þessum tilgangi er Alþjóðlega bóknúmerakerfið, skammstafað ISBN (Int- ernational Standard Book Number). Upphaf Alþjóðlega bóknúmerakerfisins má rekja til alþjóðlegrar ráðstefnu í Berlín árið 1967 þar sem rætt var um það hvort aukin vélvæðing á bókamarkaðinum kallaði ekki á sérstakt merkingarkerfi fyrir bækur. Hugmyndin um tölumerkingu bóka var þó ekki ný, bókaútgefandi nokkur í Bretlandi hafði tölumerkt bækur sínar í meira en 100 ár. Nýjungin fólst því ekki í tölumerkingu sem slíkri heldur því að nú átti að setja númer á allar bækur sem væru einstök og óbreytanleg fyrir hvern titil og þeim skyldi úthlutað samkvæmt stöðluðu kerfi. Breskir bókaútgefendur stóðu fyrir því að unnin var staðall yfir tölumerkingu bóka. Sá staðall var endurskoð- aður og útkoman varð alþjóðlegt bóknúmer ISBN eins og við þekkjum það í dag. Eftir að ISBN númerin höfðu verið notuð í Bretlandi í fjögur ár var farið að nota þau í fleiri löndum og stofnsett Alþjóðleg bóknúmeraskrifstofa (International ISBN Agency) til stjórnunar á kerfinu með aðsetur í Berlín. Gerð alþjóðlega bóknúmersins ISBN Alþjóðlega bóknúmerið er byggt upp samkvæmt ISO staðli númer 2108. Tilgangur staðalsins er sá að samræma alþjóðlega notkun bóknúmera; gerð númers og hvar á bókinni skuli prenta það. Þegar númerið er prentað á bækur er æskilegt að greina á milli þátta með bandstriki eða bili. Þegar númer hefur einu sinni verið prentað á bók er ekki hægt að nota það á ný á annan titil. Alþjóðlega bóknúmerið ISBN er alltaf tíu stafa tala sem skiptist í fjórar mislangar einingar; hóptölu, tölu útgefanda, titil- tölu og vartölu sem hver um sig gegnir ákveðnu hlutverki. 1. Hóptala getur verið eins til fimm stafa eining og ein- kennir hópa,þjóð, land- eða málsvæði þar sem bók er gefin út. Stærð tölunnar fer eftir áætlaðri útgáfu hóps- ins; því meiri útgáfa þeim mun lægri tala. Island hefur hóptöluna 9979, Danmörk 87, Noregur 82 og Svíþjóð 91. Ástralía, Bandaríkin, Bretland, enskumælandi Kan- ada, Nýja Sjáland og Suður-Afríka eru skilgreind sem málsvæði og hafa öll tölurnar 1 og 0. 2. Tala útgefanda getur verið eins til sjö stafa og einkenn- ir einn ákveðinn útgefanda. Lengd tölunnar fer eftir fjölda útgefinna titla; því meiri útgáfa þeim mun lægri er tala útgefanda. 3. Titiltala getur verið eins til sex stafa. Stafafjöldi stjórn- ast af fjölda stafa í hóptölu og tölu útgefanda. Hún stendur fyrir ákveðinn titil, ákveðið bindi, útgáfu eða umbúnað. Bækur í bandi og kiljur sama titils bera hvor sitt ISBN númer. Hóptala, tala útgefanda og titiltala eru alltaf samanlagt níu stafir. 4. Vartala er tíundi og síðasti tölustafur í hverju ISBN númeri. Hún er alltaf einn tölustafur og er reiknuð út á grundvelli hinna níu talnanna og segir til um hvort ISBN númerið er rétt. Þegar vartalan er tíu er róm- verska talan X notuð í staðinn svo að talan taki aðeins eitt sæti. Vartalan er mikilvæg eining innan ISBN númersins því númer sem gegna því hlutverki að vera kallnúmer í bók- fræðilegum gagnagrunni þurfa að vera rétt og ISBN er eina númerið sem hefur innbyggðan þátt sem tryggir gildi númersins í heild. Vartala er reiknuð út samkvæmt Modulus 11 kerfi; allar tölurnar níu eru margfaldaðar með tölum frá tíu og niður í tvo, reiknuð er summa margfeld- anna og tölu frá 1-10 (X) bætt við þannig að summan verði deilanleg með ellefu. Tökum sem dæmi ISBN númerið 9979-800-00-3 sem á við um bækling gefinn út af Landsbókasafni Islands og ber titilinn ISBN handbók notenda. ISBN Margfeldi Hóptala 9979- 9 9 7 9 10 9 8 7 Tala útgefanda 800- 8 0 0 6 5 4 Titiltala 00- 0 0 3 2 Vartala 3 3 Samtals 90+81+56+63 + 48+0+ 0 + 0 +0 Summa 338+3=341/11=31, þ.e.a.s. deilingin gengur upp og telst því vartalan 3 gild. Ymis hjálpartæki hafa verið hönnuð til að reikna út vartöluna. Hér á landi fá útgefend- ur ókeypis lista þar sem vartala hefur þegar verið reiknuð út. Úr númerinu er lesið á eftirfarandi hátt: 9979 ísland 800 Landsbókasafn Islands 00 ISBN handbók notenda 3 Vartala Notkun ISBNnúmera ISBN númerið er notað á eina einstaka útgáfu titils og það má ekki nota aftur jafnvel þó að titill bókar sé ekki lengur á markaði. Þetta tryggir notanda þá bók sem hann vill, sama hvaða útgáfu eða tungumál um er að ræða. ISBN númer á að setja á eftirfarandi gögn: * prentaðar bækur og bæklinga * rit í örmyndaformi * bækur á snældum verk með blandaðri tækni 42

x

Bókasafnið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.