Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1992, Side 36

Bókasafnið - 01.04.1992, Side 36
Skráningarefni og útgefin gögn. þegar um skráningu ljósmynda er að ræða en vinnan við að útbúa þau til notkunar er mun meiri. Vinnan við þá aðferð sem við notuðum var mjög tímafrek þó hráefnið væri ódýrt. í framhaldi af fenginni reynslu varðandi kostnað, vinnutíma og gagnsemi af þeirri vinnu sem lögð hefur verið í örfilmuþátt skráningarkerfisins hefur verið ákveðið að hætta töku örfilma af nýjum loftmyndum. Aðrir hlutar skráningarkerfisins hafa staðið undir þeim vonum sem gerðar voru og fyrirhugað er að ljúka skrán- ingu safnsins í heild samkvæmt þeim. Orfilmur eru þægilegar í notkun og henta vel til notk- unar við skráningu á efni þar sem röð gagna er endanleg eins og í loftmyndasafninu. Ef örfilmutæknin er rétt not- uð getur hún sparað verulegan tíma og gefið möguleika á mikilli upplýsingamiðlun en forsendan er sú að notendur séu móttækilegir fyrir þessum miðli. HEIMILDIR: Aerial photography micro(graphic) index : organization and use. [1976]. U.S. Geological Survey, NCIC, EROS Data Center. Canadaphotographedfrom theair. [1977]. [S.l.]: Energy, Mines and Resources Canada. Þorvaldur Bragason. 1986. Upplýsingamiðlun til notenda loft- mynda. Sveitarstjórnarmál 46 (3): 110-113. Þorvaldur Bragason og Magnús Guðmundsson. 1988. Landmótun og byggð í fimmtíu ár : loftmyndir úr safni Landmœlinga íslands. Akranesi : Hörpuútgáfan. Örfilmuttekni : íslensk-ensk orðaskrá með skýringum og ensk-ís- lensk orðaskrá. 1985. Tölvumál 10(2). SUMMARY Aerial photographs catalogue and use of micro- films in the library of the Geodetic Survey The article provides a detailed survey of the cataloguing system which concerns a very special type of document, the aerial pho- tograph, operational in the Institute for almost a decade. Technical preparation as well as fields of application of aerial photographs in Iceland are described in an historical context. Microfilm technology has been chosen since the objective was to coordinate various cata- loguing practices and increase available information on aeral pho- tographs through distribution to users. The system includes 87 major classes and is divided into five parts, covering aerial surveys in colour photographs, maps and their respective numbering schemes. Distri- bution is an important part and is based on subscription. As experi- ence shows use of such technology can be recommended to process similar special material. £3 <3* '<?* ö Bændaskólinn á Hvanneyri 311 Borgarnes sími 93-70000 Bókasafn — bókaútgáfa • Sérhæft bókasafn vegna búnaðarmenntunar, rannsókna og kennslu í búvísindum - 12.500 bindi og 160 tímarit • Útgáfa kennslurita um búfræði, t.d. um ræktun fóður- og matjurta, búrekstur, hirðingu og meðferð nautgripa, sauðfjár og hrossa, auk margs annars efnis • Ritgerðatal - Bændaskólinn hefur gefið út flokkaðar skrár um innlendar búfræðiritgerðir og -bækur 1780 -1988. Bók er líka bústólpi! 36

x

Bókasafnið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.