Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1992, Page 15

Bókasafnið - 01.04.1992, Page 15
trolled vocabulary). Við lyklun má leggja til grundvall- ar orðaforða höfundar eins og hann kemur fram í þeirri heimild sem gefa á efnisorð. Ofangreindur staðall um gerð efnisorðaskráa byggir á fyrri tegundinni þ.e.a.s. á hugmyndum um kerfisbundið val orðaforða og staðlaða notkun hans eftir ákveðnum reglum en notagildi efnisorða við lyklun gagna og við heimildaleit ræðst einmitt mjög af því efnisorðakerfi sem notað er. Tengslum milli efnisorða má ennfremur skipta í tvær mismunandi gerðir eftir því hvenær tengslin eru rnynduð (sbr. ÍST 90, 1991, s. 7): 1) Annars vegar svokölluð eftirtengsl eða leitartengsl (e. post-coordination). Tengsl milli efnisorða eru þá mynduð við heimildaleit eftir tilteknum kerfum, t.d. í tölvu með Boole-leitaraðferðum, en tölvuleit er í eðli sínu eftirtengd leit þar sem hvert efnisorð getur verið sjálfstæður leitarlykill eða tengst öðru leitarorði. 2) Hins vegar eru svokölluð fortengsl eða kerfisbundin tengsl (e. pre-coordination). Eru þau tengsl mynduð við lyklun samkvæmt reglurn efnisorðaskrár. Sýna má tengslin á mismunandi hátt, t.d. með táknum, með staðsetningu efnisorðs innan færslu eða með letur- breytingum. Kerfisbundnar efnisorðaskrár Sýnt er að lyklun og notkun efnisorða við efnisgrein- ingu og heimildaleit mun aukast mjög hér á landi í nánustu framtíð, m.a. vegna vaxandi tölvuvæðingar safna. Af þessu leiðir að þörfin fyrir íslenskar efnisorðaskrár verður sífellt brýnni. Reglufesta í gerð efnisorða gerir lyklun markvissari og auðveldar samvinnu milli safna og stuðlar þannig að aukinni og markvissari endurheimt við heim- ildaleit sem er einn megintilgangurinn með gerð og notk- un efnisorðaskráa. Til að tryggja markvissa notkun efnis- orða og skilvirkar heimildaleitir er mikilvægt, bæði fyrir þá sem gefa heimildum efnisorð og þeim sem leita heim- ilda, að hafa lista með viðurkenndum orðum til að styðjast við. Hlutverk efnisorðaskráa, þ.e.a.s. staðlaðra og sam- ræmdra skráa yfir heiti hluta, efnisflokka, staði og stofn- anir, svo dæmi séu tekin, er að tryggja samkvæmni við lyklun, þ.e. að upplýsingar um tiltekið efnissvið dreifist ekki undir mörg mismunandi efnisorð sem eykur hættuna á að hluti upplýsinganna komi ekki fram við heimildaleit- ir. Síðastliðið sumar veitti menntamálaráðuneytið höf- undi ásamt Margréti Loftsdóttur forstöðumanni bóka- safns Flensborgarskóla í Hafnarfirði styrk til þess að hefja samantekt á kerfisbundinni efnisorðaskrá. Uppbygging hennar tekur mið af áðurnefndum staðli. Um er áð ræða almenna efnisorðaskrá. Miðast skráin að hluta til við efn- isorð sem þegar eru í notkun í nokkrum framhaldsskólum en getur að mati höfunda einnig nýst öðrum almennum söfnum, s.s. almenningsbókasöfnum og bókasöfnum í grunnskólum. Vinnsla og uppsetning skrárinnar byggir á bresku tölvuforriti, TINterm. Stefnt er að útgáfu skrár- innar á næstunni og væri æskilegt að sérefnisskrár fylgdu í kjölfar hennar. Skiptist efnisorðaskráin í tvo hluta en þeir eru: 1) Stafrófsröðuð framsetning sem er jafnframt megin- hluti skrárinnar. I honum eru valorð og vikorð. Sýnd eru innbyrðis tengsl rnilli valorða, þ.e. víðari, þrengri og skyld heiti. Ennfremur eru umfangslýsingar og at- hugasemdir ef ástæða þykir til. 2) Stigveldisskipt framsetning. I þessum hluta eru yfir- heiti í stafrófsröð og er stigveldisskipan sýnd með inndrætti. I stigveldunum eru eingöngu valorð. Kerfisbundin efnisorðaskrá er nauðsynlegt hjálpartæki við lyklun heimilda og á að tryggja að tiltekið efnisinntak fái ávallt sama efnisorð. Efnisorðaskrá vísar jafnframt þeim sem leita heimilda frá vikorðum á það efnisorð sem heimildir er að finna undir, þ.e. á valorðið - það orð sem valið hefur verið úr hópi samheita eða samheitaígilda til að lýsa tilteknu efnisinntaki heimildar við lyklun. Verklagsreglur við efnisorðagjöf Flokkunarnefnd hefur ákveðið að næsta verkefni nefndarinnar verði að þýða alþjóðlega staðalinn ISO 5963 sem ber titilinn Heimildaskráning - aðferðir við skoðun heimilda, ákvörðun efnis þeirra og val efnisorða. Iðn- tæknistofnun hefur samþykkt útgáfu staðalsins. í honum er lýst verklagsreglum við lyklun og er þar mælt með því að gefa hverri heimild eins mörg efnisorð og þurfa þykir miðað við efnisinnihald hennar og þarfir notenda. Enn- fremur er mælt með að velja ávallt sértækustu orðin sem völ er á sem efnisorð. Ef kerfisbundin efnisorðaskrá er fyrir hendi er mælt með að velja þrengsta heitið (e. rnost specific term) sem kostur er á til að lýsa tilteknu efnisinn- taki. Meðan ekki eru til íslenskar efnisorðaskrár verða þeir sem lykla heimildir að móta sínar eigin verklagsreglur. Má þar t.d. styðjast við þær aðferðir sem lýst er í staðlinum um gerð efnisorða (ÍST 90). í íslensku útgáfunni af Dewey flokkunarkerfinu frá 1987 er ítarlegur efnislykill sem má nota sem hjálpargagn við lyklun og merkja þar við valorð og vikorð eftir því sem við á. I áðurnefndum staðli um aðferðir við skoðun heimilda, ákvörðun efnis þeirra og val efnisorða er lögð áhersla á gæðastjórnun (e. quality control). Er þar mælt með að þeir sem lykli heimildir hafi bein tengsl við notendur þar sem þeir geti oft sagt til um hvort tiltekin heiti séu mark- viss miðað við efnisinntak heimildar. I staðlinum er lögð rík áhersla á að koma til móts við þarfir notenda. Til hagræðis mætti t.d. skrifa þau valorð sem heimild fær aftan á titilsíðu hennar þannig að notendur sjái hvaða efnisorð tiltekin heimild fær og hafi þannig tækifæri til að koma með tillögur um viðbætur eða breytingar. Stuðlaði þetta verklag væntanlega að samvinnu milli notenda og starfsfólks um ákvörðun valorða. Æskilegt er að á þeim söfnum sem tölvuvædd eru verði þegar hafist handa við að gefa heimildum efnisorð. Hverri heimild verði gefið eitt efnisorð hið minnsta og síðan eins mörg og efnisþættir hennar gefa tilefni til. Við efnisorðagjöf má t.d. nota Dewey kerfið sem hjálpartæki og styðjast við þau efnis- orð sem marktölurnar hafa í fyrirsögnum í kerfinu. Eins má styðjast við orð í titli og orð sem koma fyrir í efnisyfir- liti. Ennfremur má leita fanga um efnisorð í handbókum og ýmsurn efnislistum sem fyrir hendi eru, s.s. í efnis- skrárn íslenskra tímarita. Niðurlag Full þörf er á að lyfta grettistaki á sviði lyklunar hér á landi. Fyrsta skrefið í þá átt hlýtur að vera að gefa út íslenskar efnisorðaskrár til að vinna eftir. Stuðlaði það að 15

x

Bókasafnið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.