Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1992, Side 32

Bókasafnið - 01.04.1992, Side 32
boðið frágengnar bækur á „búðarverði“ en þeir hafa ekki verið fáanlegir til að veita ÞB meiri afslátt en söfnunum svo að af því hefur ekki orðið. E. Að framleiða ýmis konar bókasafnsvörur og dreifa þeim til safna Þær vörur sem Þjónustumiðstöð bókasafna hefur látið framleiða eru spjaldskrárspjöld, vasar, útlánakort og svuntur, svo og spjöld fyrir tímaritaskráningu. Hillu- merkingar hafa einnig verið gerðar. Önnur gögn, svo sem lánþegaskírteini, spjöld fyrir lánþegaskrá og eyðublöð fyrir pantanir og millisafnalán hafa ekki verið gerð. Aðal- ástæðan er að mikið magn þarf að framleiða og selja í einu af slíkum gögnum til að hagkvæmt sé að láta gera þau. Þá þyrftu mörg stór söfn að sameinast um notkun sams konar gagna en öll virðast þau hafa sínar sérþarfir og húsreglur og takmarkaður samræmingarvilji sýnist vera fyrir hendi. Auk ofangreindra vara hafa verið framleidd veggspjöld, barmmerki og bókapokar úr taui og plasti, m.a. í tengslum við bókasafnavikur sem haldnar hafa verið á vegum BVFI. Miklu umfangsmeiri en framleiðslan er innflutningur og sala á hvers kyns bókasafnsvörum og búnaði frá Danmörku, Svíþjóð, Bretlandi og Bandaríkj- unum. Fjölbreytt úrval af bókaplasti, viðgerðarefnum og ýmis konar smávöru er á boðstólum og einnig smærri húsgögn, svo sem spjaldskrárskápar, bókatoppar og bókavagnar. Aðrar vörur, hillubúnaður og húsgögn, eru pantaðar samkvæmt óskum viðskiptavina og er af- greiðslufrestur yfirleitt 6-10 vikur eftir því hvaðan er pantað. Bókasafnsbúnaður sem ÞB útvegar frá BC In- ventar a/s og Btj Produkter AB prýðir nú fjölda smárra og stórra safna um land allt. Þetta er geysilega fjölbreyttur og sveigjanlegur búnaður með mikla notkunarmöguleika og hentar öllum safnategundum. Hönnun og frágangur er í hæsta gæðaflokki og stöðugt er unnið að þróun búnaðar- ins til að mæta nýjun þörfum í starfsemi bókasafna. F. Að veita sérfræðilega aðstoð og ráðgjöf sem horfir til heilla íslenskum bókasöfnum Reynt hefur verið eftir föngum að veita ráðleggingar varðandi flesta þætti í starfsemi bókasafna en umfangs- mest er þó ráðgjöf um skipulagningu og innréttingar. Sífellt fjölgar bókasöfnum af öllum gerðum og stöðugt er reynt að stækka og endurbæta hin eldri. Því er mönnum boðið að senda inn teikningar af húsnæði og greinargerð um stærð og starfsemi safnsins og fá tillögur að innrétting- um, sér að kostnaðarlausu. BC Inventar og Btj Produkter reka umfangsmikla innréttingaráðgjöf og allt frá upphafi hefur þjónusta þeirra staðið íslenskum bókasöfnum til boða. Hin síðari ár hafa þó flestar innréttingatillögur verið unnar í ÞB enda er oftast um að ræða mjög lítil söfn, minni en 100 m2, og má segja að það krefjist sérþekkingar á íslenskum aðstæðum að koma því fyrir sem nauðsynlegt er af bókum og búnaði. Engin íslensk norm eða staðlar eru til um rýmisþörf í bókasöfnum og því eru norræn norm höfð til hliðsjónar við skipulagningu safna. Allt of oft þarf þó að láta þau lönd og leið vegna plássleysis og fjárskorts en því miður oft einnig vegna skammsýni og vanþekking- ar ráðamanna á raunverulegum þörfum safnanna. Stærri verkefni eru send utan og síðan unnið frekar úr þeim tillögum hér heima. Hér hefur verið litið yfir aðdragandann að stofnun Þjónustumiðstöðvar bókasafna og starfsemina þar und- anfarin 13 ár. Óhætt er að fullyrða að stofnunin hefur stuðlað að bættri bókasafnsþjónustu á Islandi þótt ýms- um verðugum verkefnum hafi ekki reynst unnt að hrinda í framkvæmd. Einkum eru það minnstu bókasöfnin sem notið hafa góðs af þjónustunni og við teljum að það hafi skipt sköpum fyrir starfsemi margra þeirra að geta leitað til ÞB. Enn er margt óunnið áður en allir þegnar landsins hafa aðgang að viðunandi bókasafns- og upplýsingaþjón- ustu og við í Þjónustumiðstöð bókasafna vonumst til að geta áfram lagt okkar af mörkum til að svo megi verða. HEIMILDIR: Dögg Hringsdóttir. 1985. Þjónustumiðstöð bókasafna. Sveitarstjórn- armál 45 (3): 120-122. Erla Kristín Jónasdóttir. 1977. Kynningarfundur um skráyfir íslensk rit 1944-1973 og spjaldaútgáfu FB. Fregnir 2 (1): 13. Hrafn Harðarson. 1979. Hlutverk þjónustumiðstöðva bókasafna. Sveitarstjórnarmál 39 (1): 17-20. Jón Sævar Baldvinsson. 1979. Þjónustumiðstöð bókasafna. Sveitar- stjórnarmál 39 (1): 16. Kristín H. Pétursdóttir. 1976. Fréttir frá höfuðstöðvum „stóru skrár“ og spjaldaframleiðslu FB fyrir íslenska útgáfu 1944-73. Fregnir 1 (1): 9-10. Kristín H. Pétursdóttir. 1978. Fæðing í kommóðu. Tíminn 12. nóv- ember 1978. Kristín H. Pétursdóttir. 1982. Um Þjónustumiðstöð bókasafna. Bókasafnið 6 (1): 13-14, 37. Sigrún K. Hannesdóttir. 1977. Framtíðarhlutverk íslenzkra almenn- ingsbókasafna. Sveitarstjórnarmál 37 (2): 91-96. Sigrún K. Hannesdóttir. 1977. Spjaldskrá og bókaskrá. Sveitarstjórn- armál 37 (1): 54—55. Stefán Júlíusson. 1975. Skráningarmiðstöð bókasafna. Bókasafnið 2 (1): 21-22. Þingþankar: 2. landsfundur íslenzkra bókavarða 1972. 1973. Frétta- bréf Bókavarðafélags íslands 3 (1): 4-6. Þjónustumiðstöð bókasafna? 1977. Sveitarstjórnarmál 37 (3): 122. Þórdís Þorvaldsdóttir. 1973. Þjónustumiðstöð fyrir bókasöfn á ís- landi. Fréttabréf Bókavarðafélags íslands 3 (1): 13-14. Þórdís Þorvaldsdóttir. 1978. Loksins þjónustumiðstöð. Fregnir 3 (2): 3-4. SUMMARY Centre for Library Supplies and Services A detailed account about the history and activities of the Icelandic Centre for Library Supplies and Services in the past two decades is presented. The founding charter has identified six areas in which the Centre should endeavour to improve the efficiency of Icelandic libraries; central cataloguing service, publication of bibliographical aids and tools, publication of materials concerning library work such as professional handbooks and policy decisions, central purchasing and processing, preparation and distribution of general library supp- ly material and consultancy. The author analytically examines each area in order to determine to what extent these preset goals have been achieved. 32

x

Bókasafnið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.