Bókasafnið

Ataaseq assigiiaat ilaat

Bókasafnið - 01.04.1992, Qupperneq 45

Bókasafnið - 01.04.1992, Qupperneq 45
Svæðisskrifstofur sjá um stjórnun hópa. Hópur getur, eins og fyrr segir, afmarkast af þjóð, land- eða málsvæði og af þessum sökum getur einn hópur haft fleiri en eina svæðisskrifstofu. Hópurinn sem hefur hóptöluna 0 og 1 er skilgreindur sem einn hópur þar sem um er að ræða enskumælandi svæði. Hann hefur aðskildar svæðisskrif- stofur m.a. í Astralíu, Bandaríkjunum og Bretlandi. I Kanada eru tvær svæðisskrifstofur, ein fyrir enskumæl- andi hlutann og hin fyrir þann frönskumælandi. Svæðis- skrifstofur eru nú 82 og dreifast víða um heim. Helstu hlutverk þeirra eru að: ::' stjórna og hafa eftirlit með notkun ISBN númera innan hvers hóps annast samskipti við Alþjóðlegu bóknúmeraskrif- stofuna í Berlín ákveða skiptingu númeraforða hópsins !i' kynna notkun Alþjóðlega bóknúmerakerfisins ::' gefa út handbók fyrir notendur kerfisins ::' úthluta númerum til útgefenda ::' ákveða hvaða útgefendur sjá um úthlutun ISBN númera sjálfir og hverjir fá þau frá svæðisskrifstof- unni ::' veita ráðgjöf og aðstoð fyrir útgefendur ::' útvega útgefendum lista yfir ISBN númer með út- reiknuðum vartölum * tilkynna útgefendum um röng númer ::' halda skrá yfir útgefendur ::' senda upplýsingar um handhafa útgefandatölu til Al- þjóðlegu bóknúmeraskrifstofunnar ::' halda skrá yfir ISBN númer í notkun ::' tryggja skráningu ISBN númera í bókaskrár ::' reyna að ná sem mestri útbreiðslu ISBN kerfisins innan hópsins Utgefendur eru samkvæmt reglum um bóknúmer skil- greindir sem hver sá einstaklingur, fyrirtæki, hópur eða stofnun sem gefur út bók. ISBN númer er aðeins veitt útgefendum en ekki prentsmiðjum nema að þær teljist ábyrgðaraðilar. Hlutverk útgefenda felst í því að úthluta eigin ISBN númerum sem svæðisskrifstofan hefur úthlut- að þeim, þ.e. útgefendur ákveða sjálfir númerin á þá titla sem þeir gefa út innan þess ramma sem svæðisskrifstofan hefur ákveðið. Alþjóðlega bóknúmerakerfið ISBN á íslandi Aðdragandi þess að tölumerking rita samkvæmt ISBN kerfinu var tekin upp er nokkuð langur. Árið 1979 tók Landsbókasafn Islands, að beiðni Félags íslenskra bóka- útgefenda, að sér að semja lýsingu á ISBN kerfinu til kynningar á því. I apríl 1983 skipaði menntamálaráðu- neytið nefnd sem átti að kanna möguleika á notkun ISBN kerfisins á Islandi. Nefndin skilaði áliti í desember sama ár og var hlynnt því að kerfið yrði tekið upp. Sama ár tók Alþjóðlega bóknúmeraskrifstofan í Berlín frá númera- forðann 9979 fyrir Island. Bókafulltrúi ríkisins sá um öll samskipti við skrifstofuna í Berlín þar til árið 1989 að menntamálaráðuneytið fól Landsbókasafni Islands að sjá um rekstur svæðisskrifstofu fyrir Island. Svæðisskrifstof- an tók formlega til starfa í mars 1990 og er hluti af Þjóð- deild Landsbókasafns með starfsmann í fjórðungs stöðu. Fyrsta verk svæðisskrifstofunnar var að halda kynning- arfund með stærstu bókaútgefendum landsins. Fréttatil- kynning var send í dagblöð og kynningarbréf sent öllum félögum í Félagi íslenskra bókaútgefenda og þeim útgef- endum sem áttu rit í Islenskri bókaskrá 1987-1988. Sömu aðilum var einnig sendur bæklingurinn Alþjóðlega bók- númerakerfið : handbók notenda, sem er þýðing á enskri útgáfu sem Alþjóðlega bóknúmeraskrifstofan í Berlín gaf út 1986, og bæklingur þar sem helstu reglur um ISBN númer koma fram í stuttu máli. Haustið 1991 var mark- vissri kynningu haldið áfram og sams konar kynningar- gögn send öllum prentsmiðjum. Áður en ákvörðun var tekin um hvernig úthlutuðum númeraforða Islands skyldi skipt var gerð lausleg könnun á bókaútgáfu í eitt ár (1988). í ljós kom að 282 aðilar höfðu gefið út bækur og meira en helmingur þeirra gaf aðeins út eina bók. I samráði við Alþjóðlegu bóknúmeraskrifstof- una var númeraforða Islands skipt á eftirfarandi hátt: Hóptala Númerabil Fjöldi út- gefenda Fjöldi nr. á útgefanda 9979 0-4 5 10.000 9979 50-79 30 1.000 9979 800-899 100 100 9979 9000-9999 1000 10 Ákveðið var að úthluta útgefendum með reglulega bókaútgáfu eins til þriggja stafa útgefendatölu í samræmi við fjölda útgefinna titla. Þessir útgefendur bera sjálfir ábyrgð á að úthluta ISBN númerum á bækur sínar. Fjög- urra stafa útgefendatölu er úthlutað til þeirra sem gefa út bækur í eitt skipti eða óreglulega. Svæðisskrifstofan sér um að úthluta þessum tölum. Eftirfarandi tafla sýnir fjölda útgefendatalna sem úthlutað hefur verið hér á landi til 1. október 1991: ISBN 1. mars til 1. nóv. 1990 til útgefendatala 1. nóv. 1990 1. okt. 1991 eins stafa 4 4 tveggja stafa 8 8 þriggja stafa 17 27 fjögurra stafa 24 61 Alls 53 100 Árið 1990 báru 410 af 1510 bókum í íslenskri bókaskrd ISBN númer eða um 27% af skráðum ritum. Eftirlit með númerum hefur farið þannig fram að útgefandi sem hefur fengið úthlutað útgefendatölu sendir svæðisskrifstofunni eitt eintak af bókinni til skráningar og eftirlits. Hugmynd- ir eru uppi um að hverfa frá þessari aðferð þar sem hún er bæði dýr og seinleg í framkvæmd. I flestum löndum er þetta eftirlit ekki skipulagt sérstaklega enda talið að útgef- endur vandi sig við úthlutunina þar sem það er þeirra hagur að ISBN númerið sé rétt. Þegar Alþjóðlega bóknúmerakerfið var tekið í notkun hér á landi stóð Landsbókasafn frammi fyrir því vanda- máli að verið var að setja upp nýtt tölvukerfi og því varð að notast við tvöfalt kerfi fyrst um sinn. Af þessum sökum var reynt að spara sem mest varðandi forritun fyrir gamla tölvukerfið og í því er ekki sá möguleiki að kanna vélvirkt áreiðanleika ISBN númers. Þegar nýskráning kemst í full- an gang í tölvukerfi Þjóðarbókhlöðusafnanna, Gegni, 45
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Bókasafnið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.