Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1992, Page 13

Bókasafnið - 01.04.1992, Page 13
Þórdís T. Þórarinsdóttir forstöðumaður, Bókasafni Menntaskólans við Sund Efnisgreining gagna og heimildaleitir í Tölvuvæðing íslenskra bókasafna Um þessar mundir fer tölvuvæðing bókasafna hér á landi ört vaxandi. A Borgarbókasafni, stærsta al- menningsbókasafni landsins, hófst vinna við tölvuvæð- ingu spjaldskráa safnsins árið 1988. Notað er DOBIS/ LIBIS bókasafnskerfið sem er þýskt-belgískt að uppruna. Tölvuvæðingunni er komið á í áföngum. Tölvuvædd út- lán hófust t.d. í fyrsta útibúinu (Gerðubergi) í febrúar 1990 og almenningsaðgangur að kerfinu var fyrst opnaður í sama útibúi í nóvember 1991. Á fjölmörgum öðrum almenningsbókasöfnum er tölvuvæðing einnig hafin. Á mörgum þeirra hefur norska bókasafnskerfið Mikromarc orðið fyrir valinu og samstarfshópur um notkun kerfisins hefur verið myndaður. Nota nú um 15 aðilar kerfið. Sala er hafin hjá Þjónustumiðstöð bókasafna á skráningar- upplýsingum í tölvutæku formi samkvæmt kerfinu en enn sem komið er fylgja ekki efnisorð færslunum. Fyrsta íslenska bókasafnið sem hóf tölvuvæðingu kom einmitt úr röðum almenningsbókasafna en það var Bóka- safn Kópavogs árið 1982. Þar er nú notað kerfi sem hann- að var fyrir safnið, nefnist það Bókver og er nú í endur- bættri útgáfu. Kerfið er einnig notað á a.m.k. þrem öðrum almenningsbókasöfnum. Tölvukerfi fyrir Þjóðarbók- hlöðusöfnin (Háskólabókasafn og Landsbókasafn) var endanlega valið síðla árs 1989. Fyrir valinu varð breska bókasafnskerfið Libertas. Almenningsaðgangur var opn- aður að kerfinu þann 1. nóvember sl. og 13. desember var kerfið tekið formlega í notkun og gefið nafnið Gegnir. Ennfremur hefur tölvuvæðing verið hafin eða er um það bil að hefjast í söfnum fjölmargra stofnana og skóla. Á bókasöfnun margra framhaldsskóla hefur verið hafin notkun íslenska bókasafnskerfisins METRAbók. Bóka- safn Fjölbrautaskóla Suðurnesja var fyrsta framhalds- skólasafnið sem hóf notkun kerfisins haustið 1989. Onnur söfn hafa fylgt í kjölfarið og eru notendur nú um 15. Þá má nefna forritið Bókasafnskorn sem er íslenskt forrit, aðal- lega notað á grunnskólasöfnum á Reykjanesi, og er kerfið í notkun á um 15 söfnum. Á síðasta ári kom enn eitt tölvuforrit fyrir bókasöfn fram á sjónarsviðið, þ.e. EMBLA, sem er íslensk útgáfa á áströlsku bókasafnsfor- riti. Erlend kerfi, sem ekki hefur verið gerð íslensk útgáfa af, hafa einnig verið í notkun hér á landi. Má þar t.d. nefna Pro-Cite sem m.a. hefur verið notað á Bókasafni Kenn- araháskóla Islands. Þannig hafa a.m.k. yfir 50 bókasöfn þegar hafið tölvu- væðingu og eru allavega átta mismunandi bókasafnskerfi í notkun. Hinar ýmsu safnategundir hafa þannig við tölvu- væðinguna valið mismunandi leiðir sem helgast m.a. af stærð safnanna og því fjármagni sem þau hafa yfir að ráða til kaupa á forritum og sérfræðiþekkingu við uppsetningu og viðhald bókasafnsforrita. Ennfremur af því hvaða for- rit þykja henta best tiltekinni safnategund. Æskilegt væri að sama tölvukerfið væri notað á öllum bókasöfnum landsins en það er sjálfsagt óraunhæfur val- tölvuumhverfi kostur vegna mismunandi stærðar og þarfa safnanna. Fjölbreytileg tölvukerfi á bókasöfnum landsins er því staðreynd sem starfsfólk og notendur verða að læra að búa við. Við sem störfum á söfnunum þurfum þess vegna að einbeita okkur að því að kanna að hvaða leyti er hægt að samhæfa bókasafnskerfin og færa upplýsingar á milli þeirra svo hægt verði að leggja grunn að virku samstarfi bókasafna og ennfremur að kanna með hvaða hætti er hagkvæmt að tengjast tölvukerfum annarra safna, t.d. Þjóðarbókhlöðusafna. Ekki verður hér lagt mat á kosti og galla einstakra bókasafnsforrita heldur reynt að benda á hvaða mögu- leika þau bjóða upp á við efnisgreiningu og heimildaleitir. Aðalkostir tölvuvæðingar safnanna verða tvímælalaust, þegar fram í sækir, stórbætt efnisgreining heimilda sam- fara notkun efnisorða sem leiðir aftur af sér markvissari og nákvæmari heimildaleitir. Efnisgreining heimilda — flokkun og efnisorðagjöf Efnisgreining safngagna þjónar þeim tilgangi að skipu- leggja safnkostinn og gera efni hans aðgengilegra notend- um. Til skamms tíma hefur efnisgreining safnkosts ís- lenskra bókasafna aðallega verið fólgin í efnisflokkun samkvæmt því flokkunarkerfi sem notað hefur verið á hverju safni fyrir sig, í flestum tilfellum eftir Dewey- kerfinu. Á læknisfræðibókasöfnum hefur heimildum reyndar um alllangt skeið verið gefin efnisorð á ensku í samræmi við Medical Subject Headings (MeSH) en á þeim söfnum er efnisflokkun samkvæmt NLM kerfinu (Nat- ional Library of Medicine Classification) sem er sérkerfi á sviði heilbrigðismála. Hér á landi hefur annars ekki tíðk- ast að hafa spjöld fyrir efnisorð í stafrófsröðuðum skrám bókasafna nema almennt hafa verið gerð efnisspjöld fyrir nöfn þeirra sem ævisögur eru skrifaðar um. Hins vegar hefur skapast sú hefð að gefa hverju safngagni, sem flokk- að er samkvæmt Dewey-kerfinu, eina aðalmarktölu í samræmi við aðalefni sem síðan er raðað eftir í hillur og ennfremur eina til tvær aukamarktölur, ef tilefni er til, fyrir víkjandi efnisþætti. Svokallaðar orðasafnsskrár eða blandaðar skrár (e. dictionary catalogue) hafa lengi tíðkast víða erlendis. í slíkum skrám er spjöldum fyrir efnisorð raðað inn í hefð- bundnar stafrófsraðaðar spjaldskrár eins og þær hafa tíðk- ast hér á landi. Minni áhersla er þá lögð á efnisflokkuðu skrána, ekki notaðar aukaflokkstölur og yfirleitt ekki flokkað eins nákvæmlega og annars er gert. Flokkaða skráin gegnir í slíkum tilvikum oft hlutverki hillulista (nokkurs konar eignaskrá) sem almennir notendur hafa jafnvel ekki aðgang að. Nú á seinni árum er aftur farið að huga að mikilvægi efnisflokkunar við heimildaleitir er- lendis (sbr. t.d. Williamson, 1989, s. 103). Við tölvuvæðingu íslenskra bókasafna hillir undir að almennt verði tekinn upp sá háttur á söfnunum að gefa heimildum efnisorð. Á nokkrum söfnum er slík starfsemi 13

x

Bókasafnið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.