Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1992, Page 27

Bókasafnið - 01.04.1992, Page 27
LIBRARY OF CONGRESS NON-EMPLOYEE ACCESS PASS The individual iisted below is authorized access to the indicated areas during the dates and times specified. EXPIRATION DATE: 5-31- Name Gudrun Karlsdottir LC Intern Areas of Access (division, office, etc.) -LM6.5 4 /Clrm.C-Librarywide. Periods of Access (hours and dates) 8:00a.m.-5:30p.in. Appjjoued (Associate Ljbra^ian or Management) Date Signature of Pass Holder ./ 2-16 (rev 7/78) Starfsmenn og fastagestir þurfa að framvísa sérstökum skilríkjum hvenær sem óskað er. vinna að ýmsu sem við höfðum ekki haft tíma fyrir áður, svo sem frágangi árvissrar IP-skýrslu sem allir taka þátt í að semja. Þá tókum við þremenningarnir frá Islandi, Japan og Svasilandi saman lista um þau atriði sem helst vissu að „hinum alþjóðlegu", eins og við vorum stund- um nefnd, og bentum umbeðin á ýmislegt sem okkur þótti betur mega fara. Einnig sömdum við stutt ávarp sem eitt okkar flutti við útskrift í maí. Auk þessara „frjálsu" stunda fengum við einnig nokkra staka daga inn á milli og nýttum þá með ýmsu móti. Okkur gafst m.a. kostur á að fylgja æðstu yfirmönnum safnsins eftir daglangt og taka þátt í því sem fyrir lá hjá hverjum og einum þann daginn. Notfærðum við okkur þetta flest eða öll. Sátum við þá m.a. fundi þar sem ýmsar stefnumótandi ákvarðanir voru teknar. Síðustu þrjá mánuðina, mars til maí, unnum við sem fyrr segir mestmegnis að sjálfstæðum stærri verk- efnum í þágu safnsins.Verkefnin voru sum hver lögð fram af deildunum og okkur gefinn kostur á að velja úr þeim, öðrum höfðum við sjálf stungið upp á. Þarna var aðallega um einstaklingsverkefni að ræða en önnur voru svo viða- mikil eða þannig vaxin að hentugra var að fleiri hefðu með sér samvinnu um þau. Við útlendingarnir völdum okkur öll að hluta til verkefni þar sem bakgrunnur okkar nýttist, þ.e. málakunnátta og þekking á útgáfu og annarri sérstöðu landanna eða heimshlutanna sem við komum frá. Þannig reyndum við að greiða upp í þá skuld sem okkur fannst við standa í við safnið. Að öðru leyti höguðum við verk- efnavali okkar í samræmi við áhugasvið hvers og höfðum þá í huga að verða að gagni samtímis því sem við kynnt- umst einhverju sem væri nýtt fyrir okkur. Nokkrum sinnum sátum við hádegisverðarfundi með dr. Billington. Við höfðum mikinn áhuga á að heyra álit hans á ýmsu sem umdeilt var eða hafði óljósa stefnumótun í safnrekstrinum og sóttist hann að sama skapi eftir að fá okkur tii að tjá okkur hreinskilnislega um flest sem við höfðum skoðun á. Hann taldi sig lesa vissa gagnrýni út úr verkefnavali sumra okkar og lét sér vel líka. Sérstaða Library of Congress — starfsemi og deildir Library of Congress er um margt ólíkt öllum öðrum söfnum í heiminum. Er það einkum tvennt sem skapar stofnuninni þessa sérstöðu; stærð safnsins og alþjóðlegt snið þess, m.a. hvað varðar aðfangastefnu og bakgrunn starfsmanna. Vegna erlendra keyptra rita hefur safnið komið sér upp svokölluðu „blanket order“ kerfi, þ.e. gert samning við ýmsa bóksala í öðrum löndum um útvegun efnis án þess að sérpantanir þurfi að kom til fyrir hvert rit. Fjárhæðin sem kaupa má fyrir er þá fyrirfram ákveðin, sömuleiðis fær bóksalinn ítarlegar, staðlaðar leiðbeining- ar um hvers konar efni beri að sækjast eftir og hvað eigi ekki að kaupa. A nokkrum þróunarsvæðum hafa verið settar á stofn „Overseas Offices" (OS) og gegna þær víðtækara hlutverki en bóksalasamningarnir. Þessar utan- landsstöðvar eru misstórar og að hluta til mannaðar af innfæddum en að hluta til af bandarískum starfsmönnum LC. Sumar stöðvanna sjá m.a. um skráningu efnis og senda heim færslur í tölvutæku formi. Menntun starfs- manna LC er ákaflega fjölbreytileg og stór hluti þeirra er af erlendu bergi brotinn. í skráningardeild er um þriðj- ungur starfsmanna fæddur erlendis. Annað sem er einstætt við LC er uppbygging þess, þ.e. hve víðfeðm og margbrotin stjórnunareind safnið er. Þótt ávallt sé talað um LC sem eitt safn þá spannar það í reynd margar tegundir safna og fer einnig langt út fyrir hefð- bundið bókasafnshlutverk með ýmis konar annarri starf- semi. Mér finnst því að ég hafi ekki kynnst einu safni heldur mörgum af mismunandi tegundum og reknum á mismunandi vegu, ýmist eftir innri gerð sinni eða hefðum sem skapast hafa í áranna rás. Auk kjarnahlutverka sinna er safnið einnig að hluta til þjóðháttasafn, þýðingamið- stöð og útgáfufyrirtæki og er þetta þó ekki nema brot af myndinni. I safninu er að finna hefðbundnar deildir, þ.e. þær sem eru algengastar í söfnum og endurspegla verkþætti og niðurskiptingu starfsliðs eftir þeim. Eg sleppi því að lýsa þeim nokkuð nánar hér en þær eru brotnar niður í ýmsar einingar sem ekki er þörf á í venjulegum, meðalstórum söfnum. Stigveldisskipan er mikil innan LC. Þá má nefna deildir þar sem fyrst og fremst er starfað að sérhæfðri þjónustu og rannsóknum, svo sem Federal Research Divi- sion (FRD) en þar er bæði unnið að þýðingum, samningu og útgáfu rita á sviði stjórnmála, alþjóðamála og einnig urn einstök lönd. Þá má ekki gleyma sjálfri þingdeild safnsins en hún skiptist í tvennt, rannsóknadeild og upplýsingadeild (Congressional Research Division, CRD, og Congress- ional Research Service, CRS). Eg var nokkra daga í síðar- nefndu deildinni, um það leyti sem Persaflóastríðið skall á, og það verð ég að segja að hvergi annars staðar í stofn- uninni sá ég eins hröð og markviss vinnubrögð. Eg var líka undrandi á hvað ég, útlendingurinn, fékk að komast í upplýsingar sem telja mátti hálfgildings trúnaðarmál á þessum viðkvæma tíma. Eg vann þessa daga aðallega með Lynn Carter, sem er sérfræðingur í utanríkismálum, og þingmennirnir máttu svo sannarlega vera ánægðir með þjónustuna. Náin samvinna er milli CRD og CRS. CRD reynir að sjá fyrir upplýsingabeiðnir sem berast og hópur sérfræðinga vinnur við textasamningu og útdráttagerð og er þetta efni gefið út fjölfaldað í takmörkuðu upplagi og endurskoðað reglulega meðan þörf er á. CRS getur svo gengið að því hvenær sem fyrirspurn berst. Utgáfa af 27

x

Bókasafnið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.