Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1992, Síða 12

Bókasafnið - 01.04.1992, Síða 12
Framjoise Pérés forstöðumaður, Alliance Frangaise Bókasafn Alliance Fran^aise í Reykjavík Alliance Franqaise í Reykjavík var stofnað árið 1911 og hefur styrkt samband Frakklands og íslands í 80 ár. Núverandi forseti félagsins er leikstjórinn og leikkon- an Þórunn Magnea Magnúsdóttir og framkvæmdastjóri þess er Frangoise Pérés sendikennari við Háskóla Islands. Stjórn félagsins er skipuð Frökkum og Islendingum. Fé- lagsmenn eru áhugamenn um franska menningu og tungu og vilja efla tengsl landanna. Þeir greiða félagsgjald sem gerir þeim kleift að nýta sér bókasafn Alliance Frangaise. Bókasafnið býður upp á mikið úrval bóka, tímarita, geisladiska og myndbanda. Meginhlutverk Alliance Frangaise er frönskukennsla og eru innritunargjöld aðal tekjulind félagsins. Islenskir kennarar sjá um kennslu fyrir byrjendur en franskir fyrir þá sem lengra eru komnir. Einnig er í boði frönskukennsla fyrir börn og fyrir þá sem vilja auka við þekkingu sína í verslunar- og viðskiptafrönsku. Kennsla fer aðallega fram í húsakynnum Alliance Frangaise á Vesturgötu 2, í hjarta gamla miðbæjarins. Á bókasafni Alliance Frangaise að Vesturgötu 2 er að finna um 6700 bókatitla sem og gott úrval tímarita og dagblaða. Safnið á einnig 250 geisladiska. A safninu má finna sígildar bókmenntir Frakka allt frá 16. öld, svo og nýlega útkomin rit og skáldsögur. Gott úrval barna- og unglingabóka er á safninu ásamt kennslu- og orðabókum. Frönskukennarar við hina ýmsu skóla á landinu nýta sér safnið ásamt nemendum sínum. Safnið er útlánssafn og er opið alla virka daga frá kl. 14-18 og til kl. 19 á föstudögum. Lestrarhornið er opið allan daginn fyrir þá sem vilja lesa dagblaðið Le Monde og fréttabréf um íslensk málefni á frönsku. Á safninu er mikið úrval myndbanda, um 500 talsins, með ýrnsu efni. Má þar nefna sígildar kvikmyndir Renoir og Rhomer. Gestir safnsins geta horft á myndirnar á bókasafninu eða fengið þær að láni gegn framvísun skírt- einis myndbandaklúbbsins. Skírteinið gildir í hálft ár og kostar 2000 kr. fyrir meðlimi Alliance Franfaise en 3000 kr. fyrir aðra. Alliance Frangaise stendur fyrir hinum ýmsu uppá- komum. Á síðasta ári tók félagið meðal annars þátt í franskri viku sem haldin var í Kringlunni undir heitinu „Á frönsku inn í framtíðina“. Einnig veitti félagið frönsku tónlistarmönnunum Aminu og Manu Dibango og hljóm- sveitunum Satellites og Babylone Fighters fjárhagslegan stuðning vegna tónleikahalds hér á landi í október og nóvember síðastliðnum. Á þessu ári mun félagið standa fyrir komu fleiri þekktra franskratónlistarmanna og leik- hópa og af öðrum uppákomum má nefna hátíð sem nefn- ist „La Galette des Rois“. Franska og frönsk menning opnar leið þeirra Islendinga sem hafa í hyggju að starfa eða ferðast um meginland Evrópu. Til menningar teljast ekki aðeins bókmenntir og listir heldur einnig verslun og viðskipti. Eiga Frakkar og íslendingar örugglega eftir að auka samskipti sín á þeim sviðum. Alliance Franqaise tekur þátt í íslenskum menningar- viðburðum er tengja þjóðirnar tvær sterkum böndum. Kynning á íslandi eykst í Frakklandi. Sérstaklega má nefna aukningu franskra ferðamanna til íslands sem fara héðan hugfangnir eftir að hafa kynnst landi og þjóð. Þeir stuðla að góðri kynningu landsins í sínu heimalandi. Alli- ance Franqaise vill taka virkan þátt í kynningu á þessum sviðum sem og öðrum er lúta að samskiptum íslands og Frakklands. SUMMARY The library of Alliance Frangaise in Reykjavík The library of Alliance Fran^aise in Reykjavík has as its primary goal to support the teaching of the French language but it also promotes cultural ties between the two countries in general. The collection is highly versatile and widely used by teachers and students with different levels of knowledge of French. The video collection which includes, among others, many classical artistic film produc- úons, is unique of its kind and operates a special subscription-based circulation system. The Alliance has been highly active in organizing and sponsoring various cultural events with the aim of awakening interest in the areas of culture, education and tourism in both coun- tries. Rít um útivist Ársrit Útivistar er fjölbreytt aö efni. Fræöigreinar um náttúru landsins, hag- nýtar greinar um sveppi, ber, kræklinga og fleiri gæöi landsins, feröasögur og lýsingar á gönguleiöum um fjöll og láglendi og ríkulegt úrval góöra litmynda. Höfundareru sérfræöingar og leikmenn með þekkingu og reynslu á sínu sviði. Öllum er boðin aðild að Útivist. Innifaliö í árgjaldi er árbókin, fréttabréf, afsláttur í ferðir og á gistingu og afsláttur í ýmsum verslunum sem selja ferðabúnaö. Útivist býöur upp á dagsferðir, helgarferöir og sumarleyf- isferöir fyrir alla aldurshópa, fyrir vana feröamenn sem óvana. Útivist HaUveigarstíg 1,101 Reykjavik, s. 91-14606 12

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.