Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1992, Blaðsíða 26

Bókasafnið - 01.04.1992, Blaðsíða 26
verið kostur í vondum veðrum að vetrinum en þar er jafnt hægt að lengja sér eins og stytta sér leið því að aðalgöngin mynda stóran, aflangan ferhyrning. Lítil lest gengur um hluta ganganna. Sums staðar í göngunum eru verðir og leitarbúnaður líkt og tíðkast í flughöfnum. Umsjónarmaður hópsins var Fern Underdue frá starfs- mannahaldi (Program Coordinator/Human Resources Specialist). Gátum við leitað til hennar um allt sem okkur vanhagaði um og leysti hún vel úr öllu. Á henni hvíldi mikið því að hún sá ekki einungis um okkur heldur var undirbúningur vegna næsta IP hóps þegar kominn í fullan gang. Á sama tíma og verið var að undirbúa útskrift okkar um vorið var kominn heill hópur bandarískra umsækj- enda á staðinn til mætingar í viðtöl áður en endanlega yrði afráðið hverjir kæmust að og hverjir ekki. Rétt er að skjóta því inn í hér að erlendir umsækjendur eru undanþegnir þeirri kvöð að koma í viðtöl vegna hins háa ferðakostnað- ar. LC greiðir hins vegar ferðir bandarískra umsækjenda vegna þessara viðtala og ennfremur uppihald þeirra. Þeir af hinum síðarnefndu, sem fá inngöngu, fara svo á launa- skrá hjá LC strax og IP hefst um haustið. Ætlast var til að okkar hópur tæki á móti aðkomufólkinu og héldum við því boð einu sinni. Þennan fyrsta dag fengum við svo að vita hvað við áttum í vændum næstu níu mánuðina. Hvert okkar fékk í hendur möppu eina allvæna þar sem var að finna nákvæma tímaáætlun til febrúarloka, upptalningu á fyrirlestrum og fyrirlesurum, pallborðsumræðum og þátttakendum í þeim, ennfremur vettvangskönnunum og skammtíma- verkefnum sem okkur voru fyrirhuguð í hinum ýmsu deildum safnsins svo að við kynntumst safnrekstrinum nánar. Tímaáætlunin náði ekki lengra því að síðustu mán- uðina var ætlunin að við ynnum við sjálfstæð verkefni og áttum við sjálf hafa hönd í bagga við val þeirra og mótun. Daglegur viðvistartími skyldi vera frá klukkan 8:30 að morgni til fimm síðdegis. Með hjálp LC-passanna gátum við komist inn fyrr að morgninum ef við vildum og einnig dvalist lengur fram eftir, ef þörf krafði. Námsfyrirkom ulag Víkur þá sögunni að innviðum IP. Vel var staðið að efnisvali og tímaröðun þátta. Hins vegar er því ekki að neita að okkur þátttakendunum fannst, einkum í byrjun, talsvert á okkur lagt og við fundum svo sannarlega fyrir því að sitja viku eftir viku, fullan vinnudag með litlu upprofi og hlusta á fyrirlestra og pallborðsumræður. Þetta virtist eiga jafnt við amerísku þátttakendurna og okkur útlendingana. Jafnvel var óþolið mest hjá þeim sem valist höfðu í IP úr starfsmannahópi LC enda fór ekki hjá því að sumt af því sem fjallað var um í upphafi var að einhverju leyti endurtekning fyrir þá. Engir tveir komu þó úr sömu deildinni svo að það sem var gömul lumma fyrir einum var nýtt fyrir öðrum. En að geta teygt úr sér eða fengið sér kaffibolla eftir eigin löngun og hentugleik- um var frelsi sem var okkur horfið um skeið. Þetta breytt- ist svo nokkuð, tímataflan gerði ráð fyrir meiri fjölbreyti- leika eftir því sem stundir liðu fram. Við fórum að geta tekið virkari þátt í því sem fram fór og síðustu mánuðina unnum við mestmegnis við sjálfstæð verkefni eins og fyrr getur. IP skiptist nefnilega í reynd í þrjá meginhluta eða áfanga og færði hver áfangi okkur aukið sjálfræði. Oll vorum við fús að leggja talsvert á okkur. Ekki síður fyrir það að við fundum, hvar sem við fórum innan safnsins, að við vorum í miklum metum og menn væntu sér góðra hluta af okkur. Enda leggur safnið þarna í þó nokkurn kostnað. Eftirsótt er að komast í þennan hóp og við töldum okkur öll heppin að hafa komist að. Námskeiðið var þrískipt. Á fyrsta tímaskeiðinu, sem stóð frá septemberbyrjun fram í miðjan desember, var ítarlega fjallað um hverja einstaka deild LC, starfsemi viðkomandi deildar og stjórnsýslu. Á þessu tímabili var mestmegnis kennt í fyrirlestrum, stundum einnig settar upp pallborðskynningar/-umræður. Þarna komu fram deildar- og verkefnisstjórar úr öllum deildum og stigveld- um safnsins. Ævinlega lauk fyrirlestri/áfanga með spurn- ingaþætti og umræðum sem við öll tókum þátt í. Byrjað var á yfirstjórn safnsins og kynningu á viðamiklum breyt- ingum sem orðið hafa á henni undanfarin fjögur ár, eða síðan dr. James H. Billington tók við safnstjórninni árið 1987. Síðan deild fyrir deild koll af kolli niður í smæstu einingu á hverjum stað. Gerð var svo úttekt á öllu saman og umræðan gat verið ákaflega gagnrýnin en menn máttu hvergi draga af. Ymis mikilvæg ákvarðanataka byggir á heildaryfirsýn yfir safnstarfsemina. Með IP tryggir LC að safnið hafi á hverjum tíma á að skipa nokkrum hópi manna með heildaryfirsýn yfir reksturinn, jafnframt stjórnþekkingu, og geti samtvinnað þetta tvennt til góða fyrir safnið. Með því að opna IP fyrir útlendingum kemur safnið sér einnig upp tengiliðum víðs vegar um heim með haldgóða þekkingu á LC og áhuga á málefnum þess og rennir þannig stoðum undir alþjóðlega samvinnu. Annað slagið fórum við svo í vettvangskannanir og við hver þáttaskil bauðst okkur einnig að vinna að raunhæf- um verkefnum úti í deildunum. Leystum við þau ýmist í litlum hópum eða sem einstaklingar og þá oftast í sam- vinnu við sérfræðing, verkefnis-eða deildarstjóra við- komandi deildar. Þarna gafst okkur oft tækifæri til per- sónulegra kynna og hægt var að fara enn nánar ofan í saumana á ýmsu og afla viðbótargagna. Annars var yfir- leitt miklu efni útbýtt í tengslum við hvern fyrirlestur og var fjarri því að unnt væri að lesa það allt jafnóðum. Annar hlutinn, sem stóð frá miðjum desember til febr- úarloka, var mestmegnis fræðilegur. Var meginvægið á stjórnunarkenningum af ýmsum toga, almennum og safntengdum. Þar var m.a. fjallað um fyrirtækjastjórn, verkefnisstjórnun, starfsmannastjórn, stjórnunarsálfræði, ráðningar, skilgreiningar á störfum og launaflokkun og ýmislegt annað, svo sem dagleg samskipti, viðbrögð við brotum og misferli í starfi, umbun fyrir ágæti í starfi, ráðgjöf við starfsmenn bæði persónuleg og varðandi störf þeirra. Hér má geta þess að snemma á haustmisseri geng- umst við öll undir persónuleikapróf sem kennt er við Mayer/Briggs. Unnum við úr því í þessum hluta og var farið nokkuð í notagildi þess. I þessum miðáfanga komu, auk sérfræðinga LC, einnig fram nokkrirfyrirlesarar ann- ars staðar frá, sumir hverjir atvinnufyrirlesarar á sínu sviði, aðrir starfsmenn fyrirtækja, sérhæfðir í einhverri grein stjórnunar. Mest vann með okkur Susan Jurow frá Sambandi rannsóknarbókavarða, forstöðumaður stjórn- arsviðs (Office of Management Studies — OMS). Þegar hér var komið sögu höfðum við orðið góða yfir- sýn yfir stjórnareindina Library of Congress og innviði þess. Það þjónaði svo sem vænta má í flestum tilvikum sem módelsafn. Fyrirlestrum lauk nú yfirleitt fyrr á dag- inn og gripum við þessa aukastund alls hugar fegin til að 26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.