Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1992, Side 50

Bókasafnið - 01.04.1992, Side 50
var forritimarvinna og þróun bókasafnskerfis fyrir NORSK DATA námsvinna hjá okkur. Tölvubúnaður skólans batnaði mjög á þessum tveim árum sem ég var í náminu og fólst heilmikill lærdómur í því að taka þátt í að taka nýjar tölvur í notkun og berjast við ýmsar gerðir prentara, svo að eitthvað sé nefnt af því sem hvergi kemur fram í námsskrá. Þeir sem hafa lokið prófi sem Diplombibliotekarere, en það heitir prófgráðan, vinna flestir við störf sem tengjast upplýsingum á einhvern hátt. Olíuiðnaðurinn hefur tryggt sér að minnsta kosti einn tug okkar og vinna flestir sem deildarstjórar eða verkefnisstjórar við ýmsa þróunar- vinnu á skipulagningu gagnasafna olíufélaganna. Nokkrir hafa orðið deildarstjórar eða háskólabókaverðir við há- skólabókasöfnin í Osló, Tromsö og Þrándheimi. Einn er yfirbókavörður hjá Norges Statsbaner. Tveir eða þrír eru kerfisbókaverðir hjá stórum almenningsbókasöfnum. BRODD hefur ráðið nokkra sem sérfræðinga og skólinn hefur tryggt sér að minnsta kosti tvo sem lektora. Nokkrir vinna síðan við þróun tölvukerfa hjá einkafyrirtækjum. Eftir á að hyggja er ég mjög ánægð með námið þótt örvænting og uppgjöf gripi óneitanlega um sig annað slagið þegar „raunafögin" virtust óskiljanleg máladeildar- stúdentinum. Yfirleitt reyndust þeir hlutir viðráðanlegir þótt það krefðist ef til vill meiri vinnu en ef undirstaðan hefði verið nýlegt stærðfræðideildar stúdentspróf. SUMMARY Advanced studies in information and computer sciences at Statens bibliotek- og informasjonshögskole in Oslo in 1985-1987 The author graduated from the Oslo College of Library and In- formation Science after two years of advanced studies in 1987. She specialized in information and computer studies. Beginning with the admission requirements she reports about the structure, method- ology and study conditions for this special programme. Software writing, database structure and retrieval techniques as well as social, economic and management aspects of information have been empha- sized. The author also reports on the two major projects she did as part of the requirements. A survey of job opportunities for the graduates completes the program description. Hildur G. Eyþórsdóttir deildarstjóri, Landsbókasafni íslands Meistaraprófsnám í bókasafns- og upplýsingafræði við McGill háskólann í Kanada 1988-1989 Yfirlýst stefna bókasafns- og upplýsingafræðideildar McGill háskóla í Montreal er að halda markmiði skólans sem er að auka þekkingu, víðsýni og efla mennt- un. Bókasafnsfræði hefur verið kennd við skólann allt frá árinu 1927 (sumarnámskeið voru í boði 1904-1926) og frá árinu 1956 hefur verið hægt að taka meistarapróf, MLIS (Master of Library and Information Studies), í greininni. Námið er viðurkennt af Bandarísku bókavarðasamtökun- um. Meistaragráðu er hægt að ná eftir minnst tveggja ára fullt nám eða fjórar annir en hægt er að taka námið á allt að fimm árum. Krafist er 54 eininga eða 18 þriggja eininga námskeiða. Inntökuskilyrði eru BA próf frá viðurkennd- um háskóla með fyrstu einkunn. Sýna þarf fram á kunn- áttu í einu tungumáli auk ensku. Einnig er krafist þekk- ingar á ritvinnslukerfinu WordPerfect og DOS stýrikerf- inu. Umsækjendur sem hafa unnið á bókasöfnum eru látnir ganga fyrir um skólavist. Margir umsækjendur hafa lokið háskólaprófi í annarri grein en bókasafnsfræði. Ég var í hópi 66 nemenda sem hófu nám í ágúst 1988 en í deildinni eru að meðaltali um 140 nemendur. Byrjað var á fjögurra daga kynningarnámskeiði þar sem starfsemi deildarinnar og háskólans var m.a. kynnt. Einnig ræddu eldri nemendur við nýkomna nemendur um námið í deildinni og tækifæri gafst til að kynnast nemendum og kennurum. Þessari kynningardagskrá var að vissu leyti haldið áfram út allan námstímann því a.m.k. einu sinni í mánuði var skylda að mæta á fyrirlestur á laugardögum þar sem fjallað var um eitthvert ákveðið efni eins og t.d. ólæsi, varðveislu safnefnis og efnisorð. Erindin voru flutt af gestafyrirlesurum. Fyrirlestrarnir voru einnig sóttir af starfandi bókasafnsfræðingum í Montreal og höfðu því eins konar endurmenntunargildi. Einnig var boðið upp á námsferðir út allan námstímann. Af 18 námskeiðum sem þarf til að ná meistaraprófi eru átta þeirra skýldunámskeið; Upplýsingaefni og aðferðir I og II, Skráning og flokkun I, Tölvufraði og forritun, Rannsóknaraðferðir I, Stjórnun, Uppbygging safnkosts og Tcekni og þjónusta. Eftirfarandi valnámskeið voru í boði; Almenningsbókasöfn, Efnifyrir börn, Efni og þjónusta fiyrir unglinga, Fágxtisrit og bandrit, Fjölmiðlar og bókasöfn, Forvarsla — varðveisla, Framhaldsskóla- og háskólasöfn, Geymsla og miðlun upplýsinga Kerfisgreining, Listasöfn, Lyklun, Markaðssetning upplýsingaþjónustu, Nýsigögn ogþjón- usta, Opinber menningarstefna og bókasöfn, Rann- sóknaraðferðir II, Rannsóknarverkefni, Saga prent- listar, Sérfræðisöfn, Sjálfstætt sjálfvalið verkefni, Skipulagning bókasafna og arkitektúr, Skjalastjórnun, Skjalasöfn og rannsóknir, Skráning ogflokkun I og II, Stjórnarprent, Tónlistarsöfn, Tæknivœðing bókasafna og netuppbygging, Upplýsingaflæði, Upplýsingakerfi í 50

x

Bókasafnið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.