Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1992, Síða 34

Bókasafnið - 01.04.1992, Síða 34
Skráningarkerfi loftmynda. Loftmyndayfirlit, korta- spjöld, myndaspjöld og skrár. byggt á útgefnum kortum af landinu og það er ekki tölvu- kerfi þó skrárnar séu til í tölvu. Lykilatriðið er að hafa yfirsýn yfir staðsetningu og til þess henta kort betur. Þetta séríslenska skráningarkerfi hefur víða erlendis þótt vera einföld og góð leið til að skrá loftmyndir en skráning slíkra mynda er víða vandamál í söfnum. Hér á landi hafa Landmælingar Islands það verkefni að taka og varðveita loftmyndir en algengast er erlendis að loftmyndir séu dreifðar hjá fleiri en einum aðila í hverju landi. Það er mikill kostur fyrir notendur að hægt er að ganga að efni á einum stað og skrá þar heildarsafn fyrir landið. Islendingar hafa ekki sams konar hömlur á notkun loftmynda og víða þekkist erlendis og því er hægt að setja fram og miðla upplýsingum til allra sem á þurfa að halda. Nýtt skráningarkerfi Fyrstu áratugina voru skrár um loftmyndasafnið tak- markaðar og fluglínukort og loftmyndayfirlit mismun- andi eftir myndaflokkum. Þegar safnið stækkaði og eftir- spurn eftir myndum jókst varð nauðsynlegt að fá betri yfirsýn yfir safnkostinn. Árið 1980 voru í safninu tæplega 100.000 myndir. Notkun þeirra við ýmis verkefni í þjóð- félaginu hafði aukist hratt á nokkrum árum og því skipti miklu að finna hagkvæma leið til þess að skrá myndasafn- ið þannig að sem stystan tíma tæki að velja myndir. Árin á undan hafði verið unnið að gerð skráa um nýrri hluta myndasafnsins og farið fram athugun erlendis á valkost- um við skráningu loftmynda. Fyrirmyndir voru sóttar til kanadískra og bandarískra loftmyndasafna en þar var þá farið að nota örfilmur (16 mm spólur) sem hluta af skrán- ingarkerfum fyrir slíkar myndir. Eftir vandlega skoðun allra möguleika var valin sú leið að útbúa nýtt skráningar- kerfi þar sem meðal annars væru notaðar fisjur eða ör- filmuspjöld í stað þess að nota spólur. Markmið skráningarkerfisins voru og eru að samræma skráningu í eitt heildarkerfi og auðvelda þannig notkun myndasafnsins, einnig að auka upplýsingar um loftmynd- irnar með því að dreifa skráningarefni til notenda. Um leið var stuðlað að öruggari varðveislu myndanna með töku örfilma. Kostir kerfisins eru þeir að það er fyrirferð- arlítið, einfalt í notkun og auðvelt að finna myndir. Það er öruggt varðandi upplýsingar, auðvelt er að að bæta við gögnum, góð heildarmynd fæst um árlega myndatöku, mögulegt er fyrir notendur að hafa hjá sér allar upplýsing- ar og kerfið er tiltölulega ódýrt í framleiðslu og dreifingu. Leit að myndum, sem skráðar hafa verið í kerfinu, tekur nú mjög stuttan tíma og hefur það aukið hagræðingu verulega. Einn höfuðkostur kerfisins var í upphafi talinn sá möguleiki að fjölfalda loftmyndirnar á örfilmur og senda þær út um allt land og auka þannig þjónustu við notendur á landsbyggðinni. Hugmyndin var í byrjun kynnt helstu notendum myndanna til þess að fá viðbrögð þeirra. Þau reyndust mjög jákvæð og var eftir það ákveðið að hefja verkið. Framkvæmd Upphaflegri hugmynd var hrundið í framkvæmd og fyrstu mánuðina gerðar nokkrar tilraunir með efni og uppsetningu hinna ýmsu hluta kerfisins. Þau vandamál sem upp komu leystust hvert af öðru en tímafrekast reyndist þó að leysa örfilmuþátt verksins þar sem huga þurfti vandlega að myndgæðum og framsetningu gagna til útgáfu. Kerfið byggist á 87 yfirflokkum sem taka mið af kortblaðaskiptingu atlasblaða í mælikvarða 1:100.000. Það skiptist síðan í fimm meginhluta. 1. Loftmyndayfirlit: litprentuð yfirlitskort í mælikvarða 1:2.000.000 (A4). 2. Kortaspjöld: Fluglínur og myndanúmer eru skráð á prentuð kort í mælikvarða 1:100.000, þau síðan mynd- uð á 35 mm litfilmur og sett á örfilmuspjöld (A6) til skoðunar í lestækjum. 3. Myndaspjöld: Fisjur (A6) sem sýna 60 loftmyndir og þarf lestæki til að skoða þær. 4. Kortnúmeraskrú: Upplýsingar um myndir í tímaröð innan hvers yfirflokks. í skránni kemur fram eftirfar- andi: myndatökudagur, myndanúmer, myndaflokkur, flughæð, filmugerð, yfirgrip, stærð mynda, brennivídd myndavélar, kortnúmer yfirflokks, örnefni sem segja til um landsvæði, athugasemdir og númer örfilmu- spjalda (fisja). 5. Myndnúmeraskrd: Sömu upplýsingar en í heildar- númeraröð og tímaröð. 34

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.