Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1992, Side 44

Bókasafnið - 01.04.1992, Side 44
ISBN 9979-0-0012-0 (endursk. útg. með myndum) ISBN 9979-0-0010-4 (1. útg.) 4. Utgáfa bókar er yflrtekin af öðru forlagi. Þegar annað forlag yfirtekur útgáfu titils verður sú breyting við endurprentun að á titilsíðu er nýtt forlags- nafn. Bókin þarf því ISBN númer frá nýja forlaginu og til að þjóna notendum má gjarnan birta eldra númer. ISBN 9979-0-0612-9 ISBN 9979-9022-0-5 (XX-forlag, 1990) 5. Sami titill gefinn út hjá fleiri en einu forlagi. Þegar tvö forlög gefa út sama titil fær titillinn ISBN númer frá báðum aðilum sem eiga þann valkost að birta númer beggja. ISBN 9979-0-0612-9 (Bókaforlagið Askur) ISBN 9979-9023-0-2 (Bókaforlagið Embla) Ef útgáfufyrirtæki gefa mörg saman út sama titilinn og ákveða að aðeins eitt þeirra verði dreifingaraðili er ISBN númer þess notað á bókina. 6. Þýðingar og útgáfa á bók sem gefin er út á fleiri en einu tungumáli. Þegar bók er þýdd fær hún ISBN númer frá þeim útgefanda sem gefur út þýðinguna. Utgefandinn getur þá birt ISBN númer frumútgáfunnar. ISBN 9979-0-0973-X ISBN 0-14-043018-0 (1. útg. á frummáli hjá XX- forlagi, 1990) Ef sami útgefandi gefur út bók á fleiri en einu tungumáli og allar koma út á sama tíma má koma þeim upplýsingum til notenda með ISBN númerinu. ISBN 9979-0-0988-8 (íslenska) ISBN 9979-0-0989-6 (danska) ISBN 9979-0-0990-X (enska) Eins og sjá má af framangreindum dæmum eru skýring- arsvigarnir í öllum tilfellum til þess fallnir að auka þjón- ustu við notendur en ekki endilega að auka söluna. ISBN númer eru notuð til að auðvelda notendum aðgang að bókum. Kynning ISBN kerfisins á alþjóðavettvangi hefur leitt til aukinnar tölvuvæðingar hjá bókaútgefendum, bóksölum og bókasöfnum. ISBN númer eru notuð sem kallnúmer í mörgum gagnagrunnum og eykur það þæg- indi við beinlínupantanir, millisafnalán og birgðavörslu. 1 sumum löndum eru þau einnig notuð til að fylgjast með útlánum almenningsbókasafna (Public Lending Right) í sambandi við höfundarétt. Árið 1980 var farið að leita leiða til að lesa ISBN númer- ið á vélrænan hátt og samkomulag gert við Alþjóðlega vörumerkingarfélagið (The International Article Num- bering Association) um að nota EAN (European Article Number) strikalykilinn á bækur, m.a. til að draga úr villum. Ákveðið var að bækur yrðu merktar 978 og tíma- rit 977 í strikalyklinum í stað þess að hvert land setti sína landstölu í strikalykilinn. Alþjóðlega bóknúmeraskrif- stofan í Berlín greiðir gjöld fyrir EAN strikalykla og því þurfa útgefendur ekki að greiða fyrir annað en filmugerð hjá prentsmiðju. EAN strikalykill er þrettán stafa tala sem birt er í formi strikaleturs. Fyrir ofan strikaletrið birtist ISBN númerið á tíu punkta OCR-A letri sem bæði menn geta lesið sjálfir og með ljóspenna. Miðjan er svo strikaletur sem byggist á EAN-13 strikalykli og er aðeins læsilegur með ljóspenna. Fyrir neðan strikaletrið birtist númerið á letri sem augað les, ef til þess kæmi að slá þyrfti töluna inn, en í stað ISBN vartölunnar er komin EAN-13 vartala. EAN strikalykil má minnka niður í 80% af staðlaðri stærð en OCR-A stafasettinu má ekki breyta (sjá mynd). ISBN BB79-Ö00-D0-3 9 789979 800002 Dæmi um ISBN strikalykil Stjórnun Alþjóðlega bóknúmerakerfisins ISBN Stjórnun Alþjóðlega bóknúmerakerfisins er þríþætt; alþjóðleg, á vegum svæðisskrifstofa fyrir hópa og á vegum útgefenda. Alþjóðleg stjórnun er í höndum Alþjóðlegu bóknúmeraskrifstofunnar í Berlín. Helstu hlutverk henn- ar eru: alþjóðleg stjórnun ISBN kerfisins viðurkenning hópa * úthlutun hóptalna ráðgjöf um uppsetningu og hlutverk svæðisskrifstofa * ráðgjöf um skiptingu útgefendatalna s:' alþjóðleg kynning og útbreiðsla Markmið skrifstofunnar er að ná sem mestri útbreiðslu ISBN númera um allan heim. Til að nálgast þetta mark- mið gefur skrifstofan út tímaritið ISBN Review, sem kemur út einu sinni á ári, og fréttabréfið ISBN Newsletter sem gefið er út óreglulega. Einnig stendur skrifstofan, ásamt öðrum, að útgáfu Publishers’ International ISBN Directory. Ráðgjafafundur þar sem aðilar ISBN kerfisins hittast og ræða vandamál sín er haldinn ár hvert í október. Fundur- inn er haldinn annað hvert ár í Berlín en þess á milli á vegum einhverrar svæðisskrifstofu. Á hverjumfundi er farið yfir skýrslur frá öllum skrifstofum og þau vandamál sem óskað hefur verið eftir að fjallað sé um. Auk fulltrúa frá hinum ýmsu svæðisskrifstofum ISBN sækja þessa fundi fulltrúar frá CERLAC (Centro Regional para el Fomento del Libro en América Latina y el Caribe), IFLA (International Federation of Library Associations and Institutions), IPA (International Publishers Association), ISDS (International Serials Data System), UNESCO og ISO (International Standard Organisation). Greinarhöfundur sótti fund sem haldinn var í London. Þar var auk hefðbundins fundarefnis fjallað um hvort æskilegt væri að hanna sérstakt merkingarkerfi fyrir skráningu hugbúnaðar fyrir tölvur, hvort líta beri á geisla- diska sem bækur eða tímarit, þ.e. hvort þeir eigi að bera ISBN eða ISSN númer eða eitthvert annað númer, og að lokum var sagt frá nýjum staðli sem verið er að semja um tónlistarefni, ISMN (International Standard Music Num- ber). 44

x

Bókasafnið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.