Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1992, Page 30

Bókasafnið - 01.04.1992, Page 30
Dögg Hringsdóttir bókasafnsfræðingur, Þjónustumiðstöð bókasafna Þjónustumiðstöð bókasafna jónustumiðstöð bókasafna (ÞB) hefur nú starfað nokkuð á annan áratug. Stofnunin lætur ekki mikið yfir sér og okkur sem þar vinnum þykir oft nokkuð á það skorta að bókaverðir viti nægilega vel hvað þar er gert og hvaða þjónustu er hægt að fá. Hér verður því stiklað á stóru um aðdragandann að stofnun miðstöðvarinnar og litið yfir starfsemi hennar. Aðdragandi að stofnun Þjónustumiðstöðvar Á árunum í kringum 1970 fóru bókaverðir að verða varir við tilfinnanlegan skort á miðlægri þjónustu en það sem helst vantaði voru þó íslenskar bókaskrár og bók- fræðirit. Því var það að á árunum 1972-1973 tóku sig til nokkrir bókaverðir og bókasafnsfræðingar og klipptu niður allar færslur fyrir íslenskar bækur í Árbókum Landsbókasafns 1944-1973. Færslurnar voru límdar á spjöld og raðað í eina stafrófsröð og fékkst þannig heild- aryfirlit yfir bókaútgáfu þessara ára. Allt var þetta unnið í sjálfboðavinnu og af aðaldriffjöðrunum má nefna Guð- rúnu Karlsdóttur, Kristínu H. Pétursdóttur og Sigrúnu Klöru Hannesdóttur en margir fleiri komu einnig við sögu. Þegar þessu var lokið þótti aðstandendum rétt að fleiri fengju að njóta góðs af. Ákveðið var að gefa út skrá yfir valinn hluta úr „samsteypuskránni“, urn 10.000 rit, og í framhaldi af því kviknaði sú hugmynd að gefa mönnum jafnframt kost á því að fá spjaldskrárspjöld fyrir þessi rit. En til þess að af því gæti orðið þurfti að gera geysilegar breytingar á færslunum. Mestan hluta ritanna þurfti að endurflokka og -skrá og mikið þurfti að leiðrétta og sam- ræma. Þessi vinna fór fram á árunum 1974-1977. Mörg almenningsbókasöfn greiddu fyrirfram fyrir bókaskrána og spjöldin og þannig fékkst fé til að ráða starfskraft til verksins. Skráningartextar voru vélritaðir á stensla til fjöl- földunar en bókaskráin sjálf var tölvuunnin og kom hún út 1978. Var þar komin Bókaskrá 1944-1973 eða „Bláa skráin“ sem flestir þekkja. Hér hefur verið farið nokkuð hratt yfir sögu en þetta mikla verk var sem sagt undirrótin að stofnun Þjónustu- miðstöðvar bókasafna því að eftir því sem lengra miðaði kom betur í ljós þörfin fyrir slíka miðlæga þjónustu við bókasöfn landsins. Árið 1977 skipuðu Bókavarðafélag íslands (BVFÍ) og Félag bókasafnsfræðinga (FB) sex manna starfshóp og var honum ætlað að vinna að undirbúningi að stofnun þjón- ustumiðstöðvar sem hefði það að verkefni að skipuleggja húsnæði og safnkost, auk miðskráningar. Starfshópurinn hafði m.a. samráð við Samband íslenskra sveitarfélaga sem veitti nokkurn fjárstuðning við gerð bókaskrárinnar. Eftir að kannað hafði verið hvaða rekstrarform væri heppileg- ast var ákveðið að Þjónustumiðstöð bókasafna skyldi verða sjálfseignarstofnun og skyldu FB og BVFI kjósa fulltrúa í stjórn og skiptast á um að hafa þar meirihluta. í júlí 1978 var gengið frá skipulagsskrá fyrir stofnunina og hún síðan staðfest í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu 19. ágúst 1978. Fyrst fékk starfsemi ÞB inni í húsnæði fyrrverandi útibús Borgarbókasafns við Hólmgarð í Reykjavík en í febrúar 1979 var tekið á leigu húsnæði á Hofsvallagötu 16. Þar var komið fyrir hinum geysimikla spjaldalager sem orðið hafði til við útgáfu bókaskrárinnar og fólst starf- semin í fyrstu einkum í afgreiðslu spjaldapantana til safna vítt og breitt um landið. En smám saman jókst umfang annarrar þjónustu, svo sem innkaupa og frágangs á bók- um fyrir söfn og sölu á ýmsum vörurn og búnaði. I því skyni að geta boðið vandaðan og fjölbreyttan bókasafns- búnað var samið við framleiðsludeildir þjónustumið- stöðva bókasafna í Danmörku og Svíþjóð, BC Inventar a/s og Btj Produkter AB, um að ÞB yrði umboðsmaður þeirra á Islandi. Bæði þessi fyrirtæki hafa alltaf verið mjög jákvæð í okkar garð og samstarf við þau allt hið ánægju- legasta. Rekstur Þjónustumiðstöðvar bókasafna gekk oft skrykkjótt vegna fjárhagsörðugleika fyrstu árin og jafnvel kom fyrir að stjórnarmenn settu eigur sínar að veði til að unnt væri að leysa stórar sendingar af hillubúnaði út úr tolli. Starfsmannaskipti voru einnig nokkuð tíð fyrstu árin því yfirleitt var fólk ráðið til sérstakra verkefna. Ástandið fór þó alltaf batnandi og undanfarin ár hefur reksturinn gengið ágætlega. Húsnæðið á Hofsvallagötu varð brátt of lítið og 1982 fluttist ÞB í Borgartún 17. Þar fékkst rúm til að byggja upp talsverðan lager af ýmis konar smávöru og búnaði og hefur hann orðið sífellt fjölbreyttari með árunurn. Árið 1987 var svo flutt í núver- andi húsnæði á Austurströnd 12 á Seltjarnarnesi. Fyrstu framkvæmdastjórar ÞB voru Elín Sigfúsdóttir og síðan Jón Sævar Baldvinsson en af öðrum sem gegnt hafa því starfi má nefna Ragnheiði Harðardóttur. Núver- andi framkvæmdastjóri ÞB er Erna S. Egilsdóttir og hefur hún starfað í ÞB frá 1983. Af öðrum starfsmönnum má nefna Þóru Hólm, Sigurbjörgu Grímsdóttur og Margrét Geirsdóttur, ásamt undirritaðri sem unnið hefur í ÞB frá 1984. Hlutverk Þjónustumiðstöðvar bókasafna I skipulagsskrá Þjónustumiðstöðvar bókasafna er stofnuninni sett það markmið að bæta bókasafnsþjónustu á Islandi. Síðan er nánar skilgreint í sex atriðum með hvaða hætti eigi að standa að því. V erður nú litið yfir þessi atriði og athugað hvaða árangur hefur náðst og einnig hverju hefur ekki verið unnt að hrinda í framkvæmd. A. Að vinna að miðskráningu bóka Eiginleg miðskráning hefur ekki farið fram í ÞB en stofnunin hefur frá upphafi annast sölu spjaldskrárspjalda fyrir íslenskar bækur; fyrst aðeins úr Bókaskrá 1944-1973 en 1980 var yfirtekinn spjaldalagar frá Ríkisútgáfu náms- bóka fyrir árin 1974-1978 og sama ár hófst samstarf við Landsbókasafn Islands og síðan þá hefur verið seld skrán- ing fyrir öll íslensk rit sem þar hafa verið skráð. Lands- bókasafn sendir ÞB reglulega tölvulista yfir nýskráð efni og eru þessir listar fjölfaldaðir og sendir áskrifendum um allt land sem síðan nota þá sem hjálpartæki við bókaval og 30

x

Bókasafnið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.