Bókasafnið

Ataaseq assigiiaat ilaat

Bókasafnið - 01.04.1992, Qupperneq 33

Bókasafnið - 01.04.1992, Qupperneq 33
Þorvaldur Bragason deildarstjóri, Landmælingum íslands Skráning loftmynda og notkun örfilma í loftmyndasafni Landmælinga íslands Inngangur • • Orfilmutæknin hefur á þessari öld verið nýtt erlend- is fyrir hin fjölbreytilegustu verkefni, bæði í at- vinnulífi og á söfnum. Skjalasöfn, bókasöfn og ljós- myndasöfn hafa notað örfilmur til þess að spara rými, miðla upplýsingum og til varðveislu. Hér á landi hafa örfilmur verið notaðar í nokkrum greinum, meðal annars á söfnum og í bankakerfinu, en mörgum hefur þótt tækn- in eiga erfitt uppdráttar. Loftmyndasafn Landmælinga Islands er meðal stærstu og merkustu myndasafna landsins en það geymir nú yfir 130.000 loftmyndir sem teknar hafa verið á rúmlega hálfri öld. Fyrir rúmum áratug var farið að huga að framtíðar- skipulagningu safnsins, og þá fyrst og fremst að samræm- ingu myndaskráningar í eitt heildarkerfi, til þess að yfir- sýn fengist yfir safnkostinn á einum stað en fram að því höfðu mismunandi aðferðir verið notaðar við skráning- una. Akveðið var að setja upp nýtt skráningarkerfi sem byggðist á yfirlitskortum, prentuðum skrám og örfilm- um. Um loftmyndir Loftmyndir eru grundvallargögn í kortagerð þar sem þær eru notaðar ásamt landmælingum við útteikningu korta og við landgreiningu. Loftmyndir eru teknar úr flugvélum með sérstökum búnaði, í myndaröðum lóðrétt niður, með skörun eða yfirgripi. Þar sem skörunin er venjulega um 60% í flugstefnu er hægt að skoða tvær þeirra í einu og ná fram þrívíddarskynjun. Hver loft- myndafilma getur verið með um 280 myndum í stærðinni 23x23 cm. Allur búnaður til töku, varðveislu og vinnslu Selfoss 1945. loftmynda er því mun stærri og viðameiri en almennt þekkist í ljósmyndagerð. Arlega eru unnin um 1000 verk- efni við eftirgerð loftmynda á ljósmyndastofu Landmæl- inga Islands fyrir notendur utan stofnunarinnar. Stærstu verkefnin eru unnin fyrir ríkisstofnanir og sveitarfélög en um helmingur verkefnanna er fyrir einstaklinga. Helstu notkunarsviðin eru kortagerð, byggðaskipulag, landa- merki, landskipti og landsala, landfræði- og jarðfræði- rannsóknir, sumarbyggð, verklegar framkvæmdir, ör- nefnasöfnun og ferðamál. Danir tóku fyrstu loftmyndirnar vegna kortagerðar á Islandi árin 1937 og 1938 en fram til 1950 voru teknar hér loftmyndir á vegum Breta, Þjóðverja og Bandaríkja- manna. Loftmyndir hafa verið teknar árlega hér á landi á vegum Landmælinga Islands síðan 1950 en auk þess hafa á síðustu áratugum öðru hverju verið teknar slíkar myndir á vegum erlendra stofnana í tengslum við rannsóknaleið- angra og samvinnuverkefni í kortagerð. Til skýringar skal á það bent að ljósmyndir hafa verið teknar úr flugvélum hérlendis allt frá árinu 1919 en þær myndir eru annars eðlis og ekki til umfjöllunar í þessari grein. Loftmyndir hafa verið teknar nokkrum sinnum af flest- um landshlutum og hefur landið í heild verið myndað úr lofti að minnsta kosti þrisvar. Myndasafnið hefur gríðar- mikið heimildagildi því hægt er að bera saman breytingar hvar sem er á landinu með myndum frá mismunandi tímum. Loftmyndir hafa sem safnefni mikla sérstöðu þar sem hver mynd er einstök. Engar tvær myndir hafa ná- kvæmlega sömu legu eða eru teknar á sama tíma. Þær sýna, eins og kort, afmarkað svæði á yfirborði jarðar og því þarf að skrá þær og finna eftir staðsetningu. Skráning- arkerfið er því eins konar sérhæft landupplýsingakerfi Selfoss 1984. 33
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Bókasafnið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.