Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1992, Side 48

Bókasafnið - 01.04.1992, Side 48
Mid-vesturríkin: Emporia State University, Kansas University of Illinois Indiana University University of Iowa Kent State University University of Michigan, Ann Arbor University of Missouri, Columbia Northern Illinois University Rosary College, Illinois Wayne State University University of Wisconsin-Madison University of Wisconsin-Milwaukee Sud-vesturríkin: University of Arizona, Tuscon University of North Texas University of Oklahoma University of Texas at Austin Texas Woman’s University Vesturríkin: Brigham Young University, Utah University of California, Berkeley University of California, Los Angeles University of Hawaii San Jose State University University of Washington, Seattle Kanada I Kanada tekur framhaldsnám í bókasafns- og upplýs- ingafræði tvö ár og lýkur með MLS gráðu (Master of Library Science) eða MLIS gráðu (Master of Library and Information Studies). Sjö eftirtaldir skólar eru viður- kenndir af Bandarísku bókavarðasamtökunum: University of Alberta University of British Columbia Dalhousie University McGill University University of Montreal University of Toronto University of Western Ontario Háskólarnir í Toronto og Western Ontario bjóða einn- ig upp á doktorsnám. (Sjá umfjöllun um framhaldsnám við McGill háskólann í grein eftir Hildi G. Eyþórsdótt- ur). Bretland í Bretlandi er hægt að stunda framhaldsnám í 12 skól- um. Umsækjendur þurfa að hafa lokið háskólaprófi með fyrstu einkunn. Gráðurnar sem skólarnir veita eru Dip- loma, MLib (Master of Librarianship), MA (Master of Arts), MSc (Master of Science), MPhil (Master of Philos- ophy) og PhD. Diploma gráðan er ætluð þeim sem lokið hafa háskólaprófi í öðrum greinum en bókasafnsfræði. Diploma námið tekur níu mánuði og þeir sem ná tilskil- inni einkunn geta bætt við sig þriggja mánaða námi og lokið MA eða MLib gráðu. Skólagjöld í breskum háskól- um eru yfirleitt á bilinu 5.000-5.500 pund á ári. Stærstu skólarnir eru University College Wales Aberystwyth, Loughborough University, Sheffield University og Uni- versity College London. Þegar hugað er að mastersnámi í Bretlandi er um þrjár leiðir að velja: 1) Valið er rannsóknarverkefni og skrifað um það mast- ersritgerð undir handleiðslu kennara. Ritgerðin þarf að vera um 40.000 orð. Þetta nám tekur 1-2 ár. 2) Tekin eru námskeið þar sem boðið er upp á fyrirlestra og umræðutíma. Ymist er um að ræða ákveðna náms- línu eða nemandi velur námskeið eftir áhugasviði sínu. Ef viðunandi árangur næst á prófi er síðan skrifuð lokaritgerð (12.000-20.000 orð). Reiknað er með einu ári (12 mánuðum) í þetta nám. I flestum skólum er veittur eins árs viðbótarfrestur til að ljúka ritgerðinni en þá þarf viðkomandi að vera skráður sem nemandi og greiða skólagjöld. 3) Fjarkennsla er að ryðja sér til rúms í breskum háskól- um en aðeins einn skóli býður upp á slíkt nám í bóka- safns- og upplýsingafræði, þ.e. University College Wales Aberystwyth. Námið er einkum ætlað bóka- safnsfræðingum í Bretlandi og löndum Evrópubanda- lagsins en bókasafnsfræðingum í öðrum löndum er gefinn kostur á að sækja um, núna eru t.d. tveir íslensk- ir bókasafnsfræðingar í fjarnámi við skólann. Námið tekur þrjú ár og er gert ráð fyrir 3-4 daga sumarskóla í Aberystwyth. Náminu er þannig háttað að nemendur fá senda heim leslista og nýsigögn og vinna síðan ýmis konar verkefni og ritgerðir. Eftir að verkefnin hafa verið samþykkt er skrifuð lokaritgerð (20.000 orð). Um er að ræða tvenns konar gráður. Annars vegar MSc í rekstri læknisfræðibókasafna og hins vegar MLib gráða í stjórnun bókasafna, starfsmannastjórnun, kerf- isgreiningu og uppbyggingu safnkosts. Einnig er boð- ið upp á sérhæfingu í þjónustu við börn og unglinga fyrir þá sem starfa í almennings- og skólasöfnum. Hér á eftir verða tilgreindir þeir skólar sem bjóða upp á framhaldsnám í bókasafns- og upplýsingafræði. Nefnd eru dæmi um sérhæfingu sem er í boði við skólana og er sú upptalning alls ekki tæmandi: Birmingham Polytechnic — Diploma, MA, MSc City University, London — Diploma, MSc, MPhil, PhD Sérhæfing á sviði upplýsingafræði, gagnasafnskerfa og upplýsingatækni Coventry Polytechnic — MSc Upplýsingatækni á sviði stjórnunar og viðskipta Leeds Polytechnic — Diploma, MA Upplýsingaleitir, upplýsingakerfi, upplýsingastjórnun University College London — Diploma, MA, MSc, MPhil, PhD Upplýsingafræði, skjalavarsla og skjalastjórnun Loughborough University — MA, MSc, MPhil, PhD Notendaþjónusta, notendakannanir, uppbygging safn- kosts, skjalastjórnun, barnabókmenntir, fjölmiðlar og nýsigögn, rekstur læknisfræðibókasafna, bókaútgáfa, bókaverslun, átthagasöfn, forvarsla, þjónusta við börn og unglinga, hönnun upplýsingakerfa Manchester Polytechnic — Diploma, MA, MPhil, PhD Newcastle Polytechnic — Diploma, MA, MSc Polytechnic of North London — Diploma, MA Upplýsingafræði 48

x

Bókasafnið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.