Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1992, Page 69

Bókasafnið - 01.04.1992, Page 69
Bókarýni íslenska alfræðiorðabókin / [Ritstjórn Dóra Hafsteins- dóttir, Sigríður Harðardóttir ... o.fl.]. — [Reykjavík] : Örn og Örlygur, 1990. — 3 bindi. Arið 1990 kom út hjá bókaforlaginu Erni og Örlygi íslenska alfræðiorðabókin í þremur bindum. Rit þetta byggir að hluta til á alfræðiriti frá danska bókaforlaginu Gyldendal, þ.e. Fakta : Gyldendals etbinds leksikon, útg. 1988, en danska efnið þurfti að staðfæra. Fellt var burt sérefni fyrir Danmörku en í staðinn sett frumsamið efni er snertir Island og íslendinga eða u.þ.b. þriðjungur ritsins. Fyrirrennari Fakta er Gyldendals tobinds leksikon sem fyrst kom út 1973 og var síðan endurútgefið 1976 og 1982. íslenska alfrœðiorðabókin er fyrsta verk sinnar tegundar hér á íslandi og hefur að geyma u.þ.b. 37 þúsund upp- flettiorð, 4500 myndir og annað myndefni og er rúmlega 1800 blaðsíður. Unnið var að verkinu í þrjú ár og kom mikill fjöldi rnanna þar við sögu bæði sem ritstjórar og höfundar texta. Auk tveggja aðalritstjóra voru níu í rit- stjórn og tveir myndaritstjórar. 150 ársverk samtals voru unnin við ritið. Tilgangur Tilgangur útgáfunnar er að gefa út gott alfræðirit sem nái til atburða, manna og málefna alls heimsins en þó með séríslenskum áherslum og þannig bæti það úr brýnni þörf á slíkum ritum á íslensku. Áreiðanleiki Kostir: Þeir 105 íslendingar sem unnu að bókinni eru jafnan sérfræðingar á því sviði sem um er fjallað. Er sér- fræðinganna og fræðasviðs þeirra getið í fyrsta bindi. Þeir íslendingar sem standa þannig að verkinu eru „háskóla- borgarar með góða menntun“. Þetta, ásamt því að ritið er að stofni til frá traustu erlendu forlagi sem um árabil hefur gefið slík rit út, ber þess vott að það sé áreiðanlegt. Alls staðar sem tölulegar upplýsingar er að finna er vísað í það ár sem þær rniðast við. Eins og áður segir er mikill tími, fyrirhöfn og kostnaður að baki verkinu og hefur útgef- andi vandað vel til þess. Þetta eykur á áreiðanleika al- fræðiritsins. Ókostir: Það er talsverður ókostur að greinar eru ekki undirritaðar (signeraðar), ekki einu sinni með fangamarki þeirra sem þær semja eða staðfæra eins og víða tíðkast í slíkum ritum. Annar ókostur er að heimilda er hvergi getið. Ég hefi ekki komið auga á neina hlutdrægni í út- skýringum en hins vegar finnst mér oft nokkuð óljóst hvað ræður vali íslensks efnis. Slíkt kann þó kannski alltaf að orka tvímælis. Misræmis gætir einkum í því um hverja er fjallað í ritinu. Sem dæmi má nefna að enda þótt flestir höfundar, sem gefið hafa út nokkur skáldrit hérlendis, fái umfjöllun eru þar engar upplýsingar um Hafliða Vil- helmsson, höfund fjölmargra slíkra rita. Ekki er þar held- ur upplýsingar að finna um barnabókahöfundana Iðunni og Kristínu Steinsdætur sem fengið hafa fjölda verðlauna fyrir barnabækur sínar. A LFR/ EÐI C )RÐABÖKIN BÓKAÚTGÁFAN ÖRN OG ÓRLYGUR 1990 Notagildi Bókin er ætluð öllum sem áhuga og þörf hafa á slíkum ritum eða með öðrum orðum almenningi. Hún hentar sérlega vel fyrir öll almenn bókasöfn, svo sem almenn- ingsbókasöfn og skólasöfn grunn- og framhaldsskóla, og bætir úr brýnni þörf, einkum það efni sem er séríslenskt. Þar má á einum stað fá upplýsingar um flestar stefnur og strauma, menn og málefni, lönd og þjóðir og annað slíkt sem menn fýsir að fræðast urn og hefur ekki verið eins aðgengilegt áður. Umfang og efnisval Það hefur, eins og áður hefur komið fram, vaknað hjá mér spurning um hvernig það fólk var valið sem fjallað er um í ritinu. Ég sakna þess t.d. að ýmsir fleiri þekktir listamenn fái að fljóta með án þess að ég nefni önnur nöfn. Þetta er einn af þeim göllum ritsins sem fyrst kom í ljós á því framhaldsskólasafni sem ég starfa við en þar er alltaf verið að leita að upplýsingum um yngri skáld og rithöf- unda. Einnig hafa heyrst þær gagnrýnisraddir að upplýs- ingar vanti um ýmsa þekkta menn í þjóðfélaginu en þær upplýsingar er þó oftast hægt að finna í ýmsum „stéttatöl- um“ og öðrum slíkum ritum. Uppsetning Feitletruðum og heldur stærri efnisorðum (uppfletti- 69

x

Bókasafnið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.