Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1992, Síða 37

Bókasafnið - 01.04.1992, Síða 37
Steinunn S. Ingólfsdóttir nemi í bókasafns- og upplýsingafræði við Háskóla Islands Dr. Björn Sigfússon og bókasafnsfræðin s Iþessari grein verður skýrt frá starfi Dr. Björns Sigfús- sonar háskólabókavarðar árin 1945-1975. Fjallað verður um upphaf og þróun kennslu í bókasafnsfræði við Háskóla Islands og uppbyggingu Háskólabókasafnsins þessi ár. Greinin er byggð á ritgerð sem skrifuð var í námskeiðinu Flokkun á haustönn 1990. Dr. Björn Sigfússon, háskólabókavörður Björn Sigfússon fæddist að Stóru-Reykjum í Reykja- hverfi, S.-Þingeyjarsýslu 17. janúar 1905. Hann stundaði nám við Kennaraskólann og lauk þaðan prófi 1928. Árið eftir lauk Björn stúdentsprófi við Menntaskólann í Reykjavík og þaðan lá leiðin í Háskóla íslands þar sem hann lagði stund á íslensk fræði. Þegar Björn var spurður að því í blaðaviðtali hvort hann hafi strax verið ákveðinn í að leggja fyrir sig áðurnefnt fag svaraði hann: „Nóttina eftir að ég fékk að vita stúdentseinkunn, sem gaf mér kost á að fá styrk til utanlandsnáms, sofnaði ég ekki blund af áhyggjum yfir þeim vanda, sem var að velja milli íslenskra fræða, sem voru mér hugleiknust og kunnust frá sveitaárum mínum, og þess, að fara erlendis í einhverskonar náttúruvís- indi, sem ég lagði einnig hug á ... Þetta val var mér erfitt, en ég tók íslensku fræðin, þrátt fyrir það að mér var ljóst að þar var engin tiltekin atvinna.“ (Páll Skúlason, 1974, s. 36). Björn lauk meistaraprófi við Háskóla íslands árið 1934. Doktorsnafnbót hlaut hann 1944 og fjallaði doktorsrit- gerð hans um íslendingabók. BA próf tók Björn í landa- fræði og sænsku árið 1978 og var þá orðinn 73 ára gamall. Eftir hann liggja fjölmörg ritverk og verða þau ekki tíund- uð hér en ber þó að nefna eftirfarandi rit: Ljósvetninga- saga (íslensk fræði III, 1937), Auðug tunga og menning (Erindasafnið 1,1943), Saga Þingeyinga I (1946), Múrara- saga Reykjavíkur (1931) og Bókasafnsrit I (1932) (ásamt Ólafi F. Hjartar). Þá skrifaði Björn um Ljósvetningasögu og Reykdæla (íslensk fornrit X, 1940). Björn skrifaði fjöl- margt annað eins og fram kemur í Skrd um rit bdskóla- kennara og öðrum uppsláttarritum. Dr. Björn lést í maí 1991. Starfsmaður Háskólabókasafns Árið 1945 varð Björn Sigfússon háskólabókavörður þegar Einar Ólafur Sveinsson, sem gegndi starfinu áður, varð prófessor í íslenskum fræðum. Björn var eini fasti starfsmaður bókasafnsins í nær tvo áratugi. I grein sem Einar Sigurðsson skrifar í Morgunblaðið í tilefni af sjö- tugsafmæli Dr. Björns segir: „Hann hafði einungis stopula hjálp af hálfu stúd- enta eða annarra, sem ráðnir voru til skamms tíma. Mun það vera einstakt í sögunni að bókasafn heils háskóla hafi verið rekið á þennan hátt. Þetta kom þó minna að sök en ætla mætti, þar eð einn og sami maður hafði alla þræði í hendi sér og minni hans var Dr. Björn Sigfússon við lestur árið 1986. Ljósm. Ævar Jóhannesson. óvenjulega stálslegið. Safnnotendur vöndust því á að spyrja einatt Björn, ef þá vanhagaði um bók, sem ætla mátti, að væri í safninu, og brást þá sjaldan, að hann myndi, hvort bókin var til eða hvar henni hafði verið skipað, jafnvel þótt langt væri um liðið. Þá varð hin víðtæka þekking Björns einnig til þess, að gjarnan var farið að líta á hann sem einskonar gangandi alfræðibók.“ (Einar Sigurðsson, 1975, s. 21). Björn var háskólabókavörður 1945-1974 en starfaði út árið 1975. Hann var frumkvöðull að kennslu í bókasafns- fræði hér á landi og kenndi bókasafnsfræði við Háskóla Islands í fjölda ára. Hafði hann umsjón með þeirri grein við heimspekideild Háskóla Islands frá 1956. Háskólabókasafn — stofnun Háskólabókasafnið var formlega opnað 1. nóvember 1940. Fyrsti forstöðumaður safnsins var Einar Ólafur Sveinsson og gegndi hann því starfi frá 1943 til ársins 1945. Við opnun safnsins var bókaeign þess um 30 þúsund bindi en árið 1990 var bókakosturinn orðinn 285 þúsund bindi. Þennan bókakost hefur safnið eignast með fernum hætti; 37

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.