Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1992, Page 18

Bókasafnið - 01.04.1992, Page 18
er nú á milli 15 til 20 einstaklingar og bókasöfn. Læknis- fræðibókasöfnin nota MeDLINE mest eða um 85% af heildarnotkuninni (mynd 4). Mynd 4. íslenskir notendur hjá MeDLINE. Söfnin hafa nýtt sér þá tækni að hægt er að panta greinar í millisafnalánum frá erlendum söfnum með hjálp tölvu í gagnagrunninum NORDSER. NORDSER er gagna- grunnur hjá MIC og er samskrá yfir öll læknisfræðitímarit áNorðurlöndum. Hann kom tilsögunnar árið 1983 ogvar læknisfræðibókasafn Landspítalans eitt af þeim söfnum sem notaði hann í tilraunaskyni í eitt ár. I NORDSER er hægt að finna hvaða læknisfræðibókasafn er áskrifandi að ákveðnu tímariti og síðan er hægt að panta grein úr því tímariti í gegnum tölvuna. Frá 1990 hefur Bókasafn Landspítalans einnig tekið á móti greinapöntunum í gegn- um NORDSER. Einn stærsti útgjaldaliðurinn við tölvuleitir var síma- sambandið við útlönd en með tilkomu gagnanets Pósts og síma árið 1986 hefur þessi útgjaldaliður minnkað verulega. Þróun í fjarskiptum hefur verið hröð og á tíu árum hafa orðið miklar breytingar. Árið 1981 voru notuð mótöld með hraðanum 300 bit/s en nú eru þau til fyrir hraða frá 300 bit/s til 14400 bit/s. Mótöldin verða sífellt fullkomn- ari, t.d. með minni fyrir símanúmer, öryggi tengt að- gangsorði og lykilorði og tenging símanúmera í minni þegar fyrra númer er upptekið. Nú eru einnig notaðar beinlínutengingar X25 pad og X28 pad þar sem tengt er beint í samnota símalínu og þarf þá ekki að nota mótald. Bókasafn Landspítalans hefur notað slíka tengingu síðan 1990. Miklar framfarir hafa orðið á þeim 15 árum síðan ís- lendingar fóru að nýta sér þessa upplýsingatækni. Gagna- grunnum hefur fjölgað og leitartæknin hefur þróast. Á markaðnum eru nú til forrit sem framkvæma leitina fyrir þá sem leita. Eitt þeirra er Grateful Med, ætlað þeim sem hafa ekki fengið mikla þjálfun í notkun efnisorða og leit- artækni. Forrit þetta er fyrir einkatölvur. Það er hannað fyrir hefðbundnar símalínur en tengist ekki gagnanetinu og því er símakostnaður hærri en á móti kemur að búið er að vélrita inn alla leitina áður en samband er komið á svo ekki þarf að vera lengi í sambandi og lækkar kostnaðurinn við það. Geisladiskarnir eru nú komnir í almenna notkun á læknisfræðibókasöfnunum. Hægt er að fá keypta ýmsa gagnagrunna á geisladiskum og þar á meðal MeDLINE. Læknisfræðibókasafn Landakotsspítala keypti MeD- LINE á geisladiskum 1988 og var þar með fyrsta safnið sem keypti skrár (indexa) á geisladiskum (Háskólabóka- safn hóf notkun geisladiska árið 1986 en þar var urn að ræða skráningarfærslur í markformi - innskot ritstjóra). í byrjun árs 1990 keyptu læknisfræðibókasöfn Borgarspít- alans, Landspítalans og Fjórðungssjúkrahússins á Akur- eyri MeDLINE á geisladiskum. Bókasafn Landspítalans keypti einnig CINAHL á geisladiski en þar er efni úr heilbrigðisfræðum, öðrum en læknisfræði, með sérstakri áherslu á hjúkrunartímarit. Nokkur fyrirtæki selja MeDLINE á geisladiskum en þeir geyma mismikið magn af upplýsingum og nota þarf ólíka leitartækni. Þeir geisla- diskar sem eru í notkun hér eru frá EBSCO og Silver Platter. Frá því söfnin fóru að kaupa geisladiskana hafa þeir verið í sífelldri þróun. Þeir gerast hraðvirkari og auðveldari í notkun og hægt er að leita í nokkrum árum á sarna diski. Notendur safnanna hafa tekið þessari nýjung mjög vel og eru diskarnir í stöðugri notkun. Kosturinn við geisladiskana er að notandinn þarf ekki að vera í beinlínusambandi. Það hefur verið vinsælt að geyma leitir inni í tölvunni þannig að viðkomandi fær mánaðarlega sent í pósti heim- ildalista um ný efni á ákveðnu sviði. Einnig er vinsælt að fá heimildaleitina á diski sem notandinn getur tekið með sér og sett inn á sína einkatölvu. Þannig er hægt að byggja upp sinn eiginn gagnagrunn og leita í upplýsingum með sér- stökum forritum. Má þar nefna End Note og Get-A-Ref. Þegar leitað er í geisladiskunum eru notendur hvattir til að notfæra sér þessa leið. Fyrir fáum árum voru það eingöngu bókasafnsfræðing- ar eða upplýsingafræðingar sem gerðu tölvuleitir en með tilkomu örtölvunnar eru einstaklingar farnir að leita sjálf- ir. Fyrst í stað voru öll námskeiðin fyrir MeDLINE á Norðurlöndum haldin hjá MIC í Svíþjóð. Fyrstar til að sækja námskeið hjá MIC voru Kristín H. Pétursdóttir sem starfaði þá á Læknisfræðibókasafm Borgarspítalans og Guðrún Karlsdóttir Háskólabókasafm. Þær sóttu viku námskeið árið 1973, Medline íntroductory training course. Dvöl þeirra þar var kveikjan að heimsókn dr. Gunvor Svartz-Malmberg til íslands ári síðar. Að frum- kvæði þeirra hjá MIC var farið að halda námskeið á öllum Norðurlöndunum. Þeir héldu námskeið fyrir væntanlega kennara og buðu 1-2 fulltrúum frá hverju landi og veittu þeim sérstaka þjálfun í að kenna. Undirrituð fór í þjálfun hjá MIC og í framhaldi af því hafa verið haldin námskeið reglulega fyrir bókasafnsfræðinga og einkanotendur á vegum Endurmenntunarstofnunar Háskóla íslands. Námskeiðin hafa verið vel sótt. Einnig hafa verið haldin námskeið hér á landi af öðrum erlendum aðilum, s.s. DIALOG, ORBIT, ARAMIS og EMBASE. Námskeið þessi hafa bæði verið fyrir bókasafnsfræðinga og notend- ur safnanna (end-user). Með tilkomu geisladiskanna hafa bókasafnsfræðingar á söfnunum verið með kennslu í notkun þeirra. Námskeið í upplýsingaleitum í tölvu hefur verið kennt í bókasafns- og upplýsingafræði við Háskóla íslands annað hvert ár síðan 1981. Frá því að kennsla hófst hefur alltaf verið notað beinlínusamband. Fyrstu árin fóru beinlínu- leitirnar fram á Landspítalanum þar sem þessi möguleiki var ekki fyrir hendi hjá Háskóla íslands. Markmiðið hjá National Library of Medicine er að sem flestir geti gert heimildaleitir, bæði notendur safnanna og bókasafnsfræðingar, líkt og allir leita í prentuðum skrárn. Enn er langt í land að þetta verði að veruleika en sífellt fjölgar þeim sem tileinka sér þessa tækni. Með tilkomu geisladiskanna virðist ætla að verða veruleg breyting í þessa átt og verður gaman að fylgjast með þróuninni á næstu árum. Stór söfn úti í heirni hafa nettengt deildir 18

x

Bókasafnið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.