Bókasafnið

Ataaseq assigiiaat ilaat

Bókasafnið - 01.04.1992, Qupperneq 29

Bókasafnið - 01.04.1992, Qupperneq 29
(Music Division) er stór deild með nýtískulegum tækja- búnaði og aðstöðu fyrir notendur og safnið á m.a. talsvert af frægum og fágætum hljóðfærum. Safnið rekur einnig tónlistardeild í Kennedy Center í miðborg Washington. Geymslusöfn, birgðageymsla og fleira er í Landover í Maryland. Þar eru m.a. starfsmenn sem sjá um ýmis konar innkaup og birgðaskráningu fyrir LC, þar er einnig hluti starfsmanna og birgðageymsla höfundarréttardeildar. Þarna er mikið af blöðum og tímaritum alls staðar að úr heiminum. Einnig bókagjafir sem bíða úrvinnslu. Ekki er rúm hér til að telja upp fleiri deildir en þær eru margar fleiri og tengjast ýmist sérsviðum eða tilteknum heimshlutum. Lestrarsalir eru margir og starfa í tengslum við upplýsingaþjónustu deildanna. Aðallestrarsalurinn (Main Reading Room) er í Thomasjefferson byggingunni og yfir honum hvelfingin mikla sem margir kannast við. Kerfismál og afturvirk tölvuskráning Ekki vil ég skiljast svo við að ég nefni ekki það sem mest brennur á safninu nú en það eru kerfismálin og óskráð efni frá fyrri tíð. Hið síðarnefnda er eitt aðaláhyggjuefni dr. Billingtons og hefur verið ráðið dálítið af sjálfboðaliðum til þess að ganga á eldra efni og skammskrá það inn í tölvukerfið. Mikið álag er á fasta fólkinu vegna þessa, það verður að sjá um skipulagningu verksins og sjá til að það fari ekki úr böndunum. Talsvert er um að fyrrverandi starfsmenn sem komnir eru á eftirlaun gefi sig fram í svona vinnu en einnig alltaf nokkuð af fólki sem ekki hefur fengist við safnstörf fyrr. En auk þessa var störfum fjölgað til muna í skráningardeild síðastliðið vor. Vegna yfirstandandi kerfisvæðingar Háskólabókasafns og Landsbókasafns fór ekki hjá því að ég hefði talsverðan áhuga á kerfismálum LC. Safnið var fyrsta altölvuvædda safnið í heiminum. Tölvukerfið (Library of Congress In- formation System, LOCIS) er nú komið á þrítugsaldur og ber aldrinum glöggt vitni. Það er flókið í notkun og umhendis óvönum að fara milli skráa (og gagnabanka). Notandinn getur því hæglega farið fram hjá mikilsverðum upplýsingum án þess að gera sér nokkra grein fyrir því að hann er ekki búinn að þaulkemba skrárnar. Hann þarf að vita af öllum skrám og hafa aðgang að handbók um notk- un kerfisins. Slíkar notendahandbækur eru því við hlið hvers almenningsskjás í safninu. Auk þess er alltaf hjálp- arlið hjá tölvuskránum og er mikið til þess leitað því að leiðbeiningarnar eru á mörgum blöðum og tekur tíma að átta sig á þeim. Ef skipanir eru notaðar rétt er kerfið hins vegar mjög öflugt. Hverri útstöð fylgir prentari sem nota má að vild. Unnið hefur verið að ýmsum endurbótum á kerfinu sem einkum miða að því að gera það notendablíð- ara. Meðal annars hafa verið teknir í notkun nokkrir snertiskjáir með valmyndastýrðum skjámyndum. Nefnist nýi almenningsaðgangurinn ACCESS og verður hluti af nýju kerfi sem unnið er að. Nýi aðfangaþátturinn, ACQUIRE, var tekinn í notkun síðastliðið haust. Jafn- framt nýhönnuninni verður að viðhalda gamla kerfinu og liggja ýmsir ITS deildinni á hálsi fyrir hvað seint gengur. Ekkert kerfi á markaði telst svara kröfum LC. Lokaorð Hér hefur verið stiklað á stóru. Ég hugsa til starfs- bræðra minna í LC og minnist margra góðra samveru- stunda innan safns sem utan. Svovona ég að menn virði mér það á betri veg að til þess að spara rúm hef ég notað styttingar á amerískum heitum þegar þau hafa einu sinni kornið fyrir í fullu formi ásamt íslenskri þýðingu eða skýringu. Annað lesefni m.a.: Goodrum, C.A. 1991. Treasures of the Library of Congress. New York : H.N. Abrams. Guide to the Library of Congress. 1988. Washington, D.C. : Library of Congress. Melville, A. 1980. Special collections in the Library of Congress: a selective guide. Washington, D.C. : Library of Congress. SUMMARY With watchful eyes on Capitol Hill — the story of a nine months internship at Library of Congress Library of Congress has maintained a special Intern Program since 1968 which has become accessible to foreign applicants since 1989. The author was one of those first admitted and the article is a summary of her experiences during the internship period. The programme offers continuing education and training in the field of general library management and is evenly divided into three major parts. The first three months cover a thorough introduc- tion to the organization and activities of LC. This is followed by a theoretical as well as practical discussion of various management issues while the third period is devoted to working on individual projects. Beyond the account about the actual content of the program the article gives a brief description of most special fea- tures of LC including various departments, collections and ser- vices. Automation, of particular interest to the author, is also discussed. 29
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Bókasafnið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.