Morgunblaðið - 27.02.2000, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 27.02.2000, Blaðsíða 58
58 SUNNUDAGUR 27. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Breytt kvenímynd Morgunblaðið/Ámi Sæberg Keppendur í Ungfrú ísland.is fara á ýmis námskeið. ERLENDAR Daníel Þorsteinsson, trommu- leikari hljómsveitarinnar Maus, fjallar um nýjasta disk Oasis, „Standing on the shoulder ofgiant s“sem kemur út á morgun. Takk fyrir kókoshnetuna FYRST þegar ég heyrði í Oasis fil- Sumir segja fegurðar- samkeppnir tíma- skekkju sem eigi lítið erindi við nútímakon- ur. Birna Anna Björnsdóttir ræddi ------7----------------- við Astu Kristjáns- * dóttur um fegurðar- samkeppnina Ungfrú --------7--------------- Island.is UMRÆÐA um fegurðarsamkeppnir skýtur alltaf upp kollinum með reglulegu millibili og er ljóst að sitt sýnist hverjum. Mörgum finnst ekk- ert nema jákvætt og gott að stúlkur keppi sín á milli um hver sé fegurst og segja þátttöku í slíkum keppnum aðeins til að bæta sjálfstraust og sjálfsímynd stúlkna. Aðrir segja það hljóta að vera niðurlægjandi fyrir stúlkur að vera stillt upp á svið í sundbolum. En á móti kemur að engin stúlka er þvinguð til að taka þátt í fegurðarsamkeppni, þær taka þátt af fúsum og fijálsum vilja og hafa margar af því afar mikla ánægju. Það er því spuming, fyrst slíkur fjölcli stúlkna hefur áhuga á þátttöku sem raun ber vitni, hvort hægt sé að halda því fram að feg- urðarsamkeppnir eigi ekki rétt á sér. Komin til að vera Nokkur tímamót em nú í fegurð- arsamkeppnisgeiranum því auk ' Fegurðarsamkeppni íslands sem á sér töluvert langa sögu hérlendis hefur verið efnt til annarrar keppni undir heitinu Ungfrú ísland.is. Aðstandendur keppninnar em Ásta Kristjánsdóttir, Hendrikka Waage, Linda Pétursdóttir og Þórey Vil- hjálmsdóttir og hafa þær fengið umboð fyrir keppnina Ungfrú heim- ur. Ásta Kristjánsdóttir segir keppnina Ungfrú ísland.is komna til að vera og að eitt af markmiðum með henni sé að breyta hefðbundn- um viðhorfum til fegurðar. „Fyrst og fremst erum við að reyna að breyta kvenímyndinni og færa þessa keppni til nútímans. Sú breyt- ing sem okkur finnst vera mikil- vægust er sú að við hvetjum stelp- umar áfram í námi,“ segir Ásta. „Þá er ég ekki að segja að hinar fegurðardrottningarnar okkar hafi verið eitthvað vitlausar, en mér finnst ekki hafa verið lögð nógu mikil áhersla á að þær hafi svo margt annað til að bera en bara feg- urð.“ Ólíkur hópur sem stefnir hátt Ásta segir að bæði undirbúningur og umgjörð keppninnar séu nýstár- leg. Úrslitakvöldið verður 25. mars í Perlunni og þar sýna stúlkurnar fatnaðeftir ýmsa fatahönnuði og segir Ásta stefnt að því að það verði glæsilegar tískusýningar. Hún tek- ur fram að stúlkurnar þurfi ekki að koma fram í sundfatnaöi. Sigur- vegarinn hlýtur meðal annars há- skólastyrk og fartölvu að launum og segir Ásta verðlaunin sýna í verki þá hvatningu sem ætlað er að veita stúlkunum. Sextán stúlkur, alls staðar að af landinu, vom valdar til að taka þátt í keppninni. Ásta segir að bæði hafi stúlkur sóst eftir því að taka þátt og einnig hafi þeim borist fjölmargar ábendingar. „Þetta er mjög ólíkur hópur og hafa þær allar metnað og stefna hátt á sínu sviði.“ Hún segir muninn á keppni af þessu tagp og fyrirsætukeppni felast í því að í fyrirsætukeppni sé ein- göngu verið að leita eftir ákveðnu útliti en í þessari keppni sé mun fleira tekið til greina við val á sigur- vegara. „Við emm ekki bara að fara eftir útliti. Við emm líka að fara eft- ir því hvernig þær koma fram og hvaða markmið þær hafa. Auðvitað viljum við að þær séu sem glæsi- legastar, en við viljum líka að þær hafi upp á margt annað að bjóða.“ Safnað fyrir Ævintýraklúbbinn Undirbúningur keppninnar felst meðal annars í námskeiðum af ýmsu tagi, þar á meðal námskeiði hjá Vegsauka í því hvemig skuli ná árangri. „En það sem mér finnst skipta mestu máli er Ævintýra- klúbburinn, sem við emm að styrkja í ár. Ævintýraklúbburinn er klúbbur þroskaheftra, einhverfra og fjölfatlaðra einstaklinga eldri en 17 ára og eru þeir að safna fyrir fé- lagsheimili. Við ætlum að leggja þeim lið þetta árið og hjálpa þeim við söfnunina." Ásta segir söfnunina hafa gengið rnjög vel og að hún sé meðal annars unnin í samvinnu við fyrirtæki gegn því að stúlkurnar kynni fyrirtækið. Einnig mun hluti ágóðans af keppn- inni sjálfri renna til Ævintýra- klúbbsins. „Svo vomm við með málverka- uppboð í gær þar sem boðin voru upp fimmtán málverk sem lista- menn hafa gefið og rennur það allt til Ævintýraklúbbsins,“ segir Ásta. aði eg þá vel en þorði ekki að viður- kenna það. Ég var svona laumu Oas- is-aðdáandi þó ég hafi varla viðurkennt það fyrir sjálfum mér. Svo árið 1995 kom „(What’s the story) morning glory?“ út og þá gat ég ekki haldið í mér lengur og sagði við sjálfan mig :„djö... þetta er kúl- asta hljómsveit í heimi.“ Tilefni þessarar greinar er nýútkominn fjórða breiðskífa Oasis. Hljómsveitin Oasis er ástæðan fyrir því að ég fór að spila á gítar. Ég „eyddi“ nær heilli önn í skólan- um á Netinu í að prenta út hljómana af lögum þeirra til að æfa mig heima. Á tíma- bili kunni ég öll lögin á þrem fyrstu plötun- um og líka b- hliðalögin. Stundum tekur maður í gítar- inn í partíum og það er lygilegt hvað maður getur náð nettri stemmningu með því að kunna nokkra Oasis-hljóma. Það virðist sem engin takmörk séu sett fyrir því hvað Noel Gallagher getur samið mörg grípandi lög út frá sömu vinnu- konugripunum. Lögin á nýju plötunni, Standing on the shoulder of gi- ants, eru ekkert flóknari en þau gömlu lagasmíðalega séð. Noel kem- ur enn og aftur á óvart með ótrúlega grípandi og einföldum lögum. Titill plötunnar er fenginn að láni hjá sir Isaac Newton og segir meira um Oasis en marga grunar. Newton meinti að ef hann gat eitthvað betur en aðrir var það út af því að hann „stóð á öxlum“ fyrirrennara sinna. Hann gat notað vitneskju þeirra sér til framdráttar og þurfti því ekki að finna upp hjólið. I Noels tilviki væru það t.d. Lennon og McCartney. Oas- is hafa ekki verið þekktir fyrir að gera miklar uppgötvanir í tónlist enda eru þeir ekkert að reyna það. Noel hefur marg oft viðurkennt að hann taki hljómaganga úr frægum slögurum og spili þá á mismunandi vegu þangað til að hann hefur samið sinn eigin. Málið snýst um að gera skemmtilega tónlist sem vekur upp tilfinningar hjá fólki og þess vegna skiptir það engu máli hvernig lögin verða tii. Noel og félagar hafa alltaf verið hreinskilnir. Sem dæmi um það má nefna viðtal við Noel sem birtist í ensku blaði, eftir að upptökum á plötunni lauk. Þar sagði hann að á plötunni væru þrjú slöpp lög, eitt ágætt og sex geðveik. í aðalatriðum er ég sammála honum fyrir utan eitt, mér finnst þetta eina ágæta lag að hans mati vera næst besta lag plötunnar. Þetta umrædda lag er fyrsta Oasis-lagið sem annar með- limur semur. Þann heiður á yngri bróðir Noels og aðalsöngvari sveit- arinnar, Liam Gallagher. Lagið heitir „Little James“ og er vægast sagt mjög góð frumraun. Haltu áfram, strákur! Á plötunni ganga þeir skrefi lengra í „sample“ og tölvunotkun, en þeir gerðu tilraunir með slíkt á síðustu plötu sinni „Be here now“. Margir myndu halda að tölvur og Oasis fari illa saman en svo er ekki. Þeir nota tæknina til að framkalla hljómburð sjöunda ára- tugarins, með auknum krafti þó. Nýr aðili var fenginn til liðs við Noel til að stjórna upptökum og var það enginn annar en Mark „Spike“ Stent sem m.a. hefur unnið með; U2, Madonnu, Björk og Massive Attack. Fyrsta lag plötunnar er til- raunakenndasta lagið. Það er furðuleg blanda af Chem- ical Brothers, „Immigrant song“ með Led Zeppelin og að sjálfsögðu Oasis. Fyrir um tveimur árum fékk Noel oft kvíðaköst á næturna. Eina slíka nótt samdi hann lag um þessa lífsreynslu og var útkoman „Gas panic!“ sem er að mínu mati besta lag plötunnar. Lög Noels hafa oftast fjallað um alþýðufólk. Textarnir eru flestir um það að hverfa frá sínu hversdagslega lífi, vera sannur sjálf- um sér og gera það sem mann lang- ar til. Það sama á við um nýju plöt- una. Oasis hafa aldrei „grúvað“ eins vel, aldrei verið eins „sækadelik" sem er mjög skrítið því þeir hafa aldrei verið eins edrú og nú. Platan inniheldur bæði seiðandi og rokkuð lög en það má einnig heyra smá „gospel“-áhrif samanber lagið „Roll it over“. „Standing on the shoulder of gi- ants“ er engin tímamótaplata í tón- listarsögunni en er það þó fyrir Oas- is. Aðallega fyrir það að þeir eru að gera tilraunir með nýtt „sánd“ og það að Liam semji eitt laganna. Þetta er svona millistigsplata, þeir eru að fara í gegnum ákveðnar breytingar. Tveir upprunalegir meðlimh- voru að hætta og nú eru komnir vægast sagt miklu svalari gæjar í þeirra stað. Nýtt „logo“, nýr lagahöfundur hefur bæst við, nýtt „sánd“, nýir meðlimir, og ný framkoma. Að mínu mati eru þeir rétt að byrja. P.s. Gallagher-bræður ef þið eruð að lesa þetta, þá vil ég bara þakka ykkur fyrir frábæra plötu og Noel, takk fyrir að skilja þetta með kókos- hnetuna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.