Morgunblaðið - 27.02.2000, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 27.02.2000, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. FBBRÚAR 2000 49 BRÉF TIL BLAÐSINS ... og enn fýkur landið burt Frá Gunnari B. Pálssyni: HINN 11. febrúar síðastliðinn sá ég í fréttablaði allra landsmanna grein sem mér fannst afar merkileg og í tíma töluð. Það var grein sem fjallaði um nauð- syn þess að gera átak í land- græðslu. Þessi grein er mér inn- blástur um frek- ari umfjöllun um málið. Hvað er það í íslendingum sem gerb’ það svo almennt að fólk sér ekki nauðsyn á að veita fé í hluti sem ekki gefa beinan arð og þá helst í gær? Dæmi um þetta er landgræðsl- an og íslenskt skólakerfi. Eru menn svo blindir að sjá ekki lengra en nef þeirra nær? Hvað með „framhaldslíf' á þessu landi? Kom- andi kynslóðir eiga rétt á því að sjá landið eins og það var. Var, segi ég, því allir þeir sem ferðast á Islandi og hafa gert það siðastliðin tíu ár sjá greinilegan mun til hins verra, svo ekki sé litið til lengri tíma, því þá væri munurinn enn meiri. Hvernig stendur svo á því að svona er komið? Ekki eru allir sammála um það. Eitt er víst að ástæðan er ekki ein heldur margar og finna ber flestar þeirra og ráðast gegn þeim á skipulegan hátt. Það er ekki nóg að láta orð flæða, þó svo að orð séu til alls fyrst, því það þarf að gera eitthvað vitrænt. Ekki bara slá sér upp á fögrum yfirlýsing- um og snúa sér síðan að hvernig verðbréfin standi þá stundina og gleyma yfirlýsingunum. Staða okkar er nefnilega svo slæm að þó svo að við legðum okkur öll fram dygði það rétt til að halda í horfinu. Gerið þið ykkur, lesendur góðir, grein fyrir þessu? Fjármagn og aðferðir eru því það sem við verð- um að einbeita okkur að. íslenskir bændur eru ágætir og merkilegt hvað þeir hafa margir haldið út, en allir þeir bændur sem ég þekki hafa meira en nóg að gera við að halda lífinu í sjálfum sér, hvað þá að stunda einhverja markvissa uppgræðslu á örfoka landi. Ekki ætla ég að alhæfa í þessu efni, því nokkur dæmi eru um mikinn mynd- arskap í landgræðslu hjá nokkrum bændum. Því miður er það bara langt frá því að vera nóg. Þetta tek ég fram af því að bændur fá á hverju ári fjármagn til landgræðslu. Það má að mínu mati því spyrja hvort það sé rétt stýring fjármagns. Það hefur komið í ljós undanfarin ár að sáning fræs úr lofti, þ.e.a.s. með flugvélum, er ekki eins árang- ursrík og sáning á jörðu niðri, sem liggur reyndar í hlutarins eðli. Þær fullkomnu sáðvélar sem nú fást af- kasta mjög miklu. Sjást dæmi þess á söndunum á Suðurlandi og víðar. Betur væri ef við hefðum heilu flokk- ana af dráttarvélum með slíkar sáð- Gunnar B. Pálsson vélar í eftirdragi sem ynnu allt sumarið að sáningu. Þá færi e.t.v. að verða mögulegt að tala um árangur og uppbyggingu. Er ekki upplagt að gefa æskunni (borgaræskunni) kost á vinnu við þetta á sumrin? Oft hefur vantað vinnu handa þessu annars duglega fóki. Ég er viss um að þeir einstaklingar sem ynnu við þetta færu að líta landið „verðmætari“ augum en áður, sem síðar mundi erf- ast til niðja þeirra. Fjármagn, fjármagn, jú ég geri mér grein fyrir kostnaði. Ef við telj- um okkur ekki geta gert þetta ein og óstudd þá er nauðsynin svo mikil að leita ber út fyrir landsteinana að fjármagni. Hvað með Evrópusam- bandið, Sameinuðu þjóðirnar? Já, er ekki tími til kominn að verðandi eyðimörk fái stuðning? Ég bara spyr. Ekki er svo nægilegt að sá, það þarf að hlúa að og bera á. Þá er kom- ið að þætti flugsins, sem er ómetan- legur þegar um slíkt er að ræða. Afkastageta flugvéla í slíkri vinnu er ótrúleg. Reyndar er líka nauðsyn- legt að nota flug við sáningu þar sem öðrum tækjum verður ekki við kom- ið, en krónur, dollarar, evrur eða hvað sem það nú heitir þarf. Ráðamenn, hvar í flokki sem þið eruð; opnið nú augun og sjáið verð- mæti í fleiru en verðbréfum, álver- um og virkjunum, þau eru til. Það er nefnilega svolítið glannaiegt að stíla eingöngu á svo bersýnilega hluti til atkvæðaveiða eftir hvert kjörtímabil að ekki sjáist neitt annað að benda á fyrir kjósendur. Takið ykkur nú tak. TF-Páll Sveinsson, landgræðslu- ílugvélin okkar, vorboðinn ljúfi, er rétt að komast á atvinnuleysisbætur. Segið þið mér endilega, hvað á þetta að þýða? GUNNAR P. PÁLSSON, Salthömrum 3, Rvk. © VOLUSTEI Mörkinni I / 108 Reykjavík / Sími 588 9505 ÞU FINNUR ORUGGLEGA EITTHVAÐ VIÐ ÞITT HÆFI HJA OKKUR ALLIR KENNARAR SKÓLAHS enska i n#cri OVÍKAR MÁL NÁMSKEIÐIN HEFJAST 6. MARS ÁHERSLA Á TALMÁL FJÖLBREYTT NÁMSKEIÐ í BOÐI INNRITUN STENDUR YFIR í SÍMA 588 0303 EÐA 588 0305. Hringdu og fáðu frekari upplýsingar Edward Richson Sandra Eaton Carla Nlercer Julie Ingham Enskllskólinn FAXAFENI 10, 108 Reykjavík SIGURBOGINN fær andlitslyftingu! Af því tilefni höldum viö hressilega rýmingarsölu dagana 28. febrúar-4. mars vegna breytinga á versluninni. 35% o afsláttur af: Töskum, skartgripum, klútum, slæðum, sokkabuxum o.fl. Verslunin verður lokuð v. breytinga frá 6. mars -15. mars. .... - wxm Laugavegi 80 ♦ s 561 1330 CO ’Z* ' Sjálfboðið starf Ef þú ert 25 ára eða eldri, hefur 10-12 klst afiögu á mánuði og vilt láta gott af þér leiða þá vantar okkur sjáifboðaliða til að svara í síma Vinatínunnar. Vinalínan er símaþjónusta fyrir 18 ára og eidri. Einnig getum við bætt við sjálfboðaliðum til að aðstoða ungt fólk sem leitartil Rauðakross- hússins. En það er neyðarathvarf og trúnaðar- símaþjónusta fyrir börn og unglinga. Sjáifboðaliðum er boðið upp á námskeið í símaviðtaistækni, handleiðslu i starfi og ýmsa aðra fræðslu. Kynningarfundur verður haldinn í Sjálfboða- miðstöð að Hverfisgötu 105 Reykjavík, mánudaginn 28. febrúar ki. 20.00. Núnari upptýsingar í Sjólfboðamiðstöð, sími 551 8800 Rauði kross íslands www.redcross.is feár Max alvöru þrivíddarliöntmn.. Kennt er á 3D Studio Max sem er eitt öflugasta þrívíddarforritið á markaðinum í dag og læra nemendur m.a. að vinna með líkanagerð, efnisáferðir, myndsetningu og hreyfimyndagerð fyrir sjónvarp og filmur. Námskeiðið er 120 klst. eða 180 kennslustundir. Kennt er þriðjudaga og fimmtudaga frá 18 - 22 og á laugardögum frá 13:15 -17:15. Næsta nám- skeið byrjar 21. mars og lýkur 3. júní. Stefön R.Pói sson Ég frétti hjá vini mínum að NTV væri að kenna á 3D studio MAX. Þar sem ég er tækniteiknari og notkun þrívíddarforrita fer vaxandi á teiknistofum, nýtist þetta nám mjög vel í mínu starfi og frekara námi. Það er vel staðiðað kennslu og eru námsgögn og öll aðstaða til fyrirmyndar. Ég mæli hiklaust með þessu námskeiði fyrir alla sem hafa áhuga á Þrívíddarvinnu. Upplýsmgcir og innritun í síitmm 544 4500 og 555 4980 & ntv Nýi tölvu- & viðskiptaskólinn Hóishrauni 2 - 220 Hafnarfirði - Slmi: 555 4980 - Fax: 555 4981 Hlfðasmári 9 - 200 Kópavogi - Sími: 544 4500 - Fax: 544 4501 Tölvupóstfang: skoli@ntv.is - Heimasíða: www.ntv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.