Morgunblaðið - 27.02.2000, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.02.2000, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 27. FEBRÚAR 2000 IÞROTTIR MORGUNBLAÐIÐ Allir steyptir ísama mótið MARGIR í Þýskalandi vilja kenna miklum fjöida erlendra leik- manna þar I landi um að Þjóðverjar vinna ekki tii verðlauna í al- þjóðlegum mótum - og árangur þýska liðsins á EM í Króatíu var ekki til að hrópa húrra fyrir. Fremstur í flokki þeirra sem hafa vilj- að skella skuldinni á útlendinga fer sjálfur landsliðsþjálfarinn Heine Brandt. Allur sá fjöldi erlendra þjálfara, sem starfa i Þýskalandi, er hins vegar á allt öðru máli. Sport Bild ræðir við tvo þjálfara efstu liðanna - Flensburg og Kiel. Blaðið segir að EM i Króatíu hafi verið eins og þýskt ættarmót, þar sem nærri 40% leikmanna á mótinu komu frá þýskum liðum. Hvers vegna eru það erlendir þjálfarar sem stjórna liðum í þýskum handknattleik á sama tíma og nær eingöngu heimamenn sjá um þjálfun liða í knattspyrnu? Blaðið vekur athygli á að aðeins tæp 30% þjálfara í 1. deildinni eru Þjóðverj- ar, en deildin er sú besta í heimi. Rætt er við tvo kunna þjálfara - Króatann Zvonimir Serdadrusic, sem þjálfar meistaralið Kiel og hef- ur gert það að einu sigursælasta liði Þjóðverja og Danann Erik Veje Rassmussen, sem þjálfar Flens- burg. Erik Veje lék 235 landsleiki fyrir Dani og gerði 1.040 mörk í þeim leikjum og því enginn aukvisi á ferð. Serdadrusic, sem hingað til hefur ekki vandað Heine Brandt kveðjurnar og sagt hann lítið gera fyrir þýskan handbolta - segir að ástæðan fyrir lélegu gengi Þjóð- verja og að engir nýir, efnilegir leik- menn koma upp, sé að þjálfun hjá þýskum unglingum sé svo léleg. Hann segir að engin breyting verði þar á næstu ár. „Sú stefna virðist ráða ríkjum að allir unglingar séu steyptir í sama mótið, þannig að sköpunargáfa og frjálsræði ung- linga fá ekki að njóta sín. Þýskum unglingum sé boðið upp á sömu æf- ingamar, þannig að sjálfstæðir skapandi leikmenn eru kæfðir í fæð- ingu. Þess vegna nýti ég krafta og treysti á 36 ára gamla sænska leik- menn til að sjórna leik minna manna - Magnus Wislander og Staffan OI- son. Það kemst enginn Þjóðverji með tæmar sem þeir hafa hælana og ég hef ekki séð neinn líklegan til þess þó svo að ég hafi fylgst vel með mörgum þýskum unglingaliðum. Rassmussen, sem hefur nær ein- göngu Norðurlandabúa í liði sínu - fimm Dani, tvo Norðmenn og tvo Rússa, segir að unglingar í Þýska- landi, sem koma á æfingu geri ekk- ert annað en það sem þjálfarinn segir - á meðan unglingar í Dan- mörku og Sviþjóð leiki sér með bolt- Judo Öflug sjálfsvQrnaríþrótt sem eflir sjálfstraust Byrjenda- og framhaldsnámskeiö eru nú að hefjast hjá Judodeild Ármanns, Einholti 6. Á námskeið- inu verða kennd fyrstu skrefin að þessari öflugu ólympíuíþrótt. Æfingar eru mánudaga, miðvikudaga og föstudaga. Judodeild Ármanns hefur um ára- bil verið leiðandi afl í judostarfsemi á landinu og átt góðu gengi að fagna á öllum mótum síðustu ára. Judo er alhliða íþrótt sem byggir upp styrk einstakl- ingsins um leið og þol og jafnvægi er aukið. Judo er íþrótt sem allir aldurshópar eiga að geta fund- ið sig í vegna hinnar fjölbreyttu líkamsræktar sem íþróttin býður upp á. Við hvetjum alla áhugasama um að hafa samband við okkur til að nálgast frekari upp- lýsingar. Innifaliö í æfingagjaldi er aðgangur að fullkomnum lyftingasal. Nánari upplýsingar er að fá hjá Hermanni Valssyni í síma 894 5265 og Daníel Reynissyni og síma 868 0107. Reuters Staffan Olsson, leikmaður hjá Klel, er hér að skora fyrir Svía er þeir unnu Rússa í úrslitaleik á EM. ann utan við æfingar og fá þannig miklu betri knatttilfinningu og verði miklu sjálfstæðari. Rassmussen, sem hefur lýst því yfir að hann ætli sér að búa til besta lið heimsins, segir enga tilviljun að fimm Danir séu í framtíðarliði sínu. „Þeir þekkjast mjög vel - koma allir úr sama handboltaskólanum, eru mjög leiknir og góðar skyttur. Þannig leikmenn hef ég ekki séð í þýskum unglingaliðum. Það fer í taugar mínar þegar ég sé leikmenn sem hnoðast áfram eins og naut í flagi - ætla sér að nota kraftana til að ná árangri í handboltanum," seg- ir Erik Veje, sem þolir stóra, þunga handknattleiksmenn, sem telja að harður varnarleikur sé aðal hand- knattleiksins. Serdadrusic segir að þýskir ung- lingar æfi aðeins tvisvar í viku. Unglingar sem ætla að ná langt í íþróttagrein sinni verða að æfa oft- ar, fyrir utan það að þeir æfa sjálfir með knöttinn. „Þýska deildin er sú besta heimi aðeins af einni ástæðu - hér eru fjölmargir útlendingar, bestu hand- knattleiksmenn heims, saman komnir. Svo einfalt er það. Þjóð- verjar eiga nóga aðstöðu og nóga peninga, en þjálfunin er stöðnuð og föst í vitlausu fari. Ef Þjóðverjar komast ekki upp úr því fari halda sömu mennirnir áfram að stjórna ferðinni." Rassmussen bætir við: „Þegar ég er að leita að nýjum leikmanni, þá verð ég því miður að fara út fyrir Þýskaland til að leita eftir leik- manni sem getur styrkt lið mitt.‘‘ Reuters Daninn Morten Bjerre, Flensburg, sækir hér að marki íslands á EM í Króatíu. Rasch á leið til Lemgo NORSKI landsliðsmaðurinn í handknattleik, Stig Rasch, sem leikur með Wuppertal, er ekki á leiðinni til Solinger eins og var reiknað með, heldur er hann nú orðaður við Lemgo, sem hefur fengið svissneska landsliðsmann- inn Peter Baumgartner til liðs við sig næsta keppnistímabil. Það er næsta víst að Lemgo láti rússneska landsliðsmanninn Serg- ej Pogorelov, sem liðið keypti frá Kaustik Volgugrad fyrir þetta keppnist ímabil, fara til Magde- burgar. Talið er að hann eigi að taka stöðu Rússans Atavin, sem er á leiðinni til Spánar á nýjan leik. Þá má geta þess að Svíinn Ulf Schefvert, sem hefur þjálfað Drott og danska Iandsliðið, hefur náð samningum við Wuppertal um að hann taki við þjálfun liðs- ins. Schefvert skrifaði undir rúm- lega eins árs samning, sem gildir til 30. júní 2001. Valdimar Grímsson er á förum frá Wuppertal eftir keppnistíma- bilið og þá getur farið svo að Dagur Sigurðsson verði ekki lengur hjá liðinu. Uwe Schwenke, framkvæmda- stjóri Kiel, hefur tilkynnt að fé- lagið hafi slitið viðræðum við leik- manninn Suður-Kóreumanninn Kyung-Shin Yoon, Gummersbach. Schwenke sagði að launakröfur þær sem umboðsmaður Yoon hafi gert, séu út í hött.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.