Morgunblaðið - 27.02.2000, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 27.02.2000, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 27. FEBRÚAR 2000 39 GUÐMUNDUR ÞÓRIR MAGNÚSSON + Guðmundur Þór- ir Magnússon fæddist í Reykjavík 27. júní 1918. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur hinn 21. febrúar siðastliðinn. Foreldrar hans voru Kristín Guðmunds- dóttir húsmóðir, f. 29. júlí 1888 í Hvassa- hrauni á Vatnsleysu- strönd, d. 1. október 1972, og Magnús Magnússon múrari, f. 22. október 1876 á Guðmundur, Ingvar, Skúli og Bára. Hinn 13. febrúar 1943 kvæntist Guð- mundur Jónínu Frið- riksdóttur, f. á Hvammstanga hinn 29. nóvember 1907, d. 14. nóvember 1977. Hinn 31. des- ember 1983 kvæntist Guðmundur seinni konu sinni Sigríði Kristinsdóttur, f. 15. nóvember 1921, d. 23. maí 1998. að hitta aðra eins. Amma var mann- eskja sem tók fólki eins og það var án þess að dæma það að ástæðulausu. Eg veit ekki hvar hún er núna en hvar sem hún er þá líður henni vel. Viðhorf hennar til lífsins var eins og hún sagði alltaf, að við yrðum að halda okkar striki, því við vitum öll að hún lifír áfram í huga okkar og hjarta og dag nokkurn hittumst við aftur. Það er sárt til þess að hugsa að ég skuli ekki geta fylgt henni, en ég veit að hún skilur það hvar sem hún er, því amma skildi alltaf allt og vissi allt. Amma, við systkinin eigum eftir að sakna þín. Ég veit að Paul Bjarni og Lea Katrin hugsa eins og ég en eíga erfitt með að koma orðum að því, kannski er óþarfi að nefna það en eins og ég sagði þá veistu það. Við elskum þig, amma. Hvíl í friði (þú átt það skilið). Sindre, Paul Bjarni og Lea Katrin. Hvanneyri í Borgar- firði, d. 3. nóvember 1975. Systkini Guðmundar á lífi eru Magnús A., Valtýr E., Gunnsteinn og Einara K. Látin eru Einara, Útfor Guðmundar fer fram frá Fossvogskirkju á morgun, mánudaginn 28. febr- úar, og hefst athöfnin klukkan 13.30. Er við kveðjum þig, Soffía mín, og horfum til liðins tíma, þá er gott að muna það sem gaf gleði og ánægju, þá nístir sorgin og söknuðurinn ekki eins sárt. Við horfum eftir þér, sem hafðir svo góð áhrif á líf okkar, sem fjársjóð mannauðs, svo ríkulega gafstu. Aufúsugestir vorum við alltaf á heimili þínu hvemig sem aðstæður voru og alltaf var jafn gott að koma, spjalla yfir kaffisopa, hlæja og eyða tíma saman. Með söknuði við lítum til þess. Elsku Bjarni, orð mega sín lítils en hugur okkar er hjá þér og við send- um þér og fjölskyldu þinni okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðj- um algóðan guð fyrir ykkur. Valdís og fjölskylda. Elsku Soffía mín, nú þegar þú ert horfin sjónum okkar um stund, lang- ar okkur til að kveðja þig með nokkr- um orðum í þakklætisskyni fyrir vin- áttu þína, því trygglyndari vin er ekki hægt að hugsa sér. Það sem mest stóð upp úr í persónuleika þín- um var hvað þú varst ætíð hrein og bein. Aldrei þurfti neinn að velta vöngum yfir hvaða meining lægi að baki orða þinna, þú sagðir alltaf skýrt og skorinort um hvað var að ræða. Og að sumu leyti minntir þú stundum á konuna með brauðið í sögunni eftir Halldór Laxness, því aldrei hefðir þú tekið það sem þér var trúað fyrir. Eftir tuttugu ára náinn vinskap er margs að minnast og mikils að sakna, en samt ber að þakka að nú hrjáir þig ekki sjúkdómurinn sem var þér orðinn lítt bærilegur. Nú hvílir þú í náðarfaðmi Guðs þar sem fallega sálin þín fær notið sín, laus við allar líkamlegar þjáningar. Við biðjum miskunnsaman Guð að styrkja fjölskyldu þína í sorg hennar og söknuði. Fjölskyldan var þér allt og þú sem varst þeirra styrkur ert nú horfin. Blessuð sé minning þín. Sofiaugumín, vakihjartamitt, horfiégtilGuðsmíns. Signdu mig sofandi, varðveittu mig vakandi, lát mig í þínum friði sofa og í eilífu ljósi vaka. (Gömul bæn.) Anna Júlía og Guðmundur. Elsku Soffía er dáín. Á stundu sem þessari eru orðin svo fátæk, þar sem sorgin og söknuður er mikill. Þú varst ein af þeim sem höfðu mikil áhrif á mín uppvaxtarár og þú hefur alltaf verið nálægt hjarta mínu. Með j miklum söknuði ert þú kvödd en ljúf minning þín lifir áfram í hjarta okk- ar. Elsku Bjarni og fjölskylda, ég bið Drottin að gefa ykkur þann styrk sem þarf á þessum erfiðu tímum. Hann er okkar huggari. Eg hef augu mín til fjallanna: Hvaðan kemur mér hjálp? Hjálp mín kemur frá Drottni, skapara himins og jarðar. (Davíðssálmur 121:1-2.) Á mánudagsmorguninn síðasta lést Guðmundur Þórir Magnússon, gamalgróinn Reykvíkingur. Atvik höguðu því svo að við undirrituð bjuggum í sama húsi og hann í tæpa tvo áratugi og viljum kveðja hann að lokinni þeirri samfylgd. Þessi ár áttum við margvísleg samskipti í sambandi við húsnæðið enda sumt af þvi sameiginlegt. Einn- ig þurfti að standa í ýmiss konar við- haldi á húsinu, skipta um þak og glugga, setja nýtt rafmagn og ýmis- legt fleira. Ekkert er eins auðvelt og að deila um peninga og skiptingu kostnaðar en það tókst okkur alla tíð blessunarlega að forðast. Er mála sannast að aldrei bar skugga á sam- búð okkar og samstarf allan þennan tima enda var Guðmundur einstak- lega traustur og áreiðanlegur í öllum samskiptum. Ekki má heldur gleyma því að Guðmundur og Sigrið- ur, kona hans, sýndu börnum okkar ætíð alúð ogvirðingu. Guðmundur var meðalmaður á vöxt, röskur í hreyfíngum en hæglát- ur hversdagslega. Hann vann í Sundlaugum Reykjavíkur, í Laugar- dalslaug, þegar við kynntumst hon- um fyrst, bæði við eftirlit og margs konar viðhald. I laugunum var hann stundum kallaður Guðmundur „vitri“ því hann var einstaklega minnugur á liðna daga og vel að sér í mannfræði, enda mála sannast að hann hafi þekkt flesta þá sem stund- uðu laugamar á hans tíð. Fyrir nokkrum árum lét Guð- mundur af störfum fyrh’ aldurs sakir en hann fann sér verkefni heima fyr- ir enda handlaginn að upplagi. Hann dyttaði að íbúðinni og ófáar stundir var hann í bílskúrskompunni að lag- færa og mála. Maður á eftir að sakna þess að heyra ekki til hans eða sjá hann vera að bardúsa eitthvað úti við. Síðari kona Guðmundar var Sig- ríður Kristinsdóttir. Þessi síðari ár fóru þau hjónin næstum því árlega í heimsókn til ættingja sinna og vina í Bandaríkjunum. Sigríður lést fyrir tæpum tveimur árum, vorið 1998. Það var Guðmundi mikið áfall enda var Sigríður glaðvær og Ijúf kona, og honum fór aftur á ýmsan hátt upp úr því. Einnig ágerðist heilsuleysi af ýmsum toga og hann var minna á ferli en endranær. Börn Sigríðar öll sýndu Guðmundi mikla ræktarsemi eftir lát Sigríðar, t.d. bjó Guðrún hjá honum seinustu mánuðina. Þeim og öðrum aðstandendum Guðmundar Magnússonar vottum við okkar inni- legustu samúð. Jón Torfason, Sigríður Krist- insdóttir. + Elskuleg móðir mín, KITTÝ OLSEN SIGFÚSSON, lést 20. febrúar. Útförin hefur farið fram, Bryndís Sigfússon t Elskulegur eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi, TRYGGVI HARALDSSON, lést föstudaginn 25. febrúar í Sunnuhlíð, Kópavogi. Fyrir hönd aðstandenda, Svava Hjaltadóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. + Innilegar þakkir fyrir samúð og vinarhug við andlát og jarðarför móður okkar, tengdamóður og ömmu, LAUFEYJAR JAKOBSDÓTTUR, Hrafnistu, Hafnarfirði, áður til heimilis á Hringbraut 61, Hafnarfirðí. Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunardeildar 2B, Hrafnistu, Hafnarfirði, fyrir góða umönnun. Elínborg S. Kjærnested, Símon Kjærnested, Borghildur Stefánsdóttir, Sverrir Stefánsson, Hrefna Magdalena Stefánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir færum við öllum, sem sýndu okkur samúð við andlát og útför elskulegs unnusta, sonar, tengdasonar, bróður og mágs, EINARS ÞÓRS EINARSSONAR, Hellubraut 2, Grindavík. Guð blessi ykkur öll. Anna Kristín Hjálmarsdóttir, Kristín Guðlaugsdóttir, Ragnheiður Guðmundsdóttir, Einar Þór Garðarsson, Guðný Pála Einarsdóttir, Þórunn Einarsdóttir, Garðar Einarsson, Hjálmar Haraldsson, Haraldur Hjálmarsson, Kristín Hjálmarsdóttir, Eva Hjálmarsdóttir, Sigríður Hanna Einarsdóttir, Sigríður Hjálmarsdóttir, Guðlaugur Einarsson, Laufey Hjálmarsdóttir, Anna Kristin Einarsdóttir, Rósey Hjálmarsdóttir, Erna Margrét Einarsdóttir og fjölskyldur. + Kæru vinir og vandamenn! Innilegar þakkir færum við ykkur öllum fyrir samúð og hlýhug við andlát og jarðarför okkar elskulega BENEDIKTS INGA JÓHANNSSONAR, Keldulandi 15, Reykjavík, (Herninggade 12, Kaupmannahöfn). Sérstakar þakkir til vina hans fyrir auðsýnda vinsemd. Guð blessi ykkur öll. Guðbjörg Benediktsdóttir, Örlygur Þórðarson, Gylfi Þórðarson, Karitas M. Jónsdóttir, Gústaf Reynir Gylfason, Benedikt Gísli Gylfason, Óskírður Gylfason. + Hugheilar þakkir sendum við til allra þeirra sem heiðruðu minningu móður okkar og tengda- móður, LILJU SIGHVATSDÓTTUR, sem lést sunnudaginn 6. febrúar á heimili sínu, Hrafnistu, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir færum við öllum sem starfa á hjúkrunardeild 2B á Hrafnistu, Hafnarfirði. Þeirra starf er okkur ómetanlegt. F.h. fjölskyldunnar, Björn Magnússon, Sigrún Kaaber, Stefán Unnar Magnússon, Bergrún Jóhannsdóttir, Stefanía Magnúsdóttir, Guðjón Torfi Guðmundsson. + Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinarþel við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HELGU RAGNHEIÐAR SNÆBJÖRNSDÓTTUR. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar G-2 Hrafnistu Reykjavík. Guðmundur Gústafsson, Margrét Árnadóttir, Katrín Gústafsdóttir, Vífill Oddsson, Þorsteinn Páll Gústafsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinsemd við andlát og útför hjartkærs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, JÓNS ELLERTS SIGURPÁLSSONAR fyrrverandi skipstjóra frá Ólafsfirði. Lárus Jónsson, Guðrún Jónsdóttir, Guðrún Jónsdóttir, Valdimar Á Steingrímsson, Þórleifur Jónsson, Elísabet F. Eiríksdóttir, afabörn og langafabörn. Anna María.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.