Morgunblaðið - 27.02.2000, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 27.02.2000, Blaðsíða 42
42 SUNNUDAGUR 27. FEBRÚAR 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐID KIRKJUSTARF Dómkirkjan í Reylqavík. Safnaðarstarf Æðruleys- ismessa í Dóm- kirkjunni SUNNUDAGINN 27. febrúar kl. 21 verður æðruleysismessa í Dómkirkj- unni. Messan er helguð því fólki sem leitar bata eftir tólfsporaleiðinni. Á dagskrá er reynslusaga, sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson hugleiðir kær- leikann í sporunum, og Ragnheiður Sverrisdóttir leiðir fyrirbæn. Anna Sigríður Helgadóttir syngur við und- irleik Bræðrabandsins. Sr. Anna Sigríður Pálsdóttir leiðir dagskrána. Á eftir verður kaffi á Loftstofunni, Austurstræti 20. Tómasarmessa í Breið- holtskirkju ÁHUGAHÓPUR um svokallaðar Tómasarmessur efnir til annarrar messunnar á þessu ári í Breiðholts- kirkju í Mjódd, í kvöld kl. 20. Tómasarmessean hefur vakið at- hygli víða um lönd á undanförnum árum og eru slíkar messur jafnan fjölsóttar. Frakvæmdaaðilar að þessu messuhaldi eru Kristilega V skólahreyfingin, Félag guðfræði- nema, Breiðholtskirkja og stór hóp- ur presta og djákna. Markmið Tóm- asarmessunnar er öðru fremur að leitast við að gera nútímamanninum auðveldar að skynja návist drottins, einkum í máltíðinni sem hann stofn- aði og í bænaþjónustu og sálgæslu, en mikil áhersla er lögð á fyrirbæna- þjónustu. Pá einkennist messan af fjölbreytilegum söng og tónlist og sömuleiðis af virkri þátttöku leik- manna. Bústaðakirkja. TTT, æskulýðs- starf fyrir 10-12 ára, mánudag kl. 17. Friðrikskapella. Kyrrðarstund í hádegi á morgun, mánudag. Léttur málsverður í gamla félagsheimilinu '> að stundinni lokinni. Langholtskirkja. Lestur Passíu- sálma mánudag kl. 18. Laugameskirkja. Morgunbænir mánudag kl. 6.45. Mánudagskvöld kl. 20.12 spora-hópurinn. Neskirlq'a. Sunnudagaskóli kl. 11. 8-9 ára starf á sama tíma. Job kl. 20.30. Frumflutningur. Einnig sýn- ingar þri. 29.2. og fim. 2.3. Miðasala og uppl. í Neskirkju í síma 511-1563. TTT, 10-12 ára starf, mánudag kl. 16. Kirkjukór Neskiriqu æfir mánudag kl. 19. Nýir félagar velkomnir. Fót- ^snyrting á vegum Kvenfélags Nes- 'kirkju mánudag kl. 13-16.Upplýsing- ar í síma 551-1079. Foreldramorgnar alla miðvikudaga kl. 10-12. Seltjamameskirkja. Æskulýðsfé- lagið kl. 20-22. Árbæjarkirkja. Yngri deild æsk- ulýðsfélagsins kl. 20-22. Kirlq'u- prakkarar, 7-9 ára, kl. 16-17 á mánu- dögum. TTT-starf 10-12 ára, kl. 17-18 á mánudögum. Eldri deild æskulýðsfélagsins kl. 20-22. Fella- og Hólakirkja. Starf fyrir 9-10 ára drengi á mánudögum kl. 17- 18. Æskulýðsstarf fyrir 9.-10. bekk á mánudögum kl. 20-22. Grafarvogskirkja. Bænahópur kl. 20. Tekið er við bænarefnum í kirkjunni alla daga frá kl. 9-17 í síma 567-9070. Hjallakirkja. Æskulýðsfélag fyrir unglinga 13-15 ára kl. 20.30 á mánu- dögum. Prédikunarklúbbur presta í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra er á þriðjudögum kl. 9.15-10.30. Um- sjón dr. Siguijón Árni Eyjólfsson. Kópavogskirkja. Foreldrastund í safnaðarheimilinu Borgum þriðju- dag kl. 10. Kyrrðar- og bænastund þriðjudag kl. 12.30. Fræðslukvöld í Borgum kl. 20. Einar Gylfi sálfræð- ingur kemur og ræðir samskipti for- eldra og unglinga. Seljakirlq'a. Æskulýðsfundur í dag kl. 20. KFUK-fundir á mánudög- um. Kl. 17.15 stelpustarf á vegum KFUK og kirkjunnar fyrir 6-9 ára og kl. 18.30 fyrir 10-12 ára. Mömmu- morgnar á þriðjudögum kl. 10-12. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Ungl- ingakór á mánudögum kl. 17-19. Æskulýðsfélag mánudag kl. 20-22. Hafnarfjarðarkirkja. Æsku- lýðsstarf, yngri deUd, kl.20.30-22 í Hásölum. Krossinn. Almenn samkoma að Hlíðasmára 5 kl. 16.30. Allir vel- komnir. Hvammstangakirkja. KFUM og K-starf kirkjunnar mánudag kl. 17.30 á prestssetrinu. Landakirkja, Vestm an naeyj u m. Kl. 20.30 æskulýðsfundur. Fríkirkjan Vegurinn. Fjölskyldu- hátíð kl. 11. Fögnuður og gleði í húsi drottins. Léttar veitingar eftir sam- komuna. Samkoma kl. 20. Lofgjörð, prédikun og fyrirbæn. Samúel Ingi- marsson prédikar. Allir hjartanlega velkomnir. Hvítasunnukirkjan Ffladelfía. Al- menn samkoma kl. 16.30. Lofgjörð- arhópurinn syngur, ræðumaður Erl- ing Magnússon. Ungbarna- og bamakirkja meðan á samkomu stendur. Allir hjartanlega velkomn- ir. Hjálpræðisherinn. Kl. 20 hjálp- ræðissamkoma. Mike Fitzgerald tal- ar. Mánudag: Kl. 15 heimilasam- band. Boðunarkirkjan. Daníelsbók kl. 17 í dag. Á mánudagskvöldum kl. 20 er dr. Steinþór Þórðarson með En- oksnámskeið í beinni útsendingu á Hljóðnemanum 107. Hvammstangakirlqa. KFUM og K-starf kirkjunnar mánudag kl. 17.30 á prestssetrinu. Akraneskirkja. Mánudagur: Fundur í æskulýðsfélaginu í húsi KFUM og K kl. 20. Hólaneskirkja, Skagaströnd. Á morgun, mánudag: Unglingadeild KFUM & K kl. 20 fyrir 13 ára og eldri. Lágafellskirkja. Mánudagur: Kirkjukrakkar - starf fyrir 7-9 ára börn frá kl. 17.15-18.15. Húsið opnað kl. 17. Umsjón Þórdís. Víkurprestakall í Mýrdal. Ferm- ingarfræðsla á mánudögum kl. 13.45. Frelsið, kristileg miðstöð. Al- menn fjölskyldusamkoma sunnu- daga kl. 17. + Finnur Magnús- son fæddist í Há- túni í Hörgárdal 25. júlí 1916. Hann lést 21. febrúar síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Magnús Frið- finnsson, bóndi í Há- túni og síðar Skriðu í Hörgárdal, f. 8.8. 1880, d. 25.1. 1962, og kona hans Frið- björg Jónsdóttir, f. 19.2. 1874, d. 3.10. 1946. Bræður Finns voru Höskuldur, bóndi í Skriðu, f. 8.10.1906, og Skúli, kennari á Ak- ureyri, f. 27.3. 1911, báðir látnir. Uppeldisbróðir Einars er Sigur- björn Sigurbjörnsson, lqötiðnað- armaður á Akureyri, f. 27.2.1923. Hinn 3. júní 1944 kvæntist Finnur Ragnheiði Davíðsdóttur frá Möðruvöllum í Hörgárdal, f. 13.10. 1920, d. 14.9. 1982. Börn þeirra eru: 1) Friðbjörg Hulda, f. 8.8. 1949, gift Jóhannesi Jóhann- Hve sárt það er okkur að sjá eftir þér, hér skuggarnir ríkja og dapurlegt er, nú nótt er í huga og hjarta. Þín minning mun lifa um ókomin ár, að endingu hverfur vor tregi og tár, við öll munum brosið þitt bjarta. Þótt hugur sé dapur og hrygg sé vor sál, kann Herrann að líkna og kveikja það bál sem kvíðanum sárum burt bægir. Hann syrgjendum veita kann hjálpræðis- hönd, hlífa og styrkja vinanna bönd og saknaðarlogana lægir. Þú óhræddur gengur á frelsarans fund, fólskvalaus ætíð var sál þín og lund, í faðmi hans hvíld þú munt finna. Það heilmikla veitir oss hugarfró, á himnum þú dvelur í friði og ró, í umhyggju ástvina þinna. (G.S.) Friðbjörg, Jóhannes, Sigríð- ur, Grímur, börn, tengdabörn og barnabarnabörn. Ég hitti Finn minn blessaðan síðast hjá Björgu ömmu í desem- ber sl. og minnist þeirra samfunda með mikilli hlýju og þakklæti. Við áttum þar gott og langt samtal um veikindi hans og meðferðina við þeim. Hann sýndi mér ævinlega mikið traust og leitaði til mín sem hjúkrunarfræðings um ráð og það þótti mér mjög vænt um. Ég fann á honum þá að meðferðin var búin að vera honum erfið og taka á hann. Hann lét þó aldrei bilbug á sér finna í sínu erfiða sjúkdómsstríði og fór fullur bjartsýni í aðgerðina 9. febrúar sl. Mig grunaði þó ekki að hann myndi kveðja svona fljótt, þótt vissulega væri vitað að brugð- ið gat til beggja vona. Svo virðist þó sem hann hafi verið búinn að fá nóg því hann lést úr fylgikvillum aðgerðarinnar. Ég veit að hann var hvíldinni feginn. Finnur var bróðir Höskuldar afa míns, sem var bóndi og kennari í Skriðu í Hörgárdal, en hann lést úr berklum í janúar 1944. Þá var faðir minn, Þórhallur Höskuldsson, á öðru árinu. Amma bjó áfram í Skriðu á móti Finni og Ragnheiði konu hans, ásamt Friðbjörgu lang- ömmu minni og Magnúsi langafa eða þar til faðir minn var 7 ára gamall. Faðir minn naut þar þeirr- ar einstöku umhyggju og væntum- þykju sem ríkti á heimilinu og leit raunar alla tíð á Skriðuheimilið sem sitt annað heimili, enda lágu þar rætur hans. Það nána og trausta samband sem skapaðist þar á milli hans og Finns fylgdi þeim ævina á enda. Finnur bar hag hans ævinlega fyrir brjósti, jafnt sem barns og eftir að hann varð fullorðinn og umhyggja hans fyrir okkur öllum í fjölskyldunni var einstök alla tíð. Finnur var hæglátur og vann essyni, og eiga þau Qóra syni og þijú barnabörn. 2) Sig- ríður Valgerður, f. 4.4. 1951, gift Grími Sigurðssyni, og eiga þau tvær dætur og tvö barnabörn. Stjúpsonur Finns og sonur Ragnheiðar er Sverrir Haraldsson, f. 18.5. 1941, kvænt- ur Sigurbjörgu H. Sæmundsdóttur, og eiga þau fimm börn og sex barnabörn. Finnur og Ragn- heiður voru bændur í Skriðu frá 1944 til 1966, fyrst í sambýli með foreldrum Finns og síðar með Sverri og konu hans. Árið 1966 fluttu þau til Akureyrar og bjuggu þar eftir það. Utför Finns fer fram frá Akur- eyrarkirkju á morgun, mánudag- inn 28. febrúar, og hefst athöfnin klukkan 13.30. verk sín hljóður. Hann var nær- gætinn og hlýr, ákaflega fíngerður og hógvær og má með sanni segja að með honum hafi búið nokkurt listamannseðli. Hann hafði m.a. ungur áhuga á gullsmíði en ekki voru efni til að senda hann til náms. Hann var einstaklega natinn og allt sem sneri t.d. að vélum og vélaviðgerðum lék í höndum hans. Þau voru ófá skiptin á Möðruvöll- um þegar hann var úti í skúr að huga að vélunum okkar og var oft búinn að vera þar lengi áður en við urðum hans vör. Hógværð hans birtist jafnt í orði sem verki. Eftir fráfall föður míns nutum við fjölskyldan sérstaklega um- hyggju hans og elskusemi, ekki síst móðir mín. Hann fylgdist með henni og okkur af einstakri alúð og var ætíð reiðubúinn að leggja það lið sem hann mátti. Samband Finns og ömmu ein- kenndist af miklum kærleik og vin- áttu frá gamalli tíð. Ævinlega var mikið samneyti milli ömmu og Kristjáns afa og Ragnheiðar og Finns. Þau höfðu alla tíð mikinn styrk hvert af öðru, ekki síst eftir fráfall Ragnheiðar 1982 og síðan afa 1998. Ég veit að amma saknar nú sárt síns góða og trygga vinar. Við systkinin minnumst Finns eins og besta afa sem lét sér svo annt um velferð okkar. Við söknum hans öll mjög sárt, eins og fjöl- skyldan okkar öll, en minnumst jafnframt með miklu þakklæti alls þess sem hann var okkur. Við biðj- um Guð að blessa allar þær góðu minningar sem hann eftirlætur öll- um þeim sem þekktu hann og þótti vænt um hann. Við felum hann góðum Guði um alla eilífð. Ættingjum mínum öllum sendi ég mínar innilegustu samúðar- kveðjur héðan frá Englandi. Björg Þórhallsdóttir. Vertu sem best kvaddur, kæri vinur. Við fjölskyldan frá Laugar- bökkum viljum þakka áralanga vináttu sem aldrei bar skugga á. Þakka þér hve vel þú reyndist þeg- ar mamma okkar dó. Hve mikla nærgætni og hlýju þú sýndir okkur öllum og eyddir vikum á Laugar- bökkum, meðan jafnvægi var að komast á aftur. Þín blíðu og nær- færnu persónueinkenni komu þá vel í ljós. Við áttum líka margar skemmtilegar stundir saman þar sem glettni þín fékk að njóta sín. Til dæmis þegar þið pabbi voruð að fá ykkur græna heilsudrykkinn, þá var nú margt spjallað. Þú munt alltaf verða til í minningum okkar. Við vottum fjölskyldu þinni dýpstu samúð. Hvíldu í friði í dalnum þín- um. Guðmundur Þorvaldsson, Sigríður, Kristjana, Hrafn- hildur og fjölskyldur. Elsku afi. Við systkinin eigum margar góðar minningar um þig og þá sérstaklega frá uppvaxtarárum okkar í Skriðu, en þú og amma voruð þar löngum stundum og fylgdust þar með öllu sem við gerðum. Okkur fannst þú stundum hafa of miklar áhyggjur, eins og þegar við vorum að byrja að keyra traktor. Þá hljópst þú með til að passa skurðina og að við færum ekki of hratt. Alltaf barst þú hag okkar syst- kinanna fyrir brjósti og sýndi það sig best þegar Jónína átti við sín veikindi að stríða. Þá varst þú hjá henni löngum stundum. Elsku afi, við kveðjum þig með þessu ljóði sem lýcir hug okkar til þín: Eg sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Hvíl í friði. Systkinin Skriðu. Birting afmælis- og minningar- greina MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinamar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar gi-ein- ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu. FINNUR MAGNÚSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.