Morgunblaðið - 27.02.2000, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 27.02.2000, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 27. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Ámi Sæberg Sifrurður Helgason og Ingiveig Gunnarsdóttir á skrifstofu sinni hjá ferðaskrifstofunni Landnámu. VAXANDIÁHUGI Á VISTVÆNNI FERÐAMENNSK U Eftir Ásdísi Haraldsdóttur VIDSKIPn AIVINNULÍF Á SUIMNUDEGI ► Ingiveig Gunnarsdóttir hefur víða komið við í ferða- málum. Að loknu stúdentsprófi frá MR árið 1980 lagði hún stund á nám í þýsku og ensku og síðar í hagnýtri fjölmiðlun við Háskóla Islands. Samhliða háskólanámi starfaði hún hjá Ferðaskrifstofunni Utsýn við fararsljórn og skrifstofustörf. Árið 1990 hélt hún til Bretlands þar sem hún stundaði nám í ferðamálafræðum við háskólann í Surrey. Eftir heimkom- una haustið 1991 nam hún við Leiðsöguskóla íslands ásamt því að gegna stöðu hótelstjóra hjá Hótel Leifí Eiríkssyni. Hún starfaði sem sölu- og markaðsstjóri hjá Hótel Sögu um skeið. Ingiveig stofnaði ásamt fleirum ráðgjafarfyrirtækið Landnámu árið 1996 og ári síðar Ferðaskrifstofuna Landnámu og þá hafði Sigurður Helgason viðskipta- fræðingur bæst í hópinn. ► Sigurður sér nú um rekstur Landnámu ásamt Ingiveigu. Hann lauk stúdentsprófi frá MK árið 1984. Eftir það starf- aði hann sem gjaldkeri hjá Bæjarútgerð Reykjavíkur og fjármálafulltrúi hjá Granda hf. Hann bjó erlendis og ferðað- ist um heiminn næstu sjö ár. Hann lauk námi í viðskipta- og markaðsfræði frá Ryerson Polytechnical University í Toronto í Kanada árið 1991. Eftir að hann kom heim starfaði hann sem ráðgjafí hjá Hagvangi frá 1993-1994 og sem sjálfstæður ráðgjafi eftir það. Ferðaþjónusta er ört vaxandi atvinnugrein í heiminum. Fjölgun ferðamanna hefur kveikt hugmyndir um mik- ilvægi umhverfisvemdar og að verja þurfi fjölfama ferðamannastaði fyrir ágangi. Áherslur hafa því verið að breytast og svokallaðri vistvænni ferðaþjónustu eða „Eco Tourism" hefur vaxið fiskur um hrygg á allra síðustu árum. Hér á landi var fyrsta vistvæna ferðaskrifstofan stofnuð fyrir þrem- ur árum þegar Landnámu var komið á fót. Þrátt fyrir að þær raddir heyrðust innan ferðaþjónustunnar að þetta væri bara bóla sem fljótlega myndi springa og að ferðaþjónusta á íslandi hafi alltaf verið vistvæn og nú væri verið að finna hjólið upp á ný segir Ingiveig Gunnarsdóttir fram- kvöðull Landnámu staðreyndimar tala öðra máli. Á þessum áram hafa umsvif Landnámu aukist jafnt og þétt. Sal- an var fremur dræm fyrsta starfsár- ið enda fyrirtækið nýtt af nálinni og rétt að byrja að kynna sig á mark- aðnum. Á öðra starfsári var ljóst hvert stefndi en þá hafði salan aukist áttfalt. I kjölfarið hófst markvisst kynningar- og markaðsstarf og tryggðir vora samningar við fleiri erlenda ferðaheildsala. Stjómendur höfðu einsett sér að ná núllpunkti í rekstrinum árið 1999 og hefur það gengið eftir. Á fjórða starfsári eru ferðir Landnámu í boði hjá stóram ferðaheildsölum í Þýskalandi, Hol- landi, Ítalíu, Bandaríkjunum og á Norðurlöndunum allt árið um kring. Sérhæfing Landnámu á innanlan- dsmarkaði felst m.a. í fræðsluferðum þar sem jarðfræði landsins, sögu, bókmenntaarfi, plöntu- og dýraríki og samfélags- og umhverfismálum era gerð ítarleg skil. I því skyni hef- ur verið stofnað til viðskipta við sér- hæfðar ferðaskrifstofur er sinna menntastofnunum, náttúraverndar- samtökum, fuglaskoðuram og áhugahópum um náttúrufræði. Þess- ar sérferðir hafa skilað fyrirtækinu mestum hagnaði en smám saman hefur einnig tekist að festa í sessi dagsferðir og lengri ferðir sem era í boði með reglulegu millibili allt árið um kring. í litlum hópum til framandi landa Landnáma býður ekki eingöngu upp á innanlandsferðir fyrir útlend- inga því frá upphafi var stefnt að því að þjóna íslendingum í utanlands- ferðum þar sem sjónarmið „grænn- ar“ ferðamennsku er í hávegum haft. Þar er m.a. átt við ferðir til framandi heimsálfa í litlum hópum þar sem sérstaklega er höfðað til áhuga ferðamanna á náttúrafari og mann- lífi viðkomandi lands. Fyrstu ferðir Landnámu árið 1997 til Costa Rica og Ekvador og Galapagos fengu góð- an hljómgrann þó ekki hafi náðst þátttaka í allar ferðir sem í boði voru það árið. Árið 1999 kom út ferðabæklingur sem hefur að geyma upplýsingar um ferðir Landnámu þrjú ár fram í tím- ann. Mun það vera í fyrsta skipti sem það er gert í ferðaþjónustu hér á landi. Þetta var gert með þarfir við- skiptavinanna í huga enda krefjast ferðir til annarra heimsálfa á fram- andi slóðir lengri undirbúnings og skipulagningar bæði hvað varðar tíma og fjármögnun. Féll bæklingur- inn í góðan jarðveg hjá viðskiptavin- um Landnámu. Fljótlega eftir að hann kom út seldist önnur ferðin til Ekvador og Galapagos upp en þang- að var farið í október síðastliðnum. Einnig var farið til Nepal og Tíbet í mars og til Eystrasaltslandanna í maí. Næstu utanlandsferðir á vegum Landnámu era annars vegar páska- ferð til Madagaskar- og Máritíus- eyja og hins vegar ferð með Síber- íuhraðlestinni til Rússlands, Mong- ólíu og Kína í lok ágúst. Einnig býður Landnáma upp á náttúravæn- ar fjölskylduferðir til Minnesota í Bandaríkjunum. Þar er dvalið í fögra umhverfi vatna og skóglendis í sumarhúsum. Tímanum er varið í náttúruskoðun sem samræmist áherslum vistvænnar ferðamennsku. Á næsta ári er einnig stefnt að tveimur stóram ferðum, annars veg- ar þriðju ferðinni til Ekvador og Galapagos og hins vegar til Papúa- Nýju Gíneu. Með ólæknandi ferðabakteríu Alls eru hluthafar í Landnámu tíu talsins. Auk Sigurðar og Ingiveigar starfa Coletta Búrling og Ragnheið- ur Erla Bjarnadóttir á skrifstofunni en þær era í hópi eigenda. En hvað skyldi hafa orðið til þess að stofnuð var vistvæn ferðaskrifstofa? Ingiveig segist hafa verið haldin ferðabakteríu frá þvi hún lauk stúd- entsprófi og fór til Ítalíu til að vinna á ferðskrifstofu á Lignano. Hún átti gott samstarf við starfsfólk Útsýnar sem hafði skrifstofu við hliðina. Mál- in þróuðust þannig að hún gerðist leiðsögumaður í nokkrum ferðum á vegum Útsýnar á Ítalíu og síðar í heimsreisum. „Það var ljóst að ekki varð aftur snúið og að minn starfsvettvangur myndi tengjast ferðamálum. Eg starfaði með Ingólfi Guðbrandssyni í heimsferðunum og það var góður skóli. Hann vildi hafa allt sem sneri að farþegunum fullkomið. Auk þess kynntist ég öllum hliðum ferðaþjón- ustunnar á meðan ég var hjá Útsýn. Ég fékk gott tækifæri til að ferðast víða á þessum áram, til dæmis til Japan, Filippseyja, Taílands, Mal- asíu, Borneó og fleiri staða. Þessi reynsla er ómetanleg.“ Eftir nokkum tíma lá leið Ingi- veigar aftur í Háskólann þar sem hún ákvað að leggja stund á nám í hagnýtri fjölmiðlun. „Ég hafði unnið lengi undir miklu álagi enda fylgir starfi í ferðaþjónustu talsverð streita. Eins langaði mig að vita hvort lífið byði upp á eitthvað annað áhugavert en ferðamennsku. Þetta nám hefur nýst mér ágætlega en ferðamálin toguðu í mig og auðvitað endaði ég á því að fara til Bretlands í mastersnám í ferðamálafræðum við háskólann í Surrey.“ Að leggjast í grasið og drekka úr læk Það var einmitt í Bretlandi sem áhuginn á vistvænni ferðamennsku kviknaði. „Þetta var mjög gott og skemmtilegt nám. Þarna opnuðust augu mín íyrir því sem var að gerast í ferðamálum á alþjóðlegum vett- vangi og ég valdi að skrifa um vist- væna ferðamennsku í lokaritgerð minni. Eftir því sem ég sökkti mér meira niður í efnið fannst mér það verða áhugaverðara. Eftir að ég kom heim hóf ég nám við Leiðsöguskólann. í kjölfar þess hóf ég störf sem leiðsögumaður á ís- landi. Það var ný reynsla fyrir mig og opnaði mér nýja sýn. Ég upplifði landið með augum gestsins. Það var ákaflega lærdómsríkt og endur- minningamar frá þessum tíma koma stöðugt upp í hugann þegar ég er að útbúa ferðalýsingar. Flestar ferðim- ar sem ég leiðsagði voru hringferðir um ísland þar sem reynt er að kom- ast yfir sem mest á sem skemmstum tíma. Þessar ferðir vora vinsælastar á þeim áram og era enn hjá ákveðn- um hópi ferðamanna. Gallinn var sá að hóparnir vora oft blandaðir sem gerði það að verkum að ferðaþarfirn- ar vora mjög mismunandi. Sumir vildu vera inni í bíl allan tímann á meðan aðrir vildu heldur njóta nátt- úrannar og ganga um.“ Ingiveig segist strax hafa séð að hér á landi vantaði fjölbreyttara ferðaframboð og hugsað með sér að gaman væri að stofna ferðaskrif- stofu sem gæti breytt þessu ferða- mynstri. Möguleiki væri að raða fólki í hópa eftir getu og jafnvel aldri og áhugamálum. Náttúraferðamenn kunna að meta að fá tíma til að njóta náttúrannar, upplifa hana í nálægð, leggjast í grasið, finna ilminn af gróðrinum og hlusta á hljóð náttúr- unnar. „Þetta er það sem er svo sér- stakt við landið okkar þó erfitt sé að sannfæra erlenda ferðamenn um að þeim sé óhætt að drekka vatn beint úr lækjum. Orlagarík ferð um Reykjanes „Hugmyndin þróaðist smám sam- an hjá mér. Eftir að ég kom heim úr námi var mikið leitað til mín með að halda erindi og skrifa greinar um vistvæna ferðamennsku og ég fann að áhuginn á þessum málum var að vakna og þörfin fyrir ráðgjöf var til staðar. Landnámu, sem ráðgjafar- fyrirtæki, stofnaði ég svo í apríl 1996 ásamt Steinunni Harðardóttur, Fríðu Björgu Eðvarðsdóttur og Guðbjörgu Gunnarsdóttur. Þá sá ég þó ekki fyrir mér að ég myndi stofna ferðaskrifstofu þótt sú hugmynd byggi alltaf undir.“ Málin þróuðust þannig að Ingiveig var beðin að halda erindi um vist- væna ferðamennsku fyrir starfsfólk Flugleiða sem starfar bæði hér á landi og erlendis. Hún tók það að sér ásamt Steinunni Harðardóttur og í tengslum við erindið skipulögðu þær vistvæna ferð um Reykjanesið. „Við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.