Morgunblaðið - 27.02.2000, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 27.02.2000, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 27. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Þjáning hins saklausa manns Ljóðleikur úr Jobsbók í þýðingu Helga Hálfdanarsonar verður frumfluttur í Nes- kirkju í kvöld. Það eru Arnar Jónsson, ——- 7 Sveinn Einarsson, Askell Másson og Helga Stephensen sem standa að sýningunni. Hávar Siguijónsson ræddi við þau. „ÞAÐ er nafnlaus leikhópur sem stendur að þessari sýningu," segir Sveinn Einarsson leikstjóri glaðbeitt- ur rétt fyrir frumsýningu á Jobsbók í Neskirkju. „Kannski við ættum að kalla okkur Jobbara." Leikbrúður og innri rödd Hvað sem því líður þá er greinilegt að sýning Jobsbókar er talsvert , jobb“ þar sem leikarinn Arnar Jóns- son fer með öll hlutverk leiksins, Job sjálfan, vini hans þrjá og talar fyrir þrjár leikbrúður, auk þess sem innri rödd Jobs hljómar af segulbandi. „Það gerði ég nú bara til að þurfa ekki að læra allar fimm þúsund línur textans utan að,“ segir hann en Sveinn mótmælir hástöfum og segir þetta vera listræna ákvörðun. Það er greinilegt að þeir skemmta sér vel saman yfir þessum frjóa texta ásamt tónskáldinu Áskeli Mássyni og Helgu Stephensen brúðugerðarmeistara. Það er svo enginn annar en Helgi Hálfdanarson sem þýtt hefur Ijóð- leikinn um Job og styðst þar að nokkru leyti við erlenda fyrirmynd en að sögn Sveins hefur Helgi búið text- anum þá ljóðrænu umgjörð sem um ræðir. „Þessi hugmynd hefur blundað í okkur nokkuð lengi,“ segir Arnar. „Ætli það séu ekki þrjú ár síðan við fórum að velta þessu fyrir okkur. Þá vorum við báðir á starfslaunum og langaði að vinna saman,“ segir Sveinn. Á kristnitökuárinu reyndist lag og Hið íslenska bibh'ufélag og Neskirkja ásamt kristnitökunefnd tóku hug- myndinni fagnandi og gerðu þeim kleift að vinna úr Jobsbók þá sýningu sem frumsýnd verður í dag. „Hér í Neskirkju verða þrjár sýningar en svo er allt óráðið með framhaldið. Við erum að sjálfsögðu tObúin að fara með sýninguna hvert á land sem er, hún er þannig útbúin að það er tiltölu- lega auðvelt." Þau segja að þrátt fyrir einfaldan umbúnað hafi sýningin óneitanlega undið nokkuð upp á sig. Tæknilega er hún giska flókin, ljós og hljóð eru óspart nýtt undir stjóm Lárusar Björnssonai-, að ógleymdri tónlist Áskels Mássonar sem hann flytur í sýningunni ásamt Douglas Brotchie organista. „Tónlistin er mjög mikil- vægur þáttur sýningarinnar og Ás- kell kom inn í myndina mjög snemma,“ segir Sveinn. „Ég hef samið tónlistina fyrir ýmis konar klukkur, bjöllur og ásláttar- hljóðfæri auk orgelsins sem er hin ókrýndji drottning hljóðfæranna," segir Áskell. „Tónlistin og textinn kallast á á ýmsa vegu í sýningunni og stundum er jafnvel samtal á milli leikarans og hljóðfæranna," bætir hann við. Það er ekki orðum aukið að alls kyns ásláttarhljóðfæri séu notuð í sýningunni því trumburnar, bjöllum- ar og þmmuspjöldin mynda eins kon- ar umgjörð um leikinn. Kirkjuklukk- an sjálf tekur einnig undir þegar mest liggur við. Amar bætir því við að til að geta leikið á sem flest blæ- brigði raddarinnar þá noti þeir hljóð- kerfi. „Annars hefði ég þurft að beita röddinni svona gegnum alla sýning- una tíl að heyrðist um alla kirkjuna," segir hann og bætir við sýnishomi af sinni þjálfuðu rödd svo undir tekur í kirkjuskipinu. Brúður fyrir fullorðna Helga brúðugerðarmeistari segir það spennandi tækifæri að gera brúð- ur í sýningu fyrir fullorðna áhorfend- ur. „Það er alltof sjaldan sem það ger- ist.“ Hún segist jafnframt hafa verið hálfkvíðin fyrir því að láta brúðurnar í hendur leikara sem aldrei hefði stjómað brúðum áður, en ....Arnar hefur þetta í sér. Brúðurnar lifnuðu samstundis við í höndum hans.“ Hún laumar jafnframt þeim fróð- leiksmola að blaðamanni að upprana brúðuleiks megi m.a. rekja til helgi- leikja þar sem litlar brúður vora látn- ar tákna Maríu mey. „Marionette sem er heiti yfir leikbrúður þýðii- bókstaflega María litla. Það er því mjög viðeigandi að nota brúður við þennan leik úr Jobsbók Gamla testa- mentisins." Jobsbók hefur orðið mörgum skáldum og listamönnum uppspretta sköpunar í gegnum aldimar. Job missir allt sitt og er síðan sleginn hræðilegum sjúkdómi og ræðir síðan við Guð um hverju sæti að saklaus, guðhræddur maður eins og hann skuli þurfa að líða svo miklar þján- ingar. „Hér er spurt fjölmargra grandvallarspuminga um trúna og þjáninguna. Þetta er sígildur boð- skapur og á ekkert síður við í dag,“ segir Sveinn. Jobsbók telst til sígildra heimsbók- mennta og stórskáld eins Dante, Goethe, og Milton hafa litið til Jobs í tjáningu sinni og einnig hefur hún verið listmáluram, tónskáldum og heimspekinga uppspretta sköpunar og tjáningar allt fram á þennan dag. LEIKLIST Hörund pappírsms M¥]\DLIST --------- íslensk graffk, H a f n a r h ií s i n u GRAFÍK ALISTAIR MACINTYRE Til 12. mars. Opið fímmtudaga til sunnudaga frá kl. 14-18. GRAVITY Skins kallar Alistair Macintyre sýningu sína á stórum grafíkmyndum, sem hann vinnur úr ís og jámi. Hann fergir pappírinn með jámbökkum fylltum ís og smám saman ryðgar málmurinn og ísinn blandast pappímum. Hinar tilviljana- kenndu afleiðingar sitja eftir á papp- ímum sem prentað far, ryðbrúnt í öll- um mögulegum blæbrigðum. Macintyre, sem dvelst hér lang- dvölum, segist hafa notað ís um árabil vegna þeirra eiginleika hans að breyt- ast úr þrívíðum massa í tvívíðan vökva. Eyðingarmáttur íssins í tengslum við jámið, sem brotnar smám saman niður í ryðduft, er eins konar spegilmynd þeirra náttúralegu krafta sem era alls staðar í kringum okkur. Tíminn og umbreytingaröflin vinna verk sitt hægt en öragglega. Pappírinn verður eins konar vitnis- burður um þessa virkni, því á hann skráist öll þessi framvinda. Um leið verður verkið eins konar tákn um það hvemig allir massar brotna niður á endanum og verða tví- víðir. Og listamaðurinn bendir ein- mitt á það hvernig pappírinn verður eii’S og sjóndeildarhringurinn þar sem allt er skráð í flötinn eins og til- viljanakenndar teikningar. í innra herberginu hefur Macin- tyre bætt bláum olíulit ofan á ísinn. Þannig líður og bíður uns, að lok- um, liturinn berst í pappírinn og litar hann. Olían drekkst ofan í pappírinn, en skærblár liturinn liggur ofan á pappímum líkt og skærleitir flekkir Frá sýningu Macintyre hjá íslenskri grafík, Hafnarhúsinu. af litadufti. Hér er eitthvað sem óneit- anlega minnir á Yves heitinn Klein og bláa litinn hans, því svipuð, þykk og mött áferð myndast í yfirborði papp- írsins í bland við ryðið. Sum þessara rismiklu verka mynda massífa heild eins og skildir, enda bera þau nafn með rentu, Aegis, sem vora skildir eða vemdarvængir Seifs og Pallas Aþenu. Önnur verk hafa safnað í sig ísvatninu líkt og segl í rigningu svo að taumar liggja út um allt frá miðjunni. Þau verða eins og andstæða skjalda- myndanna, og minna einna helst á splundrandi Medúsuhöfuð. Kraftuiinn og splundrandi hend- ingin í grafíkmyndum Alistair Macin- tyre er vægast sagt hrífandi. Stærð myndanna, sem hæglega ná tveim metram, ýtir undir upplifunina. Listamanninum tekst nefnilega að færa eitthvað af óhöndlanlegum eig- inleikum náttúrannar beint inn í myndir sínar og það nýtur sín ekki síst vegna stærðar verkanna. Hversu lítið sem Macintyre ræður för í sjálfu ferlinu hefur hann einstaklega sterka tilfinningu fyrir heildaráhrifunum. Þannig er útkoman í stóram dráttum af hans völdum þótt ísinn og jámið fari með aðalhlutverkin í þessu frá- bæra sjónarspili. Halldór Björn Runólfsson Kaffileíkliúsíð PLATARINN (TARTUFFE) eftír Moliére. Þýðandi: Pétur Gunn- arsson. Leikstjóri og gerð sýning- arhandrits: Ólafur Egill Egilsson. Stúdentaleikhúsið og Torfhildur, félag bókmenntafræðinema. MIG brestur minni til að átta mig á hvað Ólafur Egill hefur gert miklar breytingar á verki Moliéres, fyrir ut- an vænar flísar sem hann hefur sneitt framan og aftan af verkinu. Líklega era þó fleiri bitar foknir, fyrir nú utan nauðsynlega fitu- brennslu til að taka tillit til minnk- andi einbeitingarhæfileika tónlistar- myndbandakynslóðarinnar, sem við reyndar bætum upp með þjálfun í að skilja fyrr en skellur í tönnum. Hvað svo sem gert hefur verið þá gengur það upp. Einhver fordómadurgurinn hefði sjálfsagt ekki átt von á miklum til- þrifum af bókmenntafræðinemum að fást við klassískan texta, í mesta lagi „lærðum" skfrskotunum í kenn- ingar og túlkanir. En sá hinn sami hefði verið fljótur að éta þann hatt. Sýningin byrjar af fítonskrafti og heldur honum allt til enda. Fókus, einbeiting og fjör einkenna hana alla ásamt ríflega meðalskammti af góð- um hugmyndum. Góðum, vegna þess að þær beinast í sömu átt og verkið, sem er því miður alls ekki alltaf rauninn í glímunni við klassíkina. Þeim mun skemmtilegra er þá þegar allt leggst á eitt eins og hér. Leik- endurnir sækja orkuna í textann og aðstæðurnar, miðla áhorfendum af örlæti og uppskera ríkulega. Leikhópurinn er myndaður í kringum þessa sýningu og sjálfsagt hefur hann einhverntímann verið sundurleitur en þess sáust ekki merki á frumsýningu. Satt að segja var sýningin ótrú- * I frum- litum lega jöfn, og þó sumir næðu að „fara á kostum“ svona umfram það sem við var að búast, þá var það bara svona eins og bónus fyrir áhorfend- ur. Tvíeykið Orgon og Tartuffe, þeir Hlynur P. Pálsson og Bjartmar Þórðarson voru algerlega óborgan- legir og ég get ekki stillt mig um að nefna sérstaklega Svein Ólaf Gunn- arsson sem bjó til ótrúlega fyndinn rúðustrikaðan karakter úr Cléante, En eins og ég segi, þessi skúta var vel mönnuð í hverju rúmi. Það er bara von mín að hópurinn haldi áfram á þessari braut og lífgi hið að- framkomna Stúdentaleikhús við, enn á ný. Umgjörð er, líkt og leikgerð og leikstjórn, verk Olafs Egils. Leikrýmið er vel nýtt, enda varla annað hægt í Kaffileikhúsinu þar sem er nánast ekkert rými. Hug- myndin að baki búningunum er skýr og skemmtileg og aðeins einu sinni fannst mér hún skjóta yfir markið, í tilfelli Valere. Ég gat ekki betur séð en Halldóri Vésteini Sveinssyni væri fyllilega treystandi til að vera skoplegur bjargvættur þótt búningurinn segði ekki brandarann fyrir hann. Hljóð- mynd þeirra Karls Óttars Geissonar og Sigurðar Guðmundssonar var fal- leg, en stakk eilítið í stúf við það sem fram fór á sviðinu, sérstaklega fram- an af. Hugleiðslukennd gítartónlist setur áhorfendur tæpast í réttar stellingar fyrir þennan djöfladans. Shakespeare er skáld ljóss og skugga, dýptar og tvíræði. Moliére er meistari frumlitanna. Það sem augað sér er það sem er. Allt er skýrt og tært, jafnt persónur og að- stæður. Hvatfrnar etja kappi við skyldur og venjur og vinna ævinlega sigur. Persónurnar glíma síðan við afleiðingarnar. Sýning Torfhildar og Stúdentaleikhússins dregur fram þetta einkenni á skýran, kraftmikinn og framlegan hátt. Ólafur Egill er ekkert feiminn við litakassann sinn og hefur skapað með sínu fólki alveg makalaust skemmtilega kvöldstund sem okkur stendur nú til boða um skamma stund. Endilega drífið ykk- ur, það er greinilega nóg til. Þorgeir Tryggvason Reuters. Til dýrðar guðunum TAÍLENSKI Iistamaðurinn Wisoot Senukun sést hér leggja lokahönd á málverk í Wat Suthat hofinu í Bang- kok á Taílandi, en verkið var upp- haflega unnið af bandaríska lista- manninum Brain Barry. Barry, sem vinnur nú að list sinni í Suður-Kóreu, heimsótti Tafland á síðasta ári til að aðstoða við endur- uppbyggingu eins hinna fjögurra konunglegu hofa borgarinnar. Hofin era öll skreytt myndum í svokölluð- um mahayana-stfl, sem telst í flestu ólíkur hefðbundinni taflenskri list.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.