Morgunblaðið - 27.02.2000, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 27.02.2000, Blaðsíða 48
48 SUNNUDAGUR 27. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens PAt) VÆRIILAGIEF HUN LETI BARA SÚKKULAÐIHJÚPUÐU ORMANA VERA! Grettir Hundalíf Ljóska Ferdinand Smáfólk TH/5 15 MY JOE TORRE LOOK.J'M G0IN6 10 U5E IT NEXT 5EA50N.. I LL MANA6E THE TEAM FROM THE BENCH UKE JOE TORRE, AND l'LL 5TARE AT EVERYBOPY LIKETHI5, andwe'llwineverygame NO, HE CAN'T COME TO THE PHONE NOL) HE'5 CRACKIN6 UP. Svona er ég raeð svipinn hans Joe Torre.Ég ætla að nota hann á næsta leiktfmabili. Ég stýri liðinu mínu af bekknum eins og Joe Torre. Stari á alla með svipnum hans og við munum vinna alla leiki Nei, hann getur ekki komið í simann núna, hann er að brotna samann Svona verð ég með svipinn hans Joe Torre. BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 JC Reykjavík ■ sívinsæll félagsskapur Sigrún Viðai'S dót tir skrifar: HEFUR þú skoðanir á málunum en ekki nema örfáir eða færri fá að heyra þær? Hver kannast ekki við það að hafa skoðun á málunum í vinn- unni, á húsfélags- fundunum, í skól- anum, í veislum, á kjarafundum o.fl. en þora ekki að láta þær í ljós vegna; lítils sjálfs- trausts, feimni, ótta eða hvað það er sem hindrar manneskjuna í að hafa áhrif á málin? Fólk getur öðlast þetta sjálfstraust með því að gerast félagar í Junior Chamber-hreyfingunni, sækja nám- skeiðin og vinna í nefndum. Komdu í JC Reykjavík og lærðu að koma fram, láta í þér heyra og vera stolt(ur) af því. Junior Chamber er alþjóðlegur fé- lagsskapur fyrir ungt fólk frá aldrin- um 18-40 ára. Tilgangurinn með hon- um er að þroska og þjálfa fólk í mannlegum samskiptum, framkomu, ræðumennsku og stjómun. I boði em fjöldamörg námskeið sem stuðla að framangreindri þróun og má þá nefna Ræðu 1, sem er sex vikna grunnnámskeið í ræðu- mennsku. Aðildarfélögin hér á landi em fjórtán og stefnir í 300 félaga. Hátt í 400 þúsund félagar í 123 þjóð- löndum spanna þessa hreyfmgu og má þá nefna heimsþekkta félaga sem stigu þar sín fyrstu spor á frama- brautinni, þá Bill Clinton, John F. Kennedy, Karl Gústaf Svíakonung, Nixon o.fl. Fjöratíu ár era liðin síðan JC- hreyfingin varð til hér á landi en hún á afmæli í sept. nk. og verður væntan- lega haldið upp á það með pomp og prakt. Það er liðið eitt og hálft ár síð- an ég gekk í JC Reykavík. Síðan þá hefur mikið vatn rannið til sjávar. Hjá mér var það tiigangurinn að vinna bug á feimni, kynnast sjálfri mér, öðra nýju fólki og kanna hvað í mér býr. Árangurinn lét ekki á sér standa. Eg var logandi smeyk en vissi innra með mér að það var að „hrökkva eða stökkva". Ég valdi seinni kostinn. Þátttaka mín hófst á áðumefndu námskeiði, Ræðu 1, og ég fann hvað „pontukvíðinn“ rénaði smám saman og ég uppgötvaði hlið á mér sem vOdi ólm fá að tjá sig fyrir framan fjöldann. Einnig öðlaðist ég kjark til að lesa ljóðin mín opinber- lega en þau hafði ég eingöngu haft fyrir sjálfa mig. Eftir Ræðu 1 tóku við störf hjá rit- og skemmtinefndinni þar sem skálda- og skemmtigyðjumar fengu að njóta sín. Þar reyndi á samstarf með öðr- um, greinaskriftir og viðtöl svo eitt- hvað sé nefnt. Þegar til þess kom að mynda nýja stjóm fyrir starfsárið 1999-2000 ákvað ég að bjóða mig fram í varafor- setaembættið. Auðvitað var ég kvíðin og áhyggjufull um að ég stæði mig ekki en allar þessar áhyggjm’ reynd- ust óþarfar því ég fékk góðan stuðn- ing og hvatningu frá félögum mínum í stjóminni og þá sérstaklega forsetan- um. í ljós hefiir komið mikill metnað- ur og áhugi hjá undirritaðri og tel ég það JC-hreyfmgunni að þakka að hafa gefið mér þetta tækifæri. Ágætu lesendur. Nk. þriðjudags- og miðvikudagskvöld, hinn 29. feb. og 1. mars, ætlar kynningamefnd JC Reykjavíkur að vera með átak í kynn- ingarmálunum í Hellusundi 3 (í Þing- holtunum) frá kl. 20-21.30. Því ekki að grípa tækifærið og mæta til okkar í létt spjall og heitan kaffisopa og kynna sér félag þar sem allir era jafn- ir án tillits til menntunar, trúar eða stjómmálaskoðana? SIGRÚN VIÐARSDÓTTIR, varaforseti með svið stjómunar. „Sameinaðir stöndum vér...“ Frá Sveini Kristjánssyni: MIKIÐ er fjasað um það í fjölmiðl- um, að sjúkrahús séu dýr í rekstri. Mér finnst fullmikið á þessu tönnlast, í tíma og ótíma. Eins og menn éti þetta hver eftir öðram. Gleymist mönnum þá ekki stundum hin dýr- mæta þjónusta sem sjúkrahúsum er ætlað að inna af hendi? Lífið er dýrmætt og dýrt og við- hald þess einnig. Við eigum í styrjöld við ýmsa skæða sjúkdóma og að sjálf- sögðu er herkostnaðurinn umtals- verður. En ég hélt að þorri manna væri samþykkur því að reyna að halda víghnunni í þessum hernaði. Eða jafnvel nota hið margumtalaða góðæri til að sækja örlítið fram. Af umfjöllun og fregnum fjölmiðla gæti maður þó stundum efast um að sú væri raunin. Einhvern tíma í vetur opnaði ég fyrir miðaftansfréttir í útvarpi. Þar vora sagðar fréttir frá Alþingi. Brugðið upp svipmynd þaðan. Deilt var um gagnagrann, álver, fiskikvóta og nektardans, svo fátt eitt sé talið. - Já, og menn deildu af miklum krafti, vora raddsterkir og háværir eins og landsfeðram ber að vera. Þangað til þau undur gerðust að allir vora skyndilega sammáia. Radd- styrkurinn hjaðnaði raunar ekki að ráði, en beindist nú allur að sameigin- legu átaki, enda er sagt menn standi betur sameinaðir en sundraðir. Og hvað var það svo sem blessaðir þingmennimir okkar virtust flestir sammála um á þessari stundu? Jú, það vora sjúkrahúsin, þau væra allt of dýr í rekstri. Þetta gat minnt á þann stað í Heil- agri ritningu þar sem Heródes og Pílatus urðu skyndilega vinir. SVEINN KRISTIN SSON, Þórufelli 16, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.