Morgunblaðið - 27.02.2000, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 27.02.2000, Blaðsíða 36
36 SUNNUDAGUR 27. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR SKOÐUN Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Sigrún Óskarsdóttir fórðunarfrœðingur að kenna stúlkunum í 8., 9. og 10. bekk grunnskólans á Þórshöfn undirstöðuatriði í náttúrulegri förð- un og húðhreinsun. Foreldrafélag með förðunarnámskeið Þórshöfn - Foreldrafélag Grunn- skólans á Þórshöfn stóð fyrir því fyrir skömmu að bjóða stúlkunum í þrem elstu bekkjum skólans á stutt námskeið í förðun. Förðunarfræð- ingurinn Sigrún Óskarsdóttir er nýflutt í plássið og tók því vel að sýna stúlkunum grunnatriði í nátt- úrulegri förðun. Þótt úti geisaði stórhríð var vel mætt hjá Sigrúnu sem fór yfír að- alatriði varðandi förðun sem pass- ar unglingsstúlkum og tók sérstak- lega fyrir mikilvægi húðhreins- unar. Siðan var hver og ein förðuð eftir sínum litarhætti og var glatt á hjalla hjá stúlkunum. Þegar allar höfðu „sett upp andlitið" var hóp- urinn festur á fílmu og bæði stúlk- urnar og kennari þeirra höfðu gagn og gaman af þessari sam- verustund. Samkeppnisráð um erindi Landssím- ans vegna meintrar misnotkunar ÍU og Sýnar á markaðsráðandi stöðu Ekki skilyrði til íhlutunar í málinu SAMKEPPNISRÁÐ hefur ákvarð- að að ekki sé ástæða til að hafast frekar að vegna erindis Landssíma íslands hf. vegna meintrar mis- notkunar íslenska útvarpsfélagsins hf. og Sýnar hf. á markaðsráðandi stöðu sinni. I erindi Landssímans, sem barst Samkeppnisstofnun 30. nóvember 1998, var farið fram á könnun á því hvort heimilt væri að tengja verð- lagningu áskriftar á mismunandi stöðvum, hvort ekki sé eðlilegt að aðskilja rekstur Fjölvarpsins frá öðrum rekstri og að samkeppnis- ráð banni að áskriftargjöld að Fjöl- varpi séu niðurgreidd af rekstri annarrar sjónvarpsstarfsemi ís- _ lenska útvarpsfélagsins. Breiðvarpið í samkeppni við Fjölvarpið I erindi Landssímans er á það bent að Breiðvarpið hafi um nokk- urt skeið boðið upp á áskrift að er- lendum sjónvarpsstöðvum, í sam- keppni við áskriftarsjónvarp ís- lenska útvarpsfélagsins hf., einkum Fjölvarpið. Eftir að Breiðvarpið hóf starfsemi sína hafi verðlagn- ingu á Fjölvarpinu verið háttað þannig að í mörgum tilvikum hafi verið um niðurgreiðslu að ræða. í > því sambandi er á það bent að veittur sé afsláttur af áskrif að Fjölvarpinu ef viðkomandi sé einn- ig áskrifandi að Stöð 2 eða Sýn. Niðurgreiðsla af hálfu íslenska út- varpsfélagsins/Sýnar hafi að þessu leyti skaðleg áhrif á samkeppni, því þar með séu samkeppnismögu- leikar Breiðbandsins verulega skertir og jafnframt valkostir neyt- enda til framtíðar. í umsögn ís- lenska útvarpsfélagsins um málið var því mótmælt að félagið eða Sýn niðurgreiði áskrift að Fjölvarpinu þegar það er selt með dagskrárrás- um sjónvarpsstöðvanna. Af hálfu íslenska útvarpsfélagsins og Sýnar var því einnig mótmælt að fyrir- tækin hefðu markaðsráðandi stöðu og að fyrirtækin hefði raskað sam- keppni. Tap á rekstri Sýnar 1997 og 1998 Það var mat samkeppnisráðs að íslenska útvarpsfélagið hefði ekki markaðsráðandi stöðu á almennum sjónvarpsmarkaði. Samkeppnisráð horfði til rekstrar Sýnar í því skyni að meta hvort fyrirtækið hefði þann efnahagslega styrkleika sem gerðj því kleift að beina fjármagni til íslenska útvarpsfélagsins til þess að standa fyrir undirverðlagn- ingu á Fjölvarpi, sem er í sam- keppni við Breiðvarp Landssím- ans. Athugunin leiddi í ljós að umfang rekstrar Sýnar er tiltölu- lega lítið. Samkvæmt ársreikning- um 1998 var tap á rekstri félagsins og árið áður hafði félagið einnig verið rekið með miklu tapi. Sam- keppnisráð dregur þá ályktun af athugun á afkomu og fjárhagsstöðu íslenska útvarpsfélagsins að félag- ið hafí ekki þann efnahagslega styrkleika að geta hindrað virka samkeppni á almennum sjónvarps- markaði. Samkeppnisráð lítur svo á að ekki sé lagaheimild til staðar til að kveða á um fjárhagslegan að- skilnað í rekstri íslenska útvarps- félagsins. VIÐSJÁRVERÐ STÖRF Fullburða menn með sérþekkingu og reynslu, segir Tdmas Gunnars- son, sætta sig ekki við að friðhelgir valdhafar taki af þeim ráðin og beiti geðþótta sínum. Menn þegja ekki lengi. Nokkrar tilvísanir A. „Lögformlegt umhverfísmat breytir í sjálfu sér engu“ sagði ný- skipaður iðnaðar- og viðskiptaráð- herra í viðtali, sem útvarpað var í há- degisfréttum RÚV 3. janúar 2000. Fæstum voru þetta ný tíðindi því ut- anríkisráðherra hafði lýst því á síð- ustu haustmánuðum að Alþingi væri ekki síður fært en lögskipaðar fram- kvæmdavaldsstofnanir lýðveldisins að framkvæma ígildi lögformlegs umhverfismats og fyrrverandi iðn- aðarráðherra lagði fyrir Alþingi til- lögu til þingsályktunar um framhald á framkvæmdum við Fljótsdalsvirkj- un. Eitt af síðustu verkum Alþingis fyrir jólaleyfi þingmanna var að samþykkja ályktunina. Almennir borgarar, sem létu sig virkjunarmálið varða, fylgdust grannt með því og reyndu að ná upp- lýsingum um haginn af því að virkja og selja orkuna, hvað yrði kostnað- arverð og söluverð raforkunnar. Á Alþingi kom ekkert fram um það, en upplýst var af Landsvirkjun í janúar 2000 að ekki yrði samið eða virkjað nema söluverð á kílówattstund yrði á bilinu 15 til 20 mills. Áætlað kostnað- arverð raforku frá Fljótsdalsvirkjun liggur enn ekki íyrir og heldur ekki greinargerð um lögmæti fram- kvæmdanna, verði af þeim. Áhugavert var að sjá lögfræðilega greinargerð um það hvernig þessi íramkvæmd ríkisstjórnarinnar kæmi heim og saman við birtingar- og jafnréttisákvæði stjórnarskrár hvað varðar umhverfis- og hollustu- vernd, tolla- og skattamál. Einnig hvernig framkvæmdin samiýmdist alþjóðlegum sáttmálum, sem Island hefur staðfest. Þá var áhugavert að fylgjast með því hvemig alþingismönnum líkaði að vinna að framkvæmdavaldsstörf- um, það er ígildi lögformlegs um- hverfismats. Undarlegt að enginn af sextíu og þremur þingmönnum Al- þingis virtist taka því al- varlega að upplýsingar um lögmæti og hag- kvæmni virkjunarinnar skorti og engum þeirra þótti ástæða til að gera ráðstafanir til að reyna að hindra að Alþingi færi inn á lögbundið svið framkvæmdavaldsins og bryti þannig gegri stjóm- arskrá og rétti borgar- anna. B. Nokkru fyrir síð- ustu jól auglýsti þáver- andi iðnaðar- og við- skiptaráðherra lausa til umsóknar eina af þremur stöðum bankastjóra við Seðlabanka íslands, sem ekki hafði verið skipuð í um átján mánuði. Miili jóla og nýárs þegar um fímmtán umsóknir höfðu borist ræddi ráðherrann sem auglýst hafði stöðuna við forsætis- ráðherra um þann möguleika að hann sækti sjálfur um. Forsætisráðherrann sagði frá því opinberlega að hann hefði ekki haft fyrir því að kynna sér hinar umsókn- irnar áður en hann ákvað að skipa ráðherrann sem seðlabankastjóra. Hreinskilnin er þakkarverð. Hann lét þó í Ijós að miður væri að lög hefðu kveðið á um að auglýsa þyrfti stöðuna. Sagðist hann mundu vinna að breytingum á lögunum, en nefndi ekki breytingar á jafnréttisákvæði stj órnar skrárinnar. C. í byrjun árs 2000 kvað Héraðs- dómur Vestfjarða upp dóm í máli ákæruvaldins gegn útgerðarmanni á Patreksfirði og sýknaði hann af refsikröfu fyrir að hafa sótt sjó og veitt fisk án tilskilins leyfis stjórn- valda, (kvóta). Var sýknudómurinn, sem kenndur er við veiðiskipið Vatn- eyri, byggður á því að valdhafar hefðu ekki gætt að jafnréttisákvæð- um stjórnarskrárinnar um veitingu veiðileyfa. í Kastljósi Ríkissjónvarpsins að kvöldi 6. janúar 2000 var rætt um þetta mál og fleiri við forsætisráð- herrann. Hann kvað upp úr um að yrði þessi dómur staðfestur í Hæsta- rétti yrði það afdrifaríkt. Voru um- mæli hans, um að þá mætti „loka sjoppunni" og íslendingar gætu komið sér fyrir á Kanaríeyjum, skil- in þannig að hann óttaðist að með því yrði endir bundinn á rúmlega ellefu alda byggð í landinu. Nú brá svo við að ráðherrann var spurður nánar. Annar þáttarstjórn- enda spurði hvort ráðherrann teldi að breyting á stjórnarskránni kæmi til álita, sem honum leist ekki á. Vissulega var það rétt mat. Stjómarskrárbreyt- ing er talsverð fram- kvæmd, jafnvel hjá hálfsofandi þjóð. Hitt kemur einnig til að Islendingar eiga litla möguleika á að breyta alþjóðasátt- málum, sem í megin- atriðum eru byggðir á jafnrétti fólks. Þá er ekki annar kostur eftir en að Island segi sig frá alþjóðasátt- málum, sem byggja á jafnrétti og gangi úr alþjóðasamfé- laginu. Það er ekki álitlegt. Hvað sem um viðhorf forsætisráð- herra um Vatneyrardóminn má segja er að ljóst að í ummælum hans felast gróf, ólögleg, afskipti hans sem forsætisráðherra af dómstólum lýðveldisins, en þeir eiga að starfa af sjálfstæði, óhlutdrægni og kunnáttu- semi gagnvart öllum, þar með töldu Alþingi og ríkisstjórn. Reyndar hef- ur forsætisráðherrann áður haft óeðlileg afskipti af störfum Hæsta- réttar. Eftir dóm Hæstaréttar 2. desember 1998 (í máli Valdimars Jó- hannessonar), lýsti forsætisráðherr- ann því að hann teldi að í slíku máli hefði Rétturinn átt að vera skipaður sjö en ekki fimm dómendum, auk annarra ummæla sem hann lét falla um þann dóm. Einnig minnast menn, að fyrir nokkrum ái-um þótti dóm- endum Hæstaréttar þeir bera lítið úr býtum fyrir mikla yfirvinnu, sem fylgdi starfi þeirra. Forsætisráð- herrann hlutaðist þá til um að sér- hver dómendanna fengi greiddar kr. 100.000 á mánuði vegna yfirvinnu. Greiðslurnar voru utan formlegra lagakjara og úrskurða. Framkvæmdavaldið rumskar Lengi hafa þeir, sem láta sig stjórnarhætti varða, beðið eftir gagnrýnni opinben-i umræðu um kreppu íslenska stjóm- og réttar- kerfisins. Erfitt er að tímasetja upphaf kreppunnar, hún á sennilega rætur í smæð samfélagins og því að helstu þræðir stjórnarhátta og réttarfars voru fram á þessa öld í höndum sam- bandsþjóðar okkar, Dana, auk ann- ars. Tilvísanirnar hér að framan staðfesta slaka stjórnarhætti. Merki um alvarleika kreppunnar er að það er ekki lagadeild Háskól- ans, eða félög lögfræðinga-, lög- manna- eða fréttamanna, sem hefja gagnrýna og upplýsandi umræðu. Heldur ekki ýmis hagsmuna- eða stéttarfélög þeirra sem telja sig bera skarðan hlut frá samfélagslegu borði og á annan hátt. Slík eru tök vald- hafa á þjóðlífinu. í síðkvöldsfréttum Ríkissjón- varpsins 20. janúar 2000 var frá því sagt að Félag forstöðumanna ríkis- stofnana ráðgerði að halda fund um réttarstöðu félagsmanna sinna og tjáningarfrelsi daginn eftir og meðal framsögumanna væri þekktur laga- prófessor. Ástæður fyrir fundarboðun for- stöðumannanna voru ekki glögglega greindar, en nefnt var að sumir em- bættismenn væru nú aðeins ráðnir til fimm ára í senn en ekki til sjötugs eða ævilangt. Mönnum voru einnig í minni nokkuð harðar aðfinnslur al- þingismanna og fleiri við störf skipu- lagsstjóra vegna lögformlegs um- hverfismats um álver í Reyðarfirði og aðrir, einkum forsvarsmenn ríkis- spítala, höfðu sætt aðfinnslum þing- manns fyrir að rekstur stofnana þeirra fór fram úr fjárlögum. Nær hefði verið að beina orðum að heil- brigðis- og fjármálaráðheirum. Fundurinn var haldinn og í dag- Grjóthólsi 1 Sími 575 1230/00 Túmas Gunnarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.