Morgunblaðið - 27.02.2000, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 27.02.2000, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ SKOÐUN SUNNUDAGUR 27. FEBRÚAR 2000 35 eru í auknum mæli fólgin í eftirliti með tölvustýrðum búnaði. í flestum tilvikum fá starfsmenn nauðsynlega þjálfun á vinnustað eða á sérstökum námskeiðum eftir að þeir hefja störf. Það er alkunna að víða á Islandi er erfitt að manna störf í fiskvinnslu, þótt tæknistig þeirra hafi hækkað og störfin krefjist umtalsverðrar þjálf- unar. Er hugsanlegt að samskonar þróun muni eiga sér stað hvað varð- ar störf í orkufrekum iðnaði i fram- tíðinni? Hvað er unnt að læra af öðrum? Fyrir rúmum mánuði átti ég kost á því að heimsækja Malasíu með hópi viðskiptafræðinema. Meðal þeirra fyrirtækja sem við heimsótt- um var MDC (Multimedia Develop- ment Corporation; Margmiðlunar- þróunarfélag). A undanförnum árum hafa stjórnvöld í Malasíu staðið frammi fyrir erfiðum vanda. Efna- hagskreppa hefur verið í Suðaustur- Asíu og efnahagslíf Malasíu hefur að mestu byggt á frumvinnslugreinum; landbúnaði og olíuvinnslu auk lág- tækniðnaðar. Allt eru þetta lág- tækni- og meðal-lágtæknigreinar sem ekki munu geta staðið undir stórbættum lífskjörum í Malasíu í framtíðinni. Stjómvöld í Malasíu vilja stefna að því að lífskjör í Mal- asíu á árinu 2020 verði svipuð og nú eni í Hollandi. Á árinu 1997 vom þjóðartekjur á mann í Malasíu 4.530 bandaríkjadollarar og stefnt er að því að þær verði 21.000 bandaríkja- dollarar á árinu 2020, sem krefst tæplega 8% aukningar á ári. Til sam- anburðar má nefna að þjóðartekjur á mann á Islandi á árinu 1997 vora 24.449 bandaríkjadollarar. Stjómvöldum í Malasíu var ljóst að vegna aukinnar samkeppni frá láglaunalöndum svo sem Kína og Víetnam yrði að þróa nýjar atvinnu- greinai- í Malasíu sem greitt gætu mun hærri laun en þær atvinnu- greinar sem þar hafa verið öflugust- ar. Fyrirtæki í hefðbundnu atvinnu- greinunum mundu smám saman flytja starfsemi sína til annarra landa í Asíu þar sem kostnaður væri lægri. Framtíðarsýn stjórnvalda í Mal- asíu er að á árinu 2020 verði Malasía orðin að þekkingarþjóðfélagi. Til þess að svo verði er nauðsynlegt að fara út í meiri háttar fjárfestingar í umhverfi sem hvetur til nýsköpunar og tæknivæðingar bæði malasískra og alþjóðlegi'a fyrirtækja í landinu. í fyrstu verður tekið fyrir svæði sem er 50 kílómetrar á lengd og 15 kflómetrar á breidd og liggur í suður frá höfuðborginni Kuala Lumpur. Á svæðinu sem fengið hefur nafnið MSC (Multimedia Super Corridor; Margmiðlunarhraðbraut) verða byggðar tvær af fyrstu hátækni- borgum heims. Putrajaya verður miðstöð pappírslausrar stjórnsýslu í landinu en í Cyberjaya verður full- komin gmnngerð fyrir margmiðl- unariðnað, rannsóknir og þróun á sviði margmiðlunar, menntun á sviði margmiðlunar í nýjum margmiðlun- arháskóla og höfuðstöðvar fjölþjóð- legra fyrirtækja sem vilja nýta sér margmiðlunartækni í framleiðslu sinni ogviðskiptum. Margmiðlunarháskólinn mun starfa í þremur deildum, margmiðl- unarhönnunardeild, verkfræðideild, og viðskiptafræði- og upplýsinga- tæknideild. Nemendur munu öðlast sérhæfða þekkingu og færni til þess að nýta upplýsingar á sviði tækni og viðskipta í störfum sínum. Stefnt er að því að fyrirtæki í Cyberjaya nýti upplýsingatækni og margmiðlun til þess að þróa og markaðssetja þjón- ustu og vörur sem auðga líf fólks hvort sem er á sviði náms, afþrey- ingar, starfs eða félagslegra sam- skipta. Jafnframt verður þess gætt að umhverfið í Cyberjaya verði eins aðlaðandi og mögulegt er fyrir vel menntað fólk sem gerir þá kröfu að umhverfi þess bjóði upp á nábýli við náttúruna. Síðar er gert ráð fyrir svipaðri þróun á ellefu öðram svæðum í Malasíu sem tengd verða við önnur slík svæði í heiminum. Ríkisstjórn Malasíu hefur lagt fram 40 milljarða íslenskra króna til þess að hanna granngerðina og koma þróuninni af stað en að öðru leyti er gert ráð fyrir einkafjármögnun. Lögum hefur verið breytt til þess að auðvelda starfsemi margmiðlun- arfyrirtækja, m.a. til þess að tryggja höfundarrétt betur en verið hefur og hvetja til fjárfestinga erlendra aðila í landinu. Verið er að gera átak í menntamálum annars vegar með tölvuvæðingu hinna almennu skóla og hins vegar með stofnun nýrra skóla á háskólastigi sem sérhæfa sig á sviði upplýsingatækni. Fjarskipti, bæði innan MSC og við umheiminn, verða bæði mikil og hröð, en jafn- framt á samkeppnisfæru verði. Sam- göngur við umheiminn verða einnig góðar um nýjan hátækniflugvöll Ku- ala Lumpur. Meðal sérstakra verkefna sem unnið verður að á næstunni er; að stjórnsýsla Malasíu verði rafræn, þróað verði eitt smartkort sem leysir öll önnur kort, skírteini og lausafé af hólmi í landinu, að skólum verði breyttmeð upplýsingatækni í smart- skóla, að upplýsingatækni verði nýtt í heilbrigðiskerfinu til þess að bæta heilsu þjóðarinnar, efla rannsóknir og þróun og þróa vefumhverfi fyrir hátækniframleiðslu og rafræn við- skipti. Lokaorð Á sama tíma og þróunarlandið Malasía vinnur samkvæmt tuttugu ára áætlun að því að verða þekking- arþjóðfélag er rætt um það í íslandi hvernig megi fjölga störfum í lág- og meðal-lágtæknigreinum. Aúðvitað er rétt að nýta náttúraauðlindir ís- lands. Það er hins vegar spurning hvort það sé best gert með því að nýta takmarkaðar orkulindir, fjár- magn og fólk til þess að framleiða af- urðir sem ekki borgar sig lengur að framleiða í löndum Evrópu. Einnig verða íslendingar að gera það upp við sig hvort þeir vilji frekar nýta orkuna í orkufrekri framvinnslu, eða með öðram hætti t.d. í tiltölulega orkufrekri úrvinnslu eða til þess að vetnisvæða bfla- og skipaflota lands- ins, sé það hagkvæmt. Væntanlega era þær orkulindir, sem sátt verður um að virkja, ekki nægar til þess að hrinda öllum mögulegum verkefnum í framkvæmd. Islendingai' þurfa að taka sér tak og horfa langt fram í tímann, a.m.k. 50 ár, til þess að meta þá valkosti sem unnt er að velja um. Ef Malasía getur orðið að þekkingarþjóðfélagi innan 20 ára ætti ísland að geta orð- ið það innan 10 ára. Fyrir 25 áram var ástand mála í Singapúr svipað og það er nú í Malasíu. Þá settu stjórn- völd í Singapúr sér það markmið að lífskjör þar yrðu svipuð og í þeim löndum þar sem þau era best. Marg- ir trúðu ekki að það mundi takast en nú er svo komið að lífskjör í Singa-. púr eru orðin betri en á Islandi og Singapúr er orðið að þekkingarþjóð- félagi. Við íslendingar getum margt lært af öðram, meðal annars af ýms- um þróunarlöndum. Ef við leiðum hjá okkur og læram ekki af því sem önnur lönd eru að gera til þess bæta Mfskjör þegna sinna er hætta á því að ísland verði verstöð og eða miðstöð fyrir orkufrekan iðnað en hvorki þekkmgarsetur né ferðamannapara- dís. Höfundur er iðnaðarverkfræðingur, prófessor við viðskipta- og hagfræði- deild Háskóla Islands. í solinní \ sumor? LÍFSSTÍLL ) Ný 8-vikna fitubrennslu- námskeið eru að hefjast! 06. mars hefjast ný 8-vikna námskeið. Markmiðið er að byrja nýjan lífsstíl sem felst í meiri hreyfingu og betra mataræði. Það er margt í boði: • Þjálfun 3x-5x i viku • Frœðslu- og kynningarfundur • Bókin Betri línur • Fitumælingar og vigtun • Matardagbók • Uppskriftabókin Léttir réttir (150 frábœrar uppskriftir) • Mjög mikiö aðhald Vinningar dregnir út í hverri viku • 5 heppnar vinna 3ja mán. kort. Við bjóðum að venju upp á: morgunhóp, kvöldhópa og framhaldshóp Bamagæslan er mán. - fös. 9.00-11.30 og 14.00-20.OO.Lau. 09.00-12.00 Nýr lífsstíll er eitt vandaðasta og árangursríkasta námskeið sem völ er á og við erum stöðugt að leita nýrra leiða til að bæta árangur ykkar. Leitaðu upplýsinga í síma eða fáðu upplýsingablað í afgreiðslunni. Við hlökkum tii að sjá þig! Hretffing I k * FAXAFENI 14 568 9915 533 3355
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.