Morgunblaðið - 27.02.2000, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 27.02.2000, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 27. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ EINHVERJU sinni þegar Einar Olgeirsson var hótelstjóri á Húsavík bað hann tíu ára gamla dóttur sína að sópa stéttina fyrir framan innganginn á hótelinu. Stuttu síðar sér hann að stúlkan er á bak og burt en sópurinn liggur á stéttinni. „Þegar hún kom til baka spurði ég hana hvar í ósköpun- um hún hefði verið. Þá svarar hún: „Æi, hann kom héma söngstjórinn. Hann vantaði rödd í kórinn, það var verið að gifta í kirkjunni.“ Þetta sýnir hvað einstaklingurinn skiptir miklu máli út á landsbyggðinni.“ Og Einar heldur áfram: „Það er nauðsynlegt fyrir hvem Islending að hafa búið á landsbyggðinni. Það eyk- ur skilning fólks og það fær tækifæri til að kynnast menningu landsbyggð- arinnar. Fólk úti á landi framleiðir menninguna sjálft og lætur ekki mata sig. Það var ekki fyrr en eftir að ég kom suður aftur að ég fór að skilja pólitíkina. Ég sagði stundum að svona gengju hlutimir ekki íyrir sig í Reykjavík en þegar ég kom þangað aftur sá ég að þeir vom nákvæmlega eins.“ Einar talar af eigin reynslu. Hann og fjölskylda hans bjuggu á Húsavík í fímm ár á seinni hluta 8. áratugarins. Hann segist hafa lært margt þar nyrðra, sem hafi verið sér hollt vega- nesti. Til að undirstrika það segist hann gjaman segja söguna af dóttur sinni og röddinni sem vantaði í kór- inn. „Ég hef fylgst með þáttum hins ágæta fréttamanns Stefáns Jóns Haf- stein og haft gaman af. Þættimir hans em mjög góðir en mér finnst ekki koma nógu skýrt í umræðuna hið jákvæða við að búa úti á landsbyggð- inni svo sem nálægðina við þjónustu- stofnanir, verslanir, skóla, leikskóla, skíðabrekkur og náttúma, svo eitt- hvað sé talið,“ segir hann enn fremur. Með Jóni forseta í Smutthullen Einar var Reykjavíkurbam. Hann fæddist í húsi sem faðir hans byggði á Bergstaðastræti 64 en „ég var svo heppinn að alast upp á Barónsstíg 3, rétt hjá Nóa-Síríusi,“ segir hann. Þar skammt frá byggðu Bretarnir kamp og strákamir í hverfinu gerðu sér tíð- ar ferðir þangað enda var þeim vel tekið. Þar lærði Einar, þá innan við fermingaraldur, undirstöðuatriði í ensku. Kampurinn var kyntur með kolum. „Það var gamall kai'l sem sá um kola- kyndinguna. Hann kallaði oft í mig, hey ladd, come here. Síðan gaf hann mér stórar franskbrauðssamlokur með sultu,“ segir Einar og teiknar með fingrinum á borðið fyrir framan sig ferhyrning á stærð við stóran matardisk. Einar segir að um miðja öldina hafi hann eins og aðrir ungir menn verið „gráðugur í sumarvinnuna". Hlutim- ir æxluðust svo að hann réð sig á síð- ustu mínútu um borð á síðutogarann Jón forseta. Hann var á leið í „Smutt- hullen," eins og Smugan var þá köll- uð. Túrinn tók þrjá mánuði en í júlí- mánuði var siglt af stað heim á leið. Þá hugsaði hásetinn ungi með sér að hann skyldi fara í Stýrimannaskólann um haustið. Úr því varð þó ekki, íyrst og fremst vegna þess að þegar heim var komið skall á langt sjómanna- verkfall. Fótuðum okkur við lunninguna „Þá sá ég auglýsingu um að það vantaði þjónanema á Sjálfstæðishúsið við Austurvöll. Ég ákvað að sækja um og fékk starfið. Það var því íyrir til- viljun að ég fór í þetta starf. Sjálfstæðishúsið var hálfgerð Saga hvað veitingarekstur varðaði í þá daga og þar vom flestar opinberar veislur haldnar. En það var ekkert að gera þar á sumrin. Þá var ég sendur á Gullfoss. Þar var ég í mörg sumur og endaði sem yfirþjónn. Gullfoss var erfitt farþegaskip. Hann var stuttur og hátt upp í brú. Hann valt svo mikið að við fótuðum okkur við lunninguna þegar mest á gekk. Það var erfitt að vinna þar,“ segir hann og gesturinn sér fyrir sér hvernig þjónamir eiga fullt í fangi með súpudiskana þrjá í höndunum. „Það verður enginn sjóveikur þegar skip veltur. Það er ekki fyrr en skipið fer að höggva öldumar að allir hverfa til koju.“ Einar verður hugsi og segir svo: „Það er synd og skömm að Is- lendingar skuh ekki eiga skemmti- ferðaskip. Ég skil ekkert í því að eng- LjósmyndA'igíus Sigurgeirsson Fyrsta konungsveislan sem Einar tók þátt í, þá nemi í Sjálfstæðishúsinu, var þegar Kristján IX Danakonungur kom til landins. Hér heldur dr. Kristján Eldjám forseti Islands veislu á Hótel Sögu Margróti drottningu Dana til heiðurs. Einar stendur fyrir aftan háborðið og fylgist með að allt gangi samkvæmt áætlun. Gagntekinn af starfinu Starfsdagur Einars Olgeirssonar hefur oft verið langur. Hann hefur gripið í flest þau störf sem unnin eru á íslenskum hótelum og tekið þátt í að þróa ferðaþjónustu í landinu. María Hrönn Gunnarsdóttir heim- sótti hann á dögunum og Einar sagði henni undan og ofan af starfí sínu, meðal annars þvi að stundum fór hann í 5-bíó til að hvíla sig. Morgunblaðið/Golli Einar Olgeirsson Þjónamir Einar og Jón Arason í káetu á Gullfossi. inn skuli hafa farið út í það. Það myndi bera sig. Skipið gæti síðan ver- ið í Karíbahafinu á vetuma, þangað vilja íslendingar gjaman fara.“ Leið Einars lá oft til Danmerkur á meðan hann sigldi með Gullfossi á ár- unum upp úr 1950. „Þá var mikill skortur í Danmörku. Þar vom t.d. hvorki til hrísgijón né kaffi. Einn kaffipakki dugði fyrir leigubíl í heilan dag.“ Ekkert mátti klikka Þegar Gullfoss- og Sjálfstæðis- hússámm Einars lauk vann hann sem þjónn á ýmsum stöðum svo sem í Röðli, sem var þar sem verslunin Sautján við Laugaveg er nú, og í Breiðfirðingabúð við Skólavörðustíg. Einnig starfaði hann á Hótel Borg og sem yfirþjónn í Klúbbnum á ámnum 1962 til 1965. Þá kom Hótel Saga til sögu, nýtt hótel með nýjar áherslur. Einari var boðið að verða þar aðstoðarhótelstjóri en Konráð Guðmundsson, sem lærði á undan Einari í Sjálfstæðishúsinu, var hótelstjóri. „Það var gaman að taka þátt í að skapa þessa nýju línu,“ segir hann. „Ekkert gerðist öðravísi en að það væri á Hótel Sögu og þar vom allar opinberar veislur haldnar. Prótókoll- ið í kringum þær er mikið og margt sem þurfti að skipuleggja. Þá sá mað- ur um allt frá því að taka á móti ráðu- neytisstjóranum, semja matseðilinn, taka á móti gestunum og kveðja þá að lokum. Ekkert mátti klikka, það var alltaf númer eitt.“ Fyrsta veislan fyrir konungborinn mann sem Einar tók þátt í var veisla sem haldin var Kristjáni IX Dana- konungi, afa Margrétar drottningar, til heiðurs. „Þá var ég nemi í Sjálf- stæðishúsinu," segir hann og bætir svo við þegar á hann er gengið að hann hafi m.a. séð um veislur fyrir alla þjóðhöfðingja Norðurlandanna sem og hertogann af Lúxemborg auk þjóðhöfðingja fiá fleiri löndum. Síð- asta veislan sem hann tók þátt í var við heimsókn forsætisráðherra Jap- ans í vor sem leið. „Þetta fólk er afar alúðlegt. Reynsla mín er sú að því háttsettari sem menn em því alúð- legri em þeir.“ Ég sá aldrei myndina Einar segist sjaldan hafa verið heima hjá sér á þessum ámm og að kona hans, Emilía Sigurjónsdóttir, hafi að mestu séð um heimilið í Kópa- voginum og uppeldi bamanna. „Þetta var geysileg vinna. Fjöl- skyldan var stór og það varð að vinna fyrir henni. Ef það tókst var maður ánægður. Starfið gagntók mann. Maður mætti kl. 7 á morgnana og var oft ekki kominn heim fyrr en um tvö- leytið á nóttunni. Samt mætti maður kl. 7 morguninn eftir. Ég átti að fá frí á fimmtudögum en það tókst sjaldn- ast. Þetta var bara vinna. En ég gerði það stundum að fara í Háskólabíó í 5- bíó til að slappa af áður en kvöldgest- imir komu. Eg sá aldrei myndina, ég bara svaf og kom svo endumærður til vinnu aftur." Vert þú ekki með Reykj avíkurstæla Einar var í 10 ár á Sögu. Þá var haft við hann samband frá Húsavík og hann beðinn um að taka við hótel- stjórastöðunni á nýju hóteli þar. „Þar var maður í öllu. Maður kokkaði og þjónaði, fór á herbergin og sló lóðina. Milla kona mín hjálpaði mér mikið við þessa vinnu.“ Einar brosir við tilhugsunina og segir svo: „Fyrstu kynni mín af verkalýðshreyfingunni á Húsavík vom þau að skrifstofumaður þaðan kom til mín og sagði með þjósti, þú skalt ekki með neina Reykjavíkur- stæla hér. Það var afskaplega gaman á Húsavík." Þótt utanbæjarmaðurinn hafi eins og við var að búast mætt svolítilli tor- tryggni fyrst í stað fór honum og fjöl- skyldunni fljótlega að líka vel fyrir norðan. „En svo vildi konan fara suð- ur, börnin þurftu að fara að heiman í skóla. Ég byijaði á Hótel Sögu aftur og var þar í eitt ár,“ segir hann. „Ég mat það mikils að allt starfs- fólk hótelsins á Húsavík og bæjar- stjómin skomðu á okkur með undir- skriftum að vera áfram. Sumir sögðu að ég hefði komið Húsavík á kortið. Ég var ekkert að andmæla því en vissi sem var að það var náttúrahamfóranum, sem urðu í Þingeyjarsýslum á þessum ámm, að þakka,“ segir Einar og við brosum saman. Það fer ekki á milli mála að ár- in fyrir norðan em Einari kær minn- ing. Fótaböð og nýjar hugmyndir Þegar árið á Hótel Sögu var á enda réð Einar sig sem hótelstjóri á Hótel Esju, að tilstuðlan Erlings Aspelund. Þetta var árið 1981. „Ég fann strax að Hótel Esja var öðra vísi fyrirtæki. Saga var toppurinn á þessum ámm. En það var gaman að vinna þar. Byggingin þar sem Búnaðarbankinn er núna var til mikillar óprýði. Búið var að mála yfir gluggana og hún var full af flugvélamótorum og alls kyns drasli. Ég byrjaði því að láta breyta þessu og flytja alls kyns þjónustu þangað eins og er í dag.“ Einar segir að það hafi lengi verið draumur sinn að láta byggja ofan á þessa byggingu spegilmynd af hótel- inu. Hann er því ánægður með nýj- ustu fréttir þess efnis að það gæti far- ið að styttast í að sá draumur rætist. Þegar Einar fór frá Esju og gerðist hótelstjóri á Hótel Loftleiðum hug- kvæmdist honum að láta gera ráð- stefnu- og þingsali þar, sem hann seg- ir að hafi gert mikið fyrir hótelið þar enda séu þingsalimir vinsælir. „Það er gaman að koma með nýjar hugmyndir og vinna að þeim en mað- ur þurfti að berjast fyrir þeim með kjafti og klóm. Það getur verið þreyt- andi til lengdar." En Einar segist yfirleitt ekki hafa gefist upp. Þannig var það t.d. þegar hann fékk hugmyndina að heilsulind og líkamsræktarstöð á Hótel Esju. „Við vomm með hæð sem var breiðari en aðrar hæðir og herbergja- gangurinn hefði orðið of breiður. Það gekk ekki að setja fundarherbergi þar. Þá datt mér líkamsræktarstöð í hug. Ég fékk leikhústjaldafyrirtæki til að ná hugmyndinni á blað svo mér tækist að útskýra það fyrir stjómend- um hvað ég ætti við. Þeir spurðu stundum, „Er Einar ennþá að tala um þessi fótaböð?" Eftir að hugmyndin fékk samþykki var Björgvin Snæ- bjömsson arkitekt fenginn til að út- færa hana. Svo sá ég gamla James Bond-bíó- mynd aftur fyrir skömmu og þar sá ég svona líkamsræktarstöð. Þá áttaði ég mig á að þaðan hlyti hugmyndin að vera komin. Hugmyndir fæðast ekki í höfðinu á manni bara si svona. En ef maður sinnir starfi sínu af lífi og sál þá koma þær til manns.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.