Morgunblaðið - 27.02.2000, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.02.2000, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 27. FEBRÚAR 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ ► Umhverfisráðherrar Norðurlanda sendu frá sér sameiginlega ályktun á þriðjudag þar sem þeir lýsa yfir áhyggjum sínum vegna frétta af lélegum öryggismálum kjarnorku- endurvinnslustöðvarinnar í Sellafield. ► Fulltrúar stérra lífeyris- sjóða stóðu ekki að tillögu um skipan stjórnar FBA á aðalfundi félagsins. Þeir segja að ekki hafi náðst samkomulag við fulltrúa Orcahópsins vegna kröfu hans um að tilnefna meiri- hluta stjórnar. ► Litlu munaði að illa færi þegar festar flutninga- skipsins Bremerflagge slitnuðu í höfninni í Grindavík í óveðrinu að morgni miðvikudags. Skut- ur skipsins stefndi upp í land þegar tókst að skjóta h'num upp í það og koma því upp að bryggju. ► Samkvæmt niðurstöðum í skýrslu sem unnin var fyrir sjávarútvegsráðherra er kvótaþing óþarft í nú- verandi mynd, enda hafi þingið ekki skilað tilætluð- um árangri þar eð sjómenn taki enn þátt í kvótakaup- um. Tveir stjórnendur Þjóðminjasafns segja upp störfum Hjörleifur Stefánsson minjastjóri og Guðný Gerður Gunnarsdóttir safn- stjóri hafa sagt upp störfum sínum innan Þjóðminjasafnsins. Hjörleifur segist ekki sætta sig við þær aðstæður sem nú ríki innan safnsins eftir að Hrafni Sigurðssyni var vikið úr starfi vegna þessa að safnið fór fram úr fjár- veitingum á síðasta ári. Hann segir safnið vera stjórnlítið og að ekki ríki traust á milli yfirstjómar þess og framkvæmdaráðs annars vegar og þjóðminjaráðs og menntamálaráð- herra hinsvegar. Einn stórhríðardagur kostar um 6 milljónir Kostnaður vegna snjómoksturs á höf- uðborgarsvæðinu þá stórhríðardaga sem komið hafa að undanförnu, nemur um 6 milljónum króna á dag, þegar álagið hefur verið sem mest. I kjölfar fyrsta óveðurskaflans voru 50-60 snjóruðningstæki í notkun hjá Reykja- víkurborg. Á venjulegum vetrardegi eru ekki nema um það bil sjö tæki í notkun. Þrír létust og sjö slösuðust alvarlega ► Umhverfisráðherra hef- ur ógilt úrskurð skipulags- stjóra um frekara mat á áhrifum 480 þúsund tonna álvers í Reyðarfirði og meðferð málsins frá upp- hafi. Forstjóri Landsvirkj- unar telur að seinkun á ákvörðun um byggingu ál- vers geti haft í för með sér að framkvæmdir hefjist ekki í sumar. Þrír menn létust í einu mannskæðasta umferðarslysi sem orðið hefur hér á landi, þegar rúta með nítján farþegum innanborðs og jeppabifreið skullu saman á Vesturlandsvegi um klukkan 19 á fóstudagskvöld. Ellefu farþegar voru fluttir slasaðir á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur og um þrír tugir manna voru fluttir á Landspítal- ann, þar sem veitt var áfallahjálp og gert að minniháttar meiðslum. Umbótasinnar * sigruðu í Iran FRAMBJÓÐENDUR umbótasinna unnu stórsigur í þingkosningunum í Iran sem fram fóru í landinu 18. febr- úar. Höfðu þeir er síðast fréttist fengið 141 sæti af 195 í kjördæmunum þar sem úrslit fengust þegar í fyrri umferð en kjósa verður að nýju um 65 sæti og nokkrum var enn óráðstafað. í höfuð- borginni Teheran komst fulltrúi heit- trúarklerka, Akbar Hashemi Rafsanj- ani, fyrrverandi forseti, naumlega á þing, varð 29. í röðinni af frambjóðend- um. Leiðtogar heittrúarmanna lýstu á miðvikudag gremju sinni með úrslitin og kenndu fjölmiðlum um ósigurinn, þeir hefðu rekið áróður gegn heit- trúarmönnum. Sumir þeirra sögðu þó að baráttuaðferðir þeirra og stefna hefðu ekki höfðað til almennings. Kjörsókn var um 83%. Umbótasinnar ætla að auka frjáls- ræði í ýmsum efnum og lofa til dæmis að draga úr hömlum í fjölmiðlun. For- ystumaður umbótaaflanna er Moh- ammad Reza Khatami, bróðir forseta landsins, Mohammads Khatamis. Hinn nýkjörni leiðtogi sagði er úrslitin voru ljós að hann myndi beita sér fyrir bættum samskiptum við Bandaríkin. Ljóst þykir að þáttaskil hafi orðið í Ir- an sem hefur verið undir stjóm heit- trúarklerka í rúma tvo áratugi. Mótmæli í Kosovo Hátt í hundrað þúsund Kosovo-Alban- ar tóku á mánudag þátt í mótmæla- göngu sem farin var frá héraðshöfuð- staðnum Pristina til Kosovska Mitr- ovica í norðausturhluta héraðsins. Var markmiðið að lýsa andúð á tilraunum Kosovo-Serba til að gera norðurhluta Mitrovica að algerlega serbnesku hverfi og skipta þannig borginni. Liðs- menn friðargæsluliðsins, KFOR, komu í veg fyrir að til átaka kæmi milli þjóðarbrotanna í borginni. ► FORYSTUMAÐUR úr röðum sósíalista í Baska- landi Spánar fórst ásamt lífverði sinum er bíl- sprengja sprakk í höfuð- stað héraðsins, Vitoria, á þriðjudag. Fullvíst var tal- ið að hryðjuverkamenn í ETA-samtökunum hefðu staðið fyrir tilræðinu. Þús- undir manna efndu til úti- funda gegn ETA í borgum Spánar daginn eftir. ► John McCain öld- ungadeildarþingmaður sigraði í forkosningum repúblikana í Michigan og Arizona á þriðjudag. Hefur hann nú hlotið 90 kjör- menn en helsti keppinaut- ur hans, George W. Bush, ríkisstjóri í Texas, 67. Til að verða tilnefndur for- setaefni flokksins í kosn- ingunum, sem verða í nóv- ember, þarf 1.034 kjörmenn. ► STÓR svæði í Mósambík voru á fimmtudag undir vatni vegna gífurlegs úr- hellis sem staðið hefur í nokkrar vikur. Um 300 þúsund manns hafa misst heimili sín í hamförunum og er óttast að farsóttir breiðist út. ► Þingmenn á Evrópu- þinginu kröfðust þess í vik- unni að liafin yrði rann- sókn á ásökunum þess efnis að Bandaríkjamenn notuðu háþróuð hlerunar- kerfi til að stunda iðnaðar- og viðskiptanjósnir í Evrópu. Njósnakerfið sem um ræðir er nefnt Echelon og standa auk Banda- ríkjamanna að því Bretar, Kanadamenn, Astralir og Nýsjálendingar. Lögboðnar ábyrgðartryggingar ökutækja árið 1999 Sjóvá-Almennar og VIS með 71% allra trygginga SJÓVÁ-Almennar tryggingar hf. hafði mesta hlutdeild á innlendum tryggingamarkaði í lögboðnum ábyrgðartryggingum ökutækja á síðasta ári, þ.e. án lögboðinnar slysatryggingar ökumanns og eig- anda. Félagið hafði þá 36,2% hlut- deild en Vátryggingafélag íslands hf. 35,03%. Árið 1998 hafði VÍS hins vegar forystuna með 35,7% hlut- deild á móti 35,59% Sjóvár-Al- mennra. Fimm aðilar bjóða ökutækja- tryggingar hér á landi. Trygginga- miðstöðin hafði 23,79% af markaðn- um á síðasta ári en hafði 25,01% árið 1998. Lloyd’s of London, sem trygg- ir í gegnum FÍB-tryggingu, hafði aukið hlutdeild sína úr 3,5% árið 1998 í 4,46% á síðasta ári. Vörður vátryggingafélag hafði 0,52% mark- aðarins en hafði árið 1998 0,2%. Kostnaður við uppgjör tjóna af völdum óþekktra eða óvátryggðra ökutækja er jafnað út á milli aðild- arfélaga eftir markaðshlutdeild þeirra í lögboðinni ábyrgðartrygg- ingu ökutækja í gegnum Alþjóðleg- ar bifreiðatryggingar á íslandi, sem félögin eiga öll aðild að. Þróun íslenska tryggingamarkaðarins* 1996-1999 Markaðshlutdeild % Almennar 5--------------------------- 0 -i-------1-------1------r- 1996 1997 1998 1999 % íslands 5----------------- 0-|-------t------t-------1- 1996 1997 1998 1999 * Lögboðin ábyrgðartrygging ökutækja Tryggingamiðstöðin % (Trygging) 30--------------------- 24,7%___________23,8% Vörður Vátryggingafélag Q g% 1996 1997 1998 1999 % 5 0 Lloyd’s of London 4,5% 1996 1997 1998 1999 Fjórir matsölustaðir opna brátt í borginni 192 veitingastaðir eru starfræktir í höfuðborginni ÞRÍR nýir matsölustaðir verða opn- aðir í miðborg Reykjavíkur í næsta mánuði og er Morgunblaðinu þar að auki kunnugt um einn nýjan veit- ingastað til viðbótar sem verður opn- aður í miðbænum með vorinu. Stað- irnir heita Tveir fiskar, Sommelier, Siggi Hall á Óðinsvéum og Sticks’n Sushi og koma reyndir veitinga- og matreiðslumenn við sögu á öllum stöðunum fjórum. Einn af aðstandendum staðanna kveðst í samtali við Morgunblaðið telja að það sé bæði pláss og þörf fyr- ir nýja matsölustaði í Reykjavík og vísar m.a. til þess að æ fleiri íslend- ingar séu famir að fara út að borða. Alls 192 veitingastaðir, með vín- veitinga- og skemmtanaleyfi, eru starfræktir í Reykjavík um þessar mundir, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Reykjavík en í þeim hópi eru auk hefðbundinna matsölu- staða, allir skyndibitastaðir og veit- ingastaðir sem bjóða upp á kráar- stemmningu fram eftir nóttu. Fyrstur umræddra staða til að verða opnaður í Reykjavík er mat- sölustaðurinn Tveir fiskar í Hafnar- búðum við Tryggvagötu. Að sögn El- íasar Einarssonar, eins eigenda staðarins, er stefnt að því að staður- inn verði opnaður 1. mars nk., og verður aðallega boðið upp á fjöl- breytta fiskrétti. Auk þess verður boðið upp á japanska matargerð, svokallað sushi, en þeir sem ekki vilja fisk geta valið á milli nokkurra kjötrétta. Þegar Elías er inntur eftir því hvort markaðurinn rúmi fleiri veitingastaði í bænum leggur hann áherslu á að fyrst og fremst sé um matsölustað að ræða en ekki skyndi- bitastað eða veitingastað þar sem gestir geti skemmt sér fram eftir nóttu. . Auk Elíasar eiga staðinn Friðrik Sigurðsson og Eyjólfur Ein- ar Elíasson. Bjdða 2000 ldttvínstegundir Matsölustaðurinn Sommelier, á Hverfisgötu 46 milli Klapparstígs og Námsskeið Listasjóðs Hcimsklúbbsins undir leiðsögn Ingólfs Guðbrandssonar hefst þri. 14. mars í Safnaðarsal Hátcigskirkju. 5 þriðjudagskvöld x 2 st. frá kl. 20.00. Ætlað óperuunnendum, einkum þátttakendum í ferðinni „LISTATÖFRAR ITALÍU" sem fá afslátt af ferðinni 12.-27, ág. en öllum heimilt. Síðasta námsskeiði: „Frá klassík til rómantíkur" er að Ijúka með þáttöku 120 manns. Verð námssk. kr. 5000. Spyrjist fyrir um árangur. Örfá sæti enn laus. S. 56 20 400. Styrkt af Listasjóði Heirasklúbbsins. WORLD CLUB. Útnefnd í alþjóðasamtökin jS&St FERÐASKRIFSTOFAN EXCELLENCE IN TRAVEL NETWORK Fyrir frábærar ferðir 56 20 4(X) PRIMA> VISA HEIMSKLÚBBUR INGÓLFS Austurstræti 17, 4. hæð, 101 Reykjavik, sími 562 0400, fax 562 6564, netfang: prima@ heimsklubbur.is, heimasíða: http://www.heimsklubbur.is Lærðu að njóta ÍTÖLSK ÓPERA- t ó n 1 i s t a r VERDI Vatnsstígs, verður opnaður 10. mars nk. en þar er m.a. ætlunin að bjóða upp á langmesta vínúrval allra veit- ingasaða á Islandi eða 2000 Iéttvíns- tegundir. Einar Logi Vignisson, einn af aðstandendum staðarins, segir að Sommelier leggi áherslu á ferska al- þjóðlega matargerð í stíl við það sem kallað er „fusion-eldhús“. „Ég held að það sé pláss á mark- aðnum,“ segir Einar Logi þegar hann er spurður um möguleika Sommelier og bendir m.a. að vanir veitingamenn standi að staðnum, þar á meðal Vignir Már Þormóðsson, eigandi Karólínu Restaurant á Akur- eyri. „Okkur hefur lengi langað til að opna okkar eigin stað og þar fyrir ut- an höldum við að það sé bæði pláss og þörf fyrir hann á markaðnum," segir Einar Logi ennfremur og bendir á að fólk sé í æ meiri mæli farið að fara út að borða... Helstu eigendur Somm- elier, sem merkir vínþjónn á frönsku, eru Haraldur Halldórsson og Þor- leifur Sigurbjömsson auk Vignis Más sem áður var nefndur. Siggi Hall á Óðinsvéum er, eins og nafnið bendir til, nýr staður undir forystu matreiðslumeistarans Sig- urðar Hall sem verður opnaður um miðjan eða seinni hluta marsmánað- ar. „Þar verður lögð áhersla á gæði Islands og langa reynslu mína út um allan heim,“ segir Sigurður Hall að- spurður um áherslur staðarins en á Óðinsvéum við Óðinstorg hefur eins og kunnugt er verið rekinn veitinga- staður um áratugaskeið. „Það má því segja að þetta verði nýr staður á gömlum merg,“ segir Sigurður. Þegar Sigurður erspurður að því hvort hann hyggist reyna að höfða til einhvers ákveðins markhóps segir hann skýrt og skorinort: „Þetta verð- ur einfaldlega staður fyrir venjulega Islendinga sem vilja fara út og borða mat sem eldaður er af ást og alúð.“ Að síðustu má nefna matsölustað- inn, Sticks’n Sushi, en hann verður að sögn eins forsvarsmanna staðar- ins, Snorra Birgis Snorrasonar, opn- aður með vorinu í Hvítakoti við Lækjargötu og eins og nafnið bendir til verður þar lögð áhersla á sushi- rétti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.