Morgunblaðið - 27.02.2000, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 27.02.2000, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. FEBRÚAR 2000 11 FRÉTTIR Umræðufundur Fræðslusamtaka um kynlíf og barncignir Samgönguráðherra um þriðju kynslóð farsímakerfa Leyfi ekki boðin upp nema að skil- greina þjónustu STURLA Böðvarsson samgöngur- áðherra segir, í samtali við Morg- unblaðið, að mikilvægt sé að vanda vel undirbúningsvinnu varðandi þriðju kynslóð farsímakerfa, svok- allaðs UMTS-kerfis, sem búast má við að verði tekið í gagnið víða um heim árið 2002. Haft var eftir Gúst- afi Arnar, forstöðumanni Póst- og fjarskiptastofnunar, í Morgunblað- inu á miðvikudag, að í lok þessa árs megi búast við því að hugað verði að leyfisveitingu fyrir slíkt kerfi hér á landi, en kerflð er frábrugðið núverandi kerfi að því leyti að gagnaflutningshraði þess er tutt- ugu sinnum meiri. Aðspurður segist Sturla ekki telja hægt að bjóða leyfi fyrir UMTS-kerfi upp öðruvísi en að í slíkum uppboðslýsingum væri klár- lega og skýrt skilgreint hvaða þjónustu kerfið eigi að veita. Hann segist ekki vilja gefa upp afstöðu sína til þess með hvaða hætti leyfin verði veitt, fyrr en greinargerð frá Fjarskiptastofnun liggi fyrir, þar sem meðal annars verði fjallað um hvernig þessum málum sé háttað í öðrum löndum. Tryggja verður hagkvæmni kerfísins sem heildar Sturla segir að undirbúa verði stefnumótun í þessu máli mjög vandlega. Hann segir mikilvægt að kerfið komi til með að ná yfir sem stærst landsvæði og að tryggja verði að hagkvæmni kerfisins sem heildar verði sem mest. „Þjóðhagsleg hagkvæmni er mjög mikilvæg því hún hefur þýð- ingu fyrir neytendur. Því meiri fjárfesting í heildina, því meiri kostnaður á neytendur," segir Sturla Böðvarsson. Tillaga um sérstaka rannsókn á greiðslu- erfiðleikum KÞ Laxamýri - Nokkuð var þungt i fundarmönnum á deildarfundi Kaup- félags Þingeyinga á Húsavík í fyrra- kvöld, en fundurinn var sameiginleg- ur deildarfundur nokkurra sveitar- félaga á svæðinu. Á fundinum var kynnt tillaga til framhaldsaðalfundar félagsins þess efnis að samþykkt yrði að nýta sér ákvæði í lögum um samvinnufélög um sérstaka rannsókn. í umræddu lagaákvæði kveður á um að félagsmaður geti þar komið fram með tillögu um að fram fari sér- stök rannsókn á tilgreindum atriðum varðandi starfsemi félags eða ákveðnum þáttum ársreiknings. Rannsókn þessi skuli einkum bein- ast að aðdraganda að greiðsluerfið- leikum Kaupfélags Þingeyinga og þeim úrræðum sem gripið var til til lausnar á þeim. Sérstaklega skuli rannsaka þátt einstakra aðila er tengjast málinu og athuga hugsan- legt vanhæfi einstaklinga sem unnið hafa að nauðarsamningum og upp- gjöri KÞ. Hið svokallaða Aldinmál var mjög á dagskrá og ljóst að það fyrirtæki átti drjúgan þátt í því að Kaupfélagið lenti í þeim greiðsluerfiðleikum sem um ræðir. Stjórnarmenn viður- kenndu að ekki hefði verið gripið nægjanlega í taumana og hafði kaup- félagsstjóri greitt reikninga trjá- vinnslufyrirtækisins Aldins úr við- skiptareikningi Kaupfélagsins og greitt starfsmönnum laun án vitund- ar annarra yfinnanna félagsins. Farið var yfir fjárhag Kaupfélags- ins síðustu tíu árin og kom fram að fyrir löngu hefðu menn átt að bregð- ast við miklu tapi og grípa til raun- hæfra aðgerða í málinu. Sagði Er- lingur Teitsson bóndi á Brún að bæði félagsmenn og stjórnarmenn hefðu brugðist og aðgerðarleysi væri ástæða þess að félagið komst í þrot. Ly íj amálastofnun sett á stofn sam- kvæmt frumvarpi STARFSEMI Lyfjaeftirlits ríkisins og lyfjanefndar ríkisins verður sam- einuð í einni stofnun, Lyfjamála- stofnun, nái fram að ganga laga- frumvarp um breytingu á lyfjalögum og lögum um almannatryggingar sem heilbrigðis- ráðherra hefur lagt fram á Alþingi. Fram kemur í athugasemdum við lagafrumvarpið að hinni nýju stofn- un séu auk þess ætluð ný verkefni við umsjón með skráningu og eftirlit með verkunum og aukaverkunum lyfja. Kemur einnig fram að frá setningu lyfjalaga 1994 hafi komið fram ábendingar um ýmis atriði sem kveða þurfi á um í lyfjalögum, m.a. vegna gildistöku tilskipana Evrópusambandsins sem teknar hafa verið inn í samninginn um Evrópskt efnahagssvæði. Jafnframt þyki, að fenginni reynslu af fram- kvæmd laganna, nauðsynlegt að gera nokkrar aðrar breytingar á lögunum. Meginbreytingar í frumvarpinu eru annars þær að lyfjaeftirlit ríkis- ins og lyfjanefnd eru sameinuð í eina stofnun, Lyfjamálastofnun. Sérstök nefnd ákveði þátttöku sjúkratrygginga í kostnaði vegna nýrra lyfja Reglum um álagningu lyfjaeftir- litsgjalds er breytt frá því sem nú er og er gert ráð fyrir að hún verði í formi skattlagningar en ekki þjón- ustugjalda; gert er ráð fyrir að sér- stök nefnd taki ákvörðun um þátt- töku sjúkratrygginga í kostnaði vegna nýrra lyfja; kveðið er á um að eignarhlutdeild starfandi lækna, tannlækna og dýralækna, svo og maka þeirra og barna undir 18 ára aldri, í lyfsölu, lyfjaframleiðslu eða lyfjaheildsölu megi ekki vera svo stór að það hafi teljandi áhrif á fjár- hagslega afkomu þeirra, og loks er kveðið skýrar á um meðferð um- sókna hjá lyfjaverðsnefnd. Morgunblaðið/Golli Fjöldi skólahjúkrunarfræðinga og námsráðgjafa kom á umræðufund Fræðslusamtaka um kynlíf og bameignir þar sem rætt var um neyðargetnaðarvöm. Auðvelda þarf aðgang að neyðarpillunni Þekkingarskortur og fordómar, m.a. hjá fagfólki, valda því að aðgangur að neyðar- getnaðarvarnarpillunni er ekki sem skyldi hér á landi, segir varaformaður Fræðslu- samtaka um kynlíf og barneignir OSK Ingvarsdóttir, kven- sjúkdómalæknir og vara- formaður Fræðslusam- taka um kynlíf og barn- eignir, sagði á fræðslu- og umræðu- fundi samtakanna um neyðargetn- aðarvörn, að mikilvægt væri að bæði fagfólk og almenningur yrði upplýst- ara um neyðargetnaðarvarnarpill- una, sem að hennar mati er nytsam- leg og einföld aðferð til að koma í veg fyrir ótímabærar þunganir og fóst- ureyðingar. Hún sagði algengan misskilning að neyðargetnaðarvarn- arpillan, sem seld er hér á landi sam- kvæmt lyfseðli, væri það sama og svokölluð fóstureyðingarpilla. Svo væri ekki, en neyðargetnaðarvarn- arpillan væri hormónapilla sem inni- héldi sömu hormóna og hefðbundna getnaðarvarnarpillan og kæmi í veg fyrir fijóvgun, með því að hindra egglos, eða þungun, með því að þynna slímhúð í legi. Hún framkall- aði því ekki fóstureyðingu og sagði Ósk að hún hefði ekki fósturskemm- andi áhrif, þótt kona tæki hana sem væri bamshafandi án þess að vita af því. Lyfíð á að vera ódýrt og helst ekki lyfseðilsskylt N ey ðargetnaðarvarnarpillurnar eru teknar innan við 72 klukkustund- um frá samförum, tvær í senn með tólf klukkustunda millibili. Ósk segir árangurinn mjög góðan, aðeins 2% tilfella mistakist, en vægar auka- verkanir geti fylgt, til dæmis ógleði og brjóstaspenna. Pillan truflaði blæðingar lítið og því væri auðvelt að fylgjast með því hvort hún hefði bor- ið árangur. Ósk lagði áherslu á að því fyrr sem neyðargetnaðarvai’narpillan væri tekin, því tryggari væri árangur hennar. Þess vegna væri mjög brýnt að bæta aðgengi að henni, en meðal hindrana væru fordómar og þekk- ingarleysi margra lækna og hjúkr- unarfræðinga. Hún sagði viðhorf sumra þeirra að notkun neyðargetn- aðarvarnarpillunnar leiddi til meira lauslætis og óábyrgari hegðunar í kynlífi en benti á að rannsóknir hefðu sýnt að svo væri ekki, heldur væru aðrir þættir sem yllu því. Hún telur sérstaklega mikilvægt að lækn- ar geri ungum stúlkum auðvelt að nálgast pilluna og að þeir virði rétt þeirra til að taka ákvörðun um að taka hana, án samráðs við foreldra, sé það vilji þeirra. Hún segir að nýta eigi þessa meðferð í þágu ungs fólks og að læknar eigi ekki að neita ung- um stúlkum um þessa meðferð, þungun væri aldrei betri kostur. Lyfið ætti að vera ódýrt og aðgengi- legt, helst ekki lyfseðilsskylt og jafn- vel ætti að vera að hægt að fá það ókeypis. Ungt fólk byrjar sífellt fyrr að stunda kynlíf Sóley S. Bender, lektor í hjúkrun- arfræði og formaður Fræðslusam- taka um kynlíf og barneignir, hélt er- indi á fræðslufundinum og benti meðal annars á þá staðreynd að um 500 stúlkur á aldrinum 15 til 19 ára yrðu þungaðar á ári hveiju. Hún sagði að ungt fólk byrjaði sífellt fyrr að stunda kynlíf, en samkvæmt nið- urstöðum rannsóknar frá árinu 1996 er meðalaldur við fyrstu kynmök tæplega 15,5 ár hjá báðum kynjum og hafa 25% 14 ára bama haft kyn- mök. Sýnt væri að því fyrr sem fólk byrjaði að stunda kynlíf, þvi fleiri rekkjunauta eignaðist það og því meiri hætta á ótímabæm þungun og kynsjúkdómum. Hún sagði mikil- vægan lið í heilbrigðisþjónustu við ungt fólk að veita því aðgang að neyðargetnaðarvöm og hjálpa þeim þannig að sýna ábyrgð þó að það sé ekki fyrr en eftir á. Unglingar eiga erfítt með að tala um kynlíf við foreldra sína Sóley segist hafa orðið vör við það í starfi sínu að ungt fólk ætti oft í erf- iðleikum með að ræða um kynlíf við foreldra sína. Stúlkur væm gjarnan hræddar um að foreldrar þeiira yrðu reiðir ef þeir kæmust að því að þær væru byrjaðar að stunda kynlíf og þar af leiðandi gætu þær ekki rætt við þá um getnaðarvarnir. Þessu þyrfti að breyta og benti hún á að kynfræðslunámsefni frá Náms- gagnastofnun fylgdi sérstakt for- eldrahefti og að notkun þess væri gagnleg til að styrkja foreldra í þess- um efnum. Hún sagði rannsóknir sýna að þær upplýsingar sem ung- lingar hefði uin kynlíf kæmu frekar frá vinum, úr kvikmyndum og af Netinu en frá foreldrum og skólum og því væri einnig mikilvægt að kom- ið yrði af stað einhverskonar jafn- ingjafræðslu þar sem hópur ung- menna yrði sérstaklega þjálfaður til að fræða jafnaldra sína um þessi mál, því afar mikilvægt væri að rétt- ar upplýsingar kæmust til skila. 14 ára stúlka fái getnaðarvarn- arpillu án samráðs við foreldra Þórhildur Líndal, umboðsmaður barna, hélt erindi á fundinum þar sem hún fjallaði meðal annars um réttindi ósjálfráða stúlkna á aldrin- um 14 til 18 ára. Þó að sjálfræðisaldurinn hafi verið hækkaður í 18 ár árið 1998 segir hún að samkvæmt læknalögum eigi börn 16 ára og eldri sjálfstæðan rétt til að fá upplýsingar hjá lækni um veildndi sín, ástand, meðferð og horfúr. í lög- um sé einnig ákvæði þar sem er mælt fyrir um rétt stúlkna 16 ára og eldri til að sækja um fóstureyðingu, án þess að samþykki forsjáraðila liggi fyrir. Varðandi rétt ungra stúlkna til að fá getnaðarvamarpillu án samráðs við foreldra sína benti Þórhildur á að í almennum hegningarlögum standi að hver sem hafi samræði eða önnur kynferðismök við bam yngra en 14 ára skuli sæti fangelsi. Hún segist telja að af þessu ákvæði megi draga þá almennu ályktun að hafi barn náð 14 ára aldri ráði það því sjálft hvort það hafi kynmök, enda sé það gert af fúsum og frjálsum vilja. Þar af leiðandi meti hún það svo að 14 ára stúlka, sem leiti til læknis, eigi að geta fengið ávísun á getnaðar- vamarpilluna og þá einnig neyðar- getnaðarvarnarpilluna, án samráðs við foreldra, ef svo ber undir. Auð- vitað væri best að hún hefði samráð við foreldra sína en aðstæður byðu hins vegar ekki alltaf upp á það. Þór- hildur telur mjög brýnt að læknar og hjúkrunarfræðingar geri sér grein fyrir þessum rétti ungra stúlkna og virði hann. Ljóst sé að það er ábyrg- ur og upplýstur einstaklingur sem leitar læknis í slíkum tilfellum, sem á rétt á fullum trúnaði hans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.