Morgunblaðið - 27.02.2000, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.02.2000, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 27. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Camerarctica leikur í Kammermúsíkklúbbnum í kvöld Þriggja alda og þriggja heima verk Morgunblaðið/Jim Smart Camerarctica leikur verk eftir Shostakovich, Boccherini og Dvorák á tónleikum Kammermúsíkklúbbsins í Bústaðakirkju í kvöld. VERK eftir Luigi Boccherini, Ant- onin Dvorák og Dmitri Shostakovich verða á efnisskrá tónleika Kamm- ermúsíkklúbbsins í Bústaðakirkju í kvöld, sunnudagskvöld, kl. 20.30. Um flutninginn sér Camerarctica en hópurinn er skipaður fíðluleikurun- um Hildigunni Halldórsdóttur og Sigurlaugu Eðvaldsdóttur, Guð- mundi Kristmundssyni víóluleikara, Sigurði Halldórssyni sellóleikara, Hallfríði Ólafsdóttur flautuleikara, Richard Com, bassaleikara og Emi Magnússyni píanóleikara. Hildigunnur segir verkin þrjú mjög ólík innbyrðis. „Við förum vítt og breitt um tónlistarsöguna - um þrjár aldir og þrjá heima,“ segir hún. Fyrstur á efnisskránni er strengjakvartett nr. 9 í Es-dúr op. 117 eftir Shostakovich. „Verkið er í fimm þáttum, sem við spilum sem eina heild, án þess að gera hlé milli kafla. Lokin á hverjum kafla leiða inn í næsta kafla. Fyrstu fjórir kafl- arnir eru aðdragandi síðasta kaflans en hann er næstum helmingur verksins. Allt frá upphafi er undir- liggjandi mikil alvara og mikil angist í tónlistinni og í lokakaflanum brýst út hálfgert stríðsástand. Þetta er magnað stykki og spennandi við- fangsefni." Rýnt í gamalt handrit Eftir hlé verður leikinn kvintett fyrir flautu, fiðlu, víólu, selló og bassa í C-dúr eftir ítalska tónskáldið og sellóleikarann Boccherini. Eftir hann liggur mikill fjöldi verka, flest fyrir strengi. Fyrir nokkrum ámm fundust sex kvintettar eftir hann í skjalasafni konungshallarinnar í Madríd en síðari hluta ævi sinnar var Boccherini einmitt hirðtónskáld í þjónustu sonar Spánarkonungs. Kvintettarnir nýfundnu hafa enn ekki verið gefnir út á nótum. „Þann- ig að við spilum þetta upp úr hand- riti,“ segir Hildigunnur og bætir við að reyndar sé það ekki með hand- skrift Boccherinis sjálfs, heldur virðist sem einhver annar hafi fund- ið raddskrána og skrifað verkið út í raddir. „Það er mjög gaman að lesa eftir þessum nótum, þetta er svona handritalestur." Hildigunnur segir ekki ljóst hvort verkið hafi verið flutt á sínum tíma, en Boccherini samdi það fjórum árum fyrir andlát sitt. „Við höldum að það hafi verið lagt til hliðar og ekki verið flutt,“ segir Hildigunnur, sem gerir þó ekki ráð fyrir að um heimsfrum- flutning verði að ræða í Bústaða- kirkju í kvöld, en að minnsta kosti örugglega frumflutning á Islandi. Tónleikunum lýkur svo með kvintett fyrir tvær fiðlur, víólu, selló og píanó í A-dúr, op. 81 eftir Dvorák. „Alveg ótrúlega fallegt verk, sem ber með sér þjóðlegar stemmning- ar,“ segir Hildigunnur, „til dæmis bera miðþættimir tveir hin óvenju- legu nöfn Dumka og Furiant, sem Sunnudagur 27. febrúar Heiðmörk - skíðaganga kl. 13.30. Heiðmörk fagnar 50 ára afmæli sínu á menning- arárinu og af því tilefni verður efnt til ýmissa viðburða, m.a. skfðagöngu- móts eftir göngustígum í Heiðmörk þar sem keppt verður í ald- ursflokkum og karla- og kvennaflokkum. Keppnis- svæðið er við Borgar- stjóraplan en eins og venja er til, þegar um viðburði und- ir berum himni á íslandi er að ræða, er keppnin háð veðri og vindum. Job - þjáning manns, Neskirkja kl. 20:30. í einni af bókum Biblfunnar, eru einhvers konar dansanöfn. Eig- inlega má segja að þetta sé bjartsýnisverkið á tónleikunum en það er sérstaklega valið til þess að áheyrendur yfirgefi tónleikana með bros á vör og fullir bjartsýni.“ Enda vel við hæfi, þar sem þessir tónleik- ar eru hinir fimmtu og síðustu á veg- um Kammermúsíkklúbbsins í Bú- staðakirkju á þessu starfsári. Jobsbók, er tekist á við spurningu sem á sér djúpar rætur í mann- legri tilveru. Hér glímir maður við Guð sinn - það er trúarleg glíma sem um leið er tilvistar- leg glíma mannsins á öllum tímum. Verkið er fyrir einn leikara og tek- ur um tvær klukkustundir í flutningi. Leik- stjóri og leikari verksins, þeir Sveinn Einarsson og Arnar Jóns- son, hafa fært texta Jobsbókar í Ieikbúning. Áskell Másson samdi tónlist og leikhljóð. Síðari sýn- ingin á Job - þjáning manns er 29. febrúar. Miðasala í Nes- kirkju v/Hagatorg kl. 10-17 alla virka daga og við inngang, Kirkjuhúsinu Laugavegi 31, og Esso-stöðinni v/Ægissíðu. M-2000 Dæmi: IVikkHl Skrifboró 160x80 cm. Skrifboró 120x80 crn. Hornboró m. boga / svarl Kapalrennur í borðum 4ra skúffuskápur á hjólum Útdragsplata fyrir lyklaboró 3 skápar 190x80 cm. 1 með hurðum og skjaluskúffu 2 opnir meÓ 5 hillum Siimt als stgr: 'samst'it 153,041 VömluÁskrifstortjliásgöjl EG Skjilstofubú.m\irehf fyrir fynrtæki oe heimili a A ,, .. Armula 20 Leðurklæddur skrifborðsstóll á mynd kr. 54.900,- Sími 533 5900 • Fax 533 5901 Björn Steinar leikur í Hallgrímskirkj u LISTVINAFÉLAG Hallgríms- kirkju gengst fyrir orgeltónleik- um í dag, sunnudag, kl. 17. Þá leikur organisti Akureyrarkirkju, Björn Steinar Sólbergsson, orgel- tónlist eftir J.S. Bach, Pál ísólfs- son og Jón Leifs. Tónleikarnir eru aðrir í röð tónleika þar sem ís- lenskir orgelleikarar flyfja ís- lenska orgeltónlist og tónlist Johanns Sebastians Bach. Á efnisskránni eru Tokkata í F- dúr og sex Schúbler-sálmforleikir Bachs, Chaconne eftir Pál Isólfs- son og Rímnadanslög ópus 11 eftir Jón Leifs, en þau eru umskrifuð fyrir orgel af Birni Steinari. Umritanir Bachs á sex aríúm úr kantötum sínum gerði hann fyrir nemanda sinn G. Schúbler og eru þær nefndar eftir honum, Schúbler-forleikir. Þessir sálmfor- leikir eru á meðal vinsælustu org- elverka Bachs. Tokkata í F-dúr er eitt af stóru orgelverkum Bachs og einkennist af mikilli notkun fót- spilsins. Chaconne um stef úr Þor- Iákstíðum skrifaði Páll ísólfsson undir áhrifum af orgeltónlist Max Regers sem hann kynntist á náms- árum sínum í Leipzig. Hið dóríska upphafsstef Þorlákstíða og fjöl- breytt útfærsla Páls á því gefur verkinu mjög persónulegt yfir- bragð. Rímnadanslög Jóns Leifs eru til í margs konar búningi, en Björn Steinar er fyrstur til að út- færa þau fyrir orgel. Björn Steinar er nýkominn úr tónleikaferð til Bandaríkjanna þar sem hann flutti orgelkonsert Jóns Leifs. Á þessu ári leikur hann á tónleikum í Bandaríkjunum, Eng- landi, Danmörku, Finnlandi og Þýskalandi. Aðgangseyrir er krónur 1.000. Björn Steinar Sólbergsson leikur á orgel í Hallgrímskirkju í dag. Islenskt leikhús kynnt í Genúa Genúa. Morgpunblaðið. KYNNING var haldin í Genúa á Norður-Ítalíu á íslenskri leiklist fyrir íbúa borgarinnar á dögunum. Kynninguna skipulagði leikhús í Genúa, Teatro della Tosse, með stuðningi íslenska menntamála- ráðuneytisins og íslensku aðal- ræðismannsskrifstofunnar. Við- staddur var íslenski heiðurs- konsúllinn í Genúa, Maria Cristina Rizzi. í tilefni kynningar- innar komu til Genúa fulltrúar ís- lenskrar leiklistar Stefán Bald- ursson þjóðleikhússtjóri, Guðjón Pedersen leikstjóri, Baltasar Kor- mákur, leikstjóri og leikari, Ami Ibsen leikskáld og Helga I. Stef- ánsdóttir, leikmynda- og búninga- hönnuður, sem túlkaði fyrir við- stadda. Inngangsorð flutti Sergio Man- fredi, leikstjóri Teatro della Tosse en á eftir tók til máls Gianna Chiesa Isnardi, prófessor í skand- inavískum bókmenntum og tungu- málum við Háskólann í Genúa og höfundur rita um íslenskar bók- menntir og þýðingar bæði á forn- bókmenntum og nútímaljóðum. Hún lýsti mjög fræðilega þróun ís- lenskrar menningar, tungu og samfélags. íslensku gestirnir lýstu hins vegar einkennum og þróun íslenska leikhússins og gerðu grein fyrir starfsemi Þjóð- leikhússins, Borgarleikhússins og íslensku óperunnar og einnig minni leikhúsa og leikfélaga. Sér- stök áhersla var lögð á mikla þátt- töku áhorfenda í öllum leik- hússýningum, að bamasýningum meðtöldum; fyrirlesarar sögðu hana vera meiri en í mörgum Evrópulöndum. Þeir bentu líka á mikla framför íslenska leikhúss- ins, á það hversu nýtískulegt það væri og á samfellda nýsköpun í textum, túlkun og sviðsetningu sem hefur skapast með ámnum, meðal annars sökum mikillar reynslu leikhúsfólksins í útlönd- um. Einnig var talað um mikil- vægi leikhússins á íslandi ekki bara sem menningarmiðill í al- mennri merkingu heldur líka sem magnað tæki til verndar íslenskri tungu. Aheyrendur í Genúa sýndu mik- inn áhuga og báru fram fjölmarg- ar spurningar, bæði um leikhúsið sjálft og um íslenska samfélagið almennt. Upptökur úr nýlega sviðsettum leikritum í Reykjavík voru sýndar undir lok kynningar- innar, meðal annars úr Gullna hliðinu og var þeim mjög vel tekið. Kynningunni lauk með þeirri ósk að samstarfi yrði komið á sem íyrst á milli leikhúsa landanna tveggja til þess að styðja gagn- kvæm samskipti á sviði menn- ingar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.