Morgunblaðið - 27.02.2000, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 27.02.2000, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. FEBRÚAR 2000 37 MINNINGAR á blaðinu Degi 22. janúar 2000 er gerð ; grein fyrir því sem fram kom á fund- inum. Lagaprófessorinn taldi það fullkomna skyldu forstöðumanna að upplýsa um mikilsverð mál en vera ekki bara já-menn. Önnur atriði komu fram á fundin- um sem gáfu til kynna veika stöðu forstöðumannanna til að vinna störf sín í samræmi við lög og reglur. Þótt tilfærð ummæli forsætisráð- | herra í Kastljósi frá 6. janúar væru 1 ekki nefnd sem ástæða fundarboð- I unar, og þau hafi ekki verið nefnd í j frétt Dags af fundinum, hljóta þau að hafa vakið einhverja, sem þekkja vel til starfshátta stjóm- og réttar- kerfisins, til umhugsunar. Ef fer eins og forsætisráðherrann óttast, hverjir koma þá til með að borga út laun og eftirlaun til embættismanna og maka þeirra, þótt ekki sé litið nema fimmtíu ár fram í tímann? | Aðrir hugsa með beig til þess hverjir muni greiða út laun og eftirlaun op- | inberra embættismanna ef stjómar- 1 hættir nú verði lengi við líði. Hran og fortíðarvandi landsbyggðarinnar nær langt aftur fyrir Vatneyrardóm- inn. Sérstaða ráðherra Framkvæmdavaldið á sér traust- an og öraggan stað í stjómarskrá lýðveldisins nr. 33/1944, 2. gr. Þar 4 segir: „AJþingi og forseti Islands fara saman með löggjafarvaldið. I* Forseti og önnur stjómvöld sam- kvæmt stjórnarskrá þessari og öðr- um landslögum fara með fram- kvæmdavaldið. Dómendur fara með dómsvaldið." Þessi ákvæði um þrí- skiptingu allsheijarvaldsins hafa verið talin þungaviktarákvæði í stjómarskrám réttarríkja. Hefur verið lögð áhersla að virða þau, sum staðar með sérstökum stjórnlaga- Idómstólum, en jafnan er reynt að búa vel að dómstólum og dómend- um, sem eiga að hafa síðasta orðið í öllum málum, sem fyrir þá er lagt. Hér er löng hefð fyrir því að ráð- herrar séu jafnframt alþingismenn. Réttarstaða þeirra er ólík réttar- stöðu annarra starfsmanna fram- kvæmdavaldsins. Akvæði í 49. gr. stjómarskrárinnar er um friðhelgi alþingismanna og ákvæði 14. gr. stjómarskrárinnar kveður sérstak- j lega á um að ráðherraábyrgð skuli ákveðin með lögum og þar er jafn- j framt tekið fram að Alþingi geti kært ráðherra fyrir embættisrekst- ur þeirra og Landsdómur dæmi í málum þeirra. Lög um Landsdóm era nr. 19/1963 og í honum skulu sitja fimmtán dómendur, þar af átta kosnir af Alþingi til sex ára í senn. Alþingi hefur ekki kært ráðherra á lýðveldistímanum og Landsdómur hefur ekki verið kvaddur til starfa. ( Stjórnarskráin gerir ekki ráð fyrir að nokkur önnur stofnun en Alþingi og enginn maður geti stefnt ráð- | herra persónulega til ábjTgðar fyrir sjálfstæðum, óhlutdrægum og fag- legum dómstóli, vegna ráðherra- starfa hans. Ráðherrar era því nán- ast friðhelgir, en það era aðrir starfsmenn framkvæmdavaldsins ekki. Staða almennra starfsmanna framkvæmdavaldsins til að vinna að lagaframkvæmd af sjálfstæði, óhlut- drægni og kunnáttusemi í þágu al- mennra borgara er því veik gagn- vart friðhelgum ráðherra, sem getur 81 ráðskast með menn og rekið. Óraun- hæft er því að gera ráð fyrir að al- mennir starfsmenn framkvæmda- valdsins séu annað en „bara já-menn“. Aðferð Islendinga að rjúfa tengslin milli valda og ábyrgðar ráð- herra eins og gert er í reynd með stjórnarskrárákvæðinu er ekki lík- leg til farsældar, heldur mótar hún | tillitslausa og óvandaða valdamenn. Alþingi virðist starfa eins og leyndar- og þagnarklíka, sjá umfjöll- un í tilvísun A í upphafi greinarinn- ar, auk margra annarra alvarlegra mála^ sem alþingismenn hafa þagað um. Att er við þögn um skipulagðar íbúðabyggðir á snjóflóðasvæðum, sjóslys og þögn um hagnað af sölu raforku til erlendrar stóriðju síðustu áratugi, auk annars. Sé rétt metið að Alþingi starfi eins og leyndar- og ‘ þagnarklíka er staða almennra starfsmanna framkvæmdavaldsins hrikaleg. Þeir eru þá ekki aðeins undirmenn eins sjálfstæðs ráðherra. Verið gæti að „klíkubræður“ ráð- herrans teldu sig hafa eitthvað mik- ilsvert fram að færa um framkvæmd starfa ákveðins embættismanns. Og embættismennirnir hafa í fleiri horn að líta. Þeir geta sætt kæram, bóta- kröfum og málsóknum, ekki aðeins frá hendi opinberra aðila, heldur einnig frá almennum borgurum, ef um lögbrot er að ræða, lögbrot, sem friðhelgur ráðherra kann að hafa mælt fyrir um. Sem sagt viðsjárverð staða. Hvað er tekist á um? Er tekist á um eitthvað við framkvæmd opin- berra laga? Era það ekki sömu lögin, sem ráðherrar og aðrir starfsmenn fi-amkvæmdavaldsins eiga að vinna eftir? Öragglega er hér sem annars staðar tekist á um upplýsingu opin- berra mála. Upplýsing mála er kjarnaatriði í allri laga- og réttar- framkvæmd. Málshöfðun, rekstur máls og upp- kvaðning dóms byggist nánast alfar- ið á upplýsingu málsins. Lagaleg vafaatriði eiga jafnan að skipta litlu og séu þau til staðar í opinbera máli á almenni borgarinn að njóta vafans. Sé uppi veralegur lögfræðilegur vafi í mikilsverðum opinberam málum er það staðfesting um slaka löggjöf eða slaka réttarframkvæmd, nema hvora tveggja sé. Tekist er á um hvort hér eigi að ráða sérfræðiþekking, bæði fagleg í viðkomandi fagi, og lögfræðileg sér- þekking, við opinber störf, eða geð- þótti ráðherra. Nýleg skipun seðla- bankastjóra er glöggt dæmi þar um. Tekist er á um samfellu og sam- ræmi í opinberri framkvæmd og þar með er tekist á um jafnrétti borgar- anna. Er líklegt að alþingismennirn- ir sextíu og þrír, sem unnu að því, beint og óbeint, að koma í veg fyrir lögformlegt umhverfismat vegna Fljótsdalsvirkjunar, hafi tekið málið sömu tökum og Skipulagsstofnun og önnur opinber embætti, sem að mál- inu eiga að vinna lögum samkvæmt, hefðu gert? Það era engin smámál sem framkvæmdavaldinu era falin og tekist er á um. Reyndar mikils- verðustu mál, sem unnin era utan heimila í landinu. Mál sem varða líf og heilsu fólks, menntun, samgöng- ur, tómstundir og alla atvinnustarf- semi. Einnig mál, sem varða öryggi einstaklinga og samfélagsins og skipulag þess. Margvísleg og öflug upplýsingatæki Starfsmenn íslenska fram- kvæmdavaldsins geta í einhveijum mjög takmörkuðum mæli og um skamman tíma (ekki marga áratugi), brotið lög og viðurkennd gildi til að þóknast ráðherram sínum. Það verð- ur samfélaginu dýrt og menn, sem í því standa, „brenna upp“ fyrr en ella. íslenska samfélagið er ekki ein- angrað eyland. Um veigamikil svið viðskipta, annarra samskipta, svo sem í vísindum, listum, atvinnustarf- semi, stjórnarháttum og réttarfari, byggja íslendingar á alþjóðlegum aðferðum og skuldbindingum. Að- ferðum, sem krefjast víðtækrar upp- lýsingar til almennings, tækifæra manna til að tjá sig frjálslega og að taka þátt í ákvörðunum, bæði samfé- lagslegum og þeim, sem varða störf þeirra. Fullburða menn með sérþekkingu og reynslu sætta sig ekki við að frið- helgir valdhafar taki af þeim ráðin og beiti geðþótta sínum. Menn þegja ekki lengi. Nýleg ævisaga Ólafs Ólafssonar, fyrrverandi landlæknis, staðfestir það. Af því leiðir að starfs- menn framkvæmdavaldsins munu sem aðrir vakna og sækja rétt sinn. Fari svo ólíklega að það takist ekki hér, til að mynda í máli eins og Vatn- eyrarmálinu, koma menn sér í burt. Þeir fara ef til vill til Kanaríeyja, en sennilega til stærri landa. Og svo breytast aðstæður og hlut; verk manna stundum skyndilega. í hádegisfréttum RÚV 25. janúar 2000 var frá því sagt að forsætis- ráðherra lýðveldisins væri á alþjóð- legri ráðstefnu i Stokkhólmi til að vinna að upplýsingu á voðaverkum nasista gagnvart sex milljónum gyð- inga á áranum fyrir og í seinni heimsstyrjöldinni. Höfundur er lögfræðingur. HRAFNHILD UR ÞÓRÐARDÓTTIR + Hrafnhildur Þórðardóttir fæddist í Reykjavík 1. ágiist 1932. Hún lést á líknardeild Landspítalans 10. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Valgerð- ur Jóhannesdóttir, f. 24. september 1909, og Þórður Bjarna- son, f. 4. janúar 1901, d. 9. janúar 1976. Systkini Hrafnhildar eru Viðar, f. 28. febr- úar 1931; Bjarni, f. 5. ágúst 1936; Jóhannes, f. 1. maf 1938 og Þóra Vala, f. 1. aprfl 1954. Hrafnhildur ólst upp í Hafnar- firði og bjó þar lengst af ævinni. Hún lauk gagn- fræðaprófi frá Flensborgarskólan- um í Haftiarfirði og stundaði sfðar versl- unarnám f Englandi. Hrafnhildur starf- aði um árabil í Spar- isjóði Hafnarfjarðar og frá árinu 1972 í Búnaðarbanka ís- lands og hjá Lána- sjóði landbúnaðar- ins alla tíð sfðan. Þá starfaði hún um nokkurra ára skeið á skrifstofu Loftleiða í Kaupmannahöfn. Útför Hrafnhildar hefur farið fram í kyrrþey. Við eram ekki öll eins. Það gerir lífið svo margbreytilegt og skemmti- legt. Mismunurinn felst m.a. í því hvernig við högum göngu okkar eftir vegi lífsins. Sumir lifa hratt og era fyrirferðarmiklir. Aðrir reyna að marka svo djúp spor í veginn að eftir þeim verði tekið. Hadda mágkona mín var hæglát og hlédræg. Var ekki mikið fyrir að láta á sér bera. Margmenni átti ekki við hana, hún naut sín best með nán- ustu fjölskyldunni. Hún hafði ákveðnar skoðanir, en lét þær ekki alltaf í Ijósi með mörgum orðum, stundum aðeins með svipbrigðum sem vora auðskilin. Hún var afar samviskusöm og er ég sannfærð um að það hefur verið lán fyrir stofnan- imar sem hún vann hjá að njóta starfskrafta hennar. Það sem hún tók sér fyrir hendur var gert af mik- illi vandvirkni. Ef hún taldi sig ekki geta gert eitthvað fullkomlega þá lét hún það vera. Kæraleysi átti hún ekki til og gerði ekki neitt sem ekki var vel séð fyrir endann á. Lífsgöngu sína gekk hún sjálfstæð og engum háð. Hún hafði fágaðan smekk og næmt listrænt auga. Hún hafði gott skopskyn og átti auðvelt með að gera grín að sjálfri sér. Nú hefur hún kvatt okkur og minningamar einar era eftir.Veik- indum sínum sem stóðu í rúmt ár tók hún af miklu æðruleysi og gætti þess vel að hvorki ættingjar né starfsfólk sjúkrastofnana þyrftu að hafa of mikið fyrir henni. Síðustu mánuði lá hún á líknardeild Landspítalans þar sem hún naut frábærrar umönnunar starfsfólksins. Hadda giftist ekki og eignaðist ekki börn. Hún bjó í ná- grenni við móður sína, Þóra Völu systur sína og hennar böm, Þórð, Hrafnhildi Völu, Kristján og Þórdísi. Þeim var hún traustur félagi, stoð og styrkur. Eg bið góðan Guð að styrkja þau á sorgarstund. Guð blessi minn- ingu Hrafnhildar Þórðardóttur. Kristín Guðmundsdóttir. Það er kvöld og ég sit við rúm- stokkinn hjá Höddu frænku og er að kveðja hana í hinsta sinn. Þessi sam- verastund okkar er eilítið óraun- veruleg. Ég held í höndina á henni og finn löngun til að senda henni styrk og hlýju. Margar hugsanir og tilfinn- ingar sem erfitt er að skilgreina renna í gegnum huga minn á þessari stundu. Ég sé Höddu í huga mér eins og hún var í blóma lífsins. Hún var góð frænka, sérstaklega ósérhlífin manneskja sem hugsaði fyrst og síð- ast um aðra. Við systkinin nutum góðvildar hennar í æsku, ekki síst þegar hún leit eftir með okkur dag- stund þegar svo stóð á hjá foreldram okkar. Þá kynntist ég vel hlýju henn- ar og góðsemi sem varaði æ síðan. Sérstaklega era mér minnisstæð hvatningarorð hennar til mín á ung- lingsáranum. Þá lét hún mig alltaf finna að hún ætlaðist til mikils af mér, að ég nýtti hæfileika mína vel. Hún sat sjaldan á ákveðnum skoðun- um sínum um menn og málefni. Hún sá gjarnan spaugilegu hliðina á til- veranni og oftar en ekki gall við hvellur hlátur hennar er dægurmálin bar á góma. Hadda var þó alvörugef- in um margt og bar tilfinningar sínar ekki á torg. Þó fór ekki milli mála að hún fann til með fólki sem á einhvern hátt átti um sárt að binda. Hadda frænka giftist aldrei. Hún var ætíð afar nátengd ömmu, Val- gerði Jóhannesdóttur, og systur sinni, Þóra Völu, og hennar bömum. Reyndist hún þeim mikil stoð og stytta alla tíð. Nú á kveðjustund eiga amma, Þóra Vala og bömin sérstak- lega um sárt að binda við fráfall Höddu. Hún var sannarlega einstak- lega vönduð manneskja og sam- viskusöm og er hennar sárt saknað af mörgum, ættingjum sem og traustum vinum. Hadda mín, ég kveð þig nú og bið drottin um að taka þig í faðm sér, vemda þig og blessa. Þín frænka, Valgerður Jóhannesdóttir. Ýmsar bemskuminningar um Höddu föðursystur mína koma upp í hugann þegar hún er kvödd. Fyrst man ég eftir kaffihúsaferðum í Kaupmannahöfn, þegar við bjuggum þar, síðar sleðaferðir í Hveradali svo og heimsóknir mínar á vinnustað Höddu, Sparisjóð Hafnarfjarðar. Þá var Sparisjóðurinn lítil stofnun sem taldi aðeins sex til sjö starfsmenn, sem handfærðu innlagnir og úttektir í sparisjóðsbækur. Oftast enduðu þær heimsóknir með því að hún gaukaði að mér auram fyrir ís. Hadda var hæglát kona sem hafði sig ekki mikið í frammi. Hún hafði samt skoðanir á flestöllum málum og bjó yfir góðri kímnigáfu. Hún var mjög vandvirk og samviskusöm hvort sem var í vinnu eða heima. Hadda bjó ým- ist hjá afa og ömmu eða í næsta ná- grenni við þau og var alla tíð órjúfan- legur hluti af lífinu þar, ekki síst eftir að afi dó. Hadda var ekki mikið gefin fyrir bakstur og eldamennsku, en fyrir u.þ.b. áratug tók hún við því hlutverki af ömmu að baka fyrir jóla- boð stórfjölskyldunnar. Það var eins og hún hefði ekki gert annað alla ævi, slíkur var árangurinn. Þannig var með allt sem hún tók sér fyrir hend- ur, alltaf sýndi hún sömu vandvirkn- ina. Hadda giftist ekki og varð ekki bama auðið. Hún tók sérstöku ást- fóstri við Þóra Völu yngri systur sína og börn hennar, þau Þórð, Hrafn- hildi Völu, Kristján og Þórdísi. Hún lét sér mjög annt um þau og bar hag þeirra alla tíð fyrir brjósti. Hadda greindist með krabbamein í nóvember 1998. Hún tókst á við þann erfiða sjúkdóm af einstöku æðraleysi og hugrekki. Síðustu mán- uðina dvaldi hún á líknardeild Land- spítalans í Kópavogi og naut einstakrar umönnunar starfsfólksins þar. Ég bið Guð að styrkja ömmu, Þóra Völu og bömin hennar. Blessuð sé minning Hrafnhildar Þórðardótt- ur. Þúrdís Bjarnadóttir. Kalliðerkomið, kominernú stundin, vinaskilnaðarviðkvæm stund. Vinimirkveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margseraðminnst, margterhéraðþakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margseraðminnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. Farþúífriði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt GekkstþúmeðGuði, Guðþérnúfylgi, hans dýrðarhnoss þú h(jóta skalt. (V. Briem.) Mín kæra vinkona Hrafnhildur Þórðardóttir er látin. Fyrir rúmu ári gi-eindist hún með krabbamein og fljótlega kom í ljós að meinið hafði dreift sér svo að framundan vora erf- iðir tímar. Ég man ekki svo langt aftur að ég hafi ekki átt Höddu fyrir vinkonu, enda sagði Valgerður móðir hennar, að við hefðum aðeins verið á þriðja árinu þegar vinátta okkar hófst. Við ólumst upp í Hafnarfirði og voram algerar samlokur öll okkar bemsku- og unglingsár. Við voram saman í handbolta í Haukum. Fljótt varð Hadda mjög góð í marki. Við voram líka saman í fimleikahóp sem Þor- gerður Gísladóttir íþróttakennari stjórnaði. Þessi hópur stofnaði síðan Fimleikafélagið Björk árið 1951. Hadda lauk prófi frá Flensborgar- skóla vorið 1949. Eftir það dvaldist hún um tíma í Bretlandi og vann síð- ar í Noregi og Danmörku. Þar starf- aði hún hjá Flugfélagi íslands í Kaupmannahöfn. Lengst af var hún bankastarfsmaður, fyrst í Sparisjóði Hafnarfjarðar en síðar í Búnaðar- bankanum við Hlemm. Þar vann hún þar til skömmu fyrir jól 1998 er hún varð að hætta vegna veikinda. Hadda var ótrúlega sterk í veik- indum sínum og aldrei heyrði ég hana kvarta, þrátt fyrir að útlitið væri erfitt nánast frá upphafi veik- indanna. Hún hugsaði mildð um fólk- ið sitt, aldraða móður og ekki síst Þóra Völu systur sína og hennar böm, en það var mjög kært með Höddu og Þóru Völu. Einu sinni þeg- ar ég kom til Höddu og hún var að útskýra fyrir mér hvernig hún vildi hafa sína kveðjustund varð mér að orði: „Ef þú heldur svona áfram fer ég bara að skæla.“ Þá svaraði hún: „Það er ekkert ljótt við það að gráta, en þetta er leiðin okkar allra.“ Þetta lýsfr best hennar sálarró. Ég á eftir að tárast og sakna minn- ar kæra vinkonu, en allar þær góðu minningar sem ég á um þá bestu vin- konu sem ég hef nokkra sinni átt munu ylja mér um ókomin ár. Við Gunni, Þórdís, Þór og fjölskyldur vottum Valgerði, Þóra Völu, bræðr- um Höddu og fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúð. Ég bið góðan Guð að varðveita þig, elsku Hadda mín. Far þú í friði. Jónína Guðmundsdóttir (Nína). Skilafrest- ur minn- ingar- greina EIGI minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á fostudag. í mið- vikudags-, fimmtudags-, föstu- dags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útranninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.