Morgunblaðið - 27.02.2000, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.02.2000, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 27. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Vegtenging til Eyja ekki^v á dagskrá á næstunni m^„^.„Ég tel þó rétt að það, verði einnig skoðaðir aðrir möguleik- ar og mun ég beita mér fyrir því að það verði gerð úttekt á möguieikum ferjuaðstöðu á Bakkafjöru gegnt Eyjum og gerðar verði líkanaprófan- ir og aðrar skoðanir á því,“ sagði Arni Johnsen að síðustu. Q O O Skítt með göngin, við skellum bara bryggju á Bakkafjöru svo hægt verði að skutlast yfír á hvaða horni sem er. Afskrifaðar skattskuldir tæpir 4,6 milljarðar á ári RÍKIÐ hefur afskrifað tæplega 19 milljarða króna af skattskuldum írá og með árinu 1995 til og með 1998 og gert er ráð fyrir að afskriftir ársins 1999 verði 3,9 milljarðar króna. A fimm ára tímabili verða því afskrif- aðar 22.895 milljónir króna, eða 4.579 milljónir króna á ári. Þetta kemur fram í svari Geirs Haarde fjármála- ráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur alþingismanns. Fram kemur í svarinu að þessar fjárhæðir beri að skoða í því Ijósi að afskriftirnar eru bókfærðar óháð því hvort þær eru lagðar á samkvæmt framtali gjaldandans eða áætlun skattstjóra. Ákveðin hætta er því á ofmati tekna hjá ríkissjóði því að skattstjórum ber samkvæmt lögum að áætla á gjaldendur, sem ekki skila framtali, tekjur og eignir svo ríflega að eigi sé hætt við að fjárhæðir séu áætlaðar lægri en þær eru í raun og veru. Þá eru dráttarvextir af af- skriftum fyrir árin 1995-1998 tæpir 9,4 milljarðar króna, eða tæpur helmingur af heildarafskriftum á þessu tímabili. Morgunblaðið leitaði upplýsinga hjá Tollstjóraembættinu og Skatt- stjóranum í Reykjavik um hve stórt hlutfall af afskrifuðum skattskuldum væri vegna áætlana á gjaldendur. Hvorugt embættið hefur svör við því og svo virðist sem nákvæm sundur- liðun á því sé ekki til. Stafrænar og myndavélar Það sparar bæði tíma og peninga að fá myndirnar á stafrænu formi beint í tölvuna. Hentar mjög vel fyrir alla myndræna framsetningu t.d við gerð á vörulistum, auglýsingum, skýrslum, netsíðum o.fl. Komdu við hjá okkur í Lágmúla 8 og kynntu þér málið. • 1.3 milljón punkta upplausn (1280x960) • 3 x optikal aðdráttur • Hægt að tengja við sjónvarp > Tekur 32 mb smartmedia kort (4mb fylgja með 59.900 kr. stgr. ' vt A í mm C-930L OLYMPUS 1.3 .....i jf ~W C-830 • 1,3 milljón punkta upplausn (1280x960) » Hægt að tengja við sjónvarp > Tekur 16 mb smartmedia kort (4 mb fylgja með) 39.900 kr. stgr. Lágmúla 8 • Sími SSS www.ormsson.is Hreinlæti í matvælaframleiðslu Virkt eftirlit dregur úr vandanum Birna Guðbjörnsdóttir OPINN fræðslu- fundur um hrein- læti við matvæla- framleiðslu verður haldinn nk. miðvikudag í Endur- menntunarstofnun Há- skóla Islands að Dunhaga 7 og stendur fundurinn frá klukkan 9.30 til 12 á há- degi. Fjórir fyrirlestrar verða haldnir á fundinum og heldur Birna Guð- björnsdóttir matvælafræð- ingur einn þeirra. Um hvað skyldi hún tala? „Eg ætla að tala um hvaða leiðir hægt er að fara til að bæta árangur þrifa í matvælavinnslu." -Er þeim þrífum mjög ábótavant? „Hreinlætismál hafa verið mikið í umræðunni bæði hér á landi og alls staðar í heiminum, ekki síst vegna aukinn- ar tíðni matarsýkinga sem m.a. má rekja til breyttra matarvenja og framleiðsluhátta. Úttektir hjá Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins (RF) og þátttaka í stórum alþjóð- legum verkefnum varðandi hrein- lætismál hafa leitt í ljós að þrifa- aðgerðir bera ekki alltaf árangur sem skyldi. Það hafa aðrar kann- anir innanlands einnig leitt í ljós og fjallað verður um eina slíka á fræðslufundinum, þar sem Jónína Stefánsdóttir mun fjaila um hrein- læti í stóreidhúsum.“ - Hvað kom út úr þeirrí rann- sókn? „I ljós kom að hreinlæti var ábótavant í nokkrum þeirra stór- eldhúsa sem könnuð voru í þessari almennu rannsókn. Allar þær rannsóknir og úttektir sem hafa verið gerðar hafa leitt í ljós að fræðslu til starfsmanna og eftirlit með þrifum er ábótavant, en það er mjög mikilvægt að matvæla- framleiðendur hafi virkt þrifaeft- irlit sem felst bæði í að taka sýni til örverurannsókna og skrá nið- urstöður. Þetta eftirlit þarf þó að sníða að hverri vinnslu fyrir sig og getur verið mjög mismunandi um- fangsmikið.“ - Hver eru tildrög þessa fræðslufundar á miðvikudaginn ? „Framleiðendur og neytendur hafa sameiginlegan áhuga á að matvæli séu heilnæm og holl en heilnæmi felst m.a. í að matvæli séu laus við sýkla og aðrar örver- ur sem valda sjúkdómum, auk þess að ekki sé um að ræða óeðli- legan fjölda gerla sem valda skemmdum. Þessu er m.a. hægt að stjórna með þrifum. En þeir aðilar sem standa að þessum fræðslufundi, RF, Samtök iðnað- arins, Hollustuvernd ríkisins og Matvælahópur Gæðastjómunar- félags íslands, hafa sameiginleg- an áhuga á öryggi matvæla og þar með á hreinlætismál- um í matvælaiðnaðin- um með hag neytand- ans í huga.“ - Hvar er mest hætta á mengun mat- væla á framleiðsluferl- inum? „Það er þegar verið að fullvinna matvæli þannig að þau séu jafnvel sem næst tilbúin til neyslu. Því meiri meðhöndlun - því meiri hætta á mengun frá vinnsluum- hverfinu, bæði frá tækjum og starfsfólki." - Hvaða leiðir eru færar til að bæta hreinlæti í matvæiafram- leiðslu? ► Birna Guðbjömsdóttir fæddist í Reykjavík 25.8.1957. Hún lauk stúdentsprófi 1977 frá Mennta- skólanum við Tjörnina og prófi í matvælafræði frá Háskóla Is- lands 1980. Hún hefur starfað á Rannsóknast ofnun fiskiðnaðar- ins síðan hún lauk námi við ör- veirurannsóknir og hreinlætis- mál. Birna er gift Kristjáni Kristinssyni, starfsmanni hjá Olíufélaginu Esso, og eiga þau þrjú böm. „Með markvissum vinnubrögð- um og virku eftirliti er hægt að draga úr uppsöfnun óhreininda í vinnsluumhverfinu og um leið að stuðla að auknu öryggi, bættu geymsluþoli og betri matvörum. Mikilvægt er að farið sé eftir ákveðnum reglum um þrif og um- gengni og einnig að hafa aðferðir til að meta árangur og má í því sambandi minnast á aðferðir til að meta árangur þrifa á snertiflötum matvæla, þær verða kynntar á fundinum, bæði í fyrirlestri og með sýnikennslu." - Hverjir tala fleirí á fundinum ? „Elín Ragnarsdóttir frá Kjöt- umboðinu ehf. mun fjalla um eigið eftirlit í þrifum hjá framleiðslu- fyrirtæki og lýsa því hvað fyrir- tækin geta gert til þess að við- halda góðum þrifum. Elsa Ingjaldsdóttir frá Heilbrigðiseft- irliti Suðurlands og Reynir Þrast- arson frá Sýni, skoðunarstofu ehf. munu fjalla um opinbert aðhald í hreinlætismálum í matvælaiðnaði. Fundarstjóri verður Halldór Run- ólfsson yfirdýralæknir. Þess má geta að umræður verða í lok hvers erindis og stjórnar Halldór þeim.“ -Mikið hefur verið fjallað um campylobactermengun íkjúkling- um - er hægt með auknum þrífum að koma í vegfyrír slíkt? „Það er hægt með auknum þrif- um og umgengnisreglum að draga verulega úr mengun af völdum slíkra örvera. I heimahúsum er mjög mikilvægt að ekki sé verið að blanda saman hráum matvælum sem ætluð eru til suðu eða eldunar við önnur matvæli sem neytt er án eldunar. En svona bakteríur geta borist á milli m.a. með því að nota sömu skurðbretti án þess að þau séu mjög vel þrifin með heitu vatni, sápu og bursta. Vatnið á að vera mjög vel heitt, hitaveituvatn dugar. Mikilvægt er að nota hreinar borðtuskur í eld- húsum. Þær þarf að sjóða af og til.“ Fræðslu og eftirliti með þrifum er ábótavant
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.