Morgunblaðið - 27.02.2000, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 27.02.2000, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 27. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. FEBRÚAR 2000 33 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. HORMULEGT SLYS HIÐ hörmulega slys, sem varð á Vesturlandsvegi í fyrrakvöld er eitt mannskæð- asta umferðarslys, sem orðið hefur hér á landi. Á sekúndu- broti breyttist líf fjölda fólks með óafturkallanlegum hætti. Þrír karlmenn létu lífið, sjö far- þegar slösuðust alvarlega og tugir manna voru fluttir á sjúkrahús, þar sem þeir fengu áfallahjálp. Eiginkonur standa eftir, sem misstu eiginmenn sína, börn eru föðurlaus. Þetta er svo átakanlegur atburður, að engin orð fá lýst. Skemmtiferð sner- ist skyndilega upp í eitthvert sorglegasta slys, sem hér hefur orðið í langan tíma. Atburðir sem þessir verða alltaf óskilj- anlegir og óskýranlegir. Missir þeirra, sem eiga um sárt að binda svo mikill, að öðrum er um megn að skynja. Það er ástæða til að hafa orð á því, að viðbrögð hjúkrunar- fólks, lögreglu og slökkviliðs sýna að samræmd neyðaráætl- un þessara aðila skilar sér með árangursríkum hætti, þegar svo alvarleg slys ber að hönd- um. Þarna verður fjöldaslys, þar sem tugir manna þurfa á hjálp að halda og sú hjálp var veitt. Umferðin á þjóðvegum er orðin mikil og hraðinn sömu- leiðis. Öllum, sem aka eftir þjóðvegum, er ljóst, að það er ekki lengur viðunandi á löngum vegarköflum, að ekki skuli vera um tvær akbrautir að ræða. Það á ekki sízt við um nágrenni þéttbýlis, þar sem umferð er mikil. Töluvert hefur verið rætt um tvær akreinar á Reykjanes- braut en þau sömu rök eiga einnig við um Vesturlandsveg og Suðurlandsveg. Að þessu er nauðsynlegt að hyggja í um- ræðum um vegamál og um- ferðaröryggi á næstunni. Morgunblaðið sendir þeim, sem misstu ástvini sína í þessu sorglega slysi, innilegar samúð- arkveðjur. FRAM- KVÆMDIR í UPPNÁMI SIV Friðleifsdóttir, umhverfís- ráðherra, hefur með ákvörð- un sinni um að fella úr gildi úr- skurð skipulagsstjóra um álver í Reyðarfirði, sett öll áform um byggingu álversins og þar með Fljótsdalsvirkjunar í uppnám, ef marka má viðbrögð aðila málsins við ákvörðun ráðherrans. Geir A. Gunnlaugsson, stjóm- arformaður Reyðaráls hf., sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að fara þyrfti í nýtt umhverfismat og það gæti tekið fimm mánuði, ef allir frestir væru nýttir. Þetta þýddi, að ákvörðun um hvort og hvemig yrði staðið að byggingu álvers yrði ekki tekin í júní held- ur einhvem tíma næsta haust. Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, telur að ákvörð- un umhverfisráðherra geti haft þau áhrif að framkvæmdir við Fljótsdalsvirkjun hefjist ekki í sumar. Það er ástæða til að fagna því, að Siv Friðleifsdóttir hefur ekki látið pólitísk sjónarmið ráða af- stöðu sinni heldur hefur ráðherr- ann tekið efnislega afstöðu til málsins, þótt hún setji flokk hennar, Framsóknarflokkinn, augljóslega í erfiða stöðu. Með þessari ákvörðun hefur umhverf- isráðherra einnig breytt mjög þeirri erfiðu pólitísku stöðu, sem hún komst í sl. sumar vegna óheppilegra ummæla um Eyja- bakkasvæðið og Fljótsdalsvirkj- un. En jafnft-amt sýnir ákvörðun umhverfisráðherra og viðbrögð forsvarsmanna fyrirhugaðs ál- vers og virkjunarinnar, að hér hefur verið farið fram af meira kappi en forsjá. Um leið sýna um- mæli Friðriks Sophussonar að nú gefst tími til að setja virkjunina sjálfa í lögformlegt umhverfis- mat. Ur því sem komið er ætti ríkisstjómin að taka slíka ákvörð- un enda er hún forsenda þess, að sæmilegur fríður geti orðið um hugsanlegar framkvæmdir meðal landsmanna. VIÐSKIPTI GANGITIL BAKA Fjármálaeftirlitið hefur nú fylgt eftir þeirri hörðu afstöðu sem stofnunin sjálf og Valgerður Sverrisdóttir, iðn- aðar- og viðskiptaráðherra, tóku fyrir nokkrum vikum til brots á verklagsreglum banka og ann- arra fjármálafyrirtækja. Þá þeg- ar mátti greina þá hugsun í yfir- lýsingum þessara aðila, að til greina kæmi að umrædd við- skipti yrðu látin ganga til baka. I yfirlýsingu frá Fjármálaeftir- litinu segir m.a.: „Fjármálaeftir- litið telur eðlilegt að verðbréfa- kaup, sem fela í sér brot á verklagsreglum, verði látin ganga til baka, þar sem því verð- ur við komið ... Fjármálaeftirlitið tekur sérstaklega fram, að það telur óeðlilegt að stjómendur lánastofnana og fyrirtækja í verðbréfaþjónustu og þeir sem bera ábyrgð á framkvæmd verk- lagsreglna innan þeirra njóti hagnaðar af þeim viðskiptum, sem þeir kunna að hafa átt og ekki samræmist gildandi verk- lagsreglum.“ Þessi einarða afstaðá Fjár- málaeftirlitsins, sem viðskipta- ráðhema veitir bersýnilega öflug- an stuðning, leiðir til þess, að traust manna á Fjármálaeftirlit- inu stóreykst og líkumar á því, að stofnunin muni framvegis láta meira að sér kveða, sem eftirlits- aðili verða þeim mun meiri. Þetta er afar mikilvægt. Eftir því sem þróun fjármálamarkað- arins verður örari er bæði æski- legt og nauðsynlegt að skýrari starfsreglur verði settar um markaðinn, að viðurlögum verði beitt af fullum þunga, þegar um brot er að ræða og að markaður- inn sjálfur geri sér grein fyrir því, að hann er undir nákvæmu eftir- liti. í öðmm löndum er fjármála- markaðurinn undir ströngu eftir- liti. I fyrradag mátti sjá í erlend- um sjónvarpsstöðvum fréttir af yfirheyrslum þingnefndar í Bandaríkjunum, yfír forstöðu- mönnum fjármálafyrirtækja um ákveðinn þátt verðbréfavið- skipta, svonefnd dagsviðskipti. Það er regla en ekki undantekn- ing, að slíkt eftirlit sé mjög virkt. Og Gunnlaugur heldur áfram: .Athyglin hefur dregizt að báðum þessum verkum, Guernica og Höfuð- lausn,“ sagði Gunn- laugur, „vegna þess að þau birta okkur þetta örlagaríka og ægilega í mannlífinu, þennan óskapnað. Mig langaði einu sinni að gera myndir við Höfuðlausn, þær áttu að vera stórar og ég byrjaði á einni. Það var undir vetur og ég vann að myndinni allan veturinn, en gafst vitanlega upp. Mér fannst það einhvers konar guð- last eða móðgun við listina að mála mynd út af slíku listaverki - það var líkt því að horfa á bál, ef maður kem- ur of nálægt brennir maður sig. Mér finnst síðasta erindi Höfuðlausnar eitthvað það fallegasta, sem ég hef lesið í skáldskap. En það fjallar hvorki um styrjöld né múgmorð: Bark þengils lof á þagnar rof; kannk mála mjöt of manna sjöt; ór hlátra ham hróðr bark fyr gram; svá fór þat fram, at flestr of nam, þ.e. ég flutti kvæðið, meðan ég fékk hljóð, ég kann að haga orðum mínum svo sem við á, þar sem ég er staddur o.s.frv. „Óttinn er enn mjög ríkur í okkur,“ sagði Gunnlaugur, „við hræðumst mest af öllu vamar- leysi okkar gagnvart sjálfum okkur. Það er meginkjarni þessara lista- verka beggja, Höfuðlausnar og Guernica." í'fyrsta Ijóðinu, sem hafði veruleg áhrif á Gunnlaug Scheving, Lág- nætti Þorsteins Erlingssonar, kem- ur fyrir heiti eins og njóla, „það hef- ur mér alltaf þótt fallegt. Skáldin velja slík orð af því að þau hljóma vel. En þau voru mér torskilin sem barni, þó að mér fyndist þau falleg. Sama má segja um ýmsar kenning- ar, þær hafa minnt mig á skraut. Eg hlustaði á þessi ljóð eins og tónlist. Seinna missti ég áhuga á ljóðum og hafði ekkert gaman af þeim. En þeg- ar ég var á Tjarnarlandi í Fljótsdals- héraði, voru íslendinga sögurnar mikið lesnar, en lítið til af Ijóðabók- um. Þá barst mér andlegur hvalreki, tvær nýjar og fallegar bækur komu inn á heimilið. Það var Jón frá Nef- bjamarstöðum, sem kom með þær, eins og ég hef sagt þér. Þetta vom kvæðabækur Jónasar Hallgrímsson- ar og Kristjáns Jónssonar. Fóstri minn hélt mikið upp á Jónas, en fóstra mín hafði meira dálæti á Kristjáni. Mér féllu kvæði Kristjáns betur, ég held það hafi verið ein- lægnin í bölsýni hans, sem var mér að skapi. Þá fór ég aftur að hafa gaman af ljóðum, en hef alltaf haldið mest upp á þá ljóðagerð, sem stend- ur nærri alþýðukveðskap, ég veit ekki hvers vegna. Og þó, mér hefur fundizt, að Jónas Hallgrímsson hafi tekið eitt frá okkrn-: þessa hrjúfu rödd bóndans, þessa sigggrónu hönd og saltið í vísu Egils Skallagrímsson- ar, þjölina og élameitilinn.11 M HELGI spjall REYKJAVÍKURBRÉF ÍÐUSTU daga hafa orðið töluverðar umræður um árangurstengd launakerfi í framhaldi af umræðum á aðalfundi Fjárfestingar- banka atvinnulífsins hf. um það launakerfi, sem tekið hefur verið upp við bank- ann. Þar er um að ræða launakerfi, sem hefur skilað starfsmönnum bankans umtalsverðum kaupauka vegna góðrar afkomu bankans á síðasta ári. Æðstu stjórnendur bankans hafa fengið mest í sinn hlut af þeim kaupauka en allir starfsmenn eitthvað. Jafnframt er ljóst að hluti kaupaukans er ekki greiddur út held- ur lagður í áhættusjóð og það fer eftir því hvemig reksturinn gengur í framtíðinni hvað útgreiðslan úr þeim sjóði verður mikil og þá jafnframt hvort hún verður yfirleitt. Launa- kerfið virkar á báða vegu. Ef illa gengur taka starfsmenn bankans á sig launalækkun og raunar tóku þeir á sig einhverja launalækkun í ugphafi, þegar kerfið var tekið upp. Árangurstengd launakerfi eru ekki ný af nálinni hér á Islandi. Svo lengi sem menn muna hefur árangurstengt launakerfi ríkt í útgerð, því að hlutaskiptafyrirkomulagið er ekkert annað en launakerfi, sem tryggir sjó- mönnum hlutdeild í meiri afla og hærra afurðaverði en um leið fá þeir ekkert nema kauptryggingu ef illa gengur. Islenzkir sjó- menn hafa kynnzt báðum hliðum þessa launa- kerfis. Stundum hafa þeir haft gífurlegar telyur. Oft ekkert nema kauptrygginguna. Árangurstengt launakerfi hefur einnig ver- ið til staðar í fiskvinnslu í nokkra áratugi. Þar er um að ræða hið svonefnda bónuskerfi í frystihúsunum, sem lengi hefur verið umdeilt en starfsfólk frystihúsanna hefur hins vegar ekki viljað hverfa frá. Þótt oft hafi verið rætt um, að æskilegt væri að taka upp árangurstengt launakerfi í öðrum atvinnugreinum hefur það ekki verið gert nema að takmörkuðu leyti fyrr en á þessum áratug. Lengi hefur legið fyrir, að einhvers konar kerfi af slíku tagi væri til staðar í verð- bréfafyrirtækjunum, sem hafa blómstrað á þessum áratug og að verðbréfamiðlarar nytu þess í kaupauka, þegar vel gengi hjá þeim. Fyrii' nokkrum misserum urðu noklu-ar um- ræður um það, að þetta kaupaukakerfi í verð- bréfafyrirtækjunum mundi verða til þess að þrýsta upp launakjörum í öðrum fjármálafyr- irtækjum vegna þess að starfsmenn þeirra mundu ekki sætta sig við verri kjör heldur en tíðkuðust hjá áþekkum fyrirtækjum á fjár- málamarkaðnum. Árangurstengt launakerfi hefur líka verið að ryðja sér til rúms í tölvu- og fjarskiptageir- anum. Morgunblaðinu er ekki kunnugt um, hvort það tengist beint afkomu fyrirtækjanna en hins vegar er ljóst, að starfsmenn slíkra fyrirtækja eru margir ráðnir á þeim kjörum, að þeir eignast kauprétt á hlutabréfum í við- komandi fyrirtækjum á ákveðnu gengi. Með þeim hætti er tryggt að þeir njóta afraksturs af velgengni fyrirtækjanna og sá afrakstur er í sumum tilvikum ekki lítill. Benda má á sem dæmi um verðmat á þessum nýju fyrirtækj- um, að gengi í hlutabréfum í Íslandssíma er um þessar mundir talið vera á bilinu 16-20. Talið er að a.m.k. einhver hluti starfsmanna íslenzkrar erfðagreiningar hf. hafi verið ráð- inn á kjörum, sem fólu í sér kauprétt á hluta- bréfum í fyrirtækinu. Miðað við gengi þeirra bréfa er ljóst, að ávinningur þeirra er um- talsverður a.m.k. á pappímum. Og fyrir þá, sem kunna að hafa selt bréf sín, er hann áþreifanlegur. Þannig geta árangurstengd launakerfi ver- ið með ýmsum hætti. Þau geta verið þannig upp byggð, að inn í launakjör starfsmanna sé byggð tenging við afkomu fyrirtækisins. Starfsmaðurinn njóti þess ef vel gengur en hann nýtur einskis umfram föst laun eða verð- ur jafnvel að taka á sig launalækkun, ef illa gengur. Þau geta líka byggzt á kauprétti á hlutabréfum, sem starfsmaður ræður, hvort hann nýtir sér eða ekki. Og þau geta verið sambland af hvoru tveggju. Árangurstengd launakerfi eru al- þekkt í öðrum löndum og þá ekki sízt í Bandaríkjunum. Raunar hafa þau hvergi náð því stigi, sem þau eru á þar. Tugmilljónir bandarískra launþega hafa notið góðs af þess- um kerfum en æðstu stjómendur fyrirtækj- anna þó mest. Það má segja, að það sé árviss viðburður í Bandaríkjunum, að deilur hefjist Reynsla ann- arra þjóða opinberlega um það, hvort yfirleitt séu nokk- ur rök fyrir því að greiða þær gífurlegu upp- hæðir í kaupauka, sem þekkjast í bandarísk- um fyrirtækjum. Hvað eftir annað er því haldið fram í bandarískum fjölmiðlum, að í sumum tilvikum séu þær upphæðir slíkar, að ekki sé hægt að nota önnur orð um en að þær séu „ruddalegar" eða „viðbjóðslegar“, sem era þýðingar Ensk-íslenzku orðabókarinnar á enska orðinu „obscene“, sem oft er notað af þessu tilefni. Seinni árin hefur forstjóri Disney-fyrirtæk- isins, maður að nafni Michael Eisner, verið einna mest í sviðsljósinu vegna hárra kaup- auka. I mörg undanfarin ár hefur mikill upp- gangur verið hjá Disney en síðustu misseri hefur það snúizt við og fyrir nokkra var skýrt frá því í Bandaríkjunum, að Eisner hefði eng- an kaupauka fengið eða mundi ekki fá að þessu sinni vegna lélegrar afkomu fyrirtækis- ins. Það hefur aldrei fengizt nein niðurstaða í þessar umræður vestan hafs enda eru hlut- hafai' viðkomandi fyrirtækja einu dómararnir í þeim efnum og þá fyrst og fremst ráðandi hluthafar. Litlu hluthafamir geta látið í sér heyra á aðalfundum en þeir hafa engin áhrif á þá samninga, sem stjórnir viðkomandi fyrir- tækja gera við forstjóra þeirra. Bandaríska kerfið hefur ekki ríkt í Evrópu nema þá helzt í Bretlandi og þar hafa upp- hæðirnar ekki verið jafnstjarnfræðilegar og í Bandaríkjunum. Hins vegar hafa verið vax- andi umræður í Evrópulöndum um þann mun, sem er á launakjöram bandarískra stjórnenda og hinna evrópsku. Ástæðan er einföld. Al- þjóðavæðingin hefur leitt til sameiningar fyr- irtækja, sem leiðir svo aftur til árekstra á milli tveggja „menningarheima“ í þessum efnum. Skýrasta dæmið um þetta er þýzk-banda- ríska fyrirtækið DaimlerChi*ysler. Það varð til með sameiningu þýzka fyrirtækisins Daimler Benz sem er þekktast fyrir að fram- leiða Mercedes Benz bifreiðar og bandarísku bflasmiðjunnar Chrysler. Við sameiningu fyr- irtækisins vora um skeið tveir aðalforstjórar við störf. Annar þeirra þýzkur, Schremper að nafni, en hinn bandarískur, Robert Easton. Hinn síðarnefndi hefur nú tilkynnt að hann muni láta af störfum. Þótt sameining fyrirtækjanna hafi í raun byggzt á því, að þýzka fyrirtækið yfirtók það bandaríska var bandaríski aðalforstjórinn á margfalt hærrri launum en sá þýzki, alla vega í upphafi, og það sama átti við stjórnendur beggja vegna Atlantshafsins, hinir banda- rísku vora á margfalt betri launakjöram en þeir þýzku, einfaldlega vegna þess, að launa- kjör af því tagi, sem tíðkast í bandarískum fyrirtækjum hafa verið óþekkt í Þýzkalandi. Á meginlandi Evrópu spyrja menn sig hins vegar þeirrar spurningar, hversu lengi evrópsk fyrirtæki geti keppt við þau banda- rísku um bezta og hæfileikaríkasta fólkið ef svo mikill munur sé á launakjöram. Alþjóða- væðingin hljóti að kalla á, að evrópsk fyrir- tæki nálgist þau bandarísku í þessum efnum. Er árang- urstengt launakerfi eftirsóknar- vert? Meginspurningin er kannski sú, hvort árangurstengt launa- kerfi, sem grandvall- arstefna í launamál- um, sé æskilegt. Svarið við þeirri spumingu hlýtur að vera einfalt frá sjónarhóli launþega. Þeir svara áreiðanlega flestir á þann veg, að frá þeirra sjónarmiði séð væri æskilegt og eftir- sóknarvert, að launakjör þeirra tengdust af- komu fyrirtækjanna. Og vafalaust mundu flestir launþegar svara því til nú, að þeir teldu blöndu af afkomutengdum launakjöram og kauprétti á hlutabréfum hið æskilega kerfi. Það má ganga út frá því sem vísu, að svar langflestra launþega yrði á þennan veg í dag, í hinu mikla góðæri, sem nú ríkir. En það er ekki jafnvíst að svarið hefði orðið á þennan veg fyrir 10 áram, þegar við sigldum niður í mikinn öldudal. Hefðu launþegar almennt verið tilbúnir til að taka á sig veralega launa- lækkun á þeim tíma? Hefðu þeir haft áhuga á að leggja fé í hlutabréfakaup við þær aðstæð- ur? Óhætt er að fullyrða, að afkomutengd launakjör og launakjör, sem að hluta byggð- ust á kauprétti hlutabréfa, hefðu ekki verið talin jafneftirsóknarverð þá, eins og þau era talin nú. Á hinn bóginn var reynsla launþega þá auðvitað sú, að launakjör þeirra versnuðu mjög vegna efnahagsástandsins. Og þeir sem Laugardagur 26. febrúar. Morgunblaðið/Kristinn Loðnulöndun á Eskifiröi. á þeim tíma bjuggu við árangurstengt launa- kerfi, eins og t.d. sjómenn, kynntust því ræki- lega hvaða áhrif það hafði á lífskjör þeirra, þegar þorskstofninn hrandi og þorskveiðam- ar þar með. Þeir, sem hafa reynslu af þeim sveiflum, sem einkenna íslenzkt efnahagslíf, mundu vafalaust svara því til, að þegar upp væri stað- ið væri það eftirsóknarvert fyrir þá og laun- þega almennt að launakerfi landsmanna væri árangurstengt í miklu ríkari mæli en nú er. En er það eftirsóknarvert fyrir atvinnu- reksturinn? Ekki fer á milli mála, að þau fyr- irtæki í nýjum greinum, þ.e. á fjármálamark- aði, tölvu- og fjarskiptamarkaði, sem hafa verið að byggja upp slík launakerfi, hljóta að telja þau eftirsóknarverð fyrir sig. Það er t.d. ljóst, að þessi fyrirtæki era að keppa um beztu starfsmennina með því að bjóða þeim slík kjör. En það er ekki þar með sagt, að atvinnu- rekendur í eldri atvinnugreinum séu jafn- hrifnir af þessu kerfi. Á síðustu áram hafa talsmenn útgerðarmanna hvað eftir annað lýst óánægju með hlutaskiptakerfið og fjallað um nauðsyn þess að afnema það með ein- hverjum hætti. Ganga má út frá því sem vísu, að það sé vonlaus barátta vegna þess, að sjó- menn muni einfaldlega aldrei falla frá því. Það sé ekki bara innbyggt í sálarlíf sjómanna heldur og líka í íslenzka þjóðarsál. Og hafa þó sjómenn reynslu af báðum hliðum hluta- skiptakerfisins. Það má líka telja líklegt, að forsvarsmönn- um margra fyrirtækja í hefðbundnum at- vinnugreinum mundi ekki lítast á blikuna, ef starfsmenn þeirra krefðust árangurstengdra launakjara. Þó yrði það að teljast mikil skammsýni og gamaldags viðhorf. Það hlýtur að vera fyrir- tækjunum í hag að starfsmenn þeirra almennt telji sjálfum sér til framdráttar, að rekstur fyrirtækjanna gangi vel og jafnframt að það mundi auðvelda siglingu fyrirtækjanna í djúp- um öldudal efnahagslífsins, þegar þannig stæði á. Rökin fyrir árangurstengdu launakeríl eru þegar á heildina er litið áreiðanlega sterkari en þau, sem færa má fram gegn þeim. Þar að auki ætti að vera tiltölulega einfalt að byggja þessi launakerfi upp á þann hátt, að þeir starfsmenn einir, sem áhuga hefðu á þátttöku í þeim væru aðilai' að slíku kerfi og nytu þá velgengni fyrirtækjanna, þegar það á við en tækju á sig skellinn fyrir sitt leyti, þegar erf- iðlega gengi. Aðrir starfsmenn mundu þá hvorki njóta betri tíðar né taka á sig hluta af tapinu, ef svo bæri undir. Umræðurnar nú eru ekki hinar fyrstu um þetta efni hér á - íslandi. Þær hafa oft kerfi farið fram áður en í íslenzku kannski setti Eyjólfur tiíjvítri Konráð Jónsson, fyrr- navlgl um ritstjóri Morgun- blaðsins og alþingismaður, þær í skipulagt samhengi í fyrsta sinn fyrir tæpum fjörutíu áram með útgáfu bókar sinnar Álþýða og at- hafnalíf. I fonnálsorðum þeirrar bókar sagði Eyjólfur Konráð: „En ástæðan til þess að ég hef ráðizt í að rita bók þessa um almenningshlutafélög, er sú, að uggvænlega horfir í íslenzkum atvinnu- málum af alkunnum ástæðum og að brýna nauðsyn ber til að efla mjög atvinnulífið til að forðast stóráföll og byggja upp þá framtíð, sem við, sem nú eram á bezta starfsaldri, ætl- um eftirkomendum okkar. Og sannfærður er ég um, að heilbrigt og traust athafnalíf verður aðeins tryggt með samstilltu átaki margra manna. Það er ekki um aðra leið að ræða en stofnun og starfrækslu margra opinna hluta- félaga í eigu íslenzkrar alþýðu ... mergurinn málsins er sá, að íslenzka þjóðin vill ekki, að örfáir auðmenn ráði yfir öllum hennar at- vinnurekstri... hins vegar er fjármagn til í höndum fjöldans. Ef það er virkjað með sam- eiginlegu átaki í atvinnurekstri, má lyfta Grettistaki.“ I einum kafla bókarinnar fjallar Eyjólfur Konráð um þátttöku starfsmanna í hlutafé- lögum og segir: „Hér á landi urðu fyrir alllöngu talsverðar umræður um svonefnt „arðskipta- og hlut- deildarfyrirkomulag" án þess þó að af fram- kvæmdum yrði að nokkra marki að minnsta kosti. Hins vegar hafa ýmsar þessar kenning- ar verið reyndar víða í Evrópulöndum og stundum gefizt sæmilega en þó ekki náð al- mennri útbreiðslu ... Deilt hefur verið um, hvort æskilegt væri, að starfsmenn almenn- ingshlutafélaga ættu þar veralega hlutdeild. Þeir sem styðja slíka þróun benda á, að áhugi starfsmanna mundi aukast, ef þeir ynnu í senn í þágu félagsins og eigin hagsmuna. Hin- ir telja, að óheppilegt sé í stóram félögum, að starfsmennirnir hafi þar mikil ráð. Þeir muni fyrst og fremst hugsa um starfsaðstöðu sína og launakjör og hafa áhrif í þá átt að torvelda hagkvæmustu stjóm félagsins... Þegar Árangurs- tengt launa- Volkswagen-verksmiðjumar vora gerðar að almenningshlutafélagi var öllum starfsmönn- um gefin hlutdeild í félaginu og reynt að örva þá til að kaupa hlutabréf að auki. Var þá talið mikils um vert að starfsmennirnir yrðu allir hluthafar. Líklegt er að þróunin verði sú, að hlutabréfaeign starfsmanna í hinum ýmsu fé- lögum verði talsverð, ef bréf era boðin út á al- mennum markaði, einfaldlega vegna þess að starfsmennimir muni fremur kaupa hlutabréf í félögum, sem þeim þykir vænt um, starfa hjá og hafa traust á.“ Þessi skrif Eyjólfs Konráðs endurspegla þær umræður, sem fram fóra um þessi mál fyrir fjóram áratugum og sýna að sitt sýndist hverjum. Tæpri hálfri öld síðar era þessar hugmyndir orðnar að veraleika en nú er spurt, hvort sá veraleiki sé orðinn óhóflegur. Návígið á Islandi veldur því, að það er bæði nauðsynlegt og æskilegt að breytingar á launakerfí þjóðarinnar í þessa átt verði innan skynsamlegra og hóflegra marka. Það á ekki bara við vegna hinnar sérstöku þjóðfélags- gerðar okkai' heldur er það líka skynsamleg viðskiptastefna af hálfu fyrirtækjanna sjálfra og staifsmanna þeirra. Langflestir íslendingar hafa borið mikla virðingu fyrir skipstjóram á fiskiskipum, sem reynzt hafa miklar aflaklær, og talið það fagn- aðarefni, þegar þeir hinir sömu hafa borið mikið úr býtum. Ohætt er að fullyrða, að þjóð- in hefur ekki séð ofsjónum yfir því, þegar skipstjórarnir hafa fengið mikið í sinn hlut. Það er hins vegar til marks um, að þanþoli þjóðarinnar era takmörk sett að jafnvel gagn- vart þessum mönnum hefur bryddað á vissri gagnrýni á seinni árum og þá ekki sízt vegna þess mikla launamunar sem er á milli sjó- manna og fólks, sem starfar í fiskvinnslu í landi. Hvað sem því líður má ganga út frá því sem vísu, að árangurstengt launakerfi, sem bæði byggist á afkomutengingu launa og kauprétti hlutabréfa eigi eftir að breiðast út. Fyrirtæki í hefðbundnum atvinnugreinum geta ekki stað- izt samkeppni við fyrirtæki í nýjum greinum nema fylgja þessari þróun eftir. í grundvall- aratriðum er árangurstengt launakerfi laun- þegum til hagsbóta. Líkurnar á því að þeir eignist með því meiri hlutdeild í hagnaði fyrir- tækjanna, sem þeir vinna hjá eru yfirgnæf- andi. Þess vegna ættu árangurstengd launa- keifi að vera baráttumál launþegafélaga og líklegra en hitt að áherzla vinnuveitenda verði sú, að halda þeirri þróun innan ákveðinna marka. Meginspumingin er kannski sú, hvort árangurs- tengt launakerfi, sem grundvallar- stefna í launamál- um, sé æskilegt. Svarið við þeirri spurningu hlýtur að vera einfalt frá sjónarhóli laun- þega. Þeir svara áreiðanlega flestir á þann veg, að frá þeirra sjónarmiði séð væri æskilegt og eftirsóknar- vert, að launakjör þeirra tengdust afkomu fyrirtækj- anna. Og vafalaust mundu flestir launþegar svara því til nú, að þeir teldu blöndu af af- komutengdum launakjörum og kauprétti á hluta- bréfum hið æski- lega kerfi. +
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.