Morgunblaðið - 27.02.2000, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.02.2000, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 27. FEBRÚAR 2000 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ U mfangsmesta svindl sögunnar? BAKSVIÐ Lloyd’s of London, gamalt og virt breskt tryggingafélag með rúmlega 300 ára sögu, á nú yfír höfði sér málaferli. Fyrrum ábyrgð- armenn fyrirtækisins saka Lloyd’s um svo umfangsmikil svik að dómsmálið kann að verða fyrirtækinu að falli. AP Borgarstarfsmenn í New York hreinsa asbest af götum borgarinnar þegar efnið flæddi fram með sprunginni vatnsæð 1996. Vegna skaðsemi efnisins eru starfsmennirnir klæddir einangrunarbúningum. Á borðan- um yfir götunni stendur að asbest valdi lungnasjúkdómum og krabba- meini og aðeins þeim sem klæðist einangrunarbúningi sé óhætt að vera á svæðinu á meðan hreinsað er. EF mér og öðrum fjárfest- um hefði verið kunnugt um það, sem æðsta stjórn og starfsmenn Lloyd’s vissu, það er hversu varn- arlaust fyrirtækið var gegn skaða- bótamálum vegna asbestsjúkdóma, og það tap, sem þegar var fyrir- sjánlegt, þá hefði ég aldrei orðið nafn. Við vorum fórnarlömb yfir- gripsmikils svindls," segir sir Will- iam Jaffray. Hann er í hópi tug- þúsunda sem gerðust „nafn“ hjá Lloyd’s og gengust þar með í ótak- markaða ábyrgð fyrir fyrirtækið gegn því að hljóta ríflegar rentur á meðan vel gengi. Jaffray og fjöldi annarra fyrr- verandi nafna Lloyd’s hafa myndað með sér samtök, Sameinuðu nafna- samtökin (UNO), sem koma fyrir rétt á mánudag og hefja málshöfð- un gegn fyrirtækinu. Félagsmenn UNO neita að greiða þær ábyrgðir sem þeir gengust í fyrir Lloyd’s og saka fyrirtækið um að hafa fengið sig til að gangast í ábyrgð án þess að greina frá umtalsverðu og fyrir- sjáanlegu tapi fyrirtækisins. UNO hikar ekki við að saka Lloyd’s um umfangsmikil svik. „Á síðari hluta áttunda áratugarins vissi stjórn Lloyd’s að fyrirtækið stóð frammi fyrir alvarlegum vanda og 1982 var æðstu stjórn þess kunnugt um að fyrirtækið var í raun gjaldþrota. Eina leiðin til að halda sér á floti var að halda því sem vitað var um asbestmálið leyndu, framreiða bókhaldið þann- ig að það sýndi hagnað og leita eft- ir nýjum fjárfestum," segir Jaffray sem gerðist nafn þetta sama ár. Ógnaði framtíð Lloyd’s Fjöldi nýrra nafna gekkst í ábyrgð fyrir Lloyd’s á seinni hluta áttunda áratugarins og á þeim níunda. Nöfn Lloyd’s hafði áður verið fámennur hópur útvalinna, en skyndilega voru tryggingamiðlarar fyrirtækisins önnum kafnir við að fjölga nöfnunum úr 7.000 í 34.000. Margt þykir benda til að þetta hafi tengst vitneskju þeirra Lloyd’s-manna um að trygginga- fyrírtækið væri ekki að fullu bak- tryggt fyrir bótakröfum þeirra sem enn ættu eftir að sýkjast vegna as- bests. Lloyd’s hafði verið trygg- ingafyrirtæki John Manville, eins stærsta asbestframleiðandans frá því á fjórða áratugnum, en Ijóst var í upphafi þess áttunda að efnið olli krabbameini og lungnasjúk- dómum. I samningunum var ekki getið um neina hámarksábyrgð sem tryggingafélagið myndi greiða upp að, engir sjúkdómar voru und- anþegnir tryggingunni og þær skaðabætur sem Lloyd’s gat þurft að greiða voru þannig í raun ótak- markaðar. Ralph Rokeby-Johnson, einum af framkvæmdastjórum Lloyd’s, var þegar 1973 kunnugt um hvert stefndi. „Það sem ég get sagt þér er að asbest mun ... gera Lloyd’s of London gjaldþrota og það er ekk- ert sem við getum við því gert,“ sagði Rockeby-Johnson við sam- starfsmann sinn, Roger Bradley, og spáði því að þegar árið 2000 gengi í garð kynni Lloyd’s að hafa orðið að punga út allt að 120 millj- örðum dollara, eða um 8.700 millj- örðum króna, í skaðabætur vegna asbestsmálsins. Rockeby-Johnson átti eftir að sjá veg sinn vaxa hjá fyrirtækinu og sat hann í ýmsum mikilvægum nefndum hjá Lloyd’s á níunda áratugnum, m.a. þeirri sem fylgdist grannt með asbestmálinu. Þá er vitað að a.m.k. ýmsum hátt- settum starfsmönnum Lloyd’s var kunnugt um óumflýjanlegt gjald- þrot Manville um einu og hálfu ári áður en fyrirtækið fór undir 1983. Gjaldþrot Lloyd’s sem Rockeby- Johnson spáði hefur ekki enn orðið að veruleika, en sýnt hefur verið fram á mikið tap af rekstri trygg- ingafélagsins á þessum áratug. Reglugerðir Lloyd’s eru um margt óvenjulegar og eiga rætur sínar að rekja til þess er fyrirtækið var stofnað á 17. öld. Þetta hefur m.a. í för með sér að ársreikningar Lloyd’s eru orðnir þriggja ára gamlir þegar þeir eru birtir. Mikið tap tryggingafélagsins í lok síðasta áratugar varð því ekki lýðum ljóst fyrr en í upphafi þess tíunda. En 1991 tilkynnti Lloyd’s að tæplega 70 milljarða króna tap hefði orðið af rekstrinuml988, m.a. vegna bruna Piper Alfa-olíubor- pallsins sem stóð í Norðursjó. 280 milljarða tap varð síðan 1989, árið sem fellibylurinn Hugo gekk yfir, Exxon Valdes-olíuslysið varð og San Fransiseo-jarðskjálftinn. Tap- rekstur fyrirtækisins náði síðan hámarki 1990 þegar varð yfir 300 milljarða tap. Þúsundir urðu gjaldþrota Þótt náttúruhamfarir og meng- unarslys hafi átt stóran hlut að máli voru skaðabótakröfur vegna asbestmála einnig umtalsverðar á þessu tímabili. John Rew, breskur tryggingasérfræðingur og fyrrver- andi nafn, segir ársreikninga Lloyd’s gefa til kynna að nöfnin hafi þurft að reiða af hendi yfir 160 milljarða króna á tímabilinu 1989- 1992. Segir hann rúma 100 millj- arða hafa verið tilkomna vegna as- bestsskaðabóta og annarra skuld- bindinga sem nöfnunum hafi ekki verið greint frá. I kjölfar þessa gífurlega taps hafa þúsundir nafna orðið gjald- þrota vegna þeirrar ótakmörkuðu ábyrgðar sem þau báru fyrir Lloyd’s. Sum nafnanna frömdu sjálfsmorð eftir að hafa misst allt, nokkrir hinna öðluðu seldu titla sína, aðrir sömdu við Lloyd’s um hlutagreiðslu á ábyrgð sinni og enn aðrir, þ.e. UNO, neita að gangast við ábyrgð á asbestskuldum Lloyd’s. Nöfnin sem mynda UNO segjast vera fórnarlömb umfangsmikilla og vandlega útreiknaðra svika af hálfu Lloyd’s. Tryggingamiðlarar fyrir- tækisins hafi gefið ranga mynd af arðsemi fyrirtækisins og Lloyd’s leynt því óumflýjanlega tapi sem asbestmálið myndi hafa í för með sér. „Það þarf ekki að minnast á nöfn margra enskra jarla til að laða að hóp bandarískra tannlækna,“ var haft eftir einu nafnanna, en trygg- ingamiðlarar Lloyd’s fundu mörg hinna nýju nafna í Bandaríkjunum. í hinum útvalda hópi nafna Lloyd’s mátti síðan einnig finna Edward Heath, fyrrum forsætis- ráðherra Bretlands, Frances Ruth Shand Kydd, móður Díönu prins- essu af Wales, Camillu Parker- Bowles, ástkonu Karls Bretaprins, auk fjölda breskra þingmanna úr neðri deild þingsins og lávarða- deildinni. Að sögn margra nýju nafnanna lofuðu tryggingamiðlararnir þeim fyrirhafnarlitlum ágóða án þess að teljandi áhætta fylgdi með. Klaus- an um ótakmarkaða ábyrgð var sögð formsatriði eitt. Ótakmörkuð ábyrgð kynni að þýða að allar þeirra eignir væru settar að veði, en þar sem Lloyd’s hefði skilað gróða í yfir 300 ár sögu sinnar væri það ekkert til að hafa áhyggj- ur af. Þetta væri eins konar vígslu- athöfn sem veitti aðgang að fornu félagið sem aðeins væri ætlað út- völdum. Fjármagnskröfur lækkaðar Innan Lloyd’s var engu síður mörgum ljóst þegar árið 1982 að legði Lloyd’s nægjanlegt fjármagn til hliðar til að mæta væntanlegum kröfum vegna asbestmála þá yrði fyrirtækið að lýsa sig gjaldþrota. Lloyd’s hélt engu síður áfram að fjölga þeim nöfnum sem gengust í ábyrgðir og nýir hópar ábekinga voru látnir baktryggja þá sem fyrir voru. Þá lækkaði Lloyd’s einnig þær fjármagnskröfur sem gerðar voru til einstaklinga sem gátu gerst nöfn. Einstaklingar sem áttu innan við 70 milljónir króna voru nú orðnir gjaldgengir, fólk sem í raun var ekki fjárhagslega fært um gangast fyrir þeim ábyrgðum sem því voru settar. Þetta sama ár virðist einnig sem Lloyd’s hafi ekki bara haft áhyggj- ur af væntanlegum fjárútlátum fyrirtækisins, heldur einnig mála- ferlum sem það kynni að sæta af hendi nafna sinna og í júlí 1982 veitti breska þingið Lloyd’s eins konar friðhelgi frá málaferlum sem nöfnin kynnu að höfða á hendur fyrirtækinu. Lloyd’s naut mikillar sérstöðu og hafði oft áður hlotið sérmeðferð hjá breska þinginu. Eftirleiðis tald- ist Lloyd’s bara ábyrgt fyrir skaða sem fyrirtækið hefði viljandi vald- ið, nokkuð sem er erfitt að sanna undir enskum lögum og verður að teljast ólíklegt að friðhelgin hefði verið veitt hefði þingið haft nasa- sjón af þeim fjárhagsvanda sem blasti við Lloyd’s. Lagadeilur ber að leysa í Englandi 1986 skaut fyrirtækið sjálft síðan þeirri klausu í samninga við fjár- festa, án þess að vekja athygli á, að allar lagadeilur yrði eftirleiðis að fara með fyrir.enska dómstóla. í kjölfar þess gífurlega taps sem Ijóst var á tíunda áratugnum að Lloyd’s hafði orðið fyrir barst bæði breskum og bandarískum yfirvöld- um fjöldi af kærum um sviksamleg vinnubrögð fyrirtækisins. Nokkur nöfn leituðu réttar síns fyrir bandarískum dómstólum, en var bent á að mál gegn Lloyd’s yrði að sækja í Englandi. Þar í landi sætti fyrirtækið rannsókn svikadeildar Scotland Yard og Lundúnalögreglunnar sem fólu málið Serious Fraud Office (SFO), stofnun, sem fer ofan í saumana á svonefndum stórsvikum fyrirtækja og loks fór málið fyrir nefnd sem stofnuð var á vegum breska þingsins án þess að nokkuð væri að gert. Yfirmenn innan lögreglunnar halda því margir hverjir fram að nægar sannanir hafi verið að finna til að fara í mál gegn Lloyd’s. Það sem hafi skort, hafi hins vegar ver- ið vilji ríkisstjórnarinnar. En íhaldsstjórn John Majors stóð höll- um fæti 1995 og a.m.k. 50 þing- menn íhaldsflokksins voru nöfn hjá Lloyd’s. Margir þeirra áttu gjaldþrot á hættu gengi Lloyd’s fast á eftir ábyrgðum þeirra og gjaldþrota ein- staklingar mega ekki sitja á þingi í Bretlandi. Ríkisstjórn Majors hefði fallið í kjölfarið. Nýlega var haft eftir einum talsmanna Ihalds- flokksins að hann teldi óskrifað samkomulag hafa ríkt milli flokks- ins og Lloyd’s hvað samtvinnuð ör- lög þeirra varðaði. Óviss framtíð Mörg nafnanna fyrrverandi munu eflaust verða gjaldþrota falli dómurinn Lloyd’s í hag. Fyrirtæk- ið mun þá krefja þau um þá greiðslu sem þau hafa neitað að láta af hendi, auk lögfræðikostnað- ar sem nemur milljónum. Verði Lloyd’s hins vegar fundið sekt um sviksamlegt athæfi er framtíð fyrirtækisins ekki björt, bæði vegna fjárhagslegs tjóns og þeirra áhrifa sem það hefði á ímynd Lloyd’s sem hefur haldið stíft fram sakleysi sínu. Þeir 48 lögfræðingar sem sjá um málsvörn Lloyd’s eru e.t.v. merki um hve alvarlegum augum fyrir- tækið lítur málaferlin. En jafnvel þótt Lloyd’s vinni dómsmálið er lagalegum vandræðum fyrirtækis- ins langt í frá lokið. Framkvæmda- nefnd Evrópusambandsins hefur beint sjónum sínum að Lloyd’s og dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna skoðar nú kærur bandarískra nafna af öðrum hug en áður. Óvíst er að að einkunnarorð Lloyd’s í 300 ár, Uberrima Fides, sem útleggja má sem í hinni al- bestu trú, verði talin jafn lýsandi fyrir Lloyd’s og áður. „Góð bók er best vina" Martin Farquhar Tupper, Proverbial Philosophy I Umfangsmesta safn íslenskra og erlendra tilvitnana og fleygra orða sem komið hefur út á íslandi. Ómissandi menningarsjóður á hvert heimili. Mál og menningl malogmonning.isl Laugavegi 18 • Sími 515 2500 • Síðumúla 7 • Simi 510 2500
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.