Morgunblaðið - 27.02.2000, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 27.02.2000, Blaðsíða 40
40 SUNNUDAGUR 27. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SIGURJON JÖR UNDSSON + Sigurjón Jör- undsson fæddist á Brekku á Ingjalds- sandi 14. október 1903. Hann lést á Hrafnistu í Reykja- vík 20. febrúar síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Jörundur Kristófer Ebenezer- son, f. 1.12. 1862, d. 13.8. 1936, og Sigríð- ur Árnadóttir, f. 13.8. 1874, d. 18.2. 1963. Fósturforeldr- ar Sigurjóns voru Jónina Jónsdóttir og Guðmundur Benediktsson. Syst- kini Sigurjóns voru fjórtán. Eftir- lifandi eru: Guðrún Ebba og Sig- tryggur Kristmundur. Sigurjón kvæntist í júní 1929 Steinunni Björgu Hinriks frá Reykjavik, f. 16.2. 1896, d. 7.3. 1986. Björg átti fyrir dóttur, Hildi Hinriks. Dætur hennar eru; Unn- ur Björg Ingólfsdóttir, maki hennar er Daníel Axelsson, og Anna Þuríður Ingólfsdóttir, maki hennar er Magnús Þór Hilmars- son. Börn Sigurjóns og Bjargar voru; Guðmundur Helgi, f. 5.8. 1929, d. 9.4. 1981. Eftirlifandi kona hans er Anna M. Ól- afsdóttir. Sigrún, f. 7.10. 1933. Eigin- maður hennar var Halldór E. Ágústs- son, þau skildu. Börn þeirra eru; Siguijón Ólafur, Kristín Ásta og Linda Björg. Sam- býlismaður hennar er Sigurður T. Magnússon. Jóna Gréta, f. 1.6. 1935. Eiginmaður hennar er Atli Helgason. Börn þeirra eru; Björg Helga, Auður, Hildur og Þorkell. Siguijón nam bæði bifvélavirkj- un og járnsmíði. Lengstan starfs- aldur sinn vann hann hjá Agli Vil- hjálmssyni í Reykjavík. Sigurjón fluttist ásamt fjölskyldu sinni í Skipasund 71 árið 1947. Þar bjó hann til ársins 1991, en þá fluttist hann á Hrafnistu í Reykjavík. _ Utför Sigurjóns fer fram frá Áskirkju á morgun, mánudaginn 28. febrúar, og hefst athöfnin klukkan 13.30. Björgu og hvað þú varst duglegur að heimsækja hana á Sólvang, oft tvisvar sinnum á dag. Og alltaf kom hún heim í Skipasund um helgar, hátíðir og í fríum á meðan þú hafðir heilsu til. Umhyggjusem- in var heldur ekki langt undan þegar mamma okkar veiktist. Þú hafðir miklar áhyggjur af henni, þú skildir aldrei af hverju þetta fór svona og þú áttir erfitt með að sætta þig við þennan ólæknandi og ömurlega sjúkdóm. En þú varst alltaf þakklátur fyrir það að Siggi Magg og við systkinin komum reglulega með hana til þín í heim- sókn og eftir að hún fluttist til þin á Hrafnistu, gast þú sjálfur fengið þér göngutúr til hennar. Já, afi, í okkar huga varst þú stór og sterkur persónuleiki, trygglyndur og viljasterkur. Þú hafðir þínar skoðanir á lífinu og þrátt fjrrir að við værum ekki allt- af sammála um hlutina, þá eigum við þér margt að þakka. Við kveðj- um þig, elsku afi, með söknuði og þökkum þér fyrir allar samveru- stundirnar. Þín Sigurjón, Kristfn og Linda. Þú skalt vera stjama mín Drottinn yfir dimm höf yfir djúpa dali og eyðimerkur Elsku afi. Það er komið að kveðjustund, en við gleðjumst með þér, því nú hefur þú fengið hvíld og ert kominn til ömmu Bjargar, Guðmundar frænda og annarra látinna ástvina. Söknuðurinn er þó til staðar, því þú hefur verið stór hluti af lífi okkar. Öll höfum við búið í húsinu þínu í Skipasundi, þaðan sem við eigum margar góð- ar minningar, allt frá barnæsku. Nýlega eignuðumst við eitthvað af þessum minningum á myndbandi, sem tekið var af pabba okkar í kringum 1963 til 1968. Þar er að finna ykkur ömmu Björgu í faðmi fjölskyldunnar við hin ýmsu tæki- færi, s.s. dagsferðir út fyrir bæinn, heimsókn í kjallarann til Önnu og Guðmundar og jólaboðin í Skipa- sundi á aðfangadagskvöld. Þetta er okkur ómetanlegur fjársjóður. Fleiri minningabrot koma upp í hugann á þessari stundu. Við mun- um svo vel allar ferðirnar til ykkar ömmu Bjargar í Skipasundið og í Ölfusborgir, þar sem alltaf var líf og fjör og mikill gestagangur. Okkur er einnig ofarlega í huga umhyggjusemi þín fyrir ömmu ég geng í geisla þínum og eitt sinn mun geisli þinn verða að gullstiga þar sem ég geng upp fagnandi skrefum (Ragnhildur Ófeigsdóttir.) Elsku langafi, takk fyrir allar góðu stundirnar okkar í Skipa- sundinu og á Hrafnistu. Eg á eftir að sakna þín mikið, en þú verður alltaf hjá mér í hjartanu. Þín Diljá Catherine. Blómastofa Friðjrnns Suðurlandsbraut 10, 108 Reykjavík, sími 553 1099. Opið öll kvöld til kl. 22 - einnig um helgar. Skreytingar fyrir öll tilefni. Gjafavörur. ^ [N ^ A R $ f . OSWAl.DS simi 551 3485 ÞJÓNUSTA ALLAN SÓLAlÁHRINGÍNN AÐAI-S i'R/LTI 41í • 101 RI.YKJAVÍK Ðiwið Inger Ólítfur ÚtjftMrstj. Utjitrurstj. Utfitrnrstj. LÍKKI STl/VI N N USTOl'A EYVÍNDAR ÁRNASONAR 1899 HREFNA SIGURÐARDÓTTIR + Hrefna Sigurð- ardóttir fæddist á Siglufírði 20. júlí 1916. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykja- víkur 20. febrúar síð- astliðinn og fór útför hennar fram frá Landakirkju í Vest- mannaeyjum 26. febrúar. Elsku amma. Við kveðjum þig nú eftir stutt en erfið veikindi. Undanfarin ár hafa reynst þér erfið en við trúum því að nú sértu komin á betri stað og þér líði vel. Það verður skrítið að heyra ekki í þér framar því sam- bandið var alltaf mikið og ef of lang- ur tími leið á milli símtala eða heim- sókna varst þú fljót að láta vita. Arin á Höfðaveginum eru okkur ofarlega í huga því þar eyddum við miklum tíma með ykkur afa. Þar standa hæst nætumar sem við fengum að gista þegar afi var í við- skiptaferðum sínum. Þú varst svo væn að láta sem þú vildir ómögulega vera ein og við værum að gera þér mikinn greiða. Okkur fannst við gera mikið gagn en aðallega fannst okkur þetta skemmti- legt. Alltaf áttir þú tíma fyrir okkur og alltaf tókst þú vel á móti okk- ur, eins og raunar öll- um sem sóttu þig heim. Þegar afi féll frá fyrir rúmu ári bjuggumst við ekki við að svo stutt yrði á milli ykkar hjónanna. En svona er lífið og nú hafið þið samein- ast á ný. Við þökkum árin sem við áttum með þér og afa og kveðjum með söknuði. Hvíl í friði. Inga, Hrefna og Ásta Jóna. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Word- perfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Pað eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðállínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. at HmUú^ byf iiö iiyji'luiiJ Útfararstofan annast meginhluta allra útfara á höfuðborgarsvæSinu. Þar starfa nú 15 manns við útfararþjónustu og kistuframleiðslu. Alúðtegþjónusta sem byggir á tangri reynslu Útfararstofa Kirkjugarðanna ehf. Vesturhlíð 2 - Fossvogi - Sími 551 1266-www.utfQrastofa.com % KRISTÍN ÓLÖF GUNNARSDÓTTIR + Kristín Ólöf Gunnarsdóttir Duncan fæddist á Isafírði 23. aprfl 1971. Hún lést á Methodist Central Hospital í Memphis TN í Bandaríkjunum 9. febrúar síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar eru: Sigríður Ólöf Magnúsdóttir Smeltser, búsett í Memphis, og Gunnar Kristdórsson, bú- settur á Akureyri. Hálfsystkini Kristfn- ar eru : Elín D. Gunnarsdóttir, Kristdór Þ. Gunnarsson, Stefán Gunnarsson, öll búsett á Akur- eyri, Fredrick H. Myers, búsettur í Ohio í Bandaríkjunum, Christ- opher L. Hungerford , búsettur í Great Lakes, Illinois, Bandaríkj- unum og Natalie M. Hungerford, búsett í Memphis. Kristín fluttist með móður sinni frá Isafirði í júní 1971 til Keflavíkur og þaðan 9. febrúar 1972 til Ohio. Frá 1972 og fram til þessa dags bjó hún í Bandaríkjunum ef undanskilið er árið 1981 er hún bjó í Hafnarfírði. Kristín sótti barnaskóla í Michi- gan , Hafnarfírði og Florida og lauk sfð- an námi í gagn- fræðaskóla í Mill- ington 1989. Kristín giftist eft- irlifandi manni sfn- um, John Barry Duncan, 1. ágúst 1996. Kristín átti fjögur börn: Jessica Mary Ólöf, f. 12. ágúst 1989, d. 11. nóv. 1989, Zachary Aaron Duncan, f. 17. sept. 1990, Helena Rhianna Duncan, f. 30. des. 1994, Ginger Lauren Duncan, f. 30. maí 1998. Kristín og maður hennar áttu tvær skartgripa- verslanir í Memphis og vann Krist ín og rak aðra verslunina en maður hennar, Barry, hina. Utför Kristínar var gerð frá Roller-Citizens Funeral Home í Memphis 12. febrúar og var hún borin til grafar í Memorial Park í Memphis. „Hugsaðu fallegar hugsanir og kysstu og faðmaðu alla fyrir mig,“ var hún vön að enda bréfin til mín, en við höfðum skrifast á í nokkurn tíma. Þegar ég fór til Bandaríkjanna nokkrum dögum áður en hún lést hélt ég að ég vissi hverju ég myndi mæta. Aldrei bjóst ég við að áfallið yrði slíkt sem það varð. Að sjá Krist- ínu, sem ég hafði aldrei séð nema skælbrosandi og fallega, liggja í sjúkrarúmi sínu með öll þessi tæki tengd við sig til að halda í síðasta lífs- neistann var mér nánast ofviða. En hún gat brosað til mín, kreist hönd mína og kysst mig þrátt fyrir slæma líðan sína. Hún vissi að ég var þama. Undanfarnir mánuðir hafa verið mjög erfiðir fjölskyldu Kristínar. Maðurinn hennar og bömin hennar þrjú, Zachary níu ára, Helena fimm ára og Ginger tveggja ára, sem hún skilur eftir á þessari jörðu, eiga mjög erfitt með að sætta sig við að verið sé að taka frá þeim stærstu ástina í lífi þeirra. Hún var góð móðir og eigin- kona og barðist hetjulega fyrir góðu lífi fyrir sig og fjölskyldu sína. Öll þau tár sem felld hafa verið undan- farna mánuði, og þau em ófá, em merki þess hve yndisleg systir mín var. Hún færði ekki einungis fjöl- skyldu sinni gleði, heldur reyndi hún ávallt að hjálpa þeim sem illa gekk og höfðu þurft að láta í minni pokann í lífinu. Hún átti stóran vinahóp og allir dýrkuðu hana og dáðu. Eg, unnusti minn, faðir minn og kona hans ákváðum fyrir tæpu einu og hálfu ári að fara í stutt frí til Flór- ída og datt okkur þá í hug að reyna að ná sambandi við Kristínu, sem við höfðum því miður of lítið samband átt við. Það varð úr að hún tók sig til og flaug þangað með börnin sín þrjú til að hitta okkur. Þessi tími sem við áttum með henni þá, auk þess þegar hún kom til íslands í fyrravor í nokkra daga, var yndislegur og þökkum við svo mikið fyrir að hafa fengið að kynnast að einhverju leyti þeirri frábæru og lífsglöðu mann- eskju sem hún var. Eins sárt og það er að missa ungan ástvin, þá em þessir dagar yndislegir í minning- unni. Ég veit að systir mín hvflir í friði og er í góðum höndum guðs. Ég hugsa til hennar á hverjum degi og veit að hún vakir yfir okkur og verndar. Elsku Kristín, ég og fjölskylda þín sendum þér innilegar ástar- og sakn- aðarkveðjur. Elín Dögg. Ekki hvarflaði að mér þegar ég kvaddi Kristínu frænku mína, þessa glaðlegu ungu konu, í Leifsstöð í apríl á síðasta ári, að svona stutt væri hjá henni í baráttu við illvígan sjúkdóm. Kristín hafði löngu ákveðið að heimsækja gamla landið og á síðasta ári lét hún verða af því. En atvikin höguðu því þannig að langafi hennar Bæring Þorbjörnsson frá ísafirði lést 16. mars 1999 og vegna þess ákvað Kristín þá með mjög stuttum fyrirvara að flýta for sinni og kom til landsins með yngsta bam sitt Ginger Lauren. Vom þær mæðgur við útför langafa síns og langalangafa. Eftir stutta dvöl að útförinni lokinni fór Kristín með litlu dóttur sína til Akur- eyrar og heimsótti föður sinn, hálf- systkini og fjölskyldur þeirra. Ég man hvað Kristín ljómaði af ánægju þegar hún kom til baka frá Akureyri. Móttökurnar sem hún fékk veittu henni mikla gleði og ánægju. Farið var með hana í ferðalög um nágrenni Akureyrar og sveitir. Þó veitti snjó- sleðaferðin henni mesta ánægju þar sem henni varð tíðrætt um hana. Kristín hafði á orði að hún óskaði þess að koma sem fyrst aftur til Ak- ureyrar og þá með fjölskylduna. En það em svo margar óskimar sem ekki rætast og þannig fór með þessa ósk þessarar ljúfu, broshým, ungu frænku minnar. Kristín dvaldi hjá okkur hjónun- um í nokkra daga eftir að hún kom að norðan og er mér það minnisstætt, þegar við kvöddum hana á Keflavík- urflugvelli, hvað hún var glöð og ánægð með þessa ferð til íslands og síðustu orðin hennar þegar hún kvaddi okkur vom: „Ég kem bráðum aftur.“ Kæra frænka, við kveðjum þig með söknuði og biðjum Guð að blessa þig og vera með þér á þeim leiðum sem þú nú hefur lagt út á. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. GekkstþúmeðGuði, Guðþérnúfylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Ásgeir Valhjálmsson. Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upp- lýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletrað- ur, en ekki í greinunum sjálf- um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.