Morgunblaðið - 27.02.2000, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 27.02.2000, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 27. PEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ *• «■ ^ ; . .................................................... Svona liggur kúluskíturinn á vatnsbotninum í stórum kúlum bæði í Mý- vatni og Akanvatni á Hokkaidoeyju. Slrandsvæö “1 v ! Vatnaman j Práönykra Yfirlitskort af botni Mývatns úr bókinni Náttúra Mývatns. Botninum er skipt eftir ríkjandi plöntutegundum. Grænu litirnir sýna kúluskitinn í vatninu, sem er sem sjá má mestur í Syðriflóa. Við vatnið er skúlptúr, sem á að tákna mikilvægi kúluskítsins í al- þjóðlegu samhengi, en þetta dýrmæti finnst aðeins þar og í Mývatni. Öldungar Ainumanna á vatnsbakkanum. mynd af þessum tveimur stúlkum með kúluskít á milli sín. jafnóðum á japönsku, var: Hvað finnst þér um Japan? Hann segir að þetta hafi allt verið mikið ævintýri. „Vatnið Akan er í þjóðgarði og er miðpunktur hans. Að bænum Akan- kohan liggur hraðbraut sem nefnist kúluskítsvegur eða Marimo Road. En bærinn, sem er á vatnsbakkan- um, lifir á ferðamennsku þar sem kúluskíturinn er kjami málsins. I eyju úti í Akanvatni er fræðslusetur með kúluskítssýningu og þangað koma yfir 500 þúsund gestir á ári. Frá eyjunni liggur kapall niður á vatnsbotninn þar sem kúluskíturinn er og geta gestir fylgst með honum í beinni útsendingu. Kúlurnar hafa ekki festingu við botninn, en lítil hreyfing er á þeim nema þegar stormur veltir þeim. Eitthvað rekur í þrjá daga gengur á skrúðgöng- um, sem allir taka prúðbúnir þátt í, stíga ákveðin dansspor og kyrja kúluskítssönginn. Einn þátttakandinn í fallega, jap- anska búningnum sínum. af þessum grænu kúlum upp í víkur en reynt er að koma í veg fyrir það með girðingum. Landverðir eru við aðalvíkina. Þetta á sér langa sögu. Arið 1921 var kúluskíturinn friðaður og þá útnefndur sem „special natural treasure", þ.e. sérstök náttúruger- semi. Þegar kúluskíturinn var frið- aður tók ekki betra við. Það varð til þess að fólk fór að koma og safna þessum kúlum. Tók þær heim til að hafa sem stofuplöntur. Um það leyti voru þarna einnig vandræði vegna skógarhöggs. Trjám var fleytt á vatninu og trjábolirnir áttu það til í stormi að höggvast niður í botninn og merja kúluskítinn. Útlitið var því ekki gott. Um 1950 var svo komið að skógarhögg og vatnsborðsbreyting vegna virkjunar stefndu kúluskítn- um í bráða útrýmingarhættu. Þá var gripið til þess ráðs að gera svæðið að þjóðgarði. Sérstök kúluskítshátíð Þá var stofnað til þessarar kúlu- skítshátíðar. í raun var það í fyrstu gert til að hvetja fólk til að koma með kúluskítinn sinn og sleppa í vatnið með kæru þakklæti fyrir lánið. Þá byrjaði þessi athöfn, sem enn er haldið í heiðri, að höfðingi Ainu- fólksins sýnir gott fordæmi og fer með kúluskítinn sinn út í vatnið og skilar honum. Ainuar eru frum- byggjar og minnihlutahópur sem Frá eyju liggur kapall niður á vatns- botninn. Gestir skoða kúlu- skítinn í beinni útsendingu. eins og indíánar lifði í nánu sam- bandi við náttúruna og siðir þeirra og þjóðsögur eru tengd dýrum og plöntum, t.d. bjömum og trönum. Dansar þeirra eru tengdir því. Öld- ungar í samfélagi þeirra taka að sér í byrjun hátíðarinnar að sigla út á vatnið og sækja kúluskítinn og skila honum aftur í lokin með miklum ser- emoníum. Þá hefur bærinn verið skreyttur og næstu daga gengur á með skrúðgöngum sem allir taka þátt í, ungir sem gamlir, í skrautleg- um búningum. Þegar bátur höfðingj- ans kemur að landi og mörg hundruð Ainuar taka á móti honum á bakkan- um, er kveikt á blysum og farið í all- sherjar blysför nokkurra kílómetra leið til þorps Ainuanna. Þar er hann geymdur yfir hátíðina. „Þetta er nokkurs konar þjóðhá- tíð, enda búa þarna auðvitað miklu fleiri en afkomendur Ainuanna og aðkomufólk tekur þátt. Það er mjög sérkennilegt og gaman að sjá þetta," segir Ami. „Fólkið fer með sérstök- um danssporum í skrúðgöngu kyrj- andi kúluskítssönginn. Fyrsta dag- inn þegar kúluskíturinn er sóttur er gríðarleg flugeldasýning, svo flug- eldamir hjá KRúngunum eru barna- leikur hjá því. I lokin heldur bátur höfðingjans svo aftur í allra viðurvist með kúluskítinn út á vatnið til að skila honum. Fólk horfir á frá bakk- anum. A undan hafa Ainuarnir þá farið með kúluskítinn að styttu föður þjóðgarðsins, þess sem stofnaði hann. Athöfn fer fram við brjóst- mynd af honum i almenningsgarði í bænum. Svo þramma þeir niður að vatni með kúluskítinn og sigla með hann út. í Akanbæ í 50 km fjarlægð er heil- mikil fræðslustofnun, þar sem Isamu Wakana hefur aðstöðu og stóra rannsóknastofu og eru í læri hjá hon- um stúdentar að sérhæfa sig í kúlu- skít. A öðrum degi hátíðarinnar var efnt til fyrstu alþjóðlegu kúluskíts- ráðstefnunnar, þar sem rætt varvís- indalega um viðfangsefnið. Var Ami Einarsson hinn alþjóðlegi fulltrúi og flutti fyrirlestur. „Búið var að hengja upp plaköt um allan bæ með mynd- um af okkur Isamu Wakana. Bæjar- stjórnin sat öll á fremsta bekk. Á kúluskítsráðstefnunni var mér af- hentur kassi, sem ég var látinn opna fyrir framan alla. Og upp úr honum kom alls kyns dót sem hefur verið búið til fyrir ferðamenn, m.a. þessi stóra græna flauelskúla í líki gælu- dýrs, alls konar kúluskítsmerktir bollar, bakpoki í kúluskítslíki og fleira slíkt,“ segir Árni og hlær. Þetta tilstand allt kom honum á óvart. Kveðst hann hafa skemmt sér konunglega og oft hlegið dátt. Þetta var svo langt fyrir ofan allt sem hann hafði getað ímyndað sér fyrirfram. „Kúluskíturinn á í rauninni engan foman sess í hugum þessa fólks, heldur var ákveðið um 1950 að gera þetta svona. En núna er þetta mikið mál. Ibúarnir hafa tekið þetta upp á sína arma og þetta er þeirra hátíð, tilefni til að hittast og skemmta sér saman. I bænum em þá hátíðir og sýningar af ýmsu tagi og allt undir- lagt. Þar er markaður eins og í ferða- mannabæjum og víða má sjá myndir af kúluskít, t.d. á símaklefum og víð- ar. Þeir framleiða mikið af alls konar söluvarningi, kveikjurum með græn- um kúlum í vökva, sápustykkjum í hans mynd, böngsum með kúluskít í fanginu, krukkum með iitlum kúlu- skít í. Sá kúluskítur er raunar til- búinn, tekinn úr öðru vatni þar sem hann vex sem ló og fólk vinnur við að hnoða henni saman í litlar kúlur, sem svo eru seldar í krukkum til að taka með sér heim. Þetta tekur á sig ótrú- legustu myndir. Árni sýnir mér símakort með mynd af kúluskít og annað með tveimur stúlkum með kúluskít á milli sín, sem var gefið út í tilefni þess að 50 ár voru frá stofnun þjóðgarðsins. En safnarar sækjast eftir slíkum símakortum. Mikið safn er orðið til af fallegum, listrænum plakötum með kúluskít, sem eru til sýnis og orðin safngripir en ófáanleg lengur. í bænum er skúlptúr þar sem kúluskíturinn er settur í hnatt- rænt samhengi og á að tákna hve mikilvægur hann er á alþjóðavísu. Á þessari hátíð gekk kynningin ekki í eina átt, þar sem fulltrúi var kominn frá vatninu hinum megin á hnettinum, sem líka á sér sinn kúlu- skít. Var Árni beðinn um að halda fyrirlestur um ísland í grunnskólan- um á staðnum. Þetta reyndist vera í íþróttasal skólans og fullur salur af fólki. Allir nemendur skólans voru þar mættir í skólabúningum sínum með kennurunum. Til hliðar sat öll skólastjórnin sparibúin svo og full- trúar Kúluskítsfélagsins á staðnum, þar á meðal stúlkurnar tvær á mynd- inni á símakortinu og móðir þeirra. Sjónvarpsmenn voru mættir og tóku þetta upp. Ami sýndi myndir frá ís- landi og sérstaklega Mývatni og það gerði mikla lukku er hann greip til þess ráðs að varpa upp myndum heiman frá sér og af fjölskyldunni, til að sýna hvernig fólk byggi á íslandi þegar um það var spurt. Búið var að vara hann við að japanskir krakkar spyrðu aldrei neins þó boðið væri upp á það. „En svo stóð upp einn af eldri nemendunum. Hann kvaðst stefna að því að verða tónlistarmað- ur að atvinnu og langi til að heyra ís- lenskt þjóðlag," segir Ái-ni. „Eg var ekki með neitt slíkt, en Isamu hnippti í mig og sagði að ég yrði að syngja. Svo ég setti undir mig haus- inn og söng Afi minn fór á honum Rauð og slíkt í íslenskum kvæðastíl. Þá var ísinn brotinn, hátíðleikinn hvarf og andrúmsloftið gerbreyttist. Þeim hafði tekist að gera mig að fífli, en um leið var ég orðinn einn úr þeirra hópi. Annars má geta þess að japönsk gestrisni er í sérílokki Japaninn dr. Isanu Wakana hygg- ur á aðra ferð til Islands og í Mý- vatnssveit. Og áformað er að þá komi líka sjónvarpsmenn, því stöð þeirra áformar að gera mynd um Mývatn með sérstakri áherslu á kúluskítinn í vatninu og þessar stóiu grænu kúl- ur, svo sjaldgæfar á heimsvísu. Eins gott fyrir okkur að láta þær ekki glutrast niður þegar umheimurinn hefur áttað sig á að þær eru hér. Enda ekki í kot vísað þegar hægt er að nýta þær svona vel í ferðamennskunni ef rétt er að staðið, eins og dæmið í Japan sýnir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.