Morgunblaðið - 27.02.2000, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.02.2000, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 27. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Valgerður Gunnarsdóttir sýnir miklar framfarir í endurhæfíngu eftir skíðaslys „Veitti mér mikið frelsi að komast á hækjurnar“ MIKIÐ vatn hefur runnið til sjávar síðan skíðakonan Valgerður Gunn- arsdóttir kom til Iandsins eftir al- varlegt skfðaslys í Bad Hofgastein í Austurríki hinn 14. janúar síðastlið- inn. Valgerður hryggbrotnaði og hlaut önnur slæm meiðsl er hún hafnaði á skúr í skíðabrekku að lok- inni æfingu með Skíðaliði Reykja- víkur og lá á sjúkrahúsi í Austurríki í hálfan mánuð áður en hún var flutt heim með sjúkraflugi 31. janúar sl. Eftir komuna til landsins lá Val- gerður á bæklunardeild Sjúkrahúss Reykjavíkur í viku áður en hún hóf endurhæfingu á Grensásdeild SHR. Siðastliðnar þijár vikur hefur hún verið undir handleiðslu sjúkraþjálf- ara og sýnt feiknamiklar framfarir í Ijölbreyttum æfingum sem hún stundar daglega. Styrkur hcnnar eykst með hverjum degi og er hún fyrir allnokkru komin á fætur og nýlega farin að ganga um á hækjum sem markaði mikilvæg tímamót í endurhæfingunni. „Það veitti mér mjög mikið frelsi að komast á hækjumar, og mér fannst alveg æðislegt að geta farið að ganga upp og niður stiga undir handleiðslu sjúkraþjálfara," sagði Valgerður í samtali við Morgunblað- ið. „Ég hafði líka beðið lengi eftir því að komast í sund,“ bætti hún við. „í síðustu viku var ég orðinn nógu fær til að fara í sund og fór þá að æfa mig i innanhússlauginni héma og finnst það bera vott um enn einn áfangasigurinn." Keppnisskap og íþróttabak- grunnur hafa mikla þýðingu Friðrik Ellert Jónsson, sjúkra- þjálfari á Grensásdeild, segir fram- farimar hjá Valgerði mjög miklar og segir að keppnisskap hennar og íþróttabakgmnnur hafi haft mikið að segja í endurhæfingunni. „Endurhæfingin hefur gengið ljómandi vel og atburðarásin hefur verið mjög hröð, enda hefur Val- gerður staðið sig mjög vel, ekki síð- ur andlega sem likamlcga," segir hann. Markmið þjálfunarinnar er að sögn Friðriks að endurhæfa Val- gerði eins vel og mögulegt er en hingað til hefur þjálfunin lofað góðu. Valgerður byijar hvem dag á því að fara í sund og það sem eftir lifir dagsins stundar hún fjölbreyttar æf- ingar með hvíldum inn á milli. Eink- um er þar um að ræða gönguæfing- ar og svokallaðar fæmisæfingar, t.d. að ganga upp og niður stiga, stíga inn í og út úr bíl að ógleymdum Morgunblaðið/Ásdís Friðrik Ellert Jónsson sjúkraþjálfari mælir jafnvægið hjá Valgerði með sérhönnuðu tæki, þar sem m.a. er unnt að sjá hvernig þungi líkamans leggst á fæturna. styrkingaræfingum og sundinu. Á kvöldin gerir hún ennfremur auka- æfingar eftir að hún er kominn í upp í rúm og segist hún ekki eiga erfitt með að festa svefta að loknum venju- legum degi. „Æfingamar hafa verið teknar upp á myndband og það er ótrúlegt að fylgjast með upptökunum, því þar sér maður hvemig daglegar fram- farir eiga sér stað í raun og vem. Maður er nefnilega ekki fyllilega meðvitaður um framfarimar frá degi til dags fyrr en þær birtast manni á skjánum," segir Valgerður. Hún hóf nám í Menntaskólanum við Hamrahlíð siðastliðið haust og hefur lokið einni námsönn við skól- ann, en meiðsla sinna vegna hefur hún verið fjarri námi á yfír- standandi vorönn. Á því verður lík- lega breyting bráðlega, enda kom umsjónarkennari hennar í heimsókn fyrir skömmu og mun útvega henni námsáætlun eftir helgina. „Ég ætla a.m.k. taka stærðfræði og þarf því að vinna á tvöföldum hraða, enda hef ég misst talsvert úr. Mig langar lika að læra spænsku og hef haft áhuga því lengi, enda finnst mér spænskan fallegt tungumál." Af þessu má dæma að dagskrá Valgerðar fari að verða býsna þétt og hefur hún þó ekki verið gisin fram til þessa. Gestagangur er að jafnaði mikill hjá henni þar sem vin- ir hennar og vandamenn koma reglulega til að heyra nýjustu fréttir af batanum. Þá hefur hún ekki síður haft mikið af sjálfu starfsfólkinu á Grensásdeild að segja. „Starfsfólkið hérna er alveg frá- bært og er tilbúið til að gera allt fyr- ir mann og fyrir það er ég mjög þakklát," segir Valgerður og biður að lokum fyrir góðar kveðjur til vina sinna og fjölskyldumeðlima um land allt. Grynberg Petroleum í Denver vill leita að olíu á hafsbotni Frekari rannsóknir o g viðræður framundan Þeim sem versla á Netinu Qölgar ekki samkvæmt könnun Gallups Aðgang- ur að Netinu eykst enn ÞEIM sem hafa aðgang að Net- inu fer enn fjölgandi, sam- kvæmt nýrri könnun Gallups. Þeim sem versla á Netinu fjölg- ar hins vegar ekki en 45% af þeim sem notuðu þá þjónustu keyptu bækur. Ríflega þrír af hverjum fjórum keyptu þær frá Amazon.com. Alls hafa um 70% þátttak- enda í könnuninni aðgang að Netinu, ríflega 54% hafa að- gang að Netinu á heimili og eru það um 5% fleiri en samkvæmt könnun í desember á síðasta ári. Aðgangur að Netinu er sem fyrr algengari meðal íbúa höf- uðborgarsvæðisins en lands- byggðarfólks. Aðgangurinn er einnig tekjutengdur, því hærri sem tekjur einstaklinga eru því meiri líkur eru á því að hann hafí aðgang að Netinu. Þeim sem versla á Netinu hefur ekki fjölgað síðastliðið ár samkvæmt könnun Gallup en þeir eru 23,4% í úrtaki könnun- arinnar. Þeim fjölgaði hins veg- ar verulega árið þar á undan, úr 8,7% í apríl 1998 í 23,5% í apríl/ maí 1999. Fólk á bilinu 25 til 34 ára verslar mest á Netinu. Borgarbúar versla meira en landsbyggðarfólk og sömuleiðis notar hátekjufólk Netið meira til kaupa á vöru en þeir sem lægri laun hafa. Könnunin var unnin dagana 19. janúar til 6. febrúar síðast- liðinn í gegnum síma. Svarend- ur voru 804 af 1200 manna til- viljunarúrtaki úr þjóðskrá á aldrinum 16 til 75 ára. OLÍUFYRIRTÆKIÐ Grynberg Petroleum í Denver í Colorado í Bandaríkjunum hefur sótt um leyfi til olíuleitar á Jan Mayen-hrygg, þar sem íslendingar eiga fjórðungs rétt- indi á móti Norðmönnum, og á Hatt- on Rockall-svæðinu. Fyrirtækið sýndi þessu máli fyrst áhuga 1998 en lagði síðan fram formlega beiðni fyrr í mánuðinum. Eins og fram kom í Morgunblað- inu sl. fimmtudag telur fyrirtækið forsendu fyrir frekari athugunum hér við land að sett verði lög um leit að olíuefnum og vinnslu þeirra, ásamt reglum um veitingu leitar- og vinnsluleyfa. Jack Reiber, talsmaður Grynberg Petroleum, sagði í samtali við Morgunblaðið að fyrirtækið hefði einkum áhuga á hafsvæðinu suðaust- ur af íslandi, þ.e. Hatton Rockall- svæðinu. Fulltrúar fyrirtækisins hefðu komið til landsins á síðasta ári og átt viðræður við íslensk stjórn- völd en hann sagði að málið væri á frumstigi og fátt um það að segja á þessu stigi. Enn væru menn að meta líkumar á því að olíu væri þar að finna. Hann sagði að framundan væru enn frekari rannsóknir og við- ræðum yrði haldið áfram við íslensk stjómvöld. Vænta mætti frekari tíð- inda af þessu máli í sumar. Mestar líkur á Hatton Rockall Sveinbjörn Bjömsson, sem á sæti í samráðsnefnd iðnaðarráðherra um landgmnns- og ohuleitarmál, segir að sterk von sé um að olíu sé að finna á Jan Mayen-hryggnum og svo geti farið að olíufélög hefji boranir þar eftir u.þ.b. einn áratug. Islendingar gera kröfu til hafsvæðisins við Hatt- on Rockall en þurfa að rökstyðja þá kröfu á alþjóðlegum vettvangi og segir Sveinbjörn að lítið hafi verið aðhafst í því máli. Hann segir að þar séu mestar líkur á því að finna olíu og þar séu þegar hafnar tilraunabor- Sveinbjöm segir að veittar hafi verið tvær milljónir króna á ári und- anfarin ár til rannsókna á setlögum úti fyrir Norðurlandi þar sem hugs- anlegt er talið að olíu geti verið að finna. Teiknað hafi verið kort af hafs- botninum fyrir austanverðu Norður- landi, frá Eyjafjarðarál og austur undir Melrakkasléttu. Sjómælingar hafi unnið að þessum mælingum á tíu ára tímabili en það hafi ekki verið unnið úr þeim og gert kort fyrr en nú. Sveinbjörn segir að nú megi sjá ýmsar misfellur á botninum sem ekki sáust áður. „Vonir standa til að hægt verði að sjá þarna misgengi sem hafi orðið til í skjálftum. Ef það hefur myndast í þessum setlögum, sem era 4 km þykk þar sem þau era þykkust, olía eða gas mætti hugsa sér að hægt verði að ná sýnum með skynjuram og sjá þannig hvort þarna smitist út olía eða gas. Með kortinu er orðið auðveldara að vinna markvisst starf fyrir minni peninga," segir Sveinbjöm. Hann segir að tillögur séu uppi um að bora í Tjörneslögin svonefndu og ná þaðan sýnum af surtarbrandi sem í þeim era. Sýnin yrðu send út til rannsókna þar sem fengist úr því skorið hvort hugsanlegt sé að surtar- brandurinn framleiði olíu við ferg- ingu og hita. Tjörneslögin liggi grannt en væntanlega liggi svipuð lög mun dýpra í setlögum úti fyrir Norðurlandi. 1998 lagði samráðs- hópurinn til að ríkið legði fram 30-50 milljónir kr. á ári til kortlagninga og mælinga. „Þetta þurfa íslendingar að gera sjálfir til þess að þekkingin verði nóg til að vekja áhuga erlendra aðila. Setlögin era miklu yngri en menn eiga að venjast en aðstæður hér era líka afbrigðilegar vegna þess að hér hitnar hratt með auknu dýpi. Jarðfræðilegar aðstæður geta verið til hraðrar myndunar olíu og gass hérlendis," segir Sveinbjörn. Sérfræðingur á vegum Statoil mat líkurnar á því að gas væri að finna úti fyrir Norðurlandi 1 á móti 10 en lík- urnar á vinnanlegri olíu 1 á móti 40. Sveinbjöm segir að líkurnar vaxi um leið og takist að sanna að það mynd- ist olía í setlögunum með frekari rannsóknum. Olíufélögin hafi enn að- gang að mörgum svæðum þar sem líkumar era 1 á móti 2 og hefja vinnslu á slíkum svæðum áður en at- hygli þeirra beinist annað. Fyrirtæki eins og Grynberg Petroleum, sem er lítið fyrirtæki á alþjóðlegan mæli- kvai'ða, hreiðri gjarnan um sig á svæðum þar sem ríki mikil óvissa í þeirri von að stóra olíufélögin fái áhuga á svæðinu. Þá selji litlu fyrir- tækin þeim gjarnan rannsóknir sín- ar. Sveinbjöm segir að greinilega verði vart við slíka aðila núna þegar olíuvinnsla er að hefjast í Færeyjum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.