Morgunblaðið - 27.02.2000, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 27.02.2000, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. FEBRÚAR 2000 29 heiminn til að kynna málstað þeirra. Hann var meðal annars fulltrúi eyj- arskeggja hjá Sameinuðu þjóðunum sem vildu ekki viðurkenna yfírráð Indónesa. Horta heimsótti okkur nokkrum sinnum til Noregs og fylgdumst við vel með því sem var að gerast í heimalandi hans. Það var svo rétt áður en frestur til að senda inn tilnefningar til Nób- elsverðlaunanna rann út, hinn 20. febrúar 1995, að mér hugkvæmdist að fá íslenska þingmenn til að til- nefna José Ramos Horta til friðar- verðlauna Nóbels. Aðeins þingmenn og dómarar mega senda Nóbels- nefndinni tilnefningar. Það lá beinast við að tala við Kristínu Astgeirsdóttur, þingmann Kvennalistans, því ég þekkti hana, en hún er systir mágs míns. Lagði hún tillöguna fyrir Nóbelsnefndina ásamt þingkonunum Kristínu Ein- arsdóttur og Önnu Ólafsdóttur Björnsson." Heimildarmyndagerð í þágu málstaðarins „Ymis samtök í heiminum voru einnig að vinna að því að kynna málstað Austur-Tímora. Höfðu því fleiri tilnefningar borist til Nóbels- nefndarinnar um að veita Horta verðlaunin. Skömmu fyrir afhendingu friðar- verðlaunanna benti ýmislegt til þess að José Ramos Horta hlyti verð- launin þetta árið. Horta koma þvi til Osló í október og var við öllu búinn. En eins og menn vita varð ekkert úr því að hann fengi friðarverðlaunin það árið. Eftir þetta urðum við svo- lítið vonlaus. Skömmu síðar ákvað ég að gera heimildarmynd um sögu Austur-Tímor frá sjónarhorni Norðurlandabúa. Breskur blaða- maður að nafni Marx Stahl vann með mér að gerð myndarinnar. Stahl hafði myndað fjöldamorðin í Austur-Tímor árið 1991 þegar verið var að skjóta á mótmælagöngu í kirkjugarði í höfuðborginni Dili og fjöldi fólks lést. Marx hafði smyglað sér inn í landið til að taka myndir af ástandinu en mjög erfitt var að fá vegabréfsáritun þangað. Við Mort- en höfðum reynt að fá áritun en ver- ið hafnað.“ Stóra stundin „Gerð myndarinnar lauk vorið 1996. Við gerðum einnig 3-5 mín- útna myndir sem áttu að vera til taks ef friðarverðlaunin féllu í skaut Austur-Tímor um haustið. I samræðum okkar við íslensku þingkonurnar kom fram að hyggi- legast væri að tilnefna aðila til frið- arverðlaunanna sem tilheyrðu tveim ólíkum hópum, þ.e. fulltrúa hins andlega samfélags í Austur- Tímor, Carlos Ximenes Belo, sem er biskup kaþólskra í landinu og sam- einingartákn íbúanna og José Ram- os Horta stjórnmálalegan leiðtoga. Okkur var sagt að ísland hafi verið eina landið sem tilnefndi þá báða. Einn gleðilegasti atburðurinn í lífi mínu var svo þegar þessir tveir menn hlutu friðarverðlaun Nóbels árið 1996,“ segir Sigurjón. „Við Morten vorum viðstaddir af- hendinguna ásamt þingkonunum Kristínu Ástgeirsdóttur. Kristínu Einarsdóttur og Önnu Ólafsdóttur Björnsson." Heimildarmynd Sigurjóns og Stahls var sýnd í Noregi að kvöldi verðlaunaafhendingarinnar. Sjón- varpsréttinn að myndinni seldu þeir CNN-sjónvarpsstöðinni en myndin var sýnd víða um heim, meðal ann- ars hér á íslandi. José Ramos Horta var boðinn til íslands árið 1997. Af því tilefni sagði hann að ísland hefði alltaf stutt mál Austur-Tímor þótt margar aðrar þjóðir hefðu ekki þorað það vegna hagsmunatengsla við Indónesíu." Stofnaði eigið fjölmiðlafyrirtæki Sigurjón vann hjá TV Norge þar til árið 1993 er hann stofnaði sitt eigið fjölmiðlafyrirtæki sem heitir Interfox. „Það var mjög lærdómsríkt að vinna hjá TV Norge og gaman að taka þátt í að skrifa sögu frjálsu sjónvarpsstöðvanna í Noregi," segir hann. „Ég var 25 ára þegar ég hóf störf þar og var þá nokkuð róttækur í hugsun. Eg hafði fram að því verið „Ég er heillaður af Netinu," bætir hann við. „Þetta er miðill sem er af- ar gefandi. Hann er eins konar gluggi til alheimsins. Möguleikarnir eru ótæmandi og staðan á netinu nú minnir á fyrstu ár sjónvarpsins þeg- ar svo margt var ógert.“ Þjóðvegur sextíu og sex „Það er mikilvægt þegar verið er að setja fyrirtæki sem þetta á lagg- irnar að þekkja besta fagfólkið á þessu sviði og hef ég lagt áherslu á góða samstarfsmenn,“ segir hann. Jafnhliða netgáttinni starfar Int- erfox að auglýsinga- og þáttagerð fyrir sjónvarp eins og áður segir. Sigurjón segist þó lítið koma nálægt auglýsingagerðinni sjálfur. Hann er nú að ljúka við ferðaþátt fyrir ríkis- sjónvarpið sem hann kallar Rute 66. í þættinum er ferðast frá Chicago niður til Los Angeles. Hluta af þess- ari leið fór Sigurjón á Harley Dav- idsson-mótorhjóli fyrir nokkrum ár- um og hreifst af. „Leiðin var einnig kölluð „Boulevard of broken dreams" eða „the Life line of Amer- ica“. Nú er gamli þjóðvegurinn kominn úr alfaraleið og kaffi- og veitingahús sem þarna eru mega muna fífil sinn fegri. í þættinum er rætt við fólk sem bjó á þessum slóð- um eða fór þarna um. Rifjar það upp stemmninguna sem ríkti á þessari þjóðleið til frægðar og frama.“ Sigurjón var staddur hér á landi í nokkra daga þegar þetta samtal fór fram. Hann flaug síðan til Banda- ríkjanna á vit nýrra verkefna því ævintýramenn staldra sjaldnast lengi við á sama stað. að gera listrænar, litlar myndir og samdi handritin að þeim sjálfur. Svo fór ég að vinna við auglýsinga- gerð sem ég hafði í raun- inni aldrei gaman af. Ég fékk þó heilmikið út úr starfinu og kynntist mörgu góðu fólki sem ég átti eftir að vinna með síðar.“ Skömmu áður en Sigur- jón hætti hjá TV Norge hafði hann sett á laggirnar matvælafyrirtæki ásamt Islendingum og Norð- mönnum. Fyrirtækið er með umboð fyrir ýmsa þekkta matvöru, einkum bandaríska, í Skandinavíu. Sigurjón hefur nú ekki mikil afskipti af daglegum rekstri fyrirtækisins en er stjórnar- formaður þess. Fyrir 5 árum seldu stofnendurnir TV Norge og var þá afkoma sjón- varpstöðvarinnar mjög góð. Þeir gegna nú ýmsum mikilvægum störf- um í norskum fjölmiðlaheimi. Helv- ar Flatland vinnur til dæmis sem þáttastjórnandi hjá norska ríkis- sjónvarpinu. Kaupandinn að TV Norge var bandarískt fyrirtæki, SBA, sem er alþjóðlegt fjölmiðlafyrirtæki. Heillaður af Netinu Interfox, fyrirtæki Sigurjóns, hefur einnig verið að vinna við Net- ið. Fyrstu afskipti hans af Netinu hófust fyrir fjórum árum þegar hann var beðinn að hanna heimasíðu fyrir hljómsveitina AHA. „Þrátt fyrir að hljómsveitin hafi ekki komið fram í tíu ár þá á hún fjölda aðdáenda út um allan heim,“ segir Sigurjón. „Inn á heimasíðu hennar fara að meðaltali 500 manns á dag alls staðar að úr heiminum. Nú er hljómsveitin AHA að gefa út sinn fyrsta geisladisk eftir allan þennan tíma og kemur hann í versl- anir eftir nokkrar vikur. Það verður þó byrjað að leika lag af disknum á útvarpsstöðvum nú fyrir helgina sem heitir „Sommer moved on“.“ Það kemur fram í máli Sigurjóns að hann hefur í bígerð að opna net- gátt þar sem borðið verður upp á ýmsa þjónustu. Hann vill lítið ræða þessa starfsemi sem hann segir enn vera í undirbúningi. „Nú eru fleiri hundruð milljónir á Netinu og mikl- ir möguleikar eru fyrir hendi,“ segir Sigurjón. Reuters José Ramos Horta og Carlos Ximenes Belo, biskup kaþólskra í Austur- Tímor, hlutu friðarverðlaun Ndbels árið 1996. Siguijón ásamt þremur þingkonum Kvennalistans komu þar nokkuð við sögu. SUZUKIBÍLAR HF Skeifunni 17. Simi 568 51 00. www.suzukibilar.is Grand Vhara hefur margt fram yfir aðra jeppa í sínum ver&flokki Það fyrsta sem þú tekur eftir þegar þú sest inn í Grand Vitara eru vel bólstruð sætin og hve góðan bakstuðning þau veita. Fjórhjóladrifið stóreykur notagildi bílsins en háa og lága drifið gerir hann að ekta hálendisbíl. Grand Vitara er grindarbyggður sem eykur styrk hans verulega og gerir kleift að hækka hann ef þess er óskað. Svo er hann jafn auðveldur í meðförum og um- gengni og venjulegur fólksbíll og fæst á svipuðu verði! Grand Vrtara - Þægilegi jeppinn TEGUND: VERÐ: GR. VITARA 3 dyra 1.789.000 KR. GR.VITARA 2,0 L 2.199.000 KR. GR.VITARA 2,5 LV6 2.449.000 KR. Sjálfskipting 150.000 KR. $ SUZUKI // SUZUKI SÖLUUMBOÐ: Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garðabraut 2, slmi 431 28 00. Akureyri: BSA hf„ Laufásgötu 9, simi 462 63 00. Hafnarfjörður: Guðvarður Eliasson, Grænukinn 20, sími 555 15 50. Hvammstangi: Bíla- og búvélasalan, Melavegi 17, slmi 451 26 17. Isafjörður: Bílagarður ehf., Grænagarði, sfmi 456 30 95. Keflavfk: BG bllakringlan, Grófinni 8, slmi 421 12 00. Selfoss: Bllasala Suðurlands, Hrlsmýri 5, slmi 482 37 00.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.