Morgunblaðið - 27.02.2000, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 27.02.2000, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 27. FEBRÚAR 2000 41 BENEDIKT VALGEIRSSON + Benedikt Val- geirsson, bóndi í Árnesi II í Árnes- hreppi í Stranda- sýslu, fæddist í Norð- urfirði í Ámeshreppi 13. ágúst 1910. Hann lést 13. febrúar síð- astliðinn og fór útför hans fram frá Lang- holtskirkju 23. febr- úar. „Heldur þú að það sé gæfa að deyja mamma?“ spurði Sölvi mig þegar ég hagði sagt honum frá andláti þínu. Þegar ég horfí yfír landslag lífs þíns, afi minn, rifjast upp fyrir mér margar minningar. Ég sé þig fyrir mér slá túnið í kringum bæinn með orfi og ljá og rifja flekkinn með hrífu eins og gert var í gamla daga. Ég reyndi að feta í fótspor þín síðastliðið sumar þegar ég gekk á eftir þér með hríf- una og ætlaði að rifja upp þessi handbrögð sem þú kenndir mér þeg- ar ég var yngri. Ég reyndi að halda mig fast við hælana á þér svo þér væri það ekki eins áberandi Ijóst að ég átti fullt í fangi með að fá heyið til að snúast. Fljótlega varð ég að viður- kenna fyrir sjálfri mér að þessi fyrr- um hæfni mín var nú nánast með öllu glötuð. Til að koma í veg fyrir að áð- ur ágæt sjálfsmynd mín með hrífuna hryndi til grunna þennan dag pass- aði ég mig á að falla ekki í þá djúpu gryfju að raka „aftur á bak“. Þú hafðir alla tíð lítið álit á slíkum vinnubrögðum og var það ávallt hin mesta skömm að láta þig hanka sig við þær aðfarir. Burtséð frá von- brigðum með eigin hæfileika hafði ég lúmskt gaman af því að eiga fullt í fangi með að fylgja þér eftir, afi minn, 89 ára gömlum manninum, þar sem þú rifjaðir flekkinn með gamal- kunnugum hreyfingum. Þrátt fyrir tryggð þína við gamlar vinnuaðferðir og háan aldur varst þú manna nýjungagjarnastur þegar kom að tækjakosti til búskapar. En þó að þú hafir verið hinn ánægðasti með nýju heyvinnslutæk- in ofbuðu þér slæðurnar sem þau skildu eftir sig og fórst fram um öll tún með hrífur og eitthvað af okkur bamabömunum og lést okkur raka eftir vélamar. Ég man að okkur krökkunum fannst þetta óþarfa nýtni og reyndum ítrekað - en árangurslaust - að leiða þér það fyrir sjónir. Lífshlaup þitt hafði jú kennt þér að hver slæða gat verið dýrmæt. Þessar minningar um þig í heyskapnum kalla fleiri minningar fram í hugann. Ég sé þig fyrir mér í fæmnni þinni í eyjunni að sinna æð- arvarpinu með þaulreyndum hreyf- ingum. Þú kenndir mér að skyggna egg og tína dún en sjaldnast hafði ég þó þolinmæði til að fylgja þér eftir í fæmnni þinni alla eyjuna um kring. Á meðan ég tíndi dún af skyldurækni og samviskusemi og reyndi að drífa það af á sem stystum tíma til að geta leikið mér að æðarungunum eða komist sem fyrst í kaffi, sinntir þú hverju hreiðri af ótrúlegri natni og umhyggju. Ég man að þegar ég var lítil stelpa fannst mér þú stundum óskaplega lengi með fæmna þína og yfirleitt varst þú manna síðastur nið- ur að lendingu í lok dagsins sem ekki er skrítið ef höfð er í huga öll sú ómetanlega vinna sem_ þú lagðir í hreiðrin. Æðarvarpið í Árnesey væri ekki það sem það er í dag, afi minn, ef þú hefðir alla tíð flýtt þér jafnmik- ið í kaffi og ég gerði. Eitt af daglegum verkefnum okk- ar krakkanna í sveitinni hér áður fyrr var að fara niður í fjöm að tína spýtur í eldinn. Full karfa af spýtum í réttri stærð var ávísun á hrós frá ykkur ömmu. Því styttri tíma sem áfyllingarnar tóku því meira var hrósið. Þetta lög- mál voram við krakkarnir ekki lengi að uppgötva enda hrós frá ykkur ekki lítils virði. Oft gátum við náð okkur í lengri frítíma til að leika okkur ef við voram fljót í snúningum. Þegar vel hafði rekið tók þessi vinna yfirleitt stuttan tíma. Þá söfnuðum við stund- um í hrúgur til að eiga til góða fyrir næstu ferðir. Svanlaug frænka stjómaði oftast þessum aðgerðum okk- ar. Hún vissi sem var að það var gott að vita af tilbúinni hrúgu til að grípa í ef mikið var að gera í kofanum eða öðr- um mikilvægum verk- efnum. Þú hafðir alla tíð lúmskt gaman af „búmennsku“ okkar í kofanum og varst okkar dyggasti stuðningsmaður þegar umræða kom upp á bænum um að rífa kofann - okkar helgasta vé. Þrátt fyrir að ferðamannaþjón- usta hafi ekki verið rekin formlega heima fyrr en á síðustu áram varst þú eflaust fyrir margt löngu búinn að koma bænum okkar á kortið sem athyglisverðum stað með því að sinna ferðamönnum eins og þér ein- um var lagið. Það skipti ekki máli hvaða tungumál ferðamennirnir töl- uðu eða hvort þeir rúmuðust á einu reiðhjóli eða fylltu heilu rúturnar - öllum bauðst þú inn í kaffi. Amma, sem var þér traustur lífsföranautur, þekkti hlið heimsmannsins í þér og var ávallt tilbúin með veitingar fyrir gesti og gangandi. Eftir að við flutt- um norður man ég eftir þér þar sem þú leiddir hópa af ferðamönnum hvaðanæva úr heiminum inn í stofu til okkar og sýndir þeim fornmunina sem pabbi hafði safnað í gegnum tíð- ina. Sumir hóparnir urðu þess heið- urs aðnjótandi að vera boðið inn í svefnherbergi hjá mömmu og pabba þar sem þú sýndir þeim hjónarúmið þeirra sem er ævagamalt. Mamma komst fljótt að því að best væri að búa um rúmið um leið og hún vakn- aði á morgnana því aldrei var að vita hvenær von var á þér með nýjan hóp. Ég á ótal minningar um þig afi minn. Þeim verður aldrei öllum kom- ið á blað. Ég sé þig fyrir mér í garð- inum þínum að huga að blómunum. Ég sé þig fyrir mér í gönguferðum niðri í fjöra með litla drengi í kring- um þig. Ég sé þig fyrir mér gefa fuglunum fyrir framan eldhúsglugg- ann hennar ömmu svo hún fengi að njóta þeirra. Ég sé þig fyrir mér í eldhúsinu að baka flatkökur. Ég sé þig fyrir mér sveifla stafnum þínum framan í landsmenn í sjónvarpinu fyrir jólin. Ég sé þig fyrir mér þegar þú sagðir mér hlæjandi að fólkið hefði komið í röðum til þín á Heilsu- hælinu í Hveragerði og boðið í þenn- an forláta staf sem nú fylgir þér til grafar. Ég sé þig fyrir mér úti í fjósi að mjólka kýrnar og gefa hænunum. Ég sé þig fyrir mér syngjandi um Rönku rausnarkerlingu og Guttavís- ur. Ég sé þig fyrir mér þar sem þú skelltir j)ér á dansleik síðastliðið sumar. Eg sé þig fyrir mér sýsla við gömlu fjárhúsin þar sem þú reyktir kjöt fyrir vini og vandamenn. Ég sé þig fyrir mér ræða þjóðmálin sem þú hafðir áhuga á alla tíð og afdráttar- lausar skoðanir á. Ég sé þig fyrir mér fylgjast vantrúaður með Jónasi úrbeina hrygg nú um jólin. Þér fannst þetta hin mesta sóun á góðu kjöti en lést ekkert framhjá þér fara og spurðir ítarlega út í eldamennsk- una. Þú fylgdist jú svo vel með öllum nýjungum. En það er sama hversu margar minningai- koma fram í hug- ann fallegustu minningarnar sem ég á um þig era af þér og ömmu saman. Ég sé ykkur fyrir mér þar sem þú hjúkraðir henni af ást og umhyggju í veikindum hennar. Ég sé ykkur fyrir mér að loknu dagsverki þar sem þið lásuð blöðin, hlóguð saman, horfðuð á Derrick í sjónvarpinu, fylgdust með fréttum og rædduð um lífið og tilverana. Ég sé ykkur fyrir mér þar sem þið sátuð í eldhúsinu og þögðuð saman við flöktandi kertaljós, snark- ið í eldinum í katlinum og glamrið í prjónunum hennar ömmu. Ég sé ykkur fyrii’ mér þar sem þú bauðst henni ömmu góðan dag á morgnana með kossi á ennið. Þessar minningar era mér einna kærastar. Að heilsast og kveðjast hefur verið stór hluti af lífssögu okkar beggja, afi minn. Það að búa fjarri ástvinum sínum gefur tilefni til að gleðjast við endurfundi og njóta góðra stunda. En góðar stundir vilja eiga það sam- merkt að verða alltof fljótt að minn- ingum. Minningum sem ylja, minningum sem lifa. Kveðjustundirnar verða ekki flúnar, ekki að þessu sinni frekar en áður. Kveðjustund okkar núna, afi minn, er þrungin blendn- um tilfinningum. Ég finn fyrir sorg yfir því að það sem var verður ekki aftur. Ég finn fyrir gleði yfir því að þú hafir fengið að njóta lífsins með þeim hætti sem þú gerðir. En fyrst og fremst finn ég fyrir þakklæti. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að njóta ómetanlegra samverustunda með ykkur ömmu. Ég er þakklát fyrir að átthagar þínir urðu að mín- um. Ég er þakklát fyrir að þú varst afi minn. Takk, afi minn. Takk fyrir allar minningarnar sem ylja mér nú. Takk fyrir minningarnar sem lifa. Þú áttir fallegt ævikvöld, afi minn, í faðmi ástvina og átthaga. Það ber að þakka. Nú hefur annað tilverastig teldð við þar sem hún amma hefur beðið þín í áratug. Ég sé þig fyrir mér, afi minn, ganga til hennar og kyssa hana morgunkossi á ennið. Hjá ykkur er ranninn upp nýr morg- unn. Ég finn ekki fyrir efa í hjarta mínu þegar ég svara syni mínum og segi: „ Já, Sölvi minn, ég held að það geti verið gæfa að deyja.“ Þín Ingibjörg. í dag kveð ég þig í hinsta sinn, afi minn. Mig setti hljóða þegar mamma hringdi í mig og sagði að þú hefðir orðið bráðkvaddur. Ég gat vart trúað því að þú værir dáinn, þú sem varst svo heilsuhraustur. Þegar ég hugsa til baka kemur fyrst upp í huga mér þegar þú varst einn heima á bænum með okkur bamabömin. Þá settir þú á þig svuntuna og bakað- ir fyrir okkur listagóðar pönnukökur og flatkökur, og blandaðir saman mörgum grautum og skyri svo úr varð einn grautur. Þessar stundir með þér í eldhúsinu era mér ógleym- anlegar og ómetanlegar. Á seinni árum var garðrækt þitt líf og yndi. Þær vora ófáar stundimar sem þú eyddir í garðinum og í hvert skipti sem ég kom norður sýndir þú mér með miklu stolti garðinn þinn. Það mun verða tómlegt að koma norður og sjá þig ekki í garðinum, sveitin verður ekki sú sama án þín. Þú hafðir mikla persónu að geyma, varst fljótur að kynnast fólki og var gestrisni eitt af þínum aðalsmerkj- um. I gegnum árin kenndir þú mér margt sem hefur gagnast mér í lífinu og vil ég þakka þér fyrir það. Ég vil einnig þakka þér fyrir þann tíma sem ég dvaldi hjá þér og ömmu í sveitinni því hvergi er betra að vera en í sveitinni. Með þessum fátæklegu orðum kveð ég þig, afi minn, þín bíð- ur annað hlutverk annars staðar þar sem amma mun taka á móti þér með opnum örmum. Minningin um þig mun alltaf lifa í hjarta mér. Hvíl í friði, elsku afi. Þín Hulda Dóra. Benedikt í Árnesi er látinn. Mig setti hljóðan við þá fregn, þótt við slíku megi ætíð búast um mann á 90. aldursári. Að því kemur að stunda- glas okkar tæmist og lífskvótinn eyð- ist. Því verðum við öll að hlíta. Hugg- un harmi gegn er að dauðinn gekk hér hljótt um garða. Hugurinn reikar aftur í tímann, til áranna norður í Árneshreppi, þar sem grösugar víkur og tröllskapur tinda og kleifa settu sérkennilegan svip á umhverfið. Harður vetur og einangrun settu gjarnan mark sitt á sálarlífið sem dró dám af umhverf- inu. Menn urðu stórbrotnir í skapi, stundum nokkuð harðhnjóskulegir og alls ófeilnir. Það var að duga eða drepast. Menn gerðu ki’öfur til sjálfs sín og reyndar annarra líka - en þeir vora einlægir í geðbrigðum sínum og lausir við uppgerð, höfðinglyndir og tryggir. Byggðaþróunin hefur leikið sveit- ina grátt frá blómaskeiði hennar á fyrstu áratugum aldarinnar, þegar á fimmta hundruð manns áttu þar heimili. Búnaðarhættir breyttust, fólk fluttist á brott og haslaði sér nýjan völl í sælli vist en hér mátti verða. Vígin féllu eitt af öðra. Thor- arensenar og Jensenar hættu kaup- skap, prestar staðfestust ekki, heimaríkir stórbændur bragðu búi - jafnvel höfuðbólin áttu sér enga framtíð lengur, eftir að hjúahald lagðist af. Þess í stað settu hinir fjöl- mörgu afkomendur Valgeirs og Sesselíu í Norðurfirði mótandi svip á byggðina og gera enn. Ríkið varð þeirra. Einn þeirra var Benedikt Val- geirsson, sem fór sínar eigin leiðir að venju. Ungur hélt hann suður til þess eins að sannreyna að hver veg- ur að heiman er vegurinn heim. Hann kom aftur norður 1946 með laglega unnustu sér við hlið, Odd- nýju Sumarrós Einarsdóttur frá Norðfirði og það hefur verið bjart í huga og sinni á jólunum 1947 er þau gengu í heilagt hjónaband. Árið 1950 stofnuðu þau hjón til nýbýlis á hluta prestseturins að Árnesi. Þar vantaði allt er við átti, húsakost og ræktun. Handtökin hafa verið mörg og eljan hvergi spörað. Nú er svo komið að Árnes II er meðal betri og snyrti- legri býla í sveitinni. Nærri má geta hve mikil umbreyting hefur orðið á högum Oddnýjar, sem fædd var og uppalin í fjölmennu sjávarplássi, en hún undi sér vel og tók tryggð við stað og byggð. Og árin liðu við upp- byggingu og störf, börnin urðu sjö, mesta myndarfólk. Benedikt var mikill bóndi í sér og verkadrjúgur með afbrigðum, þótt hann hefði ekki alltaf hratt um hæl. Honum þótti vænt um skepnurnar sínar og hlúði að öllu lífi og gróanda. Hann bjó að sínu án stórra umbrota, en hann var of hagsýnn til að vera kyrrstöðumaður. Hans líf og yndi var að sýsla við æðarvarpið úti í Ár- neseyju, og það var unun að sjá hann bjástra við hreiðrin, hlaða undir þau með heyi úr poka, skyggna egg og bjarga ungum. Eyjan var Benedikt sem helgur dómur, ekki aðeins nytj- uð til ábata, heldur miklu fremur til ánægju og sálubótar. Þar iðaði allt af lífi sem var að komast á legg og þar vildi hann helst kjósa sér hinsta leg, sagði hann mér eitt sinn. Við Bene- dikt hirtum um varpið í sameiningu. Hann kenndi mér margt, samvinna var þar öll með mestu ágætum og ekki fengist um þótt ég væri oftast fáliðaðri en hann. Við Benedikt urðum miklir vinir í rás tímans, og ég tel mér heiður að þeirri vináttu. Við hann var jafnan gott að spjalla, og hjá honum og fólki hans gott að sitja. Hann var að vísu nokkuð dulur og seintekinn, en vin- átta hans og tryggð entist þeim mun betur. Hann var minnugur og vel les- inn, oft ótrúlega fróður um menn og málefni, ættarsögu og eldri tíma. En Benedikt hélt sér lítið fram og hafði ekki áhuga á að vasast í ann- arra manna málum, fór sjaldan af- bæja en undi sér á sínum reit í ró. Skapþungur gat hann verið og stefnufastur, þó án allrar kreddu. Það fór enginn í gegnum hann Bene- dikt né fékk þar neitt falt, utan það eitt er hann kaus að láta sjálfur. Hann var framlegur í hugsun og mótaði sér eigin skoðanir. Oll spor- ganga og undirmál vora fjarri hans skaphöfn. En Benedikt átti fleiri strengi í sálarhörpu sinni. Einn þeirra var viðkvæmnin sem var raunar ættarfylgja hans. Hann var gestrisinn, barngóður og mátti ekk- ert aumt sjá. Húmor hans leyndi á sér, hann átti það til að smáskríkja að kátlegum flötum tilverannar í nú- tíð og fortíð. Oddný varð snemma heilsuveil og mátti lítið aðhafast, var hún löngum á spítölum syðra. Sjúkdómsraunir hennar settu óhjákvæmilega sitt mark á heimilislífið, en Benedikt og fjölskyldan öll vora samstiga í því að búa henni sem best atlæti, því þetta var sjálfbjarga fólk þar sem hver studdi annan. Kom þá í ljós að Bene- dikt var ekki síður sýnt um húsverk en annað. Oddný lést á Þorláks- messu 1989 eftir þungbæra legu og varð það honum mikið áfall. En tím- inn líður og telur vor ár, áfram skal haldið, ungar og sterkar hendur taka við merkinu. Benedikt undi því vel að sjá barnabörnin tipla um eldhúsgólf- ið og vaxa úr grasi. Hann kvaddi þetta líf sáttur við Guð og menn. Það"* er góðs að sakna og góðs að minnast. Benedikt var lánsmaður. Hann sá handaverk sín bera ávöxt á þeim reit er hann unni, hann lifði vammlausu lífi og eignaðist mannvænlega niðja. Hann varð að vísu fyrir andstreymi og ástvinamissi sem aðrir, en það er ekki lánleysi. Þeir sem mikið er gefið hafa einnig margs að missa. Lán þeiiTa er fólgið í því að láta ekki neina skapadóma gera sig að minni mönnum, verri og bitrari, heldur að vaxandi mönnum, betri og heil- steyptari. Þannig var Benedikt, og - þannig tókst honum að haga lífi sínu. ** Það er fallegt í Ámeshreppi á vor- in þegar æðurin úar úti fyrir hlein- unum, krían tekur að amstra í fjör- unni - hvassbrýnd fjöllin standa sinn trygga vörð allt um kring og góð- viðraslikjan leggst yfir land og voga. En þar getur líka verið hart undir bú, og þróunin hefur ekki verið þess- ari byggð eftirlát. Við vitum ekki hvort hún helst í framtíðinni, eða verður alfarið að átthagaklúbb syðra. Því verður auðna að ráða, en þeim sem þar lifa og þreyja skal beð- ið allrar blessunar í framtíðinni. Benedikt í Árnesi er hér kvaddur af hlýhug og með eftirsjá. Ég og fjöl- skylda mín sendum ástvinum hans innilegar samúðarkveðjur með þökk fyrir allar góðar og glaðar samvistir á áranum liðnu. Far í friði. kæri vinur, blessuð sé minning þín. Einar G. Jónsson, Kálfafellsstað. Skilafrest- ur minn- ingar- greina EIGI minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í mið- vikudags-, fimmtudags-, föstu- dags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests. V < Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Áralöng reynsla. Sverrir Olsen, útfararstjóri Sverrir Einarsson, útfararstjóri Útfararstofa íslands Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300 Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.