Morgunblaðið - 27.02.2000, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 27.02.2000, Blaðsíða 50
50 SUNNUDAGUR 27. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ HUGVEKJA ÍDAG Viöeyjarbiblía Stöndum vörð um móðurmálið Standa verður vörð um íslenzkt talmál sem íslenzkt ritmál. Stefán Friðbjarnar- son staldraði við þátt kirkjunnar í vernd íslenzkrar tungu. Fjögurhundruð og sextíu ár eru síðan Nýja-Testamentið kom út í íslenzkri þýðingu Odds Gott- skálkssonar, sem þá var ritari biskupsins í Skálholti. Þýðingin var þrekvirki á þeirri tíð. Hún var unnin við mjög frumstæð skilyrði - í fjósi biskupsstólsins. Skammt varð stórra högga á milli. Fjöru- tíu og fjórum árum síðar kemur biblían í heild sinni út á íslenzku, biblía Guðbrandar biskups Þor- lákssonar. Þessi tvö verk, Nýja-Testa- menti Odds Gottskálkssonar og Guðbrandarbiblía, eru talin eiga hvað drýgstan þátt í því að íslenzk tunga hefur varðveizt lítt breytt fram á okkar daga. Fátt var um lesmál á tungu þjóðarinnar þegar þessar þýðingar vóru gefnar út. A 17. og 18. öld - og reyndar fram á þá 19. - var biblían tiltækasta ís- lenzka lesmálið á tungu þjóðar- innar, þótt hún væri reyndar ekki til á hverjum bæ. Líkur standa til að lunginn úr kynslóðum þessara alda hafí lært að lesa og draga til stafs með þessar bækur á borði. Kirkjurnar vóru og nær einu samkomustaðir kynslóðanna á þeim öldum sem hér um ræðir. Það var þjóðarlán að þar var ætíð predikað á hreinni íslenzku. Þangað sóttu kynslóðimar m.a. fyrirmynd um framburð móður- málsins, en að sjálfsögðu lærðu böm á þessum tíma, sem á öðram tímum, tungutakið í foreldra- húsum. A þessum öldum töpuðu grann- þjóðir okkar tungu sinni að hluta til, þeirri sem eitt sinn var töluð um öll Norðurlönd. Hér var hún varðveitt. Þýðingar kirkjunnar manna, Odds Gottskálkssonar og Guðbrandar Þorlákssonar, áttu dijúgan þátt í þeirri varðveizlu. Sem og predikun fagnaðarerind- isins á móðurmálinu í kirkjum landsins, helztu samkomustöðum fólks á þeirri tíð. Mikilvægi þessa sést bezt af því að móðurmálið, þjóðtungan, og sú menningararf- leifð sem hún geymir, er horn- steinninn að og meginröksemdin fyrir menningar- og stjórnarfars- legu fullveldi þjóðarinnar. Ritmáhð vegur þungt í menn- ingu þjóðarinnar. Það má hins- vegar aldrei gleyma því að talmál- ið gegnir engu ómerkara hlut- verki. Góðir predikarar, sem kunnu tökin á móðurmálinu, texta og framburði, gegndu því dýr- mætu hlutverki í varðveizlu móð- urmálsins. Kirkjan átti jafnan - og á enn - frábæra predikara. Hlutur hennar í þessum efnum verður sizt ofmetinn. Málvemd, sem er brýnni í dag en nokkru sinni, þarf að ná til talmálsins ekk- ert síður en ritmálsins. Margt hefur breytzt síðan byggð var hér reist. Kirkjurnar eru ekki lengur svo til einu sam- komustaðir landsmanna. Erlend máláhrif flæða yfir landið: sjón- varp, útvarp, tölvur, kvikmyndir og velkomnir ferðalangar. Og trú- lega finnst ekkert heimshorn á plánetunni jörð þar sem ekki er Islendingur á faraldsfæti. Allt er þetta gott og blessað og í takt við tíðarandann. En móðurmálið á í vök að verjast, vægt orðað. Heim- ili, skólar, dagblöð, útvarp, sjón- varp og þeir, sem tölvumálum stýra, hafa ríkum skyldum að gegna í málvemd, verndun þjóð- tungunnar, hornsteins menning- ar- og stjórnarfarslegs fullveldis landsmanna. Ríkisútvárpið skjaldaði móður- málið flestum betur - í áratugi. Þar fóm málræktarmenn; menn sem töluðu fagurt mál. Menn sem gerðu sér grein fyrir því að tal- málið, réttur framburður móður- málsins, skiptir engu minna máli en ritmálið. Pétur þulur Péturs- son er pistlahöfundi sérstaklega í minni í þessu sambandi. Rikisút- varpið hefur enn á sínum snæram nokkra vel mælta unnendur móð- urmálsins. Svo er og um aðra miðla ljósvakans. Þar er þó víða pottur brotinn. Útvarps- og sjón- varpsstöðvar mættu gjarnan herða töluvert talmálskröfur, sem gera verður til þeirra sem ná eyr- um þjóðarinnar dag hvern. Kirkjan í landinu gegndi ómet- anlegu menningar- og málræktar- starfi öldum saman - og gerir enn. Hún gegnir þó fyrst og fremst mannræktarstarfi: kristniboðun, lofgjörð og fyrirbænum. Móður- málið er farvegur hennar með kristinn boðskap til íslendinga, sem vilja játa trú sína á eigin tungu. Það er því engan veginn út í hött að flétta þetta tvennt saman hér og nú - í þessari hugvekju - málræktina og boðunina. Sálma- skáldið og presturinn Hallgrímur Pétursson orðaði þetta svo: Gefðu að móðurmálið mitt, minn Jesús, þess ég beiði, frá allri villu klárt og kvitt krossins orð þitt út breiði um landið hér til heiðurs þér, helzt mun það blessun valda, meðan þín náð lætur vort láð lýði og blessun halda. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Englar alheimsins ÁSTÆÐA þessara skrifa er ný mynd sem er eftir handriti þeirra Friðriks Þórs Friðrikssonar og Ein- ars Más Guðmundssonar og ber heitið „Englar al- heimsins". Eg fór á hana eitt kvöldið og hún hafði mikil áhrif á mig og lét mig ekki ósnortinn. Hvet ég alla að fara á þessa mynd en hún er afar vel gerð og hef- ur fengið frábæra dóma. Er þetta mjög sorgleg mynd að mínu mati en sjálfur lýs- ir Friðrik Þór henni sem kómedíu. Þvi er ég ekki sammála því það var fátt sem mér fannst þess eðlis að hægt væri að hlæja að enda fannst mér alvarleiki veikinda aðalpersónunnar, Páls, yfirþyrmandi. Það má sjá tár á hvörmum bíógesta í bíóhúsunum er horfa á þessa mynd. Eg hef staðið í sömu sporum og Einar Már Guð- mundsson og átt eldri bróð- ur með geðklofa og get ég tekið heilshugar undir mörg atriði í þessari mynd. Ég tek undir orð Rögnvalds í myndinni sem segir „Kleppur er víða“. Myndin er engar ýkjur. Svona er h'f geðsjúks fólks og jafnvel enn þá verra og skrautlegra en myndinni tekst að sýna. Það þurfa margir að búa við líkar aðstæður í dag eins og Páll (Pálmi) og aðstandend- ur hans þurftu að búa við. Það fer ekki á milli mála að þessi mynd er mikil ádeila á það samfélag sem er innan veggja spítalanna hkt og bókin sem myndin er kvikmynduð eftir. Það má lesa það á milli „línanna" í þessari mynd að það er m.a. verið að gagnrýna starfslið geðdeildanna og það varn- arleysi sem aðstandendur geðsjúkra búa við. Það er jafnvel ýjað að því að lækn- arnir séu ekki heilir á geðs- munum. Margt hefur þó breyst frá því að innri tími myndarinnar á sér stað en þó er margt í ólagi enn þann dag í dag, t.d. vantar áfallahjálp eða eitthvað því um líkt fyrir aðstendndur. Meðal aðstandenda eru mörg börn og unglingar líkt og ég var þegar bróðir minn veiktist af þeim heiftarlega sjúkdómi sem Pálmi þarf að glíma við í myndinni. Aidrei fékk ég neina áfallahjálp, hvað þá spurður af lækni eða hjúkrunarfólki bróður míns hvernig ég hefði það og er ég enn að glíma við sárin og afleiðingarnar sem munu seint eða aldrei gróa að fullu. Það er vonandi að þessi mynd sýni það sem henni er ætlað að sýna. Geðsjúku fólki ætti að hjálpa fremur en að reyna að eyðileggja það. Eins þarf að hjálpa aðstandendum, í sinni fá- fræði, að bregðast rétt við, styrkja þá og hjálpa þeim andlega. Ég og foreldrar mínir þurftum að þola það sama og aðstandendur söguhetjunnar, m.a. lyfja- mók bróður míns. Sagan sýnir að flestir geta fengið geðsjúkdóma. Reyndar eru geðsjúkdómar miklu algengari en menn vilja vera láta, enda er stað- reyndin sú að þeir eru þagðir í hel, þetta er tahð vera feimnismál. Það hefur líka sýnt sig að eftir átak Landlæknisembættisins undanfarið hafa margir komið út úr skápnum. Hvert mannsbarn sem fæð- ist í þennan heim hefur yfir sér 1% líkur á að fá geð- klofa, sjúkdóm þann er Páll er með í myndinni. Það eru reyndar heilar 20% líkur á að yngri bróðir geðklofa- sjúklings, líkt og undirrit- aður, fái einnig sjúkdóm- inn. Margir eru þeir sjúklingar sem ganga úti í samfélaginu meðalalausir án þess að viðurkenna sjúk- dóminn fyrir sjálfum sér hvað þá öðrum, sjálfum sér og öðrum til ama. Ég hef trú á því að þessi mynd eigi eftir að minnka fordóma á geðsjúkum og opna umræðuna um líf og aðstæður geðsjúkra. Það er orðið löngu tímabært að þessi tvö samfélög, samfé- lag geðspítalans og þjóðfé- lagið, tengist sterkari vin- áttuböndum. Ég vona að þessi mikla mynd fái meiri umfjöllun á síðum þessa blaðs en verið hefur hingað til og ég hvet menn, ekki síst sjúkhnga, aðstandend- ur sjúklinga, lækna og hjúkrunarfólk, að hripa nið- ur línur í þetta blað er teng- ist myndinni eða umræð- unni um hina geðsjúku, öðruvísi taka þeir sjálfir þátt í því að fordómarnir haldi áfram. Pálmi hefur efalaust verið góður dreng- ur, ef til vill var hann of góður til að lifa í þessum kulda sem kallaður er þjóð- félag. B.V.G. 080278-3309. Heimsendur matur ÉG vil koma eftirfarandi á framfæri vegna kvörtunar frá eldri konu sem bjó í Lönguhlíð, þar sem hætt var matreiðslu í eldhúsi hússins. I sambýlishúsinu mínu er eldhús með öllum eldunargræjum, isskáp, ör- bylgjuofni, borðbúnaði og fleiru, samt sem áður er ekki eldaður matur sér- staklega fyrir okkur heldur fáum við matinn sendan frá Seljahlíð. Það er fullkom- lega eðlilegt að sama regla gildi fyrir alla sem eru 67 ára og eldri og fá niður- greiddan mat. Maturinn sem við fáum frá eldhúsinu í Seljahlíð er nokkuð sæmi- legur, misjafn þó, og virðist það fara eftir þvi hver kokkurinn er hverju sinni. Það er mjög eðlilegt að borgaryfirvöld gæti hags- muna skattgreiðenda og framleiði niðurgreiddan mat á sem lægstu verði en gæti þess jafnframt að mis- muna ekki þeim sem njóta þessara hlunninda. 190923-4799. Tapad/fundid Gullarmband týndist GULLARMBAND týndist 10. febrúar. Líklega í ná- grenni Oddfellow-hússins. Armbandið hefur mikið til- finningalegt gildi fyrir eig- anda. Skilvís finnandi hafi samband í síma 561-0423. Dýrahald Fress fæst gefins GULBRÖNDÓTTUR og hvítur 10 mánaða kassavan- ur högni fæst gefins á gott heimili vegna ofnæmis eig- anda. Hann er sérlega blíð- ur og mannelskur, eyrna- merktur og geltur. Uppl. í síma 551-9564. Víkverji skrifar... STUNDUM er sagt að sagan end- urtaki sig og víst er að slíkt kom Víkverja í hug í vikunni er hann las stutta grein í íþróttablaði Morgun- blaðsins. Þar vora rifjuð upp einkar athyglisverð skrif Jóhanns Inga Gunnarssonar, fyrrverandi þjálfara íslenska landsliðsins í handknattleik, fyrir Morgunblaðið fyrir átján árum eftir slakan árangur landsliðsins; töp í fjóram leikjum gegn Rússum og Svíum í febrúar 1982. Hilmar Bjömsson var þá þjálfari landshðsins - hafði tekið við af Jó- hanni Inga og meðal leikmanna liðs- ins var enginn annar en Þorbjöm Jensson, núverandi landsUðsþjálfari. Fyrirrennarinn sparaði síst stóra orðin í gagnrýni sinni, en var engu að síður málefnalegur: „Þegar svo langt er gengið, að menn úti í bas sparka í sjónvarpstæki sitt vegna vonbrigða með leik íslenska landsUðsins, þá er kominn tími til að reyna að varpa ljósi á hvað sé að gerast og skoða máUn frá sem flestum hliðum." SKRIF Jóhanns Inga er athygUs- vert að skoða með hUðsjón af sögunni og dapurlegri framgöngu ís- lenska karlalandsliðsins á Evrópu- meistaramótinu í Króatíu á dögun- um. Mikið bar á gagnrýni á leik liðsins, sem þjóðin gat dæmt með eigin augum í beinni útsendingu sjónvarpsins. Eflaust hafa einhverjh- þá, rétt eins og fyrir átján áram, ver- ið komnir að því að sparka í sjón- varpstæki sitt í angist yfir andleysi „okkar manna“. Jóhann Ingi skrif- aði: „Það er því ofur eðlilegt að alUr handboltaaðdáendur séu í sáram þessa dagana. Há markmiðssetning krefst þess einnig, ef illa fer, að fund- inn sé einhver syndaselur. Við hvem er að sakast? Var það undirbúning- urinn fyrir landsleikina sem brást? Eiga leikmenn alla sök á því hvemig fór? Eða er það þjálfaranum að kenna? Eða stöndum við ekki undir þessum markmiðssetningum? Eða er það eitthvað allt annað sem fór úr- skeiðis?" spurði Jóhann Ingi og ræddi síðan um undirbúning liðsins. Taldi hann afar mikilvægt að Islend- ingar undirbúi sig eins og andstæð- ingamir, sem við er keppt hverju sinni - spari ekkert við undirbúning- inn. EFTIR hrakfarimar á EM í Króatíu var talsvert rætt um undirbúning liðsins og hann gagn- rýndur, m.a. á málefnalegan hátt á íþróttasíðum Morgunblaðsins. Forsvarsmenn liðsins, þeirra á meðal þjálfarinn, gáfu hins vegar í skyn að kenna mætti naumum fjár- hag Handknattleikssambandsins að nokkra um. Jóhann Ingi þekkti sjálf- ur starf landsliðsþjálfarans og hann hafði svar á reiðum höndum við tah um peningaskort: „Sennilega svara forystumenn handknattleiksins þess- ari athugasemd á þá lund, að þetta yrði of dýrt, en þá afsökun er ekki hægt að taka gilda á meðan við krefj- umst þess (réttilega) að landsliðið standi sig sem best gegn sterkustu handknattleiksþjóðum heims Leikmenn íslenska hðsins hafa sagt í viðtölum að góður andi ríki í hópnum. Að sjálfsögðu er það mikilvægt en það þýðir ekki að hðið leiki sem ein heild inni á vellinum. Ekki er annað að sjá en einstaklingsframtakið ráði ríkjum fremur en liðsheildin. Hér kemur auðvitað aftur til kasta lands- liðsþjálfara hverju sinni. Hvert er hlutverk landsliðsþjálfara? Margt mætti rita um það atriði en hér verð- ur aðeins drepið á örfá þeirra. Hlut- verk landsliðsþjálfara er meðal ann- ars að byggja upp sterka liðshehd, sem nær saman utan vallar sem inn- an. Hans er að rífa liðið upp þegar á móti blæs. Hans er að bæta liðið frá einum leik til annars. Hans er að leggja upp þá taktík, sem hentar lið- inu, eða velja leikmenn sem henta hans leikstíl. Landsliðsþjálfari á að vera manna mest inni í alþjóðlegum handbolta. Hann á, ásamt sínum að- stoðarmönnum, að koma sér upp greinargóðum upplýsingum um hð og leikmenn þeirra þjóða, sem við kepp- um við,“ skrifaði Jóhann Ingi, sem síðar átti eftir að gera garðinn fræg- an sem þjálfari í Þýskalandi og síðar aftur hér á landi. NÚ ER nokkuð um liðið frá lokum Evrópumótsins í Króatíu og að mestu hefur nú lægt það moldviðri sem þyrlaðist upp hér á landi vegna framgöngu landsliðsins. Eftir stend- ur engin niðurstaða, engin klár ástæða þess hvemig fór. Það er al- slæmt að mati Víkverja, þar eð það er að hans mati ávísun á að flotið verði áfram í hægindum sofandi að feigðar- ósi. Næstu átök verða í tveimur mikil- vægum leikjum gegn Makedóníu- mönnum, heima og heiman, í undankeppni HM í Frakklandi sem fram fer á næsta ári. Ekki er að efa að landshðsþjálfarinn telur sig þekkja leiðina að settu marki og hefur eflaust sett þegar niður í huga sér leiðir og aðferðir í því sambandi. Gangi það ekki eftir, er hvort eð er lítill skaði skeður, þar eð ávallt má grípa til gamalkunnugra svara um undirbúning hðsins, smæð þjóðarinn- ar svo ekki sé minnst á bágan fjárhag sambandsins. Svo er nefnilega for- sjóninni fyrir að þakka, að sagan end- urtekur sig.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.