Morgunblaðið - 27.02.2000, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 27.02.2000, Blaðsíða 64
 mm heim að dyrum í* I PÓSTURINN fHnr^minW^ip MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI1,103 REYKJAVÍK, SÍMI6691100, SÍMBRÉF6691181, PÓSTHÓLF3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 6691122, NETFANG: R1TSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 SUNNUDAGUR 27. FEBRÚAR 2000 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK. Síminn Internet býður nýja þjónustu Oæskileg’u efni haldið frá tölvunni SÍMINN Internet setur á markað á næstu dögum þjónustu sem nefn- ist Fjölskylduvænt Internet. Þjón- ustan er nýjung í baráttu foreldra við óæskilegt efni á Netinu. Með búnaðinum geta foreldrar skil- greint og þjálfað svokallaða vaka sem fylgjast með óvelkomnu efni. Hugbúnaðurinn metur allt efni sem berst í tölvuna af Netinu, hvort sem það er vefsíða, tölvu- póstur eða efni af spjallrásum og ákveður hvað sleppur í gegn. Hug- búnaðurinn er uppsettur með varnir gegn klámi og djöfladýrkun en foreldrum er í sjálfsvald sett að kenna honum að sía úr annað efni. Hann getur jafnframt gætt þess að börn sendi ekki ákveðnar upplýs- ingar frá tölvunni, s.s. greiðslu- kortanúmer, nafn, símanúmer eða annað sem foreldrar telja óæski- legt að berist út á Netið. Enginn hinna slösuðu í rútunni er í lífshættu EKKI er vitað með vissu hverjar orsakir umferð- arslyssins á Vesturlandsvegi á föstudagskvöld voru. Þrír biðu bana og sautján voru vistaðir á sjúkrahúsunum í Reykjavík í fyrrinótt eftir að jeppi og rúta með 19 farþega rákust saman við Grundahverfi á Kjalarnesi. Umfangsmiklar að- gerðir fóru fram við björgun á vettvangi og sjúkrahúsin í Reykjavík unnu saman samkvæmt hópslysaáætlun. Gekk áætlunin í alla staði vel. I tilkynningu frá Sjúkrahúsi Reykjavíkur segir að enginn hinna slösuðu sé í lífshættu. I tilkynningunni kemur fram að alls var ráðgert að ellefu hinna slösuðu fengju að fara heim í gær. Tveir muni útskrifast í dag en fjórir verði áfram til meðhöndlunar, þar af var einn sem hefur —undirgengist aðgerð vegna mikilla beinbrota. „Tveir aðrir eru með minni brot og tveir með vægan höfuðáverka. Auk þeirra voru fimm á gæsludeild í nótt sem allir fara heim [í gær],“ seg- ir þar. A bráðamóttöku Landspítala voru sex sjúkling- ar hafðir til eftirlits í fyrrinótt. Gert var ráð íyrir að fjórir færu heim í gær en líklegt þótti að tveir yrðu eftir til frekari aðhlynningar. ,Aður en fólkið fer heim munu starfsmenn sjúkrahúsanna úr áfallahjálparteymum veita áfallahjálp," segir í til- kynningunni. Rannsókn á orsökum slyssins var að hefjast snemma á laugardag með því að ná tali af vitnum. Lögreglan segir að nokkur vitni hafi gefið sig fram en vitað er að fleiri urðu vitni að slysinu og verður reynt að hafa samband við þá. Að sögn lög- reglu er ekki vitað um orsakirnar en talið hefur verið að annað ökutækjanna hafi farið yfir á rang- an vegarhelming. Ekkert er þó hægt að fullyrða um það á þessu stigi. Athugunin mun einnig bein- ast að ökutækjunum og rannsakað verður hvort bilun í þeim gæti verið orsakavaldur. Vesturlandsvegurinn var blautur og háll þegar slysið varð og talsverðir sviptivindar frá Esju. Að öðru leyti var veður þó ekki talið slæmt. Að sögn lögreglu má búast við að það taki nokkra daga að grafast fyrir um orsakir slyssins. Vaktaskipti auðvelduðu störfin Vaktaskipti voru hjá Slökkviliðinu í Reykjavík þegar tilkynnt var um slysið og voru tvær vaktir að mestu leyti sendar á slysstað og þriðja vaktin, sem var kölluð út, aðstoðaði við móttöku á spítöl- unum. Að sögn slökkviliðs gekk björgunin vel. Ekki var unnið eftir neyðaráætlun og helgast það af því hve fjölmennt lið tók þátt í björguninni. Þrír karlmenn létust í slysinu en ekki er hægt að greina frá nöfnum þeirra að svo stöddu. Máva- veisla á loðnumið- um Morgunblaðið/Friðþjófur Helgason Átta ölvaðir við akstur ÁTTA ökumenn voru kærðir fyrir ölvunarakstur í Reykja- vík í fyrrinótt. Nokkuð var um ryskingar en engar alvarlegar líkamsár- ásir voru þó. Talsvert var af fólki í miðborginni. Á Akur- eyri var einn tekinn fyrir ölv- unarakstur og einn gisti fangageymslur vegna ölvunar. Fimm norrænir hópar sam- tímis á leið á norðurpólinn / 1. Islenski leiðangurinn heldur upp frá Kanada. 2. Sænskur leiðangur heldur upp frá Kanada. 3. Annar sænskur leiðangur heldur upp frá Síberíu. 4. Norskur leiðangur heldur upp frá Síberíu, ætlar á pól og síðan áfram til Kanada. 5. Dönsk kona heldur upp frá Síberiu ein síns liðs. I öðrum leiðöngrum eru tveir karlar. (igirnsl®0 • /■ ÍSLAND : or 5 I-ce O -Ai----- 'Q ' - ,v SEX, sjö skip voru á loðnumiðunum suður af landinu í gærmorgun. Sveinn ísaksson, skipstjóri á Vík- ingi AK, var nýkominn á miðin vestan við'Dyrhólaey þegar Morg- unblaðið hringdi í hann í gær og var þá búinn að finna loðnu. „Hún sígur jafnt og þétt í vestur,“ sagði Sveinn. „Við erum búnir að kasta tvisvar en lítið fengið.“ Myndin var Ainmitt tekin af Víkingi á miðunum um daginn í gegnum mávagerið sem mætir til veislu þegar nótin kemur að skipshlið. FIMM norrænir hópar, þar á meðal leiðangur íslendinganna Haraldar Arnar Ólafssonar og Ingþórs Bjamasonar, verða á sama tíma á leið á norðurpólinn nú á næstunni og er farið að tala um að á döfinni sé Norðurlandamót í pólferðum. Allir hóparnir hyggjast ná pólnum án utanaðkomandi aðstoðar og ætlar einn þeirra, tveggja manna norskur leiðangur, meira að segja að fara áfram yfir norðurpólinn frá Síberíu til Ward Hunt Island í Kanada. Hóp- arnir taka því með sér mat, eldsneyti og allan búnað. Aðeins fjórir leiðangrar hafa náð á norðurpólinn án þess að fá aðstoð utan frá og sagði Haraldur Örn að reikna mætti með því að ekki næðu allir leiðangramir fimm settu marki. íslenski leiðangurinn mun leggja upp frá Ward Hunt Island í Kanada og sömu- leiðis annar tveggja leið- angra frá Svíþjóð, sem er þriggja manna. Frá Serdna, aflagðri herstöð á Sevemaja Zemlja í Síberíu, fara norski leiðangurinn, hinn sænski leiðangurinn, sem einnig er tveggja manna, og Bettina Aller frá Danmörku, sem fer ein síns liðs og hyggst þar með verða fyrsta konan til að ná óstudd á norðurpólinn og einsömul í þokkabót. Haraldur sagði þegar hann var spurður hvort farið væri að gæta rígs milli hópanna að hann vissi til þess að mikil keppni væri í uppsiglingu milli sænsku leiðan- granna. Norski leiðangurinn lagði í hann 16. febrúar og danska konan og sænski leiðangurinn í Síberíu leggja af stað um mánaðamótin. Islenski og sænski hópurinn í Kanada gera ráð fyrir að leggja af stað um 10. mars. Haraldur Öm sagði að fyrr væri lagt af stað frá Síberíu vegna þess að þar væri ísinn mjög þunnur upp við landið. Hins vegar væri betra að geta lagt síðar af stað vegna þess að þá væri dag bæði tekið að lengja meira og ekki eins kalt: „Nú hefur verið milli 40 og 50 stiga frost [á þessum slóðum] og má búast við því í byrjun, en síðan hlýnar þegar á líður, þannig að gera má ráð fyrir milli 30 og 40 stiga frosti og í lokin milli 20 og 30 stig- um.“ Sama leið og Peary fór 1909 Gert er ráð fyrir að ís- lenski leiðangurinn taki 60 daga og verði kominn um miðjan maí. Norski leiðangurinn verður hins vegar 120 daga á leiðinni frá Síberíu til Kanada. Leiðin frá Síberíu á norðurpólinn er 1000 km og leiðin frá Kanada 800 km. Það segir hins vegar ekki alla söguna. Har- aldur Öm sagði að Síb- eríuleiðin væri mun greiðfærari og ísrekið hagstæðara, en þegar farið væri frá Kanada þyrfti í raun að ganga lengra en 800 km vegna þess að krækja þyrfti fyrir vakir og rekið væri á móti: „Það er erfitt að segja hvers vegna við völdum þessa leið, en hún á sér meiri sögu og þetta er leiðin sem Robert Peary fór 1909.“ ■ Áleiðis/Bl smellir og seðillinn er greiddur S) BÚNAÐARBANKINN Traustur banki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.