Morgunblaðið - 27.02.2000, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 27.02.2000, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. FEBRÚAR 2000 27 Þjónar í Sjálfstæðishúsinu grípa í spil á meðan sýning á kabarettinum Bláu stjörnunni stendur yfir. Grétar B. Kristjánsson, varasljórnarformaður Flugleiða, Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða og Einar í veislu sem haldin var Einari til heiðurs er hann lét af störfum hjá flugfélaginu síðastliðið haust. _________I___ .." __1i______ Einar, Konráð Guðmundsson og Janus Hall- dórsson, þjónar á Gullfossi, sennilega 1956. Hver landshluti hefur á einhveiju að luma Einar kunni vel við sig á hótelum Flugleiða en Hótel Esju og Hótel Loftleiðum átti hann eftir að stýra sitt á hvað og saman það sem eftir var starfsævinnar. „Hjá Flugleiðum starfar öðlingsfólk, bæði erlendis og innanlands. Og ekki síst hjá Flug- leiðahótelum. En ég var ekki hrifinn af því þegar fyrirtækið fór að kaupa og reka hótel á landsbyggðinni. Það þarf ekki að vera röng ákvörðun. Ég var bara ekki sammála henni,“ segir hann. „Upp úr þvi dvínaði áhugi minn á þessum rekstri. Ég sá að hótelin myndu skila mjög góðum arði um áramótin og lét þar við standa. Hætta ber leik þá hæst stendur.“ Einar segist hlynntur því að heima- menn sjái um ferðamál og hótelrekst- ur sjálfir frekar en að fyrirtæki úr höfuðborginni séu að gera út á þessi mið. „Ferðaþjónustan er mannfrek grein,“ segir hann og vísar til þess að þar séu mörg atvinnutækifæri. „Svíar fundu það út að þeir þyrftu ekki að fá nema fimm ferðamenn til landsins til að afla sama gjaldeyris og að selja eina Volvó-bifreið. Hver landshluti hefur á einhverju að luma. Heima- menn eiga að sjá um þetta sjálfir en auðvitað geta þeir leitað til höfuð- borgarinnar eftir sérþekkingu á borð við markaðssetningu og fagþjálfun.“ Þótt Einar hafi alla tíð verið störf- um hlaðinn gaf hann sér tíma til að taka virkan þátt í starfsemi Sam- bands veitinga- og gistihúsa. „SVG var eiginlega eina virka fagfélagið í þessum einkageira í fimmtíu ár. Mörg félög voru auðvitað stofnuð á þessu tímabili en þau lögðust flest af. Ég vil meina að SVG hafi haft mikil áhrif á þá þróun sem varð í ferðamálum á Is- landi þó að ekkert fyrirtæki hafi átt stærri þátt i að markaðssetja Island erlendis en Flugleiðir og forverar þess félags. Hvaða óæti er þetta? Á tímabili var ég í nefnd sem sá um að veita og hafa eftirlit með vínveit- ingaleyfum og hreinlæti. Við fórum um allt iand og fundum að því sem betur mátti fara. Þessi nefnd vann gott starf en nú sjá sveitarfélögin um þetta sjálf. Fólkinu úti á landi fannst gott að fá okkur til að taka af skarið ef þannig stóð á. Það hafði kannski reynt að fá fram endurbætur en ekki tekist eins og gengur þegar nálægð manna er mikil. En við gerðum þær kröfur að vandamálin yrðu lagfærð strax og eftir því var farið.“ Margt hefur breyst á þeim tíma sem liðinn er fi’á því að Einar var þjónsnemi í Sjálfstæðishúsinu. „Þá voru engar tölvur. Allt var gert í höndunum. Menn lærðu að verða matsveinar og framleiðslufólk og þeir héldu sig við það. Maturinn hefur líka breyst mikið. Þegar ég var að byija í Sjálfstæðis- húsinu fór fólk ekki nema í eina veislu á ári. Maturinn var þyngri, meira smjör var notað og meiri rjómi. Þá var súpa borin fram fyrst, apas- eða sveppasúpa, síðan lambahryggm- eða lambalæri og gjaman ís á eftir. Þetta breyttist töluvert þegar fyrsti skóla- stjóri Hótel- og veitingaskólans, Tryggvi Þorfinnsson, kom til landsins frá Svíþjóð og fór að vinna í Sjálf- stæðishúsinu. Þá fór maður að sjá hamborgarhrygg, triffli og alls konar forrétti. Þessar breytingar komu líka með tilkomu Gullfoss. Þar var frægt kalt borð með rækjum, humri, reykt- um ál, krabba og öðru því sem fólk leggur sér yfirleitt ekki til munns. Og fólk átti ekíd orð. Nú er annar matur vinsæll, aðallega austurlenskur eins og t.d. sushi. Það hafa orðið óskapleg- ar breytingar á matarvenjum Islend- inga.“ Á þessum árum var haldið upp á gamlárskvöld. „Það breyttist þegar áróður jókst um að foreldrar ættu að vera með bömum sínum þetta kvöld. Það hefur verið í kringum 1970. Þá kom veitingamönnum til hugar að halda „galadinner“ á nýárskvöld. Glæsilegastar þóttu veislumar á Sögu. Matseðillinn var alltaf leyndar- mál. Einu sinni vorum við með hreindýrakjöt, waldorfsalat, perur, brúnaðar kartöflur og tilheyrandi. Þá voru menn ekki vanir hreindýrasteik og það ætlaði allt um koll að keyra. Fólk spurði hvaða óæti þetta væri eiginlega. Um svipað leyti fórum við á Sögu að fá franska kokka til okkar. Þeir byrjuðu á að elda öðuskeljar á þurri pönnu og þegar skelin opnaðist skvettu þeir pemot inn í hana. Þeir komu líka með pottréttina, þar sem kjöti og skelfiski var jafnvel blandað saman. Síðan breytast matarvenjur mikið með fargjaldalækkunum sem orðið hafa til útlanda." hyggjuviti og stundvísi Einar segir að þegar hann var nefndarformaður Hótel- og veitinga- skóla íslands hafi hann lagt til að stofnaður yrði hótelskóli að Laugar- vatni þar sem húsmæðraskólinn var áður tíl húsa. Hann hafi séð fyrir sér að hótel yrði starfrækt þar árið um kring og að nemendur lærðu þar um allt sem viðkæmi hótelrekstri, allt frá því að sjá um þrif á herbergjum til hótelstjómunar. Sú hugmynd fékk ekki hljómgrunn en þess í stað var tekin pólitísk ákvörðun um að sam- eina Hótel- og veitingaskólann Menntaskólanum í Kópa- vogi. „Ég er viss um að hótel- skóli að Laugarvatni hefði staðið undir sér og meira en það. Þama var hús- næðið með stóra eldhúsi og heimavist. Þarna var aðstaða til að kenna því fólki sem hugðist vinna við þjónustustörfin. Mér skilst að aldrei hafi jafnfá- ir matreiðslu- og fram- reiðslumenn útskrifast og núna. Verst er að fæstir vilja koma inn í fagið. Þeir fara heldur framhjá þjón- ustustörfunum og velja sér fög í háskóla. Menn vilja ekki standa við pönn- umar eða með handstykki á hendi. En við verðum að fá fólk í verkin ef við ætl- um að byggja upp ferða- þjónustu. Það er ekki nóg að hafa stjómendur á bak við, það er fólkið sem kem- ur fram og veitir þjónust- una sem skiptir máli,“ segir Einar. Hann segir einnig að nú sé frekar spurt um prófgráður en eiginleika á borð við hyggjuvit, stundvísi og áreið- anleika. „Það má ekki tala um þessi gömlu gildi. Þau era „tabú“,“ segir hann og hefur af því nokkrar áhyggj- ur. Slappað af á meðan búslóðin er í geymslu En hvaða áhrif skyldi öll þessi vinna hafa haft á heilsuna? „Hún hafði ekki góð áhrif á hana. Ég fékk kransæðastíflu og þurfti að fara til Ameríku í aðgerð. Það var áð- ur en farið var að gera hjartaaðgerðir hér á landi. Ég var ákaflega heppin og var hjá góðum lækni, Guðmundi Oddssyni hjartayfirlækni,“ svarar hann. Síðan hefur Einar verið hraustur. Hann segist enda kunna að aðlagast aðstæðum hverju sinni og þessa dag- ana gerir hann nóg því að slappa af. Hann og Emilía era. nýbúin að selja dóttur sinni húsið sitt, sem þau byggðu í Kópavoginum fyrir 40 árum, og eru búin að koma búslóðinni fyrir í geymslu. Síðan njóta þau daganna í sumarbústaðnum sem þau eiga fyrir austan fjall. „Ég var einn af þeim fyrstu sem keypti lófastórt sumar- bústaðaland þama fyrir austan. Ég ætlaði aldrei að byggja neitt á því en svo kemur að því að mann langar að fara út í náttúrana. Við byggðum heilsársbústað og þar búum við núna þar til nýja íbúðin, sem við keyptum okkur í Reykjavík, verður tilbúin.“ Aðalfundur 2000 Aöalfundur Opinna kerfa hf., veröur haldinn flmmtudaglnn 9. mars 2000. Fundurinn veröur haldinn í Hvamml á Grand Hótel kl. 16:15. Dagskrá: » Heföbundin aðalfundarstörf skv. samþykktum félagsins » Heimild til útgáfu jöfnunarhlutabréfa • Heimild til kaupa á eigin hlutum í félaginu • Heimild til útgáfu nýrra hluta • Önnur mál, löglega borin upp Fundargögn veröa afhent á fundarstað. Hluthafar sem ekki geta sótt fundinn, en hyggjast gefa umboö, verða aö veita slíkt skriflega. Viku fyrir aöalfund mun dagskrá, endanlegar tillögur svo og ársreikningur liggja frammi á skrifstofu félagsins. Stjórn Oplnna kerfa hf. OPIN KERFIHF Höföabakki 9 • 110 ReykjaVfk • Sími 570 1000 • www.hp.is AUGLYSING Yfir 400 manns til Cape Town, S.-Afiíku Auglýst ferð Heimsklúbbs Ingólfs fyrir gull- og farkorthafa Visa er upp- seld með rúmlega 400 manns. Sú breyting hefúr orðið á tilhögun ferð- ar, að skipt hefúr verið um þotu Atlanta og valin í staðinn nýrri gerð, Boeing 747 - 300, sem býður meiri þægindi, t.d. viðskiptafarrrými, sem farþegar í ferðina geta nú valið í stað almenns farrýmis með 26 þúsund króna milligreiðslu. Þess má geta, að í almennu flugi kostar farseðill til Cape Town á viðskiptafarrými um kr. 400 þús- und, en öll ferðin hjá Heimsklúbbn- um og Visa með flugi, sköttum, gistingu, morgunmat og fararstjórn kr. 124.800 á viðskiptafarrými. Aðeins er um fá sæti að ræða, og sitja þeir fyrir, sem fyrstir staðfesta breytinguna úr almennu farrými í viðskiptafariými (Business class). Boðið er upp á kynnisferðir á fræga staði, s.s. Borðflallið, einn frægasta trjá- og blómagarð heimsins, Kirstenbosch, ferð á Góðrarvonar- höfða, út í Robbeneyju, þar sem Nelson Mandela sat 27 ár í fangelsi, um nýja borgarhverfið Waterfront, sem frægt er fyrir fjölþjóða veitinga- staði, eina af stærstu verslanamið- stöðvum Suður Afríku og skemmti- staði með flölbrejútri tónlist. 10 manna starfslið Heimsklúbbsins og fararstjórar verða farþegum til að- stoðar. Gist verður í Cape Town í viku með vali um 3 hótel og farið í ferðir þaðan. Með breyttum farkosti verður nú flogið beint frá Islandi til Cape Town á aðeins 13 klukku- stundum, og Arngrímur Jóhannsson, forstjóri og aðaleigandi Atlanta verður sjálfúr við stjórnvölinn. Umsjónarmaður ferðarinnar er Ingólfúr Guðbrandsson, forstjóri Heimsklúbbsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.