Morgunblaðið - 27.02.2000, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 27.02.2000, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 27. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÞAÐ er hægt að fyrirgefa hljómsveitarstjórum allt ef þeir hafa gott skopskyn," seg- ® ® ir einn hijóðfæraleikaranna í dOnsku útvarpshljómsveitinni oglæt- ur fylgja að Yuri Temirkanov hafi af- burðagott skopskyn. Ekki svo að skilja að hann sé sítalandi, öðru nær, en hann hefur náðargáfu skopskyns- ins, að ógleymdri tónlistargáfunni. Þessi lágvaxni, granni maður hef- ur líka kvikan glampa í augum þegar hannspjallar um starf sitt með að- stoðarkonu sinni, sem þýðir fyrir hann, þvi enskan er honum ekki full- töm. Hann er klæddur svartri, víðri skyrtu, sem er girt ofan í gráar buxur og í mjúkum brúnum jakka. A litla fingri hægri handar glampar á fínleg- an demantshring. Kiæðnaðurinn er á lágu nótunum og sama er um lát- bragð hans, en undir fáguðu og ró- legu yfirborði er auðvelt að grilla í kraftinn, sem þarf til að koma stórum tónverkum til skila. Auk þess að vera fyrsti gesta- stjórnandi dönsku útvarpshljóm- sveitarinnar er hann aðalstjórandi fílharmóníunnar í Sankti Péturs- borg. Hann var þrettán ára er hann fluttist þangað til að fara í nám, en fram að því hafði hann alist upp í Ká- kasus, þar sem fæstir töluðu rúss- nesku. Hann hefur enn sterkar taug- ar til æskustöðvanna, en er jafn heimavanur í Sankti Pétursborg. Að skapa velvilja svo tónlistin geti sprottið fram Það má líta á hljómsveit sem nokk- urs konar hljóðfæri, sem stjórnand- inn spilar á. En hvað skyldi þurfa til að fá svo öflugt hljóðfæri til að spila? ,Andstætt dauðum hljóðfærum þarf þetta hljóðfæri, hljómsveitin, að vilja spila,“ segir Temirkanov. „Það er alltaf hægt að heyra þegar hljóm- sveit vill ekki eða hefur ekki ánægju af að spila. Þegar svo er, vinnur hljómsveitin bara sitt verk, spilar nótumar, en úr því verður engin tón- list.“ En hvað er það sem blæs hljóm- sveitinni í brjóst þessa löngun til að spila og hæfileikann til að skapa tón- list? „Það veit enginn. Það er ekki hægt að útskýra. Það er bara stundum sem það tekst ekki. Það kemst ekkert samband á, án þess að maður skilji af hverju, og það verður engin tónlist." En eftir að hafa talað við hljóm- sveitarmeðlimina i dönsku útvarps- hljómsveitinni má skilja að þú eigir ekki við þennan vanda að etja. „Þetta getur alltaf gerst. Stundum er þetta undir efnisskránni komið. Ef hún er tæknilega mjög erfið geta tónlistarmennimir ósjálfrátt skellt skuldinni á stjómandann, þótt það sé nú ekki hann sem hafi samið tónlist- ina. Það getur verið erfitt að komast yfir slíkan hjalla, en ef manni tekst að skapa velvilja í hljómsveitinni í sinn garð, getur hljómsveitin kannski gleymt erfiðleikunum og sigrast á þeim og tónlistin þá sprottið fram.“ Orð duga ekki til að skýra tónlist Þú gerir ekld mikið af því að tala við hljómsveitina, heldur sýnir henni hverju þú sækist eftir, ekki satt? „Jú, mér fellur ekki að tala mikið. Það hefur ekkert að gera með tungu- Hugarástand sem ekki er hægt að yfirfæra í orð Kákasusbúinn Yuri Temirkanov stjórnar dönsku útvarpshljómsveitinni á tónleikum hennar í Háskólabíói mánudaginn 28. febr- úar. Sigrún Davíðsdóttir ræddi við hann um starf hljómsveitarstjórans og heyrði af -----------------------——?-------------- fyrstu kynnum hans af Islendingum. málaerfiðleika, heldur af því að því minna sem maður talar, því meira sýnir maður og það skapar meiri skilning og betri árangur. í fyrsta lagi vita hljóðfæraleikar- arnir oftast fyrirfram hvað stjórn- andinn hefur að segja. í öðru lagi er ekki hægt að nota orð til að útskýra tónlist. Orðin geta aldrei orðið annað en málamiðlun, því tónlist er annað tungumál en orðin.“ Hvemig sýnirðu hljómsveitinni hverju þú sækist eftir? „Með höndunum. Það er undarlegt starf að stjóma hljómsveit. Þegar á að kenna hljómsveitarstjómun hvernig á þá að kenna að segja hljóm- sveit hvernig hún eigi að spila? Tón- list er hugarástand, sem ekki er hægt að yfirfæra í orð. En á einhvern hátt er hægt að koma þessum skilningi til skila með því að nota hendurnar." Og svo notarðu skopskynið er sagt. „Það er ekki hægt að lifa af í Rúss- landi án þess að hafa skopskyn. Sá sem er þar án skopskyns ferst. Skop- skyn er eins og lyf. Ekki svo að skilja að allir séu glaðlegir í Rússlandi. Langflestir em heldur þungbúnir og það skil ég líka vel. Það er ekki hægt að áfellast þá fyiár það því þar er ekki margt að gleðjast yfir. En það er heldur ekkert nýtt. Þannig hefur það lengi verið.“ Hver hyómsveit hefur sín einkenni Það er gjaman sagt að hver hljóm- sveit hafi sín einkenni og sína eigin- leika. Hvaða eiginleika hefur danska útvarpshljómsveitin? „Hún hefur skopskyn og þá á ég ekld við að menn séu stfellt að gera að gamni sínu, heldur bara að hún hefur þennan skilning og það skiptir miklu máli. Hljómsveitin felur í sér mikla möguleika og hefur til að bera gífur- lega fagkunnáttu. Og svo vill hún spila vel, sem er mjög mikilvægt.“ Og hvað með hljómsveitina í Sankti Pétursborg? „Hún er elsta starfandi hljómsveit- in í Rússlandi og ber með sér dásam- legar hefðir og sögu. Þama hafa þeir allir verið, Tjækovskí, Glasunov, Mahler, Stravinskí, Klemperer og Furtwángler. Auðvitað hafa orðið kynslóðaskipti í hljómsveitinni en á einhvem undarlegan hátt er eins og þessi áhrif erfist, liggi í erfðaefni hljómsveitarinnar ef svo má segja. Maður skynjar þessa fortíð á ein- hvem hátt. Strengjahljómurinn er til dæmis mjög skýr og sérstakur. Und- anfama hálfa öld hefur hljómsveitin verið þjálfuð með nánast hernaðar- legri nákvæmni." Hefðir geta verið til góðs og ills. Era engar slæmar hefðir sem flækj- ast fyrir þessari sögufrægu hljóm- sveit? „Nú nefndi ég aðeins góðu hefðim- ar, en auðvitað eru slæmar hefðir einnig til þar. Verkefni mitt er að halda þeim góðu við lýði en losna við þær slæmu. Hljómsveitin var í upphafi hrædd við stjórnandann, því þannig hafði henni verið stjómað. Það var tvennt, sem hún var hrædd við: Stjómand- ann og dauðann... og það var hægt að heyra þennan ótta á tónlistarflutn- ingi hennar. En það er ekki hægt að skapa neitt ef hræðslan er stöðugt ráðandi. Eg vil gjaman breyta sálarástandi hljómsveitarinnar og held mér hafi tekist það. Ég lít ekki á hljómsveitina sem undirmenn mína, heldur sam- starfsmenn, sem taka þátt í tónlistar- sköpuninni með mér. Hljómsveitin þarf að vilja spila. Tæknilega er Pétursborgar-fíl- harmónían alveg fullkomin, gædd ótrúlegum hæfileikum. Hún er eins og fullkomin vél, eins og best verður á kosið tæknilega. Ég er kannski ein- faldur, en ég held að list sé annað en vel smurð vél. Án gleði er tónlistin dauð.“ Beitirðu einnig skopskyninu á Pét- ursborgar-fílharmóníuna? „Já, en annars konar skopskyni en á þá dönsku. Púshkin hefur sagt að það sé gáfnamerki að þekkja þann sem rætt er við til að geta ákveðið hvers konar skopskyn megi beita á viðkomandi. í byrjun gerði ég eigin- lega alls ekki að gamni mínu við fíl- harmóníuna, því hljóðfæraleikararn- ir hefðu ekki skilið það. Núna get ég það og þeir hafa smám saman lært að taka því.“ Þú ferðast einnig um og stjómar. Ljósmynd/Bent Poulsen „Andstætt dauðum hljóðfærum þá þarf þetta hljóðfæri, hljóm- sveitin, að vilja spila,“ segir Yuri Temirkanov. „Það er alltaf hægt að heyra þegar hljómsveit vill ekki eða hefur ekki ánægju af að spila.“ Hvemig kemurðu að nýjum hljóm- sveitum? „í upphafi vita hljóðfæraleikarar yfirleitt meira um stjórnandann en hann um þá og vita nokkurn veginn hverju þeir eiga von á. Það tekur stjómandann svo nokkrar mínútur að átta sig á hvemig hljómsveitin er og svo er að aðlagast því. Þetta er svona eins og að meta íþróttamann. Það eru þeir sem stökkva tvo metra og þeir sem stökkva 2,15. Svo er að ná sem mestu út úr fólki, þoka fólki áfram, ýta við þeim sem komast aðeins 2 metra, en líka að sætta sig við takmarkanimar og nýta það sem er fyrir hendi.“ Áheyrendur endurspegla þjóðirnar Hvað með viðfangsefni, áttu þér einhver sérstök uppáhalds viðfangs- eftii? „Sá sem aðeins hlustar á tónlist getur haft ákveðnar skoðanir á hvað honum falli í geð og hvað ekki,“ segir Temirkanov eftir smáumhugsun. „Sá sem er atvinnumaður í tónlist getur ekki látið slíkt eftir sér, en vissulega getur manni fundist sum tónlist standa manni nær en önnur og að maður hafi betri skilning á sumum verkum en öðrum. En það væri ekki hægt annað en að vorkenna áheyr- endum, sem þyrftu að sitja undir flutningi stjómanda, sem ekki væri hrifinn af tónlistinni, sem hann stýrði flutningi á.“ Hvað með tengsl þín við rússneska tónlist? „Þótt ég virðist Rússi í augum út- lendinga, er ég ekki Rússi. Það búa margar þjóðir í fyrram Sovétiíkjun- um og ég kem frá Kákasus, er Tjerk- assi. Þangað til ég var þrettán ára bjó ég ekki innan um rússneskumælandi fólk, en flutti þá til Leníngrad og lærði þai'. Rússnesk tónlist er mér því ekki nánari en önnur tónlist þótt hún sér mér sálarlega kunnugleg. Kákasus er heima í mínum huga og þar á ég enn ættingja, en annars er erfitt að segja. Ég er einnig tengdur Sankti Pétursborg." Það er stundum sagt að Rússar séu aldrei hamingjusamir ef þeir búa erlendis, heldur alltaf haldnir heim- þrá. Geturðu tekið undir það? „í þessu felst undarlegur þáttur sem er að Rússar, sem áður fluttu í burtu, áttu ekki afturkvæmt og það skapaði þessa áköfu þrá eftir Rúss- landi. Nú geta Rússar erlendis hins vegar farið aftur til baka ef þeim sýn- ist svo og verða því eins og aðrir sem flytja burtu. En ég held að flestir sem flytjast brott úr heimahögunum hafi til þeirra einhveijar taugar." Nú ferðu ekkd aðeins á milli hljóm- sveita heldur einnig landa. Finnurðu mun á áheyrendum eftir löndum? „Hvert land hefur eitthvað sér- stakt við sig og það endurspeglast í áheyrendum, þótt það sé ekki spurn- ing um betri eða verri þjóðir. Sumir áheyrendur eru kaldir, aðrir frá- bragðnir, eins og Japanir, sem hafa sinn háttinn á, jafnvel í því hvernig þeir klappa. Þeir era vingjarnlegir og ákafir að skilja. Ég nefni engin nöfn, en í Evrópu era þjóðir, sem finnst að þær viti allt og séu að gera greiða með því að hlusta. „Lát heyra hvað þú getur“ er afstaðan, sem geislar frá þeim. Ég tek eftir þessu, en það hefur engin sérstök áhrif á mig. Þetta er svona rétt eins og maður getur þurft að eiga skipti við margvíslegt fólk, sem er ekki allt jafnskemmtilegt. Þegar ég var ungur hélt ég að allir Norðurlandabúar væra fjarlægir og inn á við, en ég hef nú lært að það er aðeins á yfirborðinu. Það er auðvelt að nálgast þá, þeir era vingjarnlegir og þakklátir fyrir það sem fyrir þá er gert. Vingjamlegri en Sankti Péturs- borgarbúar. Þar má enn finna á íbú- unum að borgin var keisaraborg, þótt sá tími sé löngu liðinn. íslandsferðin er fyrsta ferðin mín þangað og ég hlakka mikið til. Ég hef heyrt svo mikið af íslendingum, því ég átti íslenskan skólabróður í Len- íngrad, Snorra Þorvaldsson, sem nú býr í Stokkhólmi, fjarska viðkunnan- legur og geðþekkur maður. I augum okkar var hann mjög mikill útlend- ingur, því á þessum tíma sáust varla útlendingar í Leníngrad. Eitt sinn kom skip frá íslandi til Leníngrad og Snorri fékk þá send- ingu af alls konar fiski, saltfiski, reyktum fiski, harðfiski og ferskum fiski. Snorri bauð mér í mat og ég hef aldrei á ævinni séð svona mikið af fiski, en því miður er ég með ofnæmi fyrir fiski, svo þetta var ekki svo ánægjulegt fyrir mig,“ rifjar Temirk- anov upp með hlátursglampa í aug- unum. Nú hlakkar hann til að komast í skoðunarferð um Þingvöll, Gullfoss og Geysi áður en haldið verður áfram vestur um haf. Danska útvarpshljómsveitin með íslensku ívafi „ÉG á enn blaðamannaskírteini frá 1959, undirritað af Bjarna Bene- diktssyni, sem var þá ritstjóri Morg- unblaðsins," rifjar Gunnar Kjartans- son fiðluleikari upp, þegar Morgun- blaðið ber á góma. Það varð þó tónlistin og ekki blaðamennskan, sem Gunnar lagði fyrir sig, þótt hann spreytti sig lítillega á því síðar- nefnda. Meðal annars fór hann á Ed- inborgarhátíðina og skrifaði um hana. Siðan 1970 hefur Gunnar leikið með dönsku útvarpshljómsveitinni og segist kunna fima vel við sig þar. „Eg er líka hálfur Dani, mamma var dönsk,“ bætir hann við og segistþví vera á heimaslóðum í Danmörku, þar sem hann ólst að hluta upp. Fað- ir hans er Kjartan Sigurðsson arki- tekt, sem á sínum tíma rak teikni- stofu með arkitektunum Sigvalda Thordarson og Gísla Halldórssyni. Það voru.ýmsir tónlistarmenn með Gunnari í Menntaskólanum í Reykjavík á sínum tíma, meðal ann- ars tónskáldin Atli Heimir Sveinsson og Þorkell Sigurbjömsson, en einn- ig Halldór Haraldsson pianóleikari. „Ég flutti reyndar fyrstu verk þeirra Atla Heimis og Þorkels á menntaskólaámnum, hvort tveggja fiðlusónötur, þar sem þeir spiluðu sjálfir undir á píanó,“ segir Gunnar og bætir við að það sé skemmtilegt að hugsa til þessa frumflutnings. Síðasta árið í menntó las Gunnar utanskóla til að geta spilað með Sin- fóníuhljómsveit Islands. Á þeim ár- um var Bohdan Wodiczko aðal- hljómsveitarstjóri og Bjöm Ólafsson var konsertmeistari. „Bjöm var við- kvæmur en afar góður maður,“ minnist Gunnar. Veturinn eftir hélt Gunnar utan til framhaldsnáms, var fyrst í Köln og síðan í Prag. Gunnar segir að það sé góður andi í hljómsveitinni, sem sé eins og oft með útvarpshljómsveitir með fastan og áþreifanlegan hljóm, því yfír- ferðin sé mikil. „Við spilum svo mik- ið, svo það gildir að lesa í gegn, klára verkefni og takatil við það næsta. í óperuhljóm- sveitum er það sama spilað aftur og aftur og hægt að liggja yfir og fága. Það má segja að við plægjum okkur í gegnum efnisskrána," segir Gunnar með glettnisglampa í aug- um. Gunnar er á því að Danir séu músíkalskir, þótt honum hafi ekki þótt svo í fyrstu. „Það em danskir söngvarar að syngja í óperahús- um um allan heim, þó danskan virð- ist ekki músíkölsk, svo eitthvað hlýt- ur að liggja í þeim,“ segir liann. Hljómsveitin fer í tvær til þijár tónleikaferðir á ári og ferðin nú er þriðja Bandaríkjaferðin. Gunnar segir að ferðalögin séu nokkuð álag og spenn- an kannski ekki sú sama og áður, þegar fólk ferðaðist almennt minna. Hluti af ferða- lögum hljómsveitarinn- ar era ferðir, sem fam- ar eru til að kynna danskan iðnað og af- urðir og þá er Margrét Þórhildur Danadrottn- ing oft mcð í for. Á efnisskránni í Reykjavík vcrður á efnisskránni 2. sinfónía Sibeliusar og 4. sinfón- ía Carl Nielsens, en einnig verk eftir danska tónskáldið Poul Ruders, sem er eitt þekktasta núlifandi tónskáld Dana. I byijun mars verður frum- flutt eftir hann ópera í Konunglega leikshúsinu, byggð á sögu eftir Margaret Atwood. Gunnar Kjartansson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.